Íslenski handboltinn Kalandaze og Hanna best Tite Kalandaze, ÍBV, og Hanna G. Stefánsdóttir, Haukum, voru valinn leikmenn ársins í DHL-deildinni á lokahófi HSÍ á Broadway í gærkvöld. Árni Þór Sigtryggsson og Sigurbjörg Jóhanssdóttir úr Fram voru útnefnd efnilegustu leikmenn ársins. Ásgeir Örn Hallgrímsson úr Haukum fékk Valdimarsbikarinn sem veittur er þeim leikmanni sem þótt hefur skara fram úr og þeir Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson voru valdir bestu dómararnir. Sport 13.10.2005 19:12 Sigur hjá Degi og Bregenz Dagur Sigurðsson, þjálfari og leikmaður Bregenz í Austurríki, skoraði fjögur mörk þegar lið hans sigraði Linz 29-27 á útivelli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum um austurríska meistarartitilinn í gærkvöldi. Liðið mætast öðru sinni annað kvöld. Sport 13.10.2005 19:12 Tite lofaður ríkisborgararéttur Tite Kalandadze, fyrrverandi leikmanni ÍBV í handbolta var lofaður íslenskur ríkisborgararéttur af fulltrúum Stjörnunnar sem á miðvikudag náðu samkomulagi við leikmanninn um að leika með Garðabæjarliðinu næstu 2 árin. Svo segir Hlynur Sigmarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV í yfirlýsingu sem birt var á heimasíðu félagsins. Sport 13.10.2005 19:12 Róbert tilnefndur Íslenski landsliðsmaðurinn í handbolta, Róbert Gunnarsson og leikmaður Århus GF er einn fimm tilnefndra leikmanna fyrir titilinn "handboltamaður ársins" í Danmörku. Róbert sprakk út með íslenska landsliðinu á síðasta ári og hefur farið hamförum með liði sínu í Danmörku í vetur og varð markahæstur í efstu deild. Sport 13.10.2005 19:12 Þetta er bara byrjunin Stjarnan er farin að skína á ný. Eftir magra tíma í handboltanum hafa forkólfar handknattleiksdeildarinnar spýtt í lófana og nú skal reisa Stjörnuna upp í hæstu hæðir. Sá metnaður var undirstrikaður í gær þegar formaður handknattleiksdeildarinnar, Þorsteinn Rafn Johnsen, og nýráðinn þjálfari Stjörnunnar, Sigurður Bjarnason, fóru til Vestmannaeyja og snéru heim með undirritaðan tveggja ára samning við landsliðsmarkvörðinn Roland Val Eradze og stórskyttuna Tite Kalandadze sem sló eftirminnilega í gegn með ÍBV í vetur Sport 13.10.2005 19:12 Arnar fær ekki nýjan samning FH-ingar ætla ekki að framlengja samning við handboltamanninn Arnar Pétursson. Örn Magnússon, formaður handknattleiksdeildar FH, staðfesti þetta í samtali við íþróttadeild fyrir hádegi. Sport 13.10.2005 19:11 Magdeburg rassskellti Nordhorn Magdeburg sigraði Nordhorn með ellefu marka mun í þýska handboltanum í gærkvöldi, 42-31. Arnór Atlason skoraði tvö marka Magdeburgar sem er í þriðja sæti deildarinnar. Sport 13.10.2005 19:11 Viggó velur Færeyjarfara Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari karla í handbolta hefur valið hópinn sem mætir Færeyjum í tveimur æfingaleikjum um þar næstu helgi en leikið verður ytra. 20 ára landslið kvenna verður einnig með í för og leikur tvo leiki gegn færeysku jafnöldrum sínum. A-hópur karla er skipaður eftirtöldum leikmönnum: Sport 13.10.2005 19:12 Ólafur samdi við Winterthur Ólafur Haukur Gíslason, markvörður ÍR, í handknattleik hefur ákveðið að leika með Winterthur í Sviss næstu tvö árin. Forráðamenn Winterthur hafa einnig borið víurnar í Ingimund Ingimundarson, félaga Ólafs hjá ÍR, og boðið honum tveggja ára samning en Ingimundur hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvað hann gerir. Sport 13.10.2005 19:11 Aðalsteinn tekur við Stjörnunni Aðalsteinn Eyjólfsson er á leið til Íslands á ný eftir ársdvöl í Þýskalandi með TuS Weibern. Hann hefur komist að samkomulagi við Stjörnuna um að stýra kvennaliði félagsins næstu tvö árin. Sport 13.10.2005 19:11 Bregenz efst í Austurríki Dagur Sigurðsson, þjálfari og leikmaður Bregenz í Austurríki, skoraði fjögur mörk þegar liðið vann nauman sigur á HC Hard, 32-31, í úrslitakeppni austurrísku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gærkvöldi. Með sigrinum tryggði Bregenz sér efsta sætið í deildinni. Í undanúrslitum um meistaratitilinn mætir Bregenz Linz. Sport 13.10.2005 19:11 Sigur hjá Wilhelmshavener Í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik vann Wilhelmshavener Hamborg 25-21 í gær. Gylfi Gylfason skoraði 2 mörk fyrir Wilhelmshavener en markahæstur var Robertas Pauzoulis, fyrrverandi leikmaður Hauka, sem skoraði 9 mörk. Sport 13.10.2005 19:11 Tvær handboltakonur til Noregs Tveir leikmenn Gróttu/KR í handboltanum, Eva Margrét Kristinsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leika með norska liðinu Levanger á næstu leiktíð. Levanger vann sér sæti í norsku úrvalsdeildinni í vor. Sport 13.10.2005 19:10 Íslenskir Evrópumeistarar í dag? Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real keppa í dag við Barcelona í úrslitum meistaradeildar Evrópu í handbolta. Leikurinn hefst klukkan 15 og verður hann sýndur beint á Sýn. Í úrslitum Evrópubikarkeppninnar eiga Íslendinagr líka sína fulltrúa. Sport 13.10.2005 19:10 Guðjón Valur Evrópumeistari Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 5 mörk fyrir Essen sem urðu í dag Evrópumeistarar félagsliða í handbolta með sigri á Magdeburg sem Alfreð Gíslason þjálfar, 31-22, í síðari úrslitaleik liðanna. Sigurinn var dramatískur í meira lagi því Essen vann upp 8 marka tap úr fyrri leiknum, 30-22 og sigruðu því samanlagt með eins marks mun. Sport 13.10.2005 19:10 Barcelona Evrópumeistarar Barcelona tryggði sér í dag naumlega Evrópumeistaratitilinn í handbolta með sigri á Ólafi Stefánssyni og félögum í Ciudad Real, 29-27, í seinni leik liðanna. Staðan í hálfleik var 17:15 fyrir Barcelona. Ciudad Real vann fyrri leikinn með eins marks mun, 28-27. Ólafur var markahæstur hjá Ciudad ásamt Dujshebaev, hvor skoraði 6 mörk. Sport 13.10.2005 19:10 Snorri og Einar atkvæðamiklir Íslensku landsliðsmennirnir hjá Grosswallstadt, Snorri Steinn Guðjónsson og Einar Hólmgeirsson, voru að vanda atkvæðamiklir með liði sínu sem sigraði Pfullingen 29-24 í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Sport 13.10.2005 19:10 Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Haukar urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki í handknattleik í gærkvöldi eftir sigur á Eyjamönnum, 28-24, í þriðja leik liðanna um titilinn. Haukar unnu alla þrjá leikina og árangurinn er glæsilegur því líkt og kvennalið félagsins sem varð meistari í síðustu viku unnu Haukarnir alla sjö leikina í úrslitakeppninni. Sport 13.10.2005 19:10 Dagur með sjö mörk Bregenz sigraði Krems, 29-23, í austurríska handboltanum í gærkvöldi. Dagur Sigurðsson, þjálfari og leikmaður Bregenz, var markahæstur allra á vellinum og skoraði sjö mörk, einu meira en félagi hans, Konrad Wilczynski, og Martin Sicherer, leikmaður Krems. Sport 13.10.2005 19:10 Fengu tilboð frá Winterthur Landsliðsmennirnir í handknattleik og ÍR-ingarnir Ólafur Haukur Gíslason og Ingimundur Ingimundarson hafa fengið tilboð frá svissneska félaginu Winterthur í Sviss um að leika með félaginu næstu tvö árin. Ólafur Haukur Gíslason sagði í samtali við íþróttadeild Sýnar í gær að fara þyrfti yfir tilboðin og það yrði gert um helgina, en þeir félagar eru væntanlegir heim frá Sviss í dag. Sport 13.10.2005 19:10 Verður Róbert danskur meistari? Róbert Gunnarsson og félagar í Aarhus munu spila til úrslita um danska meistaratitilinn í handbolta. Það varð ljóst þegar Aarhus sigraði meistara síðasta árs, GOG, í gær, 38-35, og vann því einvígi liðanna 2-0. Róbert fór hamförum í leiknum og skoraði 11 mörk en Aarhus mætir hinu geysisterka liði Kolding í úrslitum. Það var glatt á hjalla í rútunni hjá leikmönnum Aarhus sem voru á leið heim þegar Fréttablaðið náði tali af Róberti. Sport 13.10.2005 19:10 ÍBV komið upp að vegg Haukar taka á móti ÍBV í þriðja leik úrslitanna um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik. Með sigri í leiknum geta Haukar tryggt sér titilinn en staðan er 2-0 liðinu í vil. Sport 13.10.2005 19:09 Hreiðar til KA? Svo getur farið að landsliðsmarkvörðurinn Hreiðar Levy Guðmundsson gangi í raðir KA-manna en Akureyrarliðið hefur sett sig í samband við hann. Reynir Stefánsson, nýráðinn þjálfari KA, staðfesti þetta við Fréttablaðið í gær Sport 13.10.2005 19:09 Svissnesk lið sýna Björgvin áhuga Zürich og Stans frá Sviss hafa sýnt áhuga á að fá Björgvin Pál Gústafsson markvörð HK í handboltanum í sínar raðir fyrir næsta keppnistímabil, en Björgvin er einn efnilegasti markvörður landsins. <em>Morgunblaðið</em> greinir frá þessu í morgun. Einnig munu þýsk félög vera áhugasöm að sögn Björgvins. Sport 13.10.2005 19:09 Með tilboð frá Sviss ÍR-ingarnir Ingimundur Ingimundarson og Ólafur Haukur Gíslason koma heim frá Sviss í dag en þeir hafa verið við æfingar hjá Winterthur síðan í upphafi vikunnar. Báðum gekk þeim vel á æfingum með félaginu og voru þeir leystir út með samningstilboði í gær. Sport 13.10.2005 19:09 Ísland leikur við Færeyjar Undirbúningur handboltalandsliðsins fyrir umspilsleikina gegn Hvít-Rússum um sæti á EM í Sviss á næsta ári fer að hefjast enda verður leikið við Rússana í næsta mánuði. Fyrsti liður í undirbúningnum eru tveir landsleikir við Færeyinga ytra 21. og 22. maí. Sport 13.10.2005 19:09 Haukar komnir í 2-0 Haukar frá Hafnafirði sigruðu ÍBV í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik í Vestmannaeyjum í kvöld í framlengdum leik, 39-35, eftir að leikar höfðu staðið jafnir eftir venjulegan leiktíma, 31-31. Haukar eru því komnir með tvo sigra í einvíginu og geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn að Ásvöllum á fimmtudaginn. Sport 13.10.2005 19:09 ÍBV á mikið inni Önnur viðureign lokaúrslitanna í DHL-deildinni í handknattleik karla fer fram í Vestmannaeyjum í kvöld. Þar taka heimamenn í ÍBV á móti Haukum en fyrsta leik liðanna lauk með sigri Hauka, 31-30, eftir æsispennandi leik. Fréttablaðið fékk Óskar Bjarna Óskarsson, þjálfara Vals, til að spá í viðureign kvöldsins. "ÍBV tekur þetta á heimavelli með fjórum mörkum, 27-23," sagði Óskar Bjarni. "Ég vil meina að leikmenn ÍBV eigi meira inni frá laugardeginum og þess vegna tel ég að þeir klári þennan leik." Sport 13.10.2005 19:09 Valur samdi við Hlyn Handknattleiksdeild Vals hefur framlengt samning sinn við markvörðinn Hlyn Jóhannesson til næstu tveggja ára. Sport 13.10.2005 19:09 Guðríður samdi til þriggja ára Guðríður Guðjónsdóttir og handknattleiksdeild Fylkis hafa gert samkomulag sín á milli um að Guðríður taki við þjálfun unglingaflokks og 4. flokks kvenna næstu þrjú árin. Sport 13.10.2005 19:09 « ‹ 102 103 104 105 106 107 108 109 110 … 123 ›
Kalandaze og Hanna best Tite Kalandaze, ÍBV, og Hanna G. Stefánsdóttir, Haukum, voru valinn leikmenn ársins í DHL-deildinni á lokahófi HSÍ á Broadway í gærkvöld. Árni Þór Sigtryggsson og Sigurbjörg Jóhanssdóttir úr Fram voru útnefnd efnilegustu leikmenn ársins. Ásgeir Örn Hallgrímsson úr Haukum fékk Valdimarsbikarinn sem veittur er þeim leikmanni sem þótt hefur skara fram úr og þeir Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson voru valdir bestu dómararnir. Sport 13.10.2005 19:12
Sigur hjá Degi og Bregenz Dagur Sigurðsson, þjálfari og leikmaður Bregenz í Austurríki, skoraði fjögur mörk þegar lið hans sigraði Linz 29-27 á útivelli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum um austurríska meistarartitilinn í gærkvöldi. Liðið mætast öðru sinni annað kvöld. Sport 13.10.2005 19:12
Tite lofaður ríkisborgararéttur Tite Kalandadze, fyrrverandi leikmanni ÍBV í handbolta var lofaður íslenskur ríkisborgararéttur af fulltrúum Stjörnunnar sem á miðvikudag náðu samkomulagi við leikmanninn um að leika með Garðabæjarliðinu næstu 2 árin. Svo segir Hlynur Sigmarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV í yfirlýsingu sem birt var á heimasíðu félagsins. Sport 13.10.2005 19:12
Róbert tilnefndur Íslenski landsliðsmaðurinn í handbolta, Róbert Gunnarsson og leikmaður Århus GF er einn fimm tilnefndra leikmanna fyrir titilinn "handboltamaður ársins" í Danmörku. Róbert sprakk út með íslenska landsliðinu á síðasta ári og hefur farið hamförum með liði sínu í Danmörku í vetur og varð markahæstur í efstu deild. Sport 13.10.2005 19:12
Þetta er bara byrjunin Stjarnan er farin að skína á ný. Eftir magra tíma í handboltanum hafa forkólfar handknattleiksdeildarinnar spýtt í lófana og nú skal reisa Stjörnuna upp í hæstu hæðir. Sá metnaður var undirstrikaður í gær þegar formaður handknattleiksdeildarinnar, Þorsteinn Rafn Johnsen, og nýráðinn þjálfari Stjörnunnar, Sigurður Bjarnason, fóru til Vestmannaeyja og snéru heim með undirritaðan tveggja ára samning við landsliðsmarkvörðinn Roland Val Eradze og stórskyttuna Tite Kalandadze sem sló eftirminnilega í gegn með ÍBV í vetur Sport 13.10.2005 19:12
Arnar fær ekki nýjan samning FH-ingar ætla ekki að framlengja samning við handboltamanninn Arnar Pétursson. Örn Magnússon, formaður handknattleiksdeildar FH, staðfesti þetta í samtali við íþróttadeild fyrir hádegi. Sport 13.10.2005 19:11
Magdeburg rassskellti Nordhorn Magdeburg sigraði Nordhorn með ellefu marka mun í þýska handboltanum í gærkvöldi, 42-31. Arnór Atlason skoraði tvö marka Magdeburgar sem er í þriðja sæti deildarinnar. Sport 13.10.2005 19:11
Viggó velur Færeyjarfara Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari karla í handbolta hefur valið hópinn sem mætir Færeyjum í tveimur æfingaleikjum um þar næstu helgi en leikið verður ytra. 20 ára landslið kvenna verður einnig með í för og leikur tvo leiki gegn færeysku jafnöldrum sínum. A-hópur karla er skipaður eftirtöldum leikmönnum: Sport 13.10.2005 19:12
Ólafur samdi við Winterthur Ólafur Haukur Gíslason, markvörður ÍR, í handknattleik hefur ákveðið að leika með Winterthur í Sviss næstu tvö árin. Forráðamenn Winterthur hafa einnig borið víurnar í Ingimund Ingimundarson, félaga Ólafs hjá ÍR, og boðið honum tveggja ára samning en Ingimundur hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvað hann gerir. Sport 13.10.2005 19:11
Aðalsteinn tekur við Stjörnunni Aðalsteinn Eyjólfsson er á leið til Íslands á ný eftir ársdvöl í Þýskalandi með TuS Weibern. Hann hefur komist að samkomulagi við Stjörnuna um að stýra kvennaliði félagsins næstu tvö árin. Sport 13.10.2005 19:11
Bregenz efst í Austurríki Dagur Sigurðsson, þjálfari og leikmaður Bregenz í Austurríki, skoraði fjögur mörk þegar liðið vann nauman sigur á HC Hard, 32-31, í úrslitakeppni austurrísku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gærkvöldi. Með sigrinum tryggði Bregenz sér efsta sætið í deildinni. Í undanúrslitum um meistaratitilinn mætir Bregenz Linz. Sport 13.10.2005 19:11
Sigur hjá Wilhelmshavener Í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik vann Wilhelmshavener Hamborg 25-21 í gær. Gylfi Gylfason skoraði 2 mörk fyrir Wilhelmshavener en markahæstur var Robertas Pauzoulis, fyrrverandi leikmaður Hauka, sem skoraði 9 mörk. Sport 13.10.2005 19:11
Tvær handboltakonur til Noregs Tveir leikmenn Gróttu/KR í handboltanum, Eva Margrét Kristinsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leika með norska liðinu Levanger á næstu leiktíð. Levanger vann sér sæti í norsku úrvalsdeildinni í vor. Sport 13.10.2005 19:10
Íslenskir Evrópumeistarar í dag? Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real keppa í dag við Barcelona í úrslitum meistaradeildar Evrópu í handbolta. Leikurinn hefst klukkan 15 og verður hann sýndur beint á Sýn. Í úrslitum Evrópubikarkeppninnar eiga Íslendinagr líka sína fulltrúa. Sport 13.10.2005 19:10
Guðjón Valur Evrópumeistari Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 5 mörk fyrir Essen sem urðu í dag Evrópumeistarar félagsliða í handbolta með sigri á Magdeburg sem Alfreð Gíslason þjálfar, 31-22, í síðari úrslitaleik liðanna. Sigurinn var dramatískur í meira lagi því Essen vann upp 8 marka tap úr fyrri leiknum, 30-22 og sigruðu því samanlagt með eins marks mun. Sport 13.10.2005 19:10
Barcelona Evrópumeistarar Barcelona tryggði sér í dag naumlega Evrópumeistaratitilinn í handbolta með sigri á Ólafi Stefánssyni og félögum í Ciudad Real, 29-27, í seinni leik liðanna. Staðan í hálfleik var 17:15 fyrir Barcelona. Ciudad Real vann fyrri leikinn með eins marks mun, 28-27. Ólafur var markahæstur hjá Ciudad ásamt Dujshebaev, hvor skoraði 6 mörk. Sport 13.10.2005 19:10
Snorri og Einar atkvæðamiklir Íslensku landsliðsmennirnir hjá Grosswallstadt, Snorri Steinn Guðjónsson og Einar Hólmgeirsson, voru að vanda atkvæðamiklir með liði sínu sem sigraði Pfullingen 29-24 í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Sport 13.10.2005 19:10
Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Haukar urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki í handknattleik í gærkvöldi eftir sigur á Eyjamönnum, 28-24, í þriðja leik liðanna um titilinn. Haukar unnu alla þrjá leikina og árangurinn er glæsilegur því líkt og kvennalið félagsins sem varð meistari í síðustu viku unnu Haukarnir alla sjö leikina í úrslitakeppninni. Sport 13.10.2005 19:10
Dagur með sjö mörk Bregenz sigraði Krems, 29-23, í austurríska handboltanum í gærkvöldi. Dagur Sigurðsson, þjálfari og leikmaður Bregenz, var markahæstur allra á vellinum og skoraði sjö mörk, einu meira en félagi hans, Konrad Wilczynski, og Martin Sicherer, leikmaður Krems. Sport 13.10.2005 19:10
Fengu tilboð frá Winterthur Landsliðsmennirnir í handknattleik og ÍR-ingarnir Ólafur Haukur Gíslason og Ingimundur Ingimundarson hafa fengið tilboð frá svissneska félaginu Winterthur í Sviss um að leika með félaginu næstu tvö árin. Ólafur Haukur Gíslason sagði í samtali við íþróttadeild Sýnar í gær að fara þyrfti yfir tilboðin og það yrði gert um helgina, en þeir félagar eru væntanlegir heim frá Sviss í dag. Sport 13.10.2005 19:10
Verður Róbert danskur meistari? Róbert Gunnarsson og félagar í Aarhus munu spila til úrslita um danska meistaratitilinn í handbolta. Það varð ljóst þegar Aarhus sigraði meistara síðasta árs, GOG, í gær, 38-35, og vann því einvígi liðanna 2-0. Róbert fór hamförum í leiknum og skoraði 11 mörk en Aarhus mætir hinu geysisterka liði Kolding í úrslitum. Það var glatt á hjalla í rútunni hjá leikmönnum Aarhus sem voru á leið heim þegar Fréttablaðið náði tali af Róberti. Sport 13.10.2005 19:10
ÍBV komið upp að vegg Haukar taka á móti ÍBV í þriðja leik úrslitanna um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik. Með sigri í leiknum geta Haukar tryggt sér titilinn en staðan er 2-0 liðinu í vil. Sport 13.10.2005 19:09
Hreiðar til KA? Svo getur farið að landsliðsmarkvörðurinn Hreiðar Levy Guðmundsson gangi í raðir KA-manna en Akureyrarliðið hefur sett sig í samband við hann. Reynir Stefánsson, nýráðinn þjálfari KA, staðfesti þetta við Fréttablaðið í gær Sport 13.10.2005 19:09
Svissnesk lið sýna Björgvin áhuga Zürich og Stans frá Sviss hafa sýnt áhuga á að fá Björgvin Pál Gústafsson markvörð HK í handboltanum í sínar raðir fyrir næsta keppnistímabil, en Björgvin er einn efnilegasti markvörður landsins. <em>Morgunblaðið</em> greinir frá þessu í morgun. Einnig munu þýsk félög vera áhugasöm að sögn Björgvins. Sport 13.10.2005 19:09
Með tilboð frá Sviss ÍR-ingarnir Ingimundur Ingimundarson og Ólafur Haukur Gíslason koma heim frá Sviss í dag en þeir hafa verið við æfingar hjá Winterthur síðan í upphafi vikunnar. Báðum gekk þeim vel á æfingum með félaginu og voru þeir leystir út með samningstilboði í gær. Sport 13.10.2005 19:09
Ísland leikur við Færeyjar Undirbúningur handboltalandsliðsins fyrir umspilsleikina gegn Hvít-Rússum um sæti á EM í Sviss á næsta ári fer að hefjast enda verður leikið við Rússana í næsta mánuði. Fyrsti liður í undirbúningnum eru tveir landsleikir við Færeyinga ytra 21. og 22. maí. Sport 13.10.2005 19:09
Haukar komnir í 2-0 Haukar frá Hafnafirði sigruðu ÍBV í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik í Vestmannaeyjum í kvöld í framlengdum leik, 39-35, eftir að leikar höfðu staðið jafnir eftir venjulegan leiktíma, 31-31. Haukar eru því komnir með tvo sigra í einvíginu og geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn að Ásvöllum á fimmtudaginn. Sport 13.10.2005 19:09
ÍBV á mikið inni Önnur viðureign lokaúrslitanna í DHL-deildinni í handknattleik karla fer fram í Vestmannaeyjum í kvöld. Þar taka heimamenn í ÍBV á móti Haukum en fyrsta leik liðanna lauk með sigri Hauka, 31-30, eftir æsispennandi leik. Fréttablaðið fékk Óskar Bjarna Óskarsson, þjálfara Vals, til að spá í viðureign kvöldsins. "ÍBV tekur þetta á heimavelli með fjórum mörkum, 27-23," sagði Óskar Bjarni. "Ég vil meina að leikmenn ÍBV eigi meira inni frá laugardeginum og þess vegna tel ég að þeir klári þennan leik." Sport 13.10.2005 19:09
Valur samdi við Hlyn Handknattleiksdeild Vals hefur framlengt samning sinn við markvörðinn Hlyn Jóhannesson til næstu tveggja ára. Sport 13.10.2005 19:09
Guðríður samdi til þriggja ára Guðríður Guðjónsdóttir og handknattleiksdeild Fylkis hafa gert samkomulag sín á milli um að Guðríður taki við þjálfun unglingaflokks og 4. flokks kvenna næstu þrjú árin. Sport 13.10.2005 19:09