Ástin á götunni

Fréttamynd

Myndasyrpa af sigri Íslands gegn Noregi

Ísland vann um helgina glæsilegan 3-1 sigur á Noregi í undankeppni EM 2013. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði tvö marka Íslands og Margrét Lára Viðarsdóttir eitt.

Sport
Fréttamynd

Veit að þær eru hræddar við okkur

Íslenska kvennalandsliðið verður í eldlínunni í dag þegar það mætir Norðmönnum á Laugardalsvellinum í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni EM. Stelpurnar okkar hafa kallað eftir stuðningi í leiknum á morgun, en þær hafa átt marga frábæra daga í Laugardalnum undanfarin ár, þar sem aðeins ein orrusta hefur tapast síðan Sigurður Ragnar Eyjólfsson tók við þjálfun liðsins árið 2007.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bikar á loft upp á Skaga í gær - myndir

Skagamenn eru 1. deildarmeistarar í ár og þeir fengu bikarinn afhendan eftir 5-0 stórsigur á KA á Akranesi í gær. Skagamenn tryggðu sér sæti í Pepsi-deildinni fyrir 25 dögum og voru fyrir nokkru orðnir B-deildarmeistarar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Grótta jafnaði í uppbótartíma á móti Leikni

Hafsteinn Bjarnason tryggði Gróttu gríðarlega mikilvægt 1-1 jafntefli við Leikni í fallbaráttuslag í kvöld. Hafsteinn skoraði jöfnunarmarkið sitt í uppbótartíma þegar allt stefndi í að Leiknismenn væru að vinna og senda Gróttu niður í fallsæti.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Eru KSÍ og HSÍ að rífast um Birnu Berg?

Birna Berg Haraldsdóttir hefur verið valin í tvö landslið í sitthvorri boltagreininni og í verkefni sem rekast á. Ágúst Þór Jóhannsson A-landsliðsþjálfari í handbolta valdi hana í liðið sitt fyrir æfingamót í Póllandi sem fer fram 23. til 25. september í Póllandi en áður hafi Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna í knattspyrnu, valið hana í hópinn sem leikur í undankeppni EM hér á landi 17. til 22. september.

Fótbolti
Fréttamynd

Edda hjálpar liðinu úr stúkunni

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, kynnti í gær 22 manna hóp fyrir komandi leiki við Noreg og Belgíu í undankeppni EM. Mesta athygli vekur að lykilmaðurinn Edda Garðarsdóttir getur ekki spilað þessa leiki vegna meiðsla og að Laufey Ólafsdóttir er komin aftur inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sigurður Ragnar: Það er enginn ómissandi

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hélt í dag blaðamannafund þar sem að hann fór yfir leikmannahópinn sem hann valdi fyrir komandi leiki við Noreg og Belgíu í undankeppni EM. Mesta athygli vekur að lykilmaðurinn Edda Garðarsdóttir getur ekki spilað þessa leiki vegna meiðsla og að Laufey Ólafsdóttir er komin aftur inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Lagerbäck er til í viðræður við KSÍ

Það er um fátt annað talað í knattspyrnuheiminum þessa dagana en hver taki við íslenska landsliðinu af Ólafi Jóhannessyni. Ólafur á aðeins eftir að stýra landsliðinu í einum leik. Það er gegn Portúgal ytra í upphafi næsta mánaðar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Roy Keane bara einn af mörgum

Allt ætlaði um koll að keyra á mánudaginn þegar það fréttist að Eggert Magnússon, fyrrum formaður KSÍ, væri á leið til landsins ásamt Roy Keane sem væri hugsanlega að taka við íslenska landsliðinu. Eggert kom vissulega til landsins, en Keane varð eftir heima hjá sér.

Íslenski boltinn