Pandóruskjölin

Forseti Síle ákærður fyrir embættisbrot eftir uppljóstranir Pandóruskjalanna
Neðri deild síleska þingsins kærði Sebastián Piñera forseta fyrir embættisbrot á þriðjudag. Forsetinn er sakaður um frændhygli sem kom fram í Pandóruskjölunum svonefndu. Ólíklegt er að efri deild þingsins samþykki að svipta Piñera embætti.

Íslendingar í Pandóruskjölunum: Icelandair, vatnsverksmiðja, aðstoðarforstjóri Kviku og hýsing nýnasistaáróðurs
Vatnsverksmiðja í Þorlákshöfn, flugvélaviðskipti Icelandair á Tortóla, aðstoðarforstjóri Kviku og hýsing nýnasistaáróðurs er meðal þess sem kemur við sögu í Pandóruskjölunum.

Auðjöfrar festa kaup á dýrum fasteignum í gegnum aflandsfélög
Pandóraskjölin halda áfram að leiða ýmislegt í ljós sem ekki lá fyrir áður, en um er að ræða milljónir skjala frá aflandseyjum víðsvegar um heiminn.

Guardiola í Pandóruskjölunum sökum bankareiknings í Andorra
Stærsti fjármálagagnaleki allra tíma afhjúpar leynileg auðæfi og fjármálagerninga margs valdamesta fólks heimsins. Þar á meðal er Pep Guardiola, þjálfari enska knattspyrnufélagsins Manchester City.

Vill að blaðamennirnir láti allt flakka
Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, er mótfallinn þeirri aðferðafræði aðstandenda Pandora-skjalanna svokölluðu að birta ekki öll gögn lekans eins og þau leggja sig. Í staðinn fær almenningur upplýsingarnar í smáskömmtum í ólíkum fjölmiðlum, eftir því sem þeir vinna úr þeim.

Boða rannsóknir vegna Pandóruskjalanna
Yfirvöld í að minnsta kosti átta löndum víða um heim hafa tilkynnt að þau muni koma til með hefja rannsókn vegna upplýsinga í Pandóruskjölunum svokölluðu sem birt voru í gær.

Pandóruskjölin afhjúpa auðæfi þjóðarleiðtoga
Stærsti fjármálagagnaleki allra tíma afhjúpar leynileg auðæfi og fjármálagerninga margs valdamesta fólks heimsins. Þar á meðal Tonys Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, og konungs Jórdaníu.