Barnaheimilið á Hjalteyri Hjalteyrarbörnin fá 410 milljónir Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að 410 milljónum króna verði ráðstafað til uppgjörs sanngirnisbóta vegna Hjalteyrarmálsins. Innlent 12.9.2023 14:06 Frumvarp til laga um bætur til Hjalteyrarbarna í gátt Dómsmálaráðherra hefur lagt fram í Samráðsgátt drög að frumvarpi til laga um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á vistheimilinu á Hjalteyri í Arnarneshreppi. Innlent 28.12.2022 16:46 Telja Hjalteyrarhjón hafa byrlað börnum ólyfjan í Garðabæ Starfsmaður Hjalteyrarhjónanna sem ráku leikskóla í Garðabæ lýsir tveimur atvikum árið 2007 þar sem þau hafi beitt börn ofbeldi. Þá telja foreldri og einstaklingur sem var hjá þeim í vistun að börnunum þar hafi verið byrlað ólyfjan svo þau svæfu, jafnvel allan daginn. Innlent 10.5.2022 20:00 Léttir að yfirvöld viðurkenni að brotið var á þeim Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að greiða fólki sem dvaldi á barnaheimili á Hjalteyri á síðustu öld sanngirnisbætur. Nú þegar liggi fyrir nægar sannanir um að þau hafi verið beitt þar gríðarlegu ranglæti. Maður sem dvaldi á Hjalteyri ásamt systkinum sínum segist klökkur, léttir sé að stjórnvöld hafi ákveðið að hlusta. Innlent 26.4.2022 19:00 Hjalteyrarbörnin fá greiddar sanngirnisbætur frá ríkinu Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að greiða fólki sem dvaldist á barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar sanngirnisbætur. Fram hefur komið að hjón sem höfðu umsjón með börnunum beittu þau gríðarlegu andlegu og líkamlegu ofbeldi. Þá verður skipuð rannsóknarnefnd um Vöggustofuna í Reykjavík. Innlent 26.4.2022 13:00 Berghildur Erla, Sunna Karen og Kompás tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Umfjallanir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um barnaheimilið á Hjalteyri, lífslokameðferðir af hálfu læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og undirheima Íslands þar sem lýst er baráttu við skatt- og bótasvik eru allar tilnefndar til blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands í ár. Innlent 25.3.2022 08:55 Biskup harmar Hjalteyrarmálið Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, gerði ofbeldi gagnvart börnum á Hjalteyri að umtalsefni í jólaávarpi sínu í hátíðarmessu í Langholtskirkju í dag. Innlent 25.12.2021 19:38 Hjalteyrarmálið: Reiknar með að starfshópurinn skili af sér í janúar Vigdís Häsler Sveinsdóttir, formaður nýskipaðs starfshóps um Hjalteyrarmálið, reiknar með að hópurinn geti lokið sinni vinnu undir lok næsta mánaðar. Innlent 7.12.2021 21:11 Mun stýra starfshópi um barnaheimilið á Hjalteyri Jón Gunnarsson innanríkisráðherra hefur skipað þriggja manna starfshóp undir forystu Vigdísar Häsler Sveinsdóttur lögfræðings til að afla nauðsynlegra gagna og upplýsinga um starfsemi heimilisins á Hjalteyri. Innlent 7.12.2021 11:10 Daglegar pyntingar á Hjalteyri og enginn vildi hlusta Enn og aftur stígur fram maður sem segist hafa verið beittur hræðilegum pyntingum af hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar. Hann hefur í áranna rás reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá hjónin rannsökuð en segist aldrei hafa fengið áheyrn. Innlent 5.12.2021 20:30 Tóku barn úr vistun vegna grunsamlegrar hegðunar Hjalteyrarhjónanna: Létu Garðabæ vita Garðabær fékk ítrekað ábendingar og eða kvartanir vegna hjóna sem önnuðust fjölda barna í bænum að sögn foreldra sem voru með barn í leikskóla hjá þeim. Foreldrarnir segjast hafa ákveðið að taka barnið sitt úr skólanum vegna grunsamlegrar hegðunar þeirra. Hjónin sem hafa verið ásökuð um ofbeldi og pyntingar gagnvart börnum störfuðu í 17 ár í Garðabæ. Maður sem var hjá þeim á Hjalteyri segist hafa reynt að láta Garðabæ og önnur yfirvöld vita af ofbeldinu sem þau beittu þar. Innlent 5.12.2021 18:30 Skipar starfshóp til að rannsaka Hjalteyrarmálið Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ætlar að skipa starfshóp til að fara yfir málefni barnaheimilisins á Hjalteyri strax eftir helgi. Innlent 4.12.2021 14:56 Tíu haft samband vegna Hjalteyrarhjónanna: Gættu að minnsta kosti 170 barna í Garðabæ Hjónin sem sökuð hafa verið um alvarlegt ofbeldi gagnvart börnum á Hjalteyri á síðustu öld að minnsta kosti á annað hundrað barna í Garðabæ á sautján ára tímabili á þessari öld. Tíu einstaklingar hafa þegar óskað eftir upplýsingum eða samtölum vegna starfa hjónanna í bænum. Innlent 3.12.2021 19:00 Vilja heyra frá þeim sem voru hjá Hjalteyrarhjónunum í Garðabæ Garðarbær óskar eftir því að fá að heyra frá foreldrum eða börnum sem voru í leikskóla eða daggæslu hjá Einari og Beverly Gíslason í Garðabæ í þágu úttektar á störfum þeirra í Garðabæ. Innlent 1.12.2021 15:41 Dómsmálaráðherra setur greinargerð um Hjalteyrarmálið í forgang Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hyggst setja greinargerð um Hjalteyrarmálið í forgang. Farin verði sú leið að vinna greinargerð um málið, enda hafi lagastoð skort fyrir rannsókn á málinu. Innlent 25.11.2021 19:57 Forsætis- og dómsmálaráðuneyti vinna greinargerð um Hjalteyrarmálið Forsætisráðherra og dómsmálaráðherra hafa tekið ákvörðun um að greinargerð verði unnin um það hvort og þá hvernig hægt verði að rannsaka mál þeirra barna sem vistuð voru á Hjalteyri á áttunda áratugi síðustu aldar. Innlent 24.11.2021 16:19 Skýrist væntanlega í dag hvernig stjórnvöld hyggjast rannsaka Hjalteyrarmálið Forsætisráðuneytið og dómsmálaráðuneytið vinna saman að því með hvaða hætti stjórnvöld geta komið að rannsókn á starfsemi vist-og meðferðarheimila þar sem grunur er um að börn hafi orðið fyrir ofbeldi. Það skýrist væntanlega í dag hver niðurstaðan verður. Innlent 24.11.2021 12:10 Hafi verið látin dúsa í viku í kaldri kolakompu og hýdd með belti Kona sem var sem barn neydd til að dvelja á barnaheimilinu á Hjalteyri segir að hún hafi dögum saman og ítrekað verið lokuð inni, án matar og drykkjar, í kaldri kolakompu. Hún hafi verið misnotuð og beitt harkalegu líkamlegu ofbeldi. Innlent 23.11.2021 19:31 „Full ástæða til að fara yfir málefni Hjalteyrarheimilisins“ Forsætisráðherra bendir á að athugasemdir hafi verið gerðar nokkrum sinnum gegnum tíðina við Hjalteyrarheimilið án þess að hjónin þar hafi verið stöðvuð. Hún telur fulla ástæðu til að rannsaka heimilið eftir það sem nú er komið fram. Það sé þó dómsmálaráðuneytið sem ákveði að taka upp slíka rannsókn. Innlent 23.11.2021 15:32 Telur rétt að endurvekja vistheimilisnefnd vegna ásakana um illa meðferð á börnum Umsjónamaður sanngirnisbóta segir að nýjar ásakanir um illa meðferð barna á vistheimilum komi sífellt fram og því rétt að endurvekja störf vistheimilinefndar. Málin hafi ekki verið kláruð á sínum tíma. Hann hefur áránna rás fengið kvartanir um Hjalteyrarheimilið. Innlent 23.11.2021 13:00 Vill láta rannsaka málefni Hjalteyrarheimilisins Bæjarstjóri Akureyrar telur að rannsaka eigi málefni barnaheimilisins á Hjalteyri eftir að fólk sem þar dvaldi sem börn hefur stigið fram. Þar lýsir fólkið hræðilegu kynferðislegu,líkamlegu og andlegu ofbeldi sem það varð fyrir. Innlent 22.11.2021 21:30 Barnaverndarráð Íslands sópaði kvörtunum út af borðinu Fyrrverandi félagsmálastjóri Akureyrar segir Barnaverndarráð Íslands ekki hafa tekið kvartanir sínar um barnaheimilið á Hjalteyri alvarlega. Málinu hafi verið sópað út af borðinu. Hefði hann vitað af kynferðislega ofbeldinu sem nú hefur verið greint frá hefði málið alltaf verið kært til lögreglu. Innlent 22.11.2021 18:40 Garðabær mun rannsaka dagheimili hjónanna frá Hjalteyri Bæjarstjóri Garðabæjar segir að starfsemi hjóna, sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratugnum, við barnagæslu í Garðabæ verði rannsökuð. Bærinn taki frásagnir um ofbeldi af hálfu hjónanna mjög alvarlega og starfsemi þeirra verði rannsökuð af viðeigandi aðilum. Innlent 22.11.2021 15:23 „Þetta var hreinasta helvíti“ Maður sem sætti miklu ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar segir stórundarlegt að hjónin hafi áfram fengið leyfi til að gæta barna í Garðabæ. Foreldrar barna sem voru með börn sín í vistun hjá þeim eru ósáttir við að Garðarbær hafi ekki stöðvað hjónin. Innlent 22.11.2021 13:01 Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu. Innlent 21.11.2021 19:56
Hjalteyrarbörnin fá 410 milljónir Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að 410 milljónum króna verði ráðstafað til uppgjörs sanngirnisbóta vegna Hjalteyrarmálsins. Innlent 12.9.2023 14:06
Frumvarp til laga um bætur til Hjalteyrarbarna í gátt Dómsmálaráðherra hefur lagt fram í Samráðsgátt drög að frumvarpi til laga um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á vistheimilinu á Hjalteyri í Arnarneshreppi. Innlent 28.12.2022 16:46
Telja Hjalteyrarhjón hafa byrlað börnum ólyfjan í Garðabæ Starfsmaður Hjalteyrarhjónanna sem ráku leikskóla í Garðabæ lýsir tveimur atvikum árið 2007 þar sem þau hafi beitt börn ofbeldi. Þá telja foreldri og einstaklingur sem var hjá þeim í vistun að börnunum þar hafi verið byrlað ólyfjan svo þau svæfu, jafnvel allan daginn. Innlent 10.5.2022 20:00
Léttir að yfirvöld viðurkenni að brotið var á þeim Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að greiða fólki sem dvaldi á barnaheimili á Hjalteyri á síðustu öld sanngirnisbætur. Nú þegar liggi fyrir nægar sannanir um að þau hafi verið beitt þar gríðarlegu ranglæti. Maður sem dvaldi á Hjalteyri ásamt systkinum sínum segist klökkur, léttir sé að stjórnvöld hafi ákveðið að hlusta. Innlent 26.4.2022 19:00
Hjalteyrarbörnin fá greiddar sanngirnisbætur frá ríkinu Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að greiða fólki sem dvaldist á barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar sanngirnisbætur. Fram hefur komið að hjón sem höfðu umsjón með börnunum beittu þau gríðarlegu andlegu og líkamlegu ofbeldi. Þá verður skipuð rannsóknarnefnd um Vöggustofuna í Reykjavík. Innlent 26.4.2022 13:00
Berghildur Erla, Sunna Karen og Kompás tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Umfjallanir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um barnaheimilið á Hjalteyri, lífslokameðferðir af hálfu læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og undirheima Íslands þar sem lýst er baráttu við skatt- og bótasvik eru allar tilnefndar til blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands í ár. Innlent 25.3.2022 08:55
Biskup harmar Hjalteyrarmálið Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, gerði ofbeldi gagnvart börnum á Hjalteyri að umtalsefni í jólaávarpi sínu í hátíðarmessu í Langholtskirkju í dag. Innlent 25.12.2021 19:38
Hjalteyrarmálið: Reiknar með að starfshópurinn skili af sér í janúar Vigdís Häsler Sveinsdóttir, formaður nýskipaðs starfshóps um Hjalteyrarmálið, reiknar með að hópurinn geti lokið sinni vinnu undir lok næsta mánaðar. Innlent 7.12.2021 21:11
Mun stýra starfshópi um barnaheimilið á Hjalteyri Jón Gunnarsson innanríkisráðherra hefur skipað þriggja manna starfshóp undir forystu Vigdísar Häsler Sveinsdóttur lögfræðings til að afla nauðsynlegra gagna og upplýsinga um starfsemi heimilisins á Hjalteyri. Innlent 7.12.2021 11:10
Daglegar pyntingar á Hjalteyri og enginn vildi hlusta Enn og aftur stígur fram maður sem segist hafa verið beittur hræðilegum pyntingum af hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar. Hann hefur í áranna rás reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá hjónin rannsökuð en segist aldrei hafa fengið áheyrn. Innlent 5.12.2021 20:30
Tóku barn úr vistun vegna grunsamlegrar hegðunar Hjalteyrarhjónanna: Létu Garðabæ vita Garðabær fékk ítrekað ábendingar og eða kvartanir vegna hjóna sem önnuðust fjölda barna í bænum að sögn foreldra sem voru með barn í leikskóla hjá þeim. Foreldrarnir segjast hafa ákveðið að taka barnið sitt úr skólanum vegna grunsamlegrar hegðunar þeirra. Hjónin sem hafa verið ásökuð um ofbeldi og pyntingar gagnvart börnum störfuðu í 17 ár í Garðabæ. Maður sem var hjá þeim á Hjalteyri segist hafa reynt að láta Garðabæ og önnur yfirvöld vita af ofbeldinu sem þau beittu þar. Innlent 5.12.2021 18:30
Skipar starfshóp til að rannsaka Hjalteyrarmálið Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ætlar að skipa starfshóp til að fara yfir málefni barnaheimilisins á Hjalteyri strax eftir helgi. Innlent 4.12.2021 14:56
Tíu haft samband vegna Hjalteyrarhjónanna: Gættu að minnsta kosti 170 barna í Garðabæ Hjónin sem sökuð hafa verið um alvarlegt ofbeldi gagnvart börnum á Hjalteyri á síðustu öld að minnsta kosti á annað hundrað barna í Garðabæ á sautján ára tímabili á þessari öld. Tíu einstaklingar hafa þegar óskað eftir upplýsingum eða samtölum vegna starfa hjónanna í bænum. Innlent 3.12.2021 19:00
Vilja heyra frá þeim sem voru hjá Hjalteyrarhjónunum í Garðabæ Garðarbær óskar eftir því að fá að heyra frá foreldrum eða börnum sem voru í leikskóla eða daggæslu hjá Einari og Beverly Gíslason í Garðabæ í þágu úttektar á störfum þeirra í Garðabæ. Innlent 1.12.2021 15:41
Dómsmálaráðherra setur greinargerð um Hjalteyrarmálið í forgang Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hyggst setja greinargerð um Hjalteyrarmálið í forgang. Farin verði sú leið að vinna greinargerð um málið, enda hafi lagastoð skort fyrir rannsókn á málinu. Innlent 25.11.2021 19:57
Forsætis- og dómsmálaráðuneyti vinna greinargerð um Hjalteyrarmálið Forsætisráðherra og dómsmálaráðherra hafa tekið ákvörðun um að greinargerð verði unnin um það hvort og þá hvernig hægt verði að rannsaka mál þeirra barna sem vistuð voru á Hjalteyri á áttunda áratugi síðustu aldar. Innlent 24.11.2021 16:19
Skýrist væntanlega í dag hvernig stjórnvöld hyggjast rannsaka Hjalteyrarmálið Forsætisráðuneytið og dómsmálaráðuneytið vinna saman að því með hvaða hætti stjórnvöld geta komið að rannsókn á starfsemi vist-og meðferðarheimila þar sem grunur er um að börn hafi orðið fyrir ofbeldi. Það skýrist væntanlega í dag hver niðurstaðan verður. Innlent 24.11.2021 12:10
Hafi verið látin dúsa í viku í kaldri kolakompu og hýdd með belti Kona sem var sem barn neydd til að dvelja á barnaheimilinu á Hjalteyri segir að hún hafi dögum saman og ítrekað verið lokuð inni, án matar og drykkjar, í kaldri kolakompu. Hún hafi verið misnotuð og beitt harkalegu líkamlegu ofbeldi. Innlent 23.11.2021 19:31
„Full ástæða til að fara yfir málefni Hjalteyrarheimilisins“ Forsætisráðherra bendir á að athugasemdir hafi verið gerðar nokkrum sinnum gegnum tíðina við Hjalteyrarheimilið án þess að hjónin þar hafi verið stöðvuð. Hún telur fulla ástæðu til að rannsaka heimilið eftir það sem nú er komið fram. Það sé þó dómsmálaráðuneytið sem ákveði að taka upp slíka rannsókn. Innlent 23.11.2021 15:32
Telur rétt að endurvekja vistheimilisnefnd vegna ásakana um illa meðferð á börnum Umsjónamaður sanngirnisbóta segir að nýjar ásakanir um illa meðferð barna á vistheimilum komi sífellt fram og því rétt að endurvekja störf vistheimilinefndar. Málin hafi ekki verið kláruð á sínum tíma. Hann hefur áránna rás fengið kvartanir um Hjalteyrarheimilið. Innlent 23.11.2021 13:00
Vill láta rannsaka málefni Hjalteyrarheimilisins Bæjarstjóri Akureyrar telur að rannsaka eigi málefni barnaheimilisins á Hjalteyri eftir að fólk sem þar dvaldi sem börn hefur stigið fram. Þar lýsir fólkið hræðilegu kynferðislegu,líkamlegu og andlegu ofbeldi sem það varð fyrir. Innlent 22.11.2021 21:30
Barnaverndarráð Íslands sópaði kvörtunum út af borðinu Fyrrverandi félagsmálastjóri Akureyrar segir Barnaverndarráð Íslands ekki hafa tekið kvartanir sínar um barnaheimilið á Hjalteyri alvarlega. Málinu hafi verið sópað út af borðinu. Hefði hann vitað af kynferðislega ofbeldinu sem nú hefur verið greint frá hefði málið alltaf verið kært til lögreglu. Innlent 22.11.2021 18:40
Garðabær mun rannsaka dagheimili hjónanna frá Hjalteyri Bæjarstjóri Garðabæjar segir að starfsemi hjóna, sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratugnum, við barnagæslu í Garðabæ verði rannsökuð. Bærinn taki frásagnir um ofbeldi af hálfu hjónanna mjög alvarlega og starfsemi þeirra verði rannsökuð af viðeigandi aðilum. Innlent 22.11.2021 15:23
„Þetta var hreinasta helvíti“ Maður sem sætti miklu ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar segir stórundarlegt að hjónin hafi áfram fengið leyfi til að gæta barna í Garðabæ. Foreldrar barna sem voru með börn sín í vistun hjá þeim eru ósáttir við að Garðarbær hafi ekki stöðvað hjónin. Innlent 22.11.2021 13:01
Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu. Innlent 21.11.2021 19:56
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent