Ræddi við franska blaðamenn: Vildi prófa stærri deild og líkar við leikstíl Lille Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júlí 2023 13:30 Hákon Arnar er klár í slaginn með Lille. Lille Franska úrvalsdeildarfélagið Lille kynnti Hákon Arnar Haraldsson fyrir fjölmiðlum í dag. Þar var svaraði hann hinum ýmsu spurningum, meðal annars um ákvörðun sína að fara til Lille og hvar á vellinum hann mun spila fyrir félagið. Hákon Arnar er aðeins tvítugur að aldri en varð óvænt stjarna FC Kaupmannahafnar þegar liðið varð Danmerkurmeistari tvö ár í röð. Þá varð liðið bikarmeistari síðasta vor sem og Hákon Arnar stóð sig með prýði í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem FCK náði í stig gegn Sevilla, Manchester City og Borussia Dortmund. Skoraði Hákon Arnar sitt fyrsta mark í keppninni í 1-1 jafntefli gegn Dortmund. Hann er meðal dýrustu leikmanna sem Lille kaupir en talið er að verðmiðinn sé í kringum 17 milljónir evra eða tæpur tveir og hálfur milljarður íslenskra króna. „Fannst ég þurfa að prófa að spila í stærri deild. Ég veit ekki mikið um borgina en ég hef séð nokkra leiki með Lille og líkar vel við leikstíl liðsins, halda í boltann og pressa hátt. Það tók ekki langan tíma að taka þessa ákvörðun.“ Hákon Arnar tók einnig fram að hann hefði kynnst liðinu enn betur í gegnum tölvuleikinn FIFA sem hann spilar töluvert. Einnig kom fram að Lille ætli sér að nota hann í holunni á bakvið framherjann en Paulo Fonseca, þjálfari liðsins, stillir oftast nær upp í 4-2-3-1 leikkerfi. Þakkar fjölskyldunni „Fjölskyldan mín hefur spilað stórt hlutverk á ferli mínum, sérstaklega foreldrar mínir. Þá hef ég spilað mikið með bræðrum mínum. Þeir hafa hjálpað mér mikið í gegnum tíðina, “ sagði Hákon Arnar en yngri bróðir hans – Haukur Andri – skrifaði einnig undir hjá Lille. Eldri bróðir hans, Tryggvi Hrafn, er samningsbundinn Val. „Mikill heiður sem fylgir því að vera fyrsti Íslendingurinn sem klæðist treyju Lille. Það verður enn betra þegar bróðir minn verður mér við hlið. Alltaf gaman að vera í kringum hann. Hann þarf að leggja mikið á sig til að komast í aðalliðið en ég hef mikla trú á honum.“ Franskan næst á dagskrá „Ég skil ekki stakt orð í frönsku. Hún er mjög ólík íslensku. Þarf að læra tungumálið,“ sagði Hákon Arnar að endingu á blaðamannafundinum sem sjá má í heild sinni hér að neðan. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Hákon Arnar er aðeins tvítugur að aldri en varð óvænt stjarna FC Kaupmannahafnar þegar liðið varð Danmerkurmeistari tvö ár í röð. Þá varð liðið bikarmeistari síðasta vor sem og Hákon Arnar stóð sig með prýði í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem FCK náði í stig gegn Sevilla, Manchester City og Borussia Dortmund. Skoraði Hákon Arnar sitt fyrsta mark í keppninni í 1-1 jafntefli gegn Dortmund. Hann er meðal dýrustu leikmanna sem Lille kaupir en talið er að verðmiðinn sé í kringum 17 milljónir evra eða tæpur tveir og hálfur milljarður íslenskra króna. „Fannst ég þurfa að prófa að spila í stærri deild. Ég veit ekki mikið um borgina en ég hef séð nokkra leiki með Lille og líkar vel við leikstíl liðsins, halda í boltann og pressa hátt. Það tók ekki langan tíma að taka þessa ákvörðun.“ Hákon Arnar tók einnig fram að hann hefði kynnst liðinu enn betur í gegnum tölvuleikinn FIFA sem hann spilar töluvert. Einnig kom fram að Lille ætli sér að nota hann í holunni á bakvið framherjann en Paulo Fonseca, þjálfari liðsins, stillir oftast nær upp í 4-2-3-1 leikkerfi. Þakkar fjölskyldunni „Fjölskyldan mín hefur spilað stórt hlutverk á ferli mínum, sérstaklega foreldrar mínir. Þá hef ég spilað mikið með bræðrum mínum. Þeir hafa hjálpað mér mikið í gegnum tíðina, “ sagði Hákon Arnar en yngri bróðir hans – Haukur Andri – skrifaði einnig undir hjá Lille. Eldri bróðir hans, Tryggvi Hrafn, er samningsbundinn Val. „Mikill heiður sem fylgir því að vera fyrsti Íslendingurinn sem klæðist treyju Lille. Það verður enn betra þegar bróðir minn verður mér við hlið. Alltaf gaman að vera í kringum hann. Hann þarf að leggja mikið á sig til að komast í aðalliðið en ég hef mikla trú á honum.“ Franskan næst á dagskrá „Ég skil ekki stakt orð í frönsku. Hún er mjög ólík íslensku. Þarf að læra tungumálið,“ sagði Hákon Arnar að endingu á blaðamannafundinum sem sjá má í heild sinni hér að neðan.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira