Morð í Malling

Systir Freyju um morðið: „Ég held hann hafi litið á Freyju sem eign sína“
Systur Freyju Egilsdóttur, sem var myrt af eiginmanni sínum í Danmörku síðasta vetur, segir Freyju aldrei hafa verið hrædda við hann. Hún telji þó að hann hafi litið á hana sem eign sína.

Morðingi Freyju dæmdur í lífstíðarfangelsi
Flemming Mogensen, sem myrti Freyju Egilsdóttur í Danmörku í byrjun ársins, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hann játaði fyrir dómi í morgun að hafa myrt Freyju, sem var fyrrverandi eiginkona hans og barnsmóðir.

Reikna með stuttum réttarhöldum í máli Freyju
Flemming Mogensen, 51 árs barnsfaðir Freyju heitinnar Egilsdóttur, hefur verið ákærður fyrir morðið á Freyju. Saksóknari reiknar með því að Flemming játi morðið fyrir dómi í Danmörku líkt og hann hafi gert á fyrri stigum.

Fjölskylda Freyju minnist hennar: „Þú munt ávallt lifa í hjörtum okkar“
„Glaðlynda Freyja okkar, sem vildi öllum allt það besta og hafði mikla samúð, var alltaf hjálpsöm og reyndi alltaf að hvetja fólkið í kring um sig. Hún var mikill tónlistarunnandi og naut þess að dansa við tónlist, hún elskaði liti og málaði fallegar myndir sem glöddu alla ástvini hennar.“

Vinir Freyju í Danmörku safna fyrir börnin hennar
Danskir vinir Freyju Egilsdóttur, sem var myrt í Malling á Jótlandi í lok janúar, hafa hafið söfnun til stuðnings börnum hennar. Í dag höfðu þegar safnast um 76 þúsund danskar krónur eða sem nemur um 1,6 milljónum íslenskra króna. Líkt og Vísir greindi frá fyrir helgi er einnig hafin söfnun hér á Íslandi fyrir börn og fjölskyldu Freyju.

Klúður Se og Hør: „Hér er tvöfaldur morðingi í afmæli á Íslandi árið 2017“
Slúðurtímaritið Se og Hør gerði alvarleg mistök í umfjöllun sinni um morðið á Freyju Egilsdóttur Mogensen. Blaðið birti mynd af manni, óskýra þó, og fullyrti að um væri að ræða morðingja Freyju. Dóttir mannsins staðfestir við Lokalavisen í Árósum að maðurinn á myndinni sé faðir hennar, alls ekki Flemming Mogensen, barnsfaðir og morðingi Freyju.

Safna fyrir börn og fjölskyldu Freyju
Söfnun er hafin til styrktar fjölskyldu og börnum Freyju Egilsdóttur Mogensen sem var myrt í bænum Malling á Jótlandi í byrjun febrúar. Ung börn hennar tvö eru í öruggum höndum hjá fjölskyldumeðlimum í Danmörku að sögn dönsku lögreglunnar.

Kannast ekki við að hafa fengið boð um aðstoð frá Íslandi
Lögreglan á Austur-Jótlandi kannast ekki við að hafa fengið boð frá íslensku lögreglunni um aðstoð í tengslum við rannsóknina á morði Freyju Egilsdóttur Mogensen. Það sé þó ekki útilokað að óskað verði eftir aðstoð íslensku lögreglunnar á seinni stigum málsins.

„Kæra Freyja. Ég þekkti þig ekki. Bara örlög þín“
Freyja Egilsdóttir Mogensen var lífsglöð, hjálpsöm, brosmild og góð vinkona að sögn skólasystkina hennar og vina. Íbúar í Malling héldu minningarathöfn við kirkjuna í bænum í dag en frá því upp úr hádegi og fram eftir kvöldi var stöðugur straumur fólks sem lagði leið sína að kirkjunni.

Freyja hafi vitað af fyrri dómi sem maðurinn hlaut fyrir morð
Boðað hefur verið til minningarathafnar í Malling á Austur-Jótlandi sídegis í dag, til minningar um Freyju Egilsdóttur Mogensen, sem var myrt í síðustu viku. Nákomin vinkona Freyju segir í samtali við Ekstra Bladet að Freyja hafi vitað að eiginmaður hennar, sem hún hafði slitið samvistum við, hafi áður hlotið dóm fyrir morð.

Hefðu aldrei trúað að þetta gæti gerst í sínum litla heimabæ
Rannsókn dönsku lögreglunnar á morðinu á Freyju Egilsdóttur miðar vel að sögn yfirmanns í lögreglunni. Börn Freyju séu komin í skjól. En í heimabæ Freyju og barnanna í Malling á Jótlandi, rétt um sautján kílómetrum suður af Árósum, ríkir sorg. Það er enda ekki eitthvað sem íbúar eru vanir, að svo hrottalegt morð sé framið í þeirra næsta nágrenni.

Segir börn Freyju í öruggum höndum hjá ættingjum
Freyja Egilsdóttir og fyrrverandi sambýlismaður hennar, sem hefur játað á sig morðið, áttu saman tvö ung börn.

Morðingi Freyju stakk hina barnsmóður sína átján sinnum
51 árs karlmaður sem hefur játað að hafa banað Freyju Egilsdóttur Mogensen í bænum Malling í Árósum var árið 1996 dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir morðið á barnsmóður sinni. Þau höfðu þá skilið að skiptum.

Harmi slegið samstarfsfólk Freyju fær áfallahjálp
Anni Andersen forstöðukona þjónustukjarnans Stenslundcentret í Odder, þar sem Freyja Egilsdóttir vann, kallaði nánasta samstarfsfólk Freyju til fundar í hádeginu í dag til að veita því stuðning og sálræna aðstoð. Tveir sálfræðingar voru kallaðir til.

Maðurinn sem myrti Freyju áður verið dæmdur fyrir morð
Karlmaðurinn sem játað hefur að hafa myrt Freyju Egilsdóttur í Malling á Jótlandi hefur áður verið dæmdur fyrir morð. Árið 1996 hlaut hann dóm fyrir morðið á annarri barnsmóður sinni, en sonur þeirra var þá tveggja ára gamall.

„Hún var vinsæl og vinamörg, við erum í algjöru áfalli“
Vinir Freyju Egilsdóttur sem fannst látin á heimili sínu í nótt segja mikla sorg ríkja í Malling þar sem hún bjó. Þeir tóku þátt í leit að henni í gær, ásamt fjölmennu lögregluliði. Kerti og blóm hafa streymt að heimili hennar í dag.

Rannsaka bakgrunn og eðli sambands Freyju og hins grunaða
Eftir að grunur vaknaði um að fyrrverandi sambýlismaður og eiginmaður Freyju Egilsdóttur væri sekur um manndráp hefur meginþungi rannsóknar Lögreglunnar á Jótlandi falist í að kortleggja bakgrunn hins grunaða og í því að finna mögulegt tilefni drápsins.

Játar að hafa myrt konuna
Fyrrverandi sambýlismaður íslensku konunnar sem fannst myrt á Jótlandi hefur játað að hafa orðið henni að bana.

Grunaður um að hafa banað íslenskri konu í Danmörku
Íslensk kona sem lögregla í Danmörku lýsti eftir í gær hefur fundist látin. Fyrrverandi sambýlismaður hennar, sem er 51 árs, er í haldi lögreglu og grunaður um að hafa orðið henni að bana.