
UMF Njarðvík

„Erfiðast að vinna deildarmeistaratitilinn“
Njarðvík tryggði sér deildarmeistaratitilinn með sigri á Keflavík 98-93. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar ánægður með árangurinn í deildarkeppninni sem skilaði efsta sætinu.

Haukar tóku Blika og Keflavík vann nágrannaslaginn gegn Njarðvík
Deildarkeppni Subway-deild kvenna er lokið með þremur leikjum. Haukarnir sigruðu Breiðablik í Ólafssal, 74-65 á meðan Keflavík vann erkifjendur í Njarðvík með 10 stigum við Sunnubraut, 72-62.

Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Njarðvík 105-109 | Njarðvíkingar sterkari í framlengingu
Reynslusigur Njarðvíkur í Seljaskóla í kvöld og enn einn leikurinn sem ÍR kastar frá sér í Subway deildinni í körfubolta.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík-Stjarnan 91-83 | Bikarmeistararnir töpuðu í Ljónagryfjunni
Njarðvíkingar tóku á móti nýkrýndum bikarmeisturum Stjörnnunnar með það markmið að minnka forskot Þórs Þorlákshafnar á toppi Subway-deildar karla og bæta fyrir stóran skell í síðasta leik liðsins í Ljónagryfjunni.

Benedikt: Sýndum mikið hjarta í leiknum
Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar ánægður með átta stiga sigur á bikarmeisturum Stjörnunnar 91-83.

Njarðvík ekki í neinum vandræðum með Breiðablik
Njarðvík vann einkar sannfærandi 27 stiga sigur á Breiðabliki í fyrsta leik kvöldsins í Subway-deild kvenna í körfubolta, lokatölur 82-55.

Haukur Helgi: „Ég er bara aumingi“
Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur verður eitthvað frá leiks vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik Njarðvíkur og Breiðabliks á dögunum. Haukur ferðaðist ekki með Njarðvíkingum til Ísafjarðar í gær þar sem liðið lék gegn Vestra.

Benedikt: Liðin tíð að eltast við auðveldari viðureign í úrslitakeppnini
Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, gat ekki annað en verið ánægður með 33 stiga sigur á Vestra í kvöld, 82-115. Benedikt hafði áður kallað eftir því að hans menn myndu svara fyrir stórt tap liðsins gegn KR í síðasta leik.

Njarðvík sótti stigin tvö fyrir Vestan
Njarðvíkingar unnu öruggan 33 stiga sigur á Vestra á Ísafirði í eina leik kvöldsins í Subway-deild karla í körfubolta, 82-115.

Fjörutíu börn í rútu Njarðvíkinga sem fauk af veginum
Tæplega fimmtíu stuðningsmenn Njarðvíkur, þar af um fjörutíu börn, voru í rútu sem fauk út af Reykjanesbrautinni í gærkvöld. Rúður brotnuðu en betur fór en á horfðist þó að börnunum væri skiljanlega brugðið.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 57-83 | Bikarmeistararnir á leið í úrslit eftir að hafa kafsiglt Njarðvíkinga
Bikarmeistarar Hauka eru á leið í úrslit VÍS-bikarsins í körfubolta eftir 26 stiga sigur gegn Njarðvík í kvöld, 57-83.

Lovísa: Viljum að sjálfsögðu halda titlinum en engin aukapressa
„Ég held að ég geti lofað virkilega flottum leik,“ segir Lovísa Björt Henningsdóttir um stórleik Njarðvíkur og Hauka í undanúrslitum VÍS-bikarsins í körfubolta sem fram fer í Smáranum í kvöld.

Njarðvíkinga þyrstir í titil
Aliyah Collier segir Njarðvíkinga hungraða í að binda endi á langa titlaþurrð félagsins. Njarðvík varð tvöfaldur meistari 2012 en hefur ekki unnið titil síðan þá. En það gæti breyst um helgina.

KR er kryptonít Benna Gum: Þrettán töp í síðustu fjórtán leikjum
Njarðvíkingar steinlágu á móti KR-ingum á heimavelli í gærkvöldi og gáfu um leið Þorlákshafnar Þórsurum frumkvæðið í baráttunni um deildarmeistaratitilinn.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - KR 90-125 | Heimamenn þurfa að bíða lengur eftir sigri á KR í Ljónagryfjunni
KR hefur haft tröllatak á Njarðvíkingum í Ljónagryfjunni síðustu ár og það var enginn breyting á því á þessu tímabili. KR sótti ótrúlegan 35 stiga sigur, 90-125, sem er jafnframt stærsta tap Njarðvíkur á tímabilinu.

Njarðvíkingar hafa beðið í 1.220 daga eftir að vinna KR í Ljónagryfjunni
Njarðvíkingar taka á móti KR í Subway-deild karla í körfubolta í Ljónagryfjunni í kvöld en þetta er frestaður leikur.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Njarðvík 76-66 | Taphrina Njarðvíkur hélt áfram að Hlíðarenda
Valur bar sigurorð af Njarðvík, 76-66, þegar liðin áttust við í Subway-deild kvenna í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn var kaflaskiptur en góðar rispur Valskvenna voru fleiri og þar af leiðandi fóru heimakonur með sigur af hólmi.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík 79-85 Grindavík | Grindvíkingar sóttu óvæntan útisigur í Njarðvík
Nýliðar Njarðvíkur og Grindavíkur mættust í Ljónagryfjunni í kvöld í hörku leik. Þrátt fyrir að hlutskipti liðanna í deildinni sé ansi ólíkt, var ekki að sjá á leik þeirra að hér væru lið að berjast á sitthvorum enda töflunnar.

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Njarðvík 116-120 | Njarðvíkingar náðu í sigur í framlengdum háspennuleik
Njarðvíkingar náðu í dýrmæt stig í toppbaráttunni þegar þeir unnu Breiðablik í Smáranum eftir framlengdan leik 116-120. Ég segi dýrmæt því þegar minna en mínúta var eftir af venjulegum leiktíma voru Njarðvíkingar undir en jöfnuðu og náðu í sigurinn. Blikar gáfu þeim mikla keppni eftir að hafa verið undir ca. 80% af leiknum.

Benedikt Guðmundsson: Ég er bara virkilega ánægður með að fara héðan með sigur
Benedikt Guðmundsson vissi alveg að leikurinn við Breiðablik yrði ekki gefins og sú varð raunin þegar Njarðvíkingar náðu í sigur með erfiðasta móti 116-120. Njarðvíkingar virtust vera með góða stjórn á leiknum en Blikar eru óútreiknanlegt lið og ef þeir komast í gírinn sinn þá er erfitt að eiga við þá. Benedikt var því virkilega ánægður með sigurinn.

Rúnar Ingi: „Við munum ekki mæta í úrslitakeppnina saddar“
Njarðvík mætti í Dalhús í gær í stórleik umferðarinnar í Subway-deildinni þar sem liðið tapaði með fjórum stigum gegn Fjölni, 80-76. Tapið í gær skiptir litlu máli í stóra samhenginu að mati þjálfara liðsins, Rúnari Inga Erlingssyni.

Dagný Lísa: „Ég var ekki að fara að tapa þessum leik“
Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis, var afar sátt eftir 4 stiga sigur Fjölnis á Njarðvík í Dalhúsum í kvöld, 80-76.

Fjölnir eitt á toppi Subway-deildar
Fjölnir vann Njarðvík í stórleik kvöldsins í Subway-deild kvenna í Dalhúsum. Leikurinn var jafn og spennandi allan tíman eins og allar viðureignir liðanna til þessa á tímabilinu.

Haukar gerðu góða ferð til Njarðvíkur
Haukar gerðu góða ferð til Njarðvíkur í Subway deildinni í körfubolta í kvöld.

Rúnar: Góður sigur gegn erfiðu liði Keflavíkur
Njarðvík vann tíu stiga sigur á nágrönnum sínum í Keflavík 75-65. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var hæstánægður með sigurinn.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 75-65| Njarðvík vann nágrannaslaginn í Ljónagryfjunni
Njarðvík vann Suðurnesjaslaginn gegn Keflavík í Ljónagryfjunni og hefndi fyrir tapið í Blue-höllinni í byrjun árs.Njarðvík endaði fyrri hálfleik á miklu flugi og leit aldrei um öxl eftir það. Njarðvík vann að lokum tíu stiga sigur 75-65.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Njarðvík 70-78 | Sterkur útisigur Njarðvíkur
Njarðvík vann góðan sigur á Haukum í Subway deildinni í körfubolta í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Grindavík 102-76 | Stórsigur í Suðurnesjaslagnum
Njarðvíkingar unnu öruggan 26 stiga sigur er liðið tók á móti Grindvíkingum í Suðurnesjaslag Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 102-76, en með sigrinum lyftu Njarðvíkingar sér upp í annað sæti deildarinnar.

Benedikt: Sóknin lítur alltaf vel út þegar menn hitta
„Maður er aldrei ánægður með allar 40 mínúturnar en þetta voru það margar góðar mínútur að ég verð að vera ánægður. Mér fannst við ná tökum á þeim varnarlega og héldum því ansi lengi,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn á Grindavík í Subway-deildinni í kvöld.

Umfjöllun: Njarðvík - Fjölnir 82-55 | Njarðvík valtaði yfir Fjölni í Ljónagryfjunni
Það var alvöru toppslagur í Njarðvík í kvöld þar sem heimakonur tóku á móti Fjölni. Fyrir leikinn voru liðin saman í 2. og 3. sæti bæði með 20 stig.