Spænski boltinn

Fréttamynd

Real og Bayern á höttunum eftir Nistelrooy

Nú virðist sem Real Madrid ætli að veita Þýskalandsmeisturum Bayern Munchen samkeppni um hollenska framherjann Ruud Van Nistelrooy hjá Manchester United, en framtíð hans hjá enska félaginu virðist vera mjög óljós.

Fótbolti
Fréttamynd

Hefur fulla trú á stjörnunum

Fabio Capello hefur þegar hafið störf hjá nýja félaginu sínu Real Madrid og segist standa fullkomlega við bakið á leikmönnum á borð við Raul, David Beckham og Ronaldo.

Sport
Fréttamynd

Bolton og Arsenal sýna áhuga

Umboðsmaður Argentínumannsins Javier Saviola segir að Arsenal og Bolton í ensku úrvalsdeildinni hafi sýnt leikmanninum áhuga, sem og lið Pananthinaikos í Grikklandi. Saviola er samningsbundinn Barcelona, en umboðsmaður hans segir ekkert koma til greina fyrir leikmanninn nema að spila á Spáni eða Englandi.

Sport
Fréttamynd

Chelsea klagar Real Madrid til FIFA

Nú fyrir stundu greindi fréttavefur BBC frá því að ensku meistararnir Chelsea væru búnir að senda FIFA kæru vegna meintra ólöglegra viðræðna spænska félagsins Real Madrid við hollenska kantmanninn Arjen Robben.

Sport
Fréttamynd

Capello tekinn við Real Madrid

Þjálfarinn sterki Fabio Capello hefur tekið við þjálfun spænska stórliðsins Real Madrid. Þetta var staðfest á blaðamannafundi í Madrid í dag. Capello var áður hjá liði Juventus á Ítalíu þar sem hann gerði liðið að tvöföldum meisturum, en eins og flestir vita á ítalska félagið nú undir högg að sækja vegna spillingarmálsins stóra. Capello er öllum hnútum kunnugur á Bernabeu, þar sem hann stýrði Real til sigurs í spænsku deildinni þegar hann stýrði liðinu árið 1997.

Sport
Fréttamynd

Morientes komin til Valencia

Spænski framherjinn Fernando Morientes er genginn formlega í raðir Valencia fyrir um þrjár milljónir punda eftir að hann stóðst læknisskoðun hjá félaginu í dag. Morientes náði sér aldrei á strik í ensku úrvalsdeildinni og segist fagna nýjum kafla í lífi sínu.

Sport
Fréttamynd

Viss um að landa Fabregas

Ramon Calderon, nýkjörinn forseti Real Madrid, segist 70% viss um að geta landað miðjumanninum efnilega Cesc Fabregas frá Arsenal á næstunni. Calderon lýsti því yfir í kosningabaráttunni að hann ætlaði að koma pilti til heimalandsins á ný, en ljóst er að Arsenal verður tregt til að láta þennan frábæra knattspyrnumann renna sér úr greipum.

Sport
Fréttamynd

Fabregas spenntur yfir áhuga Real Madrid

Umboðsmaður táningsins efnilega Cesc Fabregas hjá Arsenal, segist ekki geta neitað því að skjólstæðingur hans sé spenntur yfir miklum áhuga spænska stórliðsins Real Madrid á að fá hann í sínar raðir. Nýkjörinn forseti Real hefur lýst því yfir að hann ætli að krækja í stjörnuna ungu, en hann er með langtímasamning við Arsenal og það verður því að teljast nokkuð langsótt.

Sport
Fréttamynd

Forsetaframbjóðendur spara ekki yfirlýsingarnar

Lorenzo Sanz, einn forsetaframbjóðendanna hjá Real Madrid, fullyrðir að hann sé búinn að ná samkomulagi við fjölda sterkra leikmanna um að ganga til liðs við félagið ef hann verður kjörinn forseti. Hann fullyrðir að ef hann nái kjöri, muni hann fá menn á borð við enska landsliðsmanninn Michael Carrick, Gianluca Zambrotta frá Ítalíu og Brasilíumanninn Emerson svo einhverjir séu nefndir.

Sport
Fréttamynd

Segist vilja fara til Real Madrid

Spænska dagblaðið Marca birtir í dag viðtal við portúgalska vængmanninn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United, þar sem haft er eftir honum að hann vilji ganga í raðir Real Madrid. Ronaldo segist vilja hefja viðræður um að fara til Spánar ef Juan Miguel Villar vinnur forsetakosningarnar hjá Real Madrid sem verða innan skamms.

Sport
Fréttamynd

Eiður Smári samdi við Barcelona

Fremsti knattspyrnumaður Íslands í dag, Eiður Smári Guðjohnsen, hefur samið við spænska stórliðið Barcelona til þriggja ára, en félagið er Spánar- og Evrópumeistari. Þar með lýkur sex ára veru Eiðs Smára hjá Chelsea þar sem hann átti farsælan feril.

Fótbolti
Fréttamynd

Ekki hægt að segja nei við Barcelona

Eiður Smári Guðjohnsen sagði að tækifærið til að ganga í raðir Evrópumeistara hefði verið of gott til að hafna því. Eiður gekk formlega í raðir spænska risans í dag eftir að hafa gengist undir læknisskoðun. Kaupverðið var rúmur milljarður króna og samningurinn er til fjögurra ára.

Sport
Fréttamynd

Eiður búinn að skrifa undir hjá Barcelona

Landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen er búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við Evrópumeistara Barcelona. Frá þessu var greint í fréttum NFS nú fyrir stundu. Jón Örn Guðbjartsson var staddur á blaðamannafundinum í Katalóníu og sagði gríðarlega stemmingu í kring um nýjustu kaup spænsku meistaranna. Kaupverðið er rúmur milljarður króna og mun Eiður spila í treyju númer 7 og tekur við númerinu sem Henrik Larsson spilaði í á síðustu leiktíð.

Sport
Fréttamynd

Samingur Eiðs kynntur fyrir fjölmiðlum innan skamms

Blaðamannafundur spænska knattspyrnuliðsins Barcelona vegna samningsins við Eið Smára Guðjohnsen hefst klukkan fjögur. Fundurinn átti upprunalega að vera klukkan þrjú, en honum var frestað um klukkustund vegna leiks Spánverja og Úkraínu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Þar á að kynna fjögra ára samning Eiðs Smára við Evrópumeistara Barcelona.

Innlent
Fréttamynd

Risatilboð í Torres í vændum?

Breska blaðið Manchester Evening News hefur greint frá því að Manchester United sé að undirbúa risatilboð í spænska framherjann Fernando Torres hjá Atletico Madrid. Blaðið heldur því fram að enska liðið muni bjóða 25 milljónir punda í spænska landsliðsmanninn fljótlega, en hann var einmitt einn af markaskorurum liðsins í sigrinum á Úkraínumönnum á HM í dag og hefur verið einn eftirsóttasti framherji heimsins í nokkur ár.

Sport
Fréttamynd

Stóðst læknisskoðun hjá Barcelona

Nú styttist í að haldinn verði blaðamannafundur hjá spænska liðinu Barcelona þar sem tilkynnt verða kaup félagsins á landsliðsfyrirliðanum Eiði Smára Guðjohnsen. Eiður stóðst læknisskoðun hjá félaginu í dag og skrifar undir fjögurra ára samning nú innan stundar.

Sport
Fréttamynd

Eiður í háttinn fyrir ellefu

Spænsku dagblöðin sem hafa fullyrt í hverri fréttinni á fætur annarri að Eiður Smári Guðjohnsen sé á leið til Barcelona eru nú einnig farin að velta sér upp úr persónulegum lífsvenjum íslenska landsliðsfyrirliðans.

Sport
Fréttamynd

Irureta tekur við Real Betis

Hinn gamalreyndi þjálfari Javier Irureta hefur verið ráðinn þjálfari spænska úrvalsdeildarliðsins Real Betis. Irureta stýrði síðast liði Deportivo á árunum 1998-2005 við góðan orðstír og gerði liðið m.a. að Spánarmeistara árið 2000.

Sport
Fréttamynd

Fleiri spænsk lið inni í myndinni

Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag að babb sé komið í bátinn í samningaviðræðum Chelsea og Barcelona varðandi hugsanleg kaup á fyrirliða íslenska landsliðsins og fullyrðir að Valencia og annað ónefnt lið sé komið inn í myndina.

Sport
Fréttamynd

Ætlar ekki að bjóða í Lampard

Forráðamenn Evrópumeistara Barcelona hafa vísað fregnum dagsins í dag á bug og segja félagið ekki vera að undirbúa tilboð í miðjumanninn Frank Lampard.

Sport
Fréttamynd

Carlos í salti fram yfir kosningar

Forráðamenn Real Madrid gáfu það upp í samtali við breska fjölmiðla í dag að brasilíski bakvörðurinn Roberto Carlos færi ekki frá félaginu fyrr en eftir forsetakosningarnar sem fyrirhugaðar eru þann 2. júlí næstkomandi. Carlos hefur verið orðaður sterklega við ensku meistarana í Chelsea, en nú verður einhver bið á því að lausn fáist í máli hans.

Sport
Fréttamynd

Baldasano ætlar að ráða Eriksson

Arturo Baldasano, sem býður sig fram í embætti forseta Real Madrid í annað sinn, segist hafa gert munnlegt samkomulag við Sven-Göran Eriksson um að taka við knattspyrnustjórastöðunni hjá félaginu, nái kann kosningu.

Sport
Fréttamynd

Eiður Smári í Kuwait

Flestir Íslendingar bíða nú spenntir eftir því að vita hver næsti áfangastaður knattspyrnuhetjunnar Eiðs Smára Guðjohnsen verður en búist er við að tilkynnt verði um vistaskipti hans frá Chelsea á allra næstu dögum. Athygli vekja tvær fréttagreinar um Eið Smára á fréttavefnum Vitalfootball en þar segir m.a. að Eiður Smári hafi hafnað boði sjónvarpsstöðvar á Íslandi um að lýsa leikjum á HM.

Sport
Fréttamynd

Barcelona talið líklegt til að hreppa Eið Smára

Nú gerist sá orðrómur æ háværari á Englandi og á Spáni að landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen gangi í raðir Spánarmeistara Barcelona í sumar. Ekkert hefur fengist staðfest í þessum efnum enn sem komið er, en talið er að kaupverð og launakjör gætu orðið spænska liðinu fjötur um fót.

Sport
Fréttamynd

Morientes semur við Valencia

Spænski framherjinn Fernando Morientes hefur náð samkomulagi um kaup og kjör við forráðamenn Valencia og er því formlega orðinn leikmaður liðsins. Morientes var keyptur frá Liverpool á dögunum og var kaupverðið sagt vera um 3 milljónir punda.

Sport
Fréttamynd

Morientes ekki orðinn leikmaður Valencia

Yfirmaður knattspyrnumála hjá Valencia tók það fram í dag að þó félagið hefði náð samkomulagi við Liverpool um kaup á spænska framherjanum Fernando Morientes, sé hann ekki orðinn leikmaður Valencia ennþá, því enn sé nokkuð í land með að semja um kaup og kjör við leikmanninn sjálfan.

Sport
Fréttamynd

Pires semur við Villarreal

Franski miðjumaðurinn Robert Pires hjá Arsenal hefur gert tveggja ára samning við spænska liðið Villarreal. Pires hefur verið hjá Arsenal í sex ár, en hann var með lausa samninga í sumar og komst ekki að samkomulagi við forráðamenn Arsenal um nýjan samning.

Sport
Fréttamynd

Ákveður sig eftir HM

Bakvörðurinn magnaði Roberto Carlos hjá Real Madrid segist ekki ætla að taka ákvörðun um framtíð sína fyrr en að loknu heimsmeistaramóti í sumar, en hinn 33 ára gamli Carlos á í samningaviðræðum við Real Madrid um að framlengja samning sinn við félagið. Chelsea hefur þegar gert tilboð í kappann og segir hann fjárhagslegan ávinning ekki spila inn í ákvörðun sína, heldur ætli hann að skoða hve lengi hann vill spila í viðbót.

Sport
Fréttamynd

Laudrup hættir hjá Bröndby

Danska knattspyrnugoðsögnin Michael Laudrup tilkynnti í dag að hann muni ekki framlengja samning sinn sem knattspyrnustjóri danska liðsins Bröndby. Þessi tíðindi hafa nú kynt undir þrálátan orðróm sem uppi hefur verið í Danmörku undanfarna mánuði þess efnis að Laudrup sé að fara að taka við spænska stórliðinu Real Madrid.

Fótbolti