Tækni

Fréttamynd

Minni Galaxy S III væntanlegur

Talið er að suður-kóreski raftækjaframleiðandinn Samsung muni opinbera minni útgáfu af flaggskipi sínu, Galaxy S III, á næstu dögum. Snertiskjár nýja símans verður fjórar tommur samkvæmt heimildum fjölmiðla í Suður-Kóreu en skjár iPhone 5, nýjasta snjallsíma Apple, er einmitt af svipaðri stærð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Galaxy S III er snjallsími ársins

Tævanski raftækjaframleiðandinn ASUS vann til fimm verðlauna á T3 tæknihátíðinni sem fór fram í Lundúnum í vikunni. Fulltrúar frá öllum helstu tæknifyrirtækjum veraldar voru viðstaddir afhendingu verðlaunanna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Samsung stefnir Apple vegna iPhone 5

Samsung Electronics, sem framleiðir Samsung Galaxy símana, hefur ákveðið að höfða mál gegn Apple. Samsung sakar Apple um að hafa brotið gegn höfundarlögum með ýmsum lausnum sem eru í boði á nýja iPone 5 símanum, eftir því sem fram kemur í frétt Reuters.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

iPhone 5 úr gulli og demöntum

Breskt fyrirtæki ætlar að selja hundrað stykki af sérstakri útgáfu af iPhone fimm símanum sem Apple gaf út á dögunum. Munurinn á þessum símum og þeim upprunalega er að hann er úr gulli og demöntum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

iPhone 5 fáanlegur á Íslandi í dag

Símafyrirtækið Nova byrjar að selja nýja iPhone símann, iPhone 5 klukkan fimm í dag. Um takmarkað magn er að ræða. "Þeir eru fleiri en 50 og færri en 100,“ segir Margrét Tryggvadóttir, yfirmaður markaðssviðs Nova í samtali við Vísi. Í tilkynningu frá félaginu kemur aftur á móti fram að ný sending er væntanleg síðar í vikunni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Yfir 5 milljónir síma seldust

Yfir fimm milljónir iPhone 5 síma seldust í Bandaríkjunum um helgina, en þetta er fyrsta helgin sem síminn var seldur. Tim Cook, forstjóri Apple, sagði í tilkynningu að salan hefði verið ótrúleg. Hann segir að unnið sé hörðum höndu að því að anna eftirspurn. Á vef USA Today segir að þrátt fyrir að síminn hafi nánast selst upp um helgina hafi sérfræiðngar fundið nokkra galla á símanum. Víða er síminn uppseldur í verslunum en sömu verslanir eiga von á frekari sendingum frá framleiðanda í dag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Slagsmál og ólæti hjá Foxconn

Fyrirtækið Foxconn, sem framleiðir m.a. iphone síma fyrir hugbúnaðarrisann Apple, þurfti í morgun að stöðvar framleiðslu í einni af verksmiðjum sínum vegna slagsmála sem brutust út meðal starfsmanna. Mikið álag er á starfsmönnum vegna hraðrar sölu á framleiðsluvörum fyrirtækisins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þjófar komust fyrstir í iPhone 5 í Japan

Margir virðast hafa áhuga á nýjustu græju Apple, iPhone 5, þeirra á meðal japanskir bófar, því nú lítur út fyrir að verslanir í Japan hafi verið rændar stuttu áður en síminn átti að koma í almenna sölu. Ránsfengurinn er talin um 100 þúsund dollara virði, eða rúmlega 12 milljóna króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Apple biðst afsökunar

Tæknirisinn Apple hefur beðið viðskiptavina sína afsökunar og heitir því að uppfæra staðsetningarþjónustu sína á næstu vikum. Fyrirtækið ákvað að slíta samstarfi sínu við Google fyrir nokkru en fyrri kynslóðir iPhone snjallsímanna sem og iPad spjaldtölvanna hafa notað Google Maps kortaþjónustuna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Yfir 2 milljónir pöntuðu sér iPhone á einum sólarhring

Yfir tvær milljónir manna pöntuðu sér iPhone 5 í forsölu á fyrsta sólarhringnum, sem eru tvöfalt fleiri en pöntuðu sér 4S símann í fyrra. Eftirspurnin eftir símanum er langt umfram væntingar tæknirisans Apple, sem framleiðir símann. Gert er ráð fyrir því að ekki verði hægt að afgreiða allar pantanirnar strax og því mega notendur búast við að fá ekki símann fyrr en í október. iPhone 5 var kynntur til leiks fyrir helgi en hann er bæði lengri, hraðari og með betri upplausn en sá á undan.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

iPhone 5 kominn út- Lengri, léttari og þynnri

"Það er bara bomba komin inn á markaðinn. Þeir hafa komið okkur á óvart og sýnt að þeir geta gert miklu öflugri og betri græju - en hafa hana þó léttari og þynnri sem er eitthvað sem aðrir framleiðndur hafa ekki verið að gera," segir Björgvin Björgvinsson, sérfræðingur hjá Epli.is, í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Raftæki öðlast framhaldslíf hjá Grænni Framtíð

Gamlir farsímar og tölvur fá framhaldslíf hjá fyrirtækinu Græn Framtíð sem tekur við þeim og selur til viðgerðarfyrirtækja í Evrópu. Stofnandinn segir öryggisvörð næstum því hafa hringt í lögregluna þegar hann sá tugi fartölva í stöflum í stofunni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

iPhone er stærri en Microsoft

Apple mun að öllum líkindum kynna nýjasta snjallsíma sinn, iPhone 5, í næstu viku. Vinsældir iPhone snjallsímanna síðustu ár eru með ólíkindum en þetta litla raftæki hefur innsiglað stöðu Apple sem eins stærsta fyrirtækis veraldar. En hversu vinsæll er iPhone í raun og veru?

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Endurhannaður iPhone væntanlegur

Nýr iPhone verður kynntur til leiks í næstu viku. Apple hefur boðað til blaðamannafundar 12. september næstkomandi og þykir það nær öruggt að nýjasta kynslóð snjallsímans verði afhjúpuð. Þó svo að Apple hafi ekki staðfest neitt varðandi hönnun og búnað símans hafa ýmsar upplýsingar um útlit hans og innvols komið fram.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

iPhone 5 lendir í næstu viku

Tæknirisinn Apple hefur boðað til blaðamannafundar í næstu viku. Sem fyrr gefur fyrirtækið ekki upp hvert fundarefnið sé. Það þykir þó vera nær öruggt að nýr iPhone snjallsími verði afhjúpaður á fundinum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Snjallsímar taka yfir - niðurhal eykst

Algjör kúvending hefur orðið á farsímanotkun hér á landi að undanförnu þar sem gagnaniðurhal hefur margfaldast. Þrátt fyrir það erum við nokkru á eftir Norðurlöndunum, segir framkvæmdastjóri Nova. Gríðarlega hröð sala á vinsælum snjallsímum á heimsvísu hefur haft afgerandi áhrif á farsímanotkun.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Notendum Facebook fækkar

Notendum samskiptasíðunnar Facebook hefur fækkað í Bandaríkjunum og Evrópu á síðustu mánuðum. Þetta kemur fram í rannsóknarniðurstöðum greiningarfyrirtækisins Capstone Investments.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nexus 7 fær glimrandi viðtökur

Nýjasta spjaldtölva Google, Nexus 7, er uppseld víðast hvar í Bandaríkjunum. Tölvan var opinberuð á I/O tækniráðstefnunni í síðasta mánuði en hún er knúin af nýrri útgáfu Android stýrikerfisins, Jelly Bean.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

BlackBerry í andarslitrunum

BlackBerry snjallsímarnir mega muna sinn fífil fegurri en fyrir um fjórum árum voru þeir heitasta græjan á markaði. Í dag eru þeir "á dánarbeðinu" að mati fjárfesta.

Viðskipti erlent