Fótbolti

Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur - FC Riga 1-0 | Víkingur úr leik þrátt fyrir sigur

Víkingur sigraði lettneska liðið Riga FC á Víkingsvelli í kvöld. Leikurinn endaði 1-0 en Helgi Guðjónsson skoraði markið á 82. mínútu leiksins. Leikurinn var sá seinni í einvígi liðanna í fyrstu umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þrátt fyrir sigur eru Víkingar fallnir úr leik því að samanlögð úrslit úr leikjunum tveimur er 2-1 fyrir Riga og ljóst er að Víkingar ná ekki lengra í Evrópukeppnum þetta tímabilið.

Fótbolti
Fréttamynd

Newcastle kaupir Harvey Barnes og Al Ahli heldur áfram að safna liði

Harvey Barnes er að ganga í raðir Newcastle frá Leicester sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Blaðamaðurinn, Fabrizio Romano, greinir frá því að kaupverðið sé 38 eða 39 milljónir punda. Al Ahli hefur ekki aðeins sótt leikmenn frá Englandi heldur á Marco Silva að þjálfa liðið.

Sport
Fréttamynd

Botn­liðið fær liðs­styrk

Selfoss hefur samið við Abby Burdette um að leika með liðinu út tímabilið í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Selfoss situr sem stendur á botni deildarinnar með aðeins sjö stig, fimm frá öruggu sæti.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rekinn eftir tapið gegn Klaks­vík

Þjálfari ungverska knattspyrnuliðsins Ferencváros, Stanislav Chercheso, var látinn taka poka sinn eftir 0-3 tap gegn KÍ Klaksvík frá Færeyjum í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. 

Fótbolti
Fréttamynd

Arf­taki Busquets upp­alinn í La Masia

Spánarmeistarar Barcelona hafa fengið Spánverjann Oriel Romeu í sínar raðir frá Girona. Sá á að leysa Sergio Busquets af hólmi en samningur þess síðarnefnda rann út í sumar og hann er nú kominn í faðm Lionel Messi í Miami.

Fótbolti
Fréttamynd

Fofana frá út árið

Wesley Fofana mun ekki spila fyrir Chelsea fyrr en seint á komandi tímabili. Franski varnarmaðurinn sleit krossband nýverið og er alls óvíst að hann verði eitthvað með liðinu fyrr en á þar næstu leiktíð.

Enski boltinn
Fréttamynd

Blikar vígja nýtt gras á Parken

Breiðablik mun vígja nýtt gras á Parken, heimavelli FC Kaupmannahafnar og dönsku landsliðanna í knattspyrnu, þegar Blikar mæta FCK í síðari leik liðanna í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

ÍA datt í gull­pottinn

Peningurinn sem ÍA fær í sinn vasa eftir að franska knattspyrnufélagið Lille borgaði í kringum tvo og hálfan milljarð íslenskra króna fyrir Hákon Arnar Haraldsson fer í að byggja upp félagið og bæta leikmenn þess. Þetta staðfesti Eggert Herbertsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, í viðtali við Vísi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Braut gler­þakið en var ekki lengi aðal­þjálfari For­est Green

Hannah Dingley var nýverið ráðin fyrst kvenna sem þjálfari atvinnuliðs karla í knattspyrnu á Englandi. D-deildarlið Forest Green Rovers réð hana til starfa þegar Duncan Ferguson var sagt upp störfum. Nú er ljóst að Dingley mun ekki stýra liðinu á komandi leiktíð þar sem nýr þjálfari er væntanlegur.

Enski boltinn
Fréttamynd

Óskar Hrafn: Ég er hamingjusamur maður

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, gat leyft sér að líða vel eftir sigur hans manna á Shamrock Rovers í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Blikar unnu seinni leikinn 2-1 á heimavelli í kvöld og einvígið 3-1 samanlagt og mæta FC Köbenhavn í næstu umferð Meistaradeildarinnar. 

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiða­blik - Sham­rock 2-1 | Breiðablik áfram eftir frábæra frammistöðu

Breiðablik lagði Shamrock Rovers 2-1 í kvöld á Kópavogsvelli og 3-1 samanlagt í einvígi þeirra í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Blikar spiluðu eins og vel sjóað Meistaradeildar lið og sigldu einvíginu réttilega í höfn. Shamrock hafði boltann mikið meira í kvöld en Blikar nýttu marktækifærin sín og leyfðu Írunum aldrei að ógna sér. Nú er það FC Köbenhavn sem bíður í næstu umferð.

Fótbolti
Fréttamynd

Fjöldi stór­stjarna missir af HM vegna meiðsla

Heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu nálgast óðfluga. Mótið hefst á fimmtudag, 20. júlí, og verður fjöldi magnaðra leikmanna í sviðsljósinu. Það er hins vegar ljóst að fjölmargar mun vanta þar sem þær eru fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Fótbolti