Ástin á götunni

Fréttamynd

Guðjón tryggði Val Reykjavíkurmeistaratitilinn

Guðjón Pétur Lýðsson tryggði Val 1-0 sigur á KR í úrslitaleik Reykavíkurmótsins í Egilshöllinni í kvöld. Guðjón sem kom til Vals frá Haukum í vetur skoraði eina mark leiksins meðm stórglæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu á 59. mínútu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

ÍR með fjögur mörk og sigur gegn Stjörnunni

ÍR vann 4-3 sigur á Pepsi-deildarliði Stjörnunnar í Lengjubikar karla í fótbolta í dag en leikurinn fór fram í Kórnum í Kópavogi. Árni Freyr Guðnason tryggði ÍR-ingum sigurinn úr vítaspyrnu í uppbótartíma effir að Stjarnan hafði verið 3-2 yfir þegar fimm mínútur voru eftir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Katrín jafnaði met Rúnars

Katrín Jónsdóttir jafnaði í gær met Rúnars Kristinssonar er hún lék sinn 104. A-landsleik þegar Ísland vann Kína, 2-1, á Algarve Cup. Rúnar lék á sínum tíma jafn marga leiki með A-landsliði karla. Hún getur bætt metið þegar að Ísland mætir Danmörku á mánudaginn.

Fótbolti
Fréttamynd

Spjaldaglaðasti dómari HM-sögunnar fyrirlesari hjá íslenskum dómurum

Um helgina fer fram árleg landsdómararáðstefna sem er hluti af undirbúningi dómara fyrir komandi keppnistímabil í fótboltanum. Dómarar hafa verið við æfingar frá því 1. nóvember undir stjórn Egils Eiðssonar en auk þess hafa kennarar og nemendur úr Háskólanum í Reykjavík komið að undirbúningnum með einum eða öðrum hætti. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Íslandi dugar jafntefli gegn Dönum

Svíar unnu í dag 3-1 sigur á Dönum á Algarve Cup-mótinu í Portúgal. Þar með er ljóst að íslenska landsliðinu mun duga jafntefli gegn Dönum í lokaumferð B-riðils á mánudaginn til að komast í sjálfan úrslitaleik mótsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Margrét Lára með tvö mörk í glæsilegum sigri á Kína

Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir íslenska kvennalandsliðið sem vann 2-1 sigur á Kína í öðrum leik sínum í Algarve-bikarnum í Portúgal. Líkt og í sigrinum á Svíum á miðvikudaginn þá lenti íslenska liðið undir en kom til baka og tryggði sér frábæran sigur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Berglind Björg kölluð til Algarve

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, kvennalandsliðsþjálfari, hefur valið Berglindi Björg Þorvaldsdóttur úr ÍBV inn í hópinn sem tekur nú þátt á Algarve-bikarnum í Portúgal en íslenska liðið vann sögulegan sigur á Svíum í fyrsta leiknum í gær.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þór fór illa með Selfoss í Lengjubikarnum

Þrír leikir fóru fram í dag í Lengjubikarnum. Selfyssingar voru teknar í kennslustund á Akureyri þar sem þeir mættu Þór. Heimamenn skoruðu alls átta mörk en leikurinn fór 8-0. Markaskor var vel dreift hjá Þór en Atli Sigurjónsson skoraði tvívegis.

Fótbolti
Fréttamynd

Valsmenn mæta KR í úrslitaleiknum - unnu Fylki í vítakeppni

Haraldur Björnsson, markvörður Vals, varði þrjár vítaspyrnur Fylkismanna í vítkeppni í undanúrslitaleik liðanna í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta í Egilshöllinni í kvöld. Það var síðan Halldór Kristinn Halldórsson sem tryggði Val sæti í úrslitaleiknum með því að skora úr síðustu spyrnu Valsliðsins. Leiknum sjálfum lauk með 1-1 jafntefli en það var ekki framlengt heldur farið beint í vítakeppni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hannes varði víti frá Fram og KR fór í úrslitaleikinn

KR-ingar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum á Reykjavíkurmóti karla í fótbolta með sigri á Fram í vítakeppni í undanúrslitaleik liðanna í Egilshöllinni í kvöld. Liðin höfðu gert markalaust jafntefli í venjulegum leiktíma en það var ekki framlengt heldur farið beint í vítakeppni..

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Strákarnir unnu sigur á Grikkjum í Futsal

Íslenska futsal-landsliðið er greinilega búið að finna taktinn því liðið fylgdi eftir 6-1 sigri á Armenum með því að vinna 5-4 sigur á Grikkjum í lokaleik riðils síns í forkeppni Evrópumótsins sem fram fór á Ásvöllum í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tryggvi negldi sig inn í sögubækurnar - myndband

Íslenska futsal landsliðið vann sinn fyrsta sigur frá upphafi í gær þegar strákarnir fóru á kostum í seinni hálfleik í 6-1 sigri á Armenum. Þetta var annar leikur liðsins í Evrópukeppninni í Futsal en liðið á ekki möguleika á því að komast áfram því Lettar hafa unnið tvo fyrstu leiki sína og tryggt sér sæti í næstu umferð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Selfoss lánar Jón Daði Böðvarsson til AGF

Jón Daði Böðvarsson gekk í gær frá tveimur samningum. Hann endurnýjaði samning sinn við Selfoss til ársins 2014 og gekk svo frá lánsamningi við danska félagið AGF. Jón Daði mun spila með danska liðinu fram á vor. Þetta kom fram á á fréttavefnum Sunnlenska.is.

Íslenski boltinn