Verður Róbert danskur meistari? 5. maí 2005 00:01 Róbert Gunnarsson og félagar í Aarhus munu spila til úrslita um danska meistaratitilinn í handbolta. Það varð ljóst þegar Aarhus sigraði meistara síðasta árs, GOG, í gær, 38-35, og vann því einvígi liðanna 2-0. Róbert fór hamförum í leiknum og skoraði 11 mörk en Aarhus mætir hinu geysisterka liði Kolding í úrslitum. Það var glatt á hjalla í rútunni hjá leikmönnum Aarhus sem voru á leið heim þegar Fréttablaðið náði tali af Róberti. "Þetta var nokkuð öruggt enda leiddum við leikinn nánast allan tímann og náðum mest sjö marka forystu," sagði Róbert en árangur Aarhus er glæsilegur burtséð frá því hvort liðið fer alla leið og sigrar Kolding í úrslitunum. "Við erum komnir í Meistaradeildina og það er frábær árangur. Þessi árangur er ekki síður glæsilegur þar sem við vorum að slá út sjálfa meistarana og það 2-0. Það er veruleg gleði í Árósum með þennan árangur okkar." Róbert hefur farið mikinn með Aarhus í vetur og var langmarkahæsti leikmaður dönsku deildarinnar í vetur. Það þarf því ekki að koma á óvart að þýska stórliðið Gummersbach sé búið að tryggja sér þjónustu kappans á næstu leiktíð. Það reikna ekki margir með því að Aarhus standi í Kolding í úrslitunum en Róbert segir mikinn hug í honum og félögum hans. "Við höfum fulla trú á okkur. Þeir eru vissulega mjög góðir og mun sigurstranglegri en þessir leikir eru bara bikarúrslitaleikir og þá getur allt gerst. Við mætum óhræddir í úrslitarimmuna enda höfum við allt að vinna en engu að tapa. Ég mun gefa allt sem ég á gegn Kolding og það væri ekki leiðinlegt að kveðja félagið með titli," sagði Róbert Gunnarsson. Íslenski handboltinn Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fótbrotnaði í NBA leik Sjá meira
Róbert Gunnarsson og félagar í Aarhus munu spila til úrslita um danska meistaratitilinn í handbolta. Það varð ljóst þegar Aarhus sigraði meistara síðasta árs, GOG, í gær, 38-35, og vann því einvígi liðanna 2-0. Róbert fór hamförum í leiknum og skoraði 11 mörk en Aarhus mætir hinu geysisterka liði Kolding í úrslitum. Það var glatt á hjalla í rútunni hjá leikmönnum Aarhus sem voru á leið heim þegar Fréttablaðið náði tali af Róberti. "Þetta var nokkuð öruggt enda leiddum við leikinn nánast allan tímann og náðum mest sjö marka forystu," sagði Róbert en árangur Aarhus er glæsilegur burtséð frá því hvort liðið fer alla leið og sigrar Kolding í úrslitunum. "Við erum komnir í Meistaradeildina og það er frábær árangur. Þessi árangur er ekki síður glæsilegur þar sem við vorum að slá út sjálfa meistarana og það 2-0. Það er veruleg gleði í Árósum með þennan árangur okkar." Róbert hefur farið mikinn með Aarhus í vetur og var langmarkahæsti leikmaður dönsku deildarinnar í vetur. Það þarf því ekki að koma á óvart að þýska stórliðið Gummersbach sé búið að tryggja sér þjónustu kappans á næstu leiktíð. Það reikna ekki margir með því að Aarhus standi í Kolding í úrslitunum en Róbert segir mikinn hug í honum og félögum hans. "Við höfum fulla trú á okkur. Þeir eru vissulega mjög góðir og mun sigurstranglegri en þessir leikir eru bara bikarúrslitaleikir og þá getur allt gerst. Við mætum óhræddir í úrslitarimmuna enda höfum við allt að vinna en engu að tapa. Ég mun gefa allt sem ég á gegn Kolding og það væri ekki leiðinlegt að kveðja félagið með titli," sagði Róbert Gunnarsson.
Íslenski handboltinn Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fótbrotnaði í NBA leik Sjá meira