
Ítalski boltinn

Alonso út úr myndinni hjá Juventus
Ítalska knattspyrnufélagið Juventus er hætt við að reyna að kaupa miðjumanninn Xabi Alonso hjá Liverpool. Þetta sagði forseti félagsins eftir að Juventus gekk frá kaupum á hinum danska Christian Poulsen í gær. Poulsen var áttundi leikmaðurinn sem gengur í raðir Juventus í sumar.

Ronaldo er með bumbu
Brasilíski framherjinn Ronaldo hefur verið frá keppni vegna meiðsla síðan í febrúar en talsmenn AC Milan hafa sagt að endurhæfing hans hafi gengið vel. Kappinn virðist þó ekki hafa eytt öllum tímanum í tækjasalnum ef marka má myndir sem The Sun birti af honum.

Shevchenko til Sampdoria?
Sampdoria vill fá sóknarmanninn Andriy Shevchenko lánaðan á komandi tímabili. Shevchenko hefur átt erfitt með að vinna sér inn sæti í lið Chelsea þau tvö ár sem hann hefur verið á Englandi.

Poulsen á leið til Juventus
Danski leikmaðurinn Christian Poulsen er á leið til Juventus en ítalska liðið náði samkomulagi við Sevilla á Spáni í gær. Poulsen er 28 ára og mun skrifa undir samning til fjögurra ára.

PSV hefur áhuga á Ronaldo
Spænskir fjölmiðlar segja að forráðamenn hollenska félagsins PSV Eindhoven hafi sett sig í samband við framherjann Ronaldo með það fyrir augum að fá hann aftur til félagsins.

Beckham næstum farinn í Milan
David Beckham segir litlu hafa munað að hann gengi til liðs við AC Milan í fyrra. Eftir að hafa yfirgefið Real Madrid vildi ítalska liðið fá Beckham sem ákvað á endanum að taka tilboði LA Galaxy í bandarísku MLS-deildinni.

Inter vinnur - vegna Mourinho
Marcello Lippi, landsliðsþjálfari Ítala, segir að Inter Milan sé sigurstranglegasta liðið á næstu leiktíð í A-deildinni. Hann byggir spá sína fyrst og fremst á þeirri staðreynd að Jose Mourinho sé þar orðinn þjálfari.

Mancini orðinn leikmaður Inter
Amantino Mancini er orðinn leikmaður Inter en félagið náði samningum við Roma nú síðdegis. Mancini átti frábært tímabil með Roma og er hann fyrsti leikmaðurinn sem Jose Mourinho fær til sín.

Mancini færist nær Inter
Brasilíumaðurinn Amantino Mancini, leikmaður Roma, mun að öllum líkindum ganga til liðs við Ítalíumeistara Inter. Samningar eru á lokastigi en kaupverðið er kringum 10 milljónir punda.

Trezeguet hættur með landsliðinu
Sóknarmaðurinn David Trezeguet hefur ákveðið að hætta að leika með landsliði Frakklands. Ástæðan er sú ákvörðun franska knattspyrnusambandsins að halda trausti við Raymond Domenech, þjálfara liðsins.

Enn einn skandallinn á Ítalíu
Fimm ítalskir leikmenn hafa verið ákærðir fyrir aðild að hagræðingu úrslita í leikjum í ítölsku A-deildinni á síðasta tímabili.

Dossena kominn til Liverpool
Andrea Dossena hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Liverpool. Hann er 26 ára bakvörður og er ætlað að fylla skarðið sem John Arne Riise skildi eftir sig þegar hann var seldur til Roma.

Drenthe orðaður við Juventus
Juventus er sterklega orðað við hollenska U21 landsliðsmanninn Royston Drenthe. Juventus hefur verið á eftir miðjumanni í sumar og Xabi Alonso hjá Liverpool oftast verið nefndur.

Arshavin ekki nógu góður fyrir Mourinho
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Inter á Ítalíu, segist ekki hafa í hyggju að bjóða í rússneska framherjann Andrei Arshavin. Hann segist draga í efa að leikmaðurinn hafi nægan þroska til að spila með liði á heimsklassa.

Ravanelli kominn með þjálfararéttindi
Fjölmargir þekktir ítalskir leikmenn sem hafa lagt skóna á hilluna öðluðust þjálfararéttindi í dag. Þar á meðal er Fabrizio Ravanelli, fyrrum leikmaður Middlesbrough.

Messi vill spila á Ítalíu
Stærstu lið Ítalíu eru væntanlega með augun opin eftir að faðir Leo Messi sagði í viðtali að draumur sonar síns væri að leika í ítölsku deildinni.

Ekki viss um að Lampard komi í sumar
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Inter á Ítalíu, er ekki viss um að Frank Lampard komi til félagsins í sumar frá Chelsea. Hann er hins vegar handviss um að hann komi á næsta ári.

Juventus fær varnarmann
Juventus hefur fengið króatíska landsliðsmanninn Dario Knezevic frá Livorno. Þessi sterki varnarmaður var á leið til Torino en rétt áður en ganga frá sölunni þá skarst Juventus í leikinn og krækti í Knezevic.

Vieri til Atalanta þrátt fyrir mótmæli
Sóknarmaðurinn Christian Vieri er genginn í raðir Atalanta á frjálsri sölu. Þessi 34 ára leikmaður hefur víða komið við á ferlinum en er líklega þekktastur fyrir dvöl sína hjá Inter.

Lampard semur við Inter
Frank Lampard hefur gert fjögurra ára samning við Inter á Ítalíu eftir því sem France Football heldur fram í dag.

Mark Hughes vill Ferrari
Manchester City hefur blandað sér í kapphlaupið um ítalska varnarmanninn Matteo Ferrari. Hann er á frjálsri sölu en samningur hans við Roma er runninn út.

Ronaldinho til AC Milan?
Ítalska liðið AC Milan gaf það út að Emmanuel Adebayor hjá Arsenal væri eini leikmaðurinn á óskalista sumarsins. Nú er ljóst að það hefur breyst því félagið hefur einnig áhuga á Ronaldinho.

Donadoni opinberlega hættur
Ítalskir fjölmiðlar búast fastlega við því að Marcello Lippi muni taka við ítalska landsliðinu á nýjan leik. Roberto Donadoni er hættur með liðið en það var opinberað í dag.

Inter á eftir Quaresma
Blaðið A Bola í Portúgal segir að Inter sé að ganga frá kaupum á Ricardo Quaresma frá Porto. Chelsea hefur einnig verið sterklega orðað við leikmanninn.

Adebayor nálgast AC Milan
Fjölmiðlar á Ítalíu halda því fram að AC Milan sé komið nálægt því að krækja í sóknarmanninn Emmanuel Adebayor frá Arsenal. Það muni aðeins þremur milljónum punda.

Roberto Donadoni rekinn
Ítalska knattspyrnusambandið hefur rekið Roberto Donadoni en Ítalía féll úr keppni í átta liða úrslitum Evrópumótsins sem nú stendur yfir. Donadoni tók við þjálfun Ítalíu sumarið 2006.

Snúa Nesta og Totti aftur ef Lippi tekur við Ítalíu?
Sögusagnir eru í gangi um að Francesco Totti og Alessandro Nesta ætli að taka landsliðsskóna úr hillunni ef Marcello Lippi tekur aftur við ítalska landsliðinu. Ítalskir fjölmiðlar halda því fram að Lippi sé að snúa aftur í stólinn.

Byrjar og endar Evrópumótið
Ítalski dómarinn Roberto Rosetti fær þann heiður að flauta Evrópumótið á og einnig af. Hann dæmdi opnunarleik mótsins og nú hefur hann verið valinn til að dæma sjálfan úrslitaleikinn á sunnudag.

Óvissa um framtíð Donadoni
Ítalska knattspyrnusambandið hefur enn ekki tekið ákvörðun um framtíð Roberto Donadoni landsliðsþjálfara. Talið var að Donadoni yrði látinn taka pokann sinn ef ítalska liðið næði ekki að komast í undanúrslit EM.

Mourinho gagnrýnir Barcelona
Jose Mourinho hefur gagnrýnt Barcelona og sakar hann Marc Ingla, varaforseta félagsins, um lygar.