Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. nóvember 2021 19:56 Þau Jón Hlífar Guðfinnusson, Valgerður Jóhannesdóttir og Steinar Immanúel Sörensson lýsa hræðilegri vist sinni og annarra barna á barnaheimilinu á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar. Þar kemur kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum við sögu. Vísir/Arnar Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu. Á Hjalteyri var rekið barnaheimili í Richardshúsi á árunum 1972-79. Heimilið var í umsjá hjónanna Einars og Beverly Gíslason og alls dvöldu áttatíu börn hjá þeim í lengri eða skemmri tíma. Börnin voru yfirleitt send þangað af barnaverndarnefndum á landinu, vegna afar krefjandi heimilisaðstæðna eða veikinda foreldra. Þá kom líka fyrir að börn væru send þangað vegna hegðunarvanda. En svo virðist sem mörg barnanna hafi farið úr öskunni í eldinn. Richardshús á Hjalteyri stendur afskekkt í þorpinu. Húsið var byggt af Kveldúlfi árið 1937 þegar mikill uppgangur var áHjalteyri á Síldarárunum. Þegar síldin fór lenti húsið í fanginu á Landsbankanum sem lánið hjónunum Einari og Beverly húsið undir barnastarfið á árunum 1972-1978.Vísir/Minjasafnið á Akureyri Fimm martraðarár Jón Hlífar Guðfinnuson var sendur á heimilið ásamt þremur systkinum sínum árið 1972. Þetta voru þau Margrét níu ára, Ágúst fjögurra ára, Jón Hlífar tveggja ára og Steinar sex mánaða. Barnaverndarnefnd Akureyrar kom þeim þar fyrir eftir að móðir þeirra var lögð inn á spítala vegna alvarlegs geðsjúkdóms. Faðir barnanna var ekki til staðar. Margrét og Jón Hlífar nokkru áður en þau voru send á barnaheimilið á Hjalteyri.Vísir Margrét og Ágúst létust langt fyrir aldur fram. Jón Hlífar og Steinar vilja hins vegar vekja athygli á því harðræði sem þrjú elstu systkinin þurftu að búa við þau fimm ár sem þau bjuggu hjá hjónunum á Hjalteyri. Steinar sá yngsti var hálft ár á heimilinu. Kynfæri í kjaftinum Jón Hlífar minnist hrikalegs kynferðisofbeldis af hálfu Einars. Atvikið hafi átt sér stað inn á salerni. „Ekkert barn á að hafa upplifað það að hafa fengið eitthvað svona kynfæri karlmanns upp í kjaftinn á sér. Það er ein mynd sem ég er með. Ég man eftir lykt og öllu. Þetta gerðist inn á baði,“ segir Jón Hlífar en greinilegt er að það er gríðarlega erfitt fyrir hann að rifja atvikið upp. Valgerður Jóhannesdóttir dvaldi á heimili hjónanna sumarlangt árið 1977 þegar hún var tólf ára gömul. Afi og amma Valgerðar voru Hvítasunnufólk og eftir að hún lýsti yfir áhuga að fara í sveit fékk hún að fara þangað. Valgerður var með Margréti sem þá var 14 ára, systur Jóns í herbergi þetta sumar. Fjallað var um málið og rætt við þau Jón Hlífar , Valgerði og Steinar Immanúel í fréttaauka Kvöldfrétta stöðvar 2 í kvöld: Grét með ekka „Þegar við fórum að sofa á kvöldin lágum við alltaf hlið við hlið. Ég held að Margrét hafi verið að vernda mig, að ég yrði ekki tekin. Einar sótti hana á hverju kvöldi. Ég píndi mig til að vaka eftir henni og þegar henni var svo loksins hent aftur inn í herbergi grét hún svo mikið að hún var með ekka. Ég vissi að það var verið að gera eitthvað ljótt við hana ég var tólf ára og ég vissi að það var mjög slæmt,“ segir Valgerður. Steinar Immanúel Sörensson ræddi stundum við Margréti systur sína um dvölina á heimilinu eftir að þau urðu fullorðin „Það var rosalega átakanlegt fyrir hana að rifja þetta upp. Ég veit hún varð þarna fyrir ofbeldi, ég veit hún varð fyrir kynferðisofbeldi, það sama átti við um bræður mína,“ segir Steinar. Steinar segir að systir sín hafi líka sagt sér að aðbúnaður hans á heimilinu hafi verið afar slæmur. Steinar segist hafa verið fárveikur á heimilinu frá hálfs árs aldri til eins árs. Hann hafi verið látinn liggja í rúminu og gráta tímunum saman.Vísir „Henni var bannað að hugga mig þó ég væri þarna fárveikur allan tímann. Ég átti bara að liggja og gráta þangað til ég þagnað. Hún sagði að það hefði verið rosalega sárt að horfa upp á það aftur og aftur,“ segir Steinar. Hér er skapað heimili Í grein sem birtist í Íslendingi Ísafold árið 1972 er viðtal við hjónin Einar og Beverly undir fyrirsögninni. Hér er skapað heimili. Þar lýsir Einar því að Landsbankinn hafi lánað þeim Beverly húsið undir barnastarf um sumarið og þar hafi dvalið börn á aldrinum 6-12 ára. Í greininni segir Einar enn fremur frá því að ef leyfi fáist frá menntamálaráðuneytinu og nauðsynleg samvinna skapist við bæjarfélög ætli þau hjón að halda starfinu áfram. Vísir/Timartit.is Starfið var kallað kristilegt í opinberum gögnum og var það sem kallað var „Köllunarstarf“. Fjármunir til reksturs þessa heimilis voru ekki alltaf miklir en engu að síður var það rekið í um 9 ár. Þeir sem muna eftir þessum rekstri nefna að Einar hafi oft þurft að treysta á Guð sinn og sagt þá „Guð borgar“. Aftur birtist grein í Íslendingi árið 1974 um starf þeirra hjóna í Richardshúsi. Þar kemur fram að um 50 börn hafi dvalist þar á rúmum tveimur árum en mest geti 16 börn verið í einu. Fram kemur að kostnaður við mat og fæði sé að mestu leyti greiddur frá heimabæjum barnanna. Í greininni lýsir Einar því hve dásamlegt það er að hjálpa hrjáðu barni og sjá hvernig það opnar sig eins og sumarblóm við bættar aðstæður. „Vorum kölluð börn djöfulsins þarna“ En aðstæður barnanna voru hins vegar allt aðrar en Einar lýsir í þessari grein. Margrét, sú elsta af systkinunum sem sagt var frá í upphafi, var í fimm ár á Hjalteyri. Hún lést langt fyrir aldur fram en í dagbók lýsir hún reynslu sinni af dvölinni sem í fyrstu vakti von um betra líf: Dagbók sem Margrét skrifaði um dvölina hjá hjónum.Vísir Ég var svo þreytt og svo brotin eftir öll ósköpin. En þetta var síður en svo byrjunin á betra lífi. Þetta var byrjunin á martröð sem að ég þurfti að fara í gegnum vakandi með öll skynfærin í lagi. Martröð sem átti eftir að standa í fimm ár. Lengstu fimm ár ævi minnar sem ég vil helst geta þurrkað út en get ekki. Strax við morgunverðarborðið byrjuðu þau að tala um að við ættum að biðja Jesú um að frelsa okkur frá öllum okkar syndum. Svo kom lýsing á hvað myndi gerast ef ég myndi ekki gera það, þá myndi ég brenna í helvíti. Svo lýstu þau helvíti með miklum og stórum lýsingarorðum. Segir Margrét m.a. í dagbókafærslunni. Valgerður Jóhannesdóttir segir að þó að reynsla hennar hafi ekki verið svona skelfileg hafi hún verið slæm. Valgerður Jóhannesdóttir segir að þó að reynsla hennar hafi ekki verið svona skelfileg af dvölinni þá hafi hún verið slæm.Vísir/Arnar „Mér leið mjög illa þarna. Um leið og ég kom leið mér mjög illa. Ég persónulega lenti þó ekki í ofbeldi nema ég var kannski lamin í hendurnar. Mér var refsað þannig ef ég var eitthvað að gera þá þurfti ég að fara að sofa klukkan sex og fékk ekki kvöldmat. Mátti ekki koma út úr herberginu. En ég horfði upp á ofbeldi. Hjónin sendur t.d. Margréti alltaf í sturtu með strákunum. Þegar ég spurði af hverju svaraði Einar að Jesú vildi það. Hún mátti aldrei leika við okkur, hún þurfti alltaf að vera í fullri vinnu, henni var bara þrælað út,“ segir Valgerður. Steinar heldur áfram að rifja upp hvað systir hans sagði honum. „Magga náttúrulega sagði mér það að hún hefði lent í misnotkun þarna. Andlegri líkamlegri og kynferðislegri. Við vorum til dæmis kölluð börn djöfulsins þarna. Þegar ættingjar ætluðu að heimsækja okkur var þeim bara snúið við í hliðinu og þetta hef ég beint frá ættingjum mínum,“ segir Steinar. Margrét var í fimm ár á heimilinu frá níu ára aldri til fjórtán ára aldurs. Hér er hún á unglingsaldri.Vísir Jón Hlífar segir að hjónin hafi reynt að stía þeim systkinum í sundur frá fyrsta degi. „Við vorum ekkert eins og systkini við máttum það ekkert. Systir mín mátti aldrei koma með mér eða hugga mig ef ég var eitthvað veikur eða eitthvað. „Ég var alltaf hræddur þarna. Ég var bara hræddur við allt, að segja eitthvað vitlaust, gera eitthvað vitlaust og ég gerði örugglega mikið af því. Og þegar það gerðist þá var maður bara dreginn inn á bað og þau skrúbbuðu tennurnar með sápu. Jón Hlífar Guðfinnusson var beittur gríðarlegu harðræði á barnaheimilinu á Hjalteyri.Vísir/Arnar Maður var bara dreginn á eyranu frá matarborðinu eða fyrir framan alla og inn á klósett og þar var maður skrúbbaður. Þetta gerðist oft. Það var verið að hreinsa mann. Við vorum bara syndug. Og ég veit ekki hvað við eigum að hafa gert. Svo maður var alltaf skíthræddur. Eftir refsingar var maður sendur beint í herbergið og þurfti að dúsa þar klukkutímum saman eða þar til maður sofnaði,“ segir Jón Hlífar. Þurftu að setja hendurnar í sjóðandi heitt vatn Fleiri viðmælendur sem ekki vilja koma fram undir nafni lýsa líka skelfilegum matmálstímum. Einn sem er örvhentur segir hjónin hafa bundið hönd hans fyrir aftan bak á matmálstímum því það að vera örvhentur kæmi frá hinu illa. Annar segir að ef hendur þeirra voru ekki nógu hreinar á matmálstímum hafi hjónin komið með brennandi vatn í skál og látið börnin setja hendurnar ofan í í langan tíma. Valgerður segist alltaf hafa verið svöng. „Þú fékkst ekki nóg að borða og fórst ekki saddur frá borði þannig að krakkarnir áttu til að fara á nóttunni til að stela sér eitthvað að borða. Og ég man eftir einu tilfelli þar sem að Einar sat á endanum eins og þau gerðu og þá spyr hann og segist vilja vita hver stal þessu eggi. Og það vildi enginn viðurkenna það því honum hefði verið refsað mikið sko,“ segir hún. Stóðu í biðröð eftir því að verða rassskellt Og hjónin notuðu hugmyndarflugið þegar þau fundu upp á refsingum. Ein refsingin fólst til að mynda í vist í litlu rými sem krakkarnir kölluðu búrið en þá voru þau látin dúsa í litlu lokuðu rými tímunum saman ef þau gerðu eitthvað sem hjónunum mislíkaði. „Mér fannst ég alltaf vera í biðröð fyrir framan skrifstofuna. Sem var uppi á efri hæðinni. Og þá fórum við inn þar og þá áttum við að girða niður um okkur og leggjast yfir hnéð á honum. Þá fór hann með einhverja ræðu og svo var maður rassskelltur. Þetta var ótrúlega niðurlægjandi. En hann lét alltaf vita að þetta væri mikið verra fyrir hann en okkur,“ segir Jón Hlífar. Þau segja að allir hafi farið snemma í háttinn á Hjalteyri og börnin veið neydd til að drekka svefnmeðal. „Ég man að við fengum alltaf mixtúru á kvöldin en það var ekki mixtúra það var eitthvað sem gerði okkur rólegri“ segir Valgerður. Fleiri lentu í Einari „Okkur var gefin svona mixtúra á kvöldin. Ég veit ekki hvort það var alltaf eða að allir fengu hana en ég veit að ég fékk hana. Svo man maður yfirleitt ekkert meira. Ég held að maður hafi bara fengið róandi þarna þ.e. börnin ég giska á það. Og besti vinur bróður míns man líka eftir þessu . Það var einhvern veginn bara slökkt á okkur. Og ég vaknaði stundum upp í hjónarúminu þeirra, þá var ég tekinn og rekinn til fóta og ég hugsaði hvar er ég. Ég man svona atriði,“ segir Jón Hlífar. Jón Hlífar segir að hann hafi leitað til Drekaslóðar árið 2012 vegna kynferðislega ofbeldisins sem hann segist hafa orðið fyrir á heimilinu og verið tjáð að fleiri væru þar í meðferð í sömu erindagjörðum. Allir þeir sem fréttastofa hefur rætt við um veruna lýsa því að foreldrar hafi ekki fengið að koma í heimsókn eða heimsóknir verið afar takmarkaðar. Þá stóðu hjónin yfir börnunum þegar þau hringdu í foreldra sína og lásum bréfin áður en þau voru send heim. Ættingjar og yfirvöld gera athugasemdir Einn viðmælandi fréttastofu sem vill ekki koma fram undir nafni segir að afi sinn hafi eitt sinn ætlað að heimsækja sig en verið meinað að koma upp að húsinu. Hann hafi þurft að standa við hlið við húsið og hinum megin hafi afastrákurinn verið niðurlútur og ekki mælt orð frá vörum af ótta við hjónin. Í framhaldinu hafði afinn samband við lögregluna í Reykjavík og ráðherra. Þetta var 1977 og sama ár er fundur haldinn í barnaverndarnefnd Akureyrar þar sem Jón Björnsson, félagsmálastjóri bæjarins, viðrar áhyggjur af orðrómi um að ekki sé allt með felldu á Hjalteyri. Í fundargerð kemur fram að þar gildi óæskilegar reglur, óæskilegum aðferðum sé beitt til að kúga börnin til hlýðni og að trúarlegar hugmyndir í uppeldi barnanna séu ekki heppilegar, Þá fæ félagsmálastjórinn samþykki barnaverndarinnar til að senda skýrslu sína um heimilið til Barnaverndarráðs Íslands svo málið verði kannað frekar. Í greinargerð Jóns kemur eftirfarandi fram: …frá því undirritaður hóf störf hjá Akureyrarbæ hefur honum endurtekið borist kvittur um að aðbúnaður barnanna á Hjalteyri væri ekki sem skyldi. …börnin eru þar þrúguð og bæld jafnvel haldin eins konar þrælsótta. Þrátt fyrir orðróm um að ekki væri allt með felldu á Hjalteyri gerðist lítið. Hjónin héldu áfram umsjón með börnum fram á 21. öldlina. Fleira kemur fram …Einar Gíslason stóð afdráttarlaust og alfarið á ýmsum mjög ströngum reglum. Við máltíð sem undirritaður tók þátt í, sátu öll börnin þögul við borðið og fóru í hvarvetna eftir hinum bestu borðsiðum. …Slík fyrirmyndarhegðun er alla jafnan jákvæð en hugleiða verður hvernig henni er komið á. Jón gerir athugasemd við að ættingjar fái ekki að hitta börnin. …algjört slit á samskiptum og tengslum barnanna við heimili sín þann tíma er þau dvelja á Hjalteyri. Bann við heimsóknum barnanna til foreldranna, ekki einu sinni um jól. …þá segja börnin bréf sín lesin áður en þau eru send. …aðrar reglur takmarka mjög samskipti barnanna við umhverfi sitt. Þá er börnunum ekki heimilað að hlusta á útvarp (sjónvarp) eftir eigin vali. Þá hafa þau getið refsinga sem felist í líkamlegri hirtingu, innilokun og því að takmarkaður sé við þau matur hlýti þau ekki boðum og bönnum, segir Jón Björnsson m.a. í sinni greinargerð. Barnaverndarnefnd Arnarneshrepps vottar starfsemina Þessa skýrslu félagsmálastjórans fékk Barnaverndarráð Íslands með beiðni um að hlutlaus aðili kanni málið. En því var ekki fylgt eftir heldur var barnaverndarnefndinni í hreppnum falið að rannsaka málið. Í niðurstöðu sinni lýsa nefndarmenn yfir undrun sinni á ásökunum Einars á hendur hjónunum. Barnaverndarnefnd Arnarneshrepps lýsir undrun sinni á efni greinargerðarinnar sem ber í ýmsu ekki saman við það sem við teljum okkur best vita. Sumar upplýsingar greinarhöfundar um reglur þær sem settar hafa verið á heimilinu virðast stangast á við frásögn hjónanna sjálfra. Ummælum um óeðlilegar refsingar gagnvart brotum svo sem innilokun að takmarkaður sé við þau matur vísa þau hjónin á bug sem ósönnum og líkamlegri hirtingu sé ekki beitt nema mjög óverulega og þá aðeins sem örþrifaráðum. Við teljum að hjónin í Richardshúsi hafi af alúð og kostgæfni annast þau börn er þau hafa fóstrað og lítum starf þeirra mjög mikilvægt og alls góðs maklegt. Undir greinargerðina skrifar svo Þórhallur Höskuldsson sem var prestur í sókninni og í barnaverndarnefndinni. Jón Björnsson félagsmálastjóri sendir svarbréf til Barnaverndarráðs og gagnrýnir að málið hafi ekki verið kannað til hlítar eða eins og kemur fram í eftirfarnadi texta. Barnaverndarnefndin mælir í mót ýmsu, sem fram kom í fyrri skýrslu minni um Hjalteyrarheimilið, en af því virðist án þess að hafa kannað málið á annan veg en með því að ræða við Einar Gíslason. Í stað þess að hreinsa heimilið af ásökunum þeim, sem fram koma eða þá staðfesta þær, lýsir nefndin æ ofan í æ skoðunum sínum og endurtekur svör Einars. Undirritaður getur ekki litið á það sem jákvæðan árangur að það sofni ókannað. Barnaverndarráð Íslands sendir Ólaf Skúlason Næst er Ólafur Skúlason, síðar biskup, sendur til Hjalteyrar af hálfu Barnaverndarráðs Íslands til að kanna aðstæður sem hann ritar svo greinargerð um. Ólafur Skúlason, fyrrverandi biskup Íslands kannaði aðstæður barnanna á Hjalteyri. Hann ræddi við hjónin og sagði vandann hafa magnast úr öllu hlutfalli við raunveruleikann. Í úttekt Ólafs kemur eftirfarandi fram: Heimilið á Hjalteyri er örugglega að vinna bæði þarft og merkt starf. Ég efa það ekki að ýmislegt mætti betur fara. Tal Einars um reglur og annað þess háttar er meira í orði en á borði. Mín skoðun er sú að vandamálin hafi magnast úr öllu hlutfalli við raunveruleikann. Það varð að samkomulagi, áður en ég kvaddi að séra Þórhallur og Einar Gengju á fund Jóns Björnssonar og leituðust við í bróðerni að finna lausn þeirrar deilu sem þegar hefur valdið allt of miklum leiðindum og sárindum, Þessar vottanir á starfseminni höfðu þó ekki tilætluð áhrif. Barnaverndarnefndir hættu að senda börn á Hjalteyrarheimilið eða tóku þau þaðan og starfseminni þar var því sjálfhætt árið 1979. Í millitíðinni hafði íbúi í þorpinu gert Félagsmálayfirvöldum og fleiri viðvart um að ekki væri allt með felldu á Hjalteyrarheimilinu. Eva Hauks lýsir því í pistli hvernig mamma hennar lét vita af því eftir að stelpa sem hún hitti í skólanum af heimilinu hafi brotnaði saman og lýst vinnuhörku þar og hvernig, þau voru stundum slegin. Hjónin stofna dagheimili og leikskóla í Garðabæ Það sem fréttist svo næst af þeim hjónum er að þau séu starfandi dagforeldrar í Garðabæ árið 2003 og árið 2006 opna þau Montessori-leikskóla fyrir 2-6 ára börn og lét Garðabær þeim í té hentugt húsnæði. Í viðtali segir Einar að þar sem þau hjónin séu barnlaus njóti þau þess að vera með börnum og ala þau upp. Börnin eru svo orðin þrjátíu hjá þeim Einari og Beverly í ágúst 2007 á aldrinum 15 mánaða til sex ára samkvæmt grein í Morgunblaðinu. Við vorum óneitanlega búin að ganga með þennan draum lengi í maganum og óneitanlega kostaði þetta kjark og þor komin á þennan aldur, segja hjónin í einni greininni. Þau Einar og Beverly ráku skólann til ársins 2008 en Einar lést árið 2015. Beverly lést fjórum árum síðar. Hafa ítrekað reynt að ná eyrum yfirvalda Breiðavíkurmálið og aukin umræða um illa meðferð á börnum á vistheimilum ríkisins varð til þess að Steinar reyndi ítrekað að fá hið opinbera til að rannsaka heimilið á Hjalteyri. En án árangurs. Hann segist hafa sent bréf og tölvupóst á flest ráðuneyti sem fara með málefni barna, allt frá árinu 2007. Steinar Immanúel Sörensson langar bara að fá fram á yfirborðið að þarna hafi verið farið illa með þau sem börn.Vísir/Arnar „ Mig langar svo bara að heyra það að þarna hafi verið farið illa með okkur sem börn bara í raun og veru fá það fram á yfirborðið. Ég er búinn að vera að berjast fyrir því í mörg ár. Einu sinni fékk ég viðbrögð frá Ásmundi Friðrikssyni þingmanni það var eftir að ég sendi tölvupóst á alla í velferðarnefnd. Hann var sá eini sem svaraði og sagði að það ættu allir að sitja við sama borð og þetta þyrfti að skoða. Það eru komin 15 ár sem ég hef verið að reyna að fá svör og ég upplifi alltaf að ég sé að labba á vegg það er enginn að hlusta á mig. Það er enginn sem vill einu sinni taka sig til og skoða málið og það er rosalega sárt,“ segir Steinar. Jón Hlífar bróðir hans reyndi að ná eyrum yfirvalda með því að kæra þau Einar og Beverly árið 2012 og sagði frá hluta af reynslu sinni í DV ásamt öðrum manni. „Þá kom ég til Íslands hafði átt heima í Svíþjóð og þá fékk ég að heyra það að þau hjón væru enn þá með starfandi barnaheimili. Það tók mig 2-3 klukkutíma þá fór ég í maníu. Og svo fór ég bara til Ríkislögreglustjóra. Hann sendi mig niður á Hverfisgötu þar sem að ég kærði hjónin fyrir andlega, líkamlega og kynferðislega nauðgun á mér sem barni. Ég var með lögfræðing en fékk aldrei nein svör. Það var bara sagt við mig eftir á að það væri búið að skamma þau, ég fékk klapp á öxlina. Síðan bara ekkert meir, búið,“ segir Jón Hlífar. Jón Hlífar sagði frá reynslu sinni frá Hjalteyrardvölinni í DV 2012 ásamt öðrum manni Þá kærði hann hjónin. Það hreyfði hins vegar ekki við yfirvöldum.Vísir/Timartit.is Í viðtalinu í segir Einar Gíslason að það hafi verið ráðist á þau hjónin með alls konar svívirðingum. Það hafi verið rekið ofan í fólk aftur. Ásakanir á hendur þeim séu fráleitar með öllu. Steinar segist hafa reynt að ná eyrum vistheimilisnefndar sem mat mögulega bótaskyldu í málum sem hún hafði rannsakað, auk þess sem fram komu tillögur um fyrirkomulag á bótagreiðslum. Svo voru sett sérstök lög um sanngirnisbætur árið 2010. Þar var sett það skilyrði að heimili hefðu verið rannsökuð af vistheimilisnefnd svo fólk fengi sanngirnisbætur. Barnaheimilið á Hjalteyri var hins vegar aldrei rannsakað. Er ekki komið nóg af níðingshætti gagnvart börnum? „Mér er persónulega skítsama um bætur. Ég vil fá viðurkenningu á því að það var farið illa með okkur. Í einhverjum tilfellum hefur mér dottið í hug að það sé verið að reyna að fela eitthvað. En ég hef ekkert fyrir mér í því,“ segir Steinar. Valgerður segir nauðsynlegt að rannsaka heimilið. „Ég er hissa á að það sé ekki búið að rannsaka þetta heimili en í hvert skipti sem er rannsakað þá hef ég alltaf hugsað um Hjalteyri. Af hverju er þetta ekki tekið því ég veit að þessir krakkar lentu illa í þessu. Þessir krakka þurfa að fá viðurkenningu og fyrirgefningu, peningar gera ekki allt en þessi krakkar ná sér ekki upp eftir þessa hræðilegu reynslu,“ segir Valgerður. Aðspurður um hvað Jóni Hlífari finnst um að heimilið hafi ekki verið rannsakað svara hann. „Mér finnst það bara rangt. Eins og mörg heimili og minni heimili sem fá ekki dagsljós. Auðvitað á að rannsaka þetta allt. Er ekki nóg komið að níðingshætti gagnvart börnum?“ spyr Jón Hlífar að lokum. Félagsmál Akureyri Alþingi Kynferðisofbeldi Vistheimili Barnaheimilið á Hjalteyri Hörgársveit Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Á Hjalteyri var rekið barnaheimili í Richardshúsi á árunum 1972-79. Heimilið var í umsjá hjónanna Einars og Beverly Gíslason og alls dvöldu áttatíu börn hjá þeim í lengri eða skemmri tíma. Börnin voru yfirleitt send þangað af barnaverndarnefndum á landinu, vegna afar krefjandi heimilisaðstæðna eða veikinda foreldra. Þá kom líka fyrir að börn væru send þangað vegna hegðunarvanda. En svo virðist sem mörg barnanna hafi farið úr öskunni í eldinn. Richardshús á Hjalteyri stendur afskekkt í þorpinu. Húsið var byggt af Kveldúlfi árið 1937 þegar mikill uppgangur var áHjalteyri á Síldarárunum. Þegar síldin fór lenti húsið í fanginu á Landsbankanum sem lánið hjónunum Einari og Beverly húsið undir barnastarfið á árunum 1972-1978.Vísir/Minjasafnið á Akureyri Fimm martraðarár Jón Hlífar Guðfinnuson var sendur á heimilið ásamt þremur systkinum sínum árið 1972. Þetta voru þau Margrét níu ára, Ágúst fjögurra ára, Jón Hlífar tveggja ára og Steinar sex mánaða. Barnaverndarnefnd Akureyrar kom þeim þar fyrir eftir að móðir þeirra var lögð inn á spítala vegna alvarlegs geðsjúkdóms. Faðir barnanna var ekki til staðar. Margrét og Jón Hlífar nokkru áður en þau voru send á barnaheimilið á Hjalteyri.Vísir Margrét og Ágúst létust langt fyrir aldur fram. Jón Hlífar og Steinar vilja hins vegar vekja athygli á því harðræði sem þrjú elstu systkinin þurftu að búa við þau fimm ár sem þau bjuggu hjá hjónunum á Hjalteyri. Steinar sá yngsti var hálft ár á heimilinu. Kynfæri í kjaftinum Jón Hlífar minnist hrikalegs kynferðisofbeldis af hálfu Einars. Atvikið hafi átt sér stað inn á salerni. „Ekkert barn á að hafa upplifað það að hafa fengið eitthvað svona kynfæri karlmanns upp í kjaftinn á sér. Það er ein mynd sem ég er með. Ég man eftir lykt og öllu. Þetta gerðist inn á baði,“ segir Jón Hlífar en greinilegt er að það er gríðarlega erfitt fyrir hann að rifja atvikið upp. Valgerður Jóhannesdóttir dvaldi á heimili hjónanna sumarlangt árið 1977 þegar hún var tólf ára gömul. Afi og amma Valgerðar voru Hvítasunnufólk og eftir að hún lýsti yfir áhuga að fara í sveit fékk hún að fara þangað. Valgerður var með Margréti sem þá var 14 ára, systur Jóns í herbergi þetta sumar. Fjallað var um málið og rætt við þau Jón Hlífar , Valgerði og Steinar Immanúel í fréttaauka Kvöldfrétta stöðvar 2 í kvöld: Grét með ekka „Þegar við fórum að sofa á kvöldin lágum við alltaf hlið við hlið. Ég held að Margrét hafi verið að vernda mig, að ég yrði ekki tekin. Einar sótti hana á hverju kvöldi. Ég píndi mig til að vaka eftir henni og þegar henni var svo loksins hent aftur inn í herbergi grét hún svo mikið að hún var með ekka. Ég vissi að það var verið að gera eitthvað ljótt við hana ég var tólf ára og ég vissi að það var mjög slæmt,“ segir Valgerður. Steinar Immanúel Sörensson ræddi stundum við Margréti systur sína um dvölina á heimilinu eftir að þau urðu fullorðin „Það var rosalega átakanlegt fyrir hana að rifja þetta upp. Ég veit hún varð þarna fyrir ofbeldi, ég veit hún varð fyrir kynferðisofbeldi, það sama átti við um bræður mína,“ segir Steinar. Steinar segir að systir sín hafi líka sagt sér að aðbúnaður hans á heimilinu hafi verið afar slæmur. Steinar segist hafa verið fárveikur á heimilinu frá hálfs árs aldri til eins árs. Hann hafi verið látinn liggja í rúminu og gráta tímunum saman.Vísir „Henni var bannað að hugga mig þó ég væri þarna fárveikur allan tímann. Ég átti bara að liggja og gráta þangað til ég þagnað. Hún sagði að það hefði verið rosalega sárt að horfa upp á það aftur og aftur,“ segir Steinar. Hér er skapað heimili Í grein sem birtist í Íslendingi Ísafold árið 1972 er viðtal við hjónin Einar og Beverly undir fyrirsögninni. Hér er skapað heimili. Þar lýsir Einar því að Landsbankinn hafi lánað þeim Beverly húsið undir barnastarf um sumarið og þar hafi dvalið börn á aldrinum 6-12 ára. Í greininni segir Einar enn fremur frá því að ef leyfi fáist frá menntamálaráðuneytinu og nauðsynleg samvinna skapist við bæjarfélög ætli þau hjón að halda starfinu áfram. Vísir/Timartit.is Starfið var kallað kristilegt í opinberum gögnum og var það sem kallað var „Köllunarstarf“. Fjármunir til reksturs þessa heimilis voru ekki alltaf miklir en engu að síður var það rekið í um 9 ár. Þeir sem muna eftir þessum rekstri nefna að Einar hafi oft þurft að treysta á Guð sinn og sagt þá „Guð borgar“. Aftur birtist grein í Íslendingi árið 1974 um starf þeirra hjóna í Richardshúsi. Þar kemur fram að um 50 börn hafi dvalist þar á rúmum tveimur árum en mest geti 16 börn verið í einu. Fram kemur að kostnaður við mat og fæði sé að mestu leyti greiddur frá heimabæjum barnanna. Í greininni lýsir Einar því hve dásamlegt það er að hjálpa hrjáðu barni og sjá hvernig það opnar sig eins og sumarblóm við bættar aðstæður. „Vorum kölluð börn djöfulsins þarna“ En aðstæður barnanna voru hins vegar allt aðrar en Einar lýsir í þessari grein. Margrét, sú elsta af systkinunum sem sagt var frá í upphafi, var í fimm ár á Hjalteyri. Hún lést langt fyrir aldur fram en í dagbók lýsir hún reynslu sinni af dvölinni sem í fyrstu vakti von um betra líf: Dagbók sem Margrét skrifaði um dvölina hjá hjónum.Vísir Ég var svo þreytt og svo brotin eftir öll ósköpin. En þetta var síður en svo byrjunin á betra lífi. Þetta var byrjunin á martröð sem að ég þurfti að fara í gegnum vakandi með öll skynfærin í lagi. Martröð sem átti eftir að standa í fimm ár. Lengstu fimm ár ævi minnar sem ég vil helst geta þurrkað út en get ekki. Strax við morgunverðarborðið byrjuðu þau að tala um að við ættum að biðja Jesú um að frelsa okkur frá öllum okkar syndum. Svo kom lýsing á hvað myndi gerast ef ég myndi ekki gera það, þá myndi ég brenna í helvíti. Svo lýstu þau helvíti með miklum og stórum lýsingarorðum. Segir Margrét m.a. í dagbókafærslunni. Valgerður Jóhannesdóttir segir að þó að reynsla hennar hafi ekki verið svona skelfileg hafi hún verið slæm. Valgerður Jóhannesdóttir segir að þó að reynsla hennar hafi ekki verið svona skelfileg af dvölinni þá hafi hún verið slæm.Vísir/Arnar „Mér leið mjög illa þarna. Um leið og ég kom leið mér mjög illa. Ég persónulega lenti þó ekki í ofbeldi nema ég var kannski lamin í hendurnar. Mér var refsað þannig ef ég var eitthvað að gera þá þurfti ég að fara að sofa klukkan sex og fékk ekki kvöldmat. Mátti ekki koma út úr herberginu. En ég horfði upp á ofbeldi. Hjónin sendur t.d. Margréti alltaf í sturtu með strákunum. Þegar ég spurði af hverju svaraði Einar að Jesú vildi það. Hún mátti aldrei leika við okkur, hún þurfti alltaf að vera í fullri vinnu, henni var bara þrælað út,“ segir Valgerður. Steinar heldur áfram að rifja upp hvað systir hans sagði honum. „Magga náttúrulega sagði mér það að hún hefði lent í misnotkun þarna. Andlegri líkamlegri og kynferðislegri. Við vorum til dæmis kölluð börn djöfulsins þarna. Þegar ættingjar ætluðu að heimsækja okkur var þeim bara snúið við í hliðinu og þetta hef ég beint frá ættingjum mínum,“ segir Steinar. Margrét var í fimm ár á heimilinu frá níu ára aldri til fjórtán ára aldurs. Hér er hún á unglingsaldri.Vísir Jón Hlífar segir að hjónin hafi reynt að stía þeim systkinum í sundur frá fyrsta degi. „Við vorum ekkert eins og systkini við máttum það ekkert. Systir mín mátti aldrei koma með mér eða hugga mig ef ég var eitthvað veikur eða eitthvað. „Ég var alltaf hræddur þarna. Ég var bara hræddur við allt, að segja eitthvað vitlaust, gera eitthvað vitlaust og ég gerði örugglega mikið af því. Og þegar það gerðist þá var maður bara dreginn inn á bað og þau skrúbbuðu tennurnar með sápu. Jón Hlífar Guðfinnusson var beittur gríðarlegu harðræði á barnaheimilinu á Hjalteyri.Vísir/Arnar Maður var bara dreginn á eyranu frá matarborðinu eða fyrir framan alla og inn á klósett og þar var maður skrúbbaður. Þetta gerðist oft. Það var verið að hreinsa mann. Við vorum bara syndug. Og ég veit ekki hvað við eigum að hafa gert. Svo maður var alltaf skíthræddur. Eftir refsingar var maður sendur beint í herbergið og þurfti að dúsa þar klukkutímum saman eða þar til maður sofnaði,“ segir Jón Hlífar. Þurftu að setja hendurnar í sjóðandi heitt vatn Fleiri viðmælendur sem ekki vilja koma fram undir nafni lýsa líka skelfilegum matmálstímum. Einn sem er örvhentur segir hjónin hafa bundið hönd hans fyrir aftan bak á matmálstímum því það að vera örvhentur kæmi frá hinu illa. Annar segir að ef hendur þeirra voru ekki nógu hreinar á matmálstímum hafi hjónin komið með brennandi vatn í skál og látið börnin setja hendurnar ofan í í langan tíma. Valgerður segist alltaf hafa verið svöng. „Þú fékkst ekki nóg að borða og fórst ekki saddur frá borði þannig að krakkarnir áttu til að fara á nóttunni til að stela sér eitthvað að borða. Og ég man eftir einu tilfelli þar sem að Einar sat á endanum eins og þau gerðu og þá spyr hann og segist vilja vita hver stal þessu eggi. Og það vildi enginn viðurkenna það því honum hefði verið refsað mikið sko,“ segir hún. Stóðu í biðröð eftir því að verða rassskellt Og hjónin notuðu hugmyndarflugið þegar þau fundu upp á refsingum. Ein refsingin fólst til að mynda í vist í litlu rými sem krakkarnir kölluðu búrið en þá voru þau látin dúsa í litlu lokuðu rými tímunum saman ef þau gerðu eitthvað sem hjónunum mislíkaði. „Mér fannst ég alltaf vera í biðröð fyrir framan skrifstofuna. Sem var uppi á efri hæðinni. Og þá fórum við inn þar og þá áttum við að girða niður um okkur og leggjast yfir hnéð á honum. Þá fór hann með einhverja ræðu og svo var maður rassskelltur. Þetta var ótrúlega niðurlægjandi. En hann lét alltaf vita að þetta væri mikið verra fyrir hann en okkur,“ segir Jón Hlífar. Þau segja að allir hafi farið snemma í háttinn á Hjalteyri og börnin veið neydd til að drekka svefnmeðal. „Ég man að við fengum alltaf mixtúru á kvöldin en það var ekki mixtúra það var eitthvað sem gerði okkur rólegri“ segir Valgerður. Fleiri lentu í Einari „Okkur var gefin svona mixtúra á kvöldin. Ég veit ekki hvort það var alltaf eða að allir fengu hana en ég veit að ég fékk hana. Svo man maður yfirleitt ekkert meira. Ég held að maður hafi bara fengið róandi þarna þ.e. börnin ég giska á það. Og besti vinur bróður míns man líka eftir þessu . Það var einhvern veginn bara slökkt á okkur. Og ég vaknaði stundum upp í hjónarúminu þeirra, þá var ég tekinn og rekinn til fóta og ég hugsaði hvar er ég. Ég man svona atriði,“ segir Jón Hlífar. Jón Hlífar segir að hann hafi leitað til Drekaslóðar árið 2012 vegna kynferðislega ofbeldisins sem hann segist hafa orðið fyrir á heimilinu og verið tjáð að fleiri væru þar í meðferð í sömu erindagjörðum. Allir þeir sem fréttastofa hefur rætt við um veruna lýsa því að foreldrar hafi ekki fengið að koma í heimsókn eða heimsóknir verið afar takmarkaðar. Þá stóðu hjónin yfir börnunum þegar þau hringdu í foreldra sína og lásum bréfin áður en þau voru send heim. Ættingjar og yfirvöld gera athugasemdir Einn viðmælandi fréttastofu sem vill ekki koma fram undir nafni segir að afi sinn hafi eitt sinn ætlað að heimsækja sig en verið meinað að koma upp að húsinu. Hann hafi þurft að standa við hlið við húsið og hinum megin hafi afastrákurinn verið niðurlútur og ekki mælt orð frá vörum af ótta við hjónin. Í framhaldinu hafði afinn samband við lögregluna í Reykjavík og ráðherra. Þetta var 1977 og sama ár er fundur haldinn í barnaverndarnefnd Akureyrar þar sem Jón Björnsson, félagsmálastjóri bæjarins, viðrar áhyggjur af orðrómi um að ekki sé allt með felldu á Hjalteyri. Í fundargerð kemur fram að þar gildi óæskilegar reglur, óæskilegum aðferðum sé beitt til að kúga börnin til hlýðni og að trúarlegar hugmyndir í uppeldi barnanna séu ekki heppilegar, Þá fæ félagsmálastjórinn samþykki barnaverndarinnar til að senda skýrslu sína um heimilið til Barnaverndarráðs Íslands svo málið verði kannað frekar. Í greinargerð Jóns kemur eftirfarandi fram: …frá því undirritaður hóf störf hjá Akureyrarbæ hefur honum endurtekið borist kvittur um að aðbúnaður barnanna á Hjalteyri væri ekki sem skyldi. …börnin eru þar þrúguð og bæld jafnvel haldin eins konar þrælsótta. Þrátt fyrir orðróm um að ekki væri allt með felldu á Hjalteyri gerðist lítið. Hjónin héldu áfram umsjón með börnum fram á 21. öldlina. Fleira kemur fram …Einar Gíslason stóð afdráttarlaust og alfarið á ýmsum mjög ströngum reglum. Við máltíð sem undirritaður tók þátt í, sátu öll börnin þögul við borðið og fóru í hvarvetna eftir hinum bestu borðsiðum. …Slík fyrirmyndarhegðun er alla jafnan jákvæð en hugleiða verður hvernig henni er komið á. Jón gerir athugasemd við að ættingjar fái ekki að hitta börnin. …algjört slit á samskiptum og tengslum barnanna við heimili sín þann tíma er þau dvelja á Hjalteyri. Bann við heimsóknum barnanna til foreldranna, ekki einu sinni um jól. …þá segja börnin bréf sín lesin áður en þau eru send. …aðrar reglur takmarka mjög samskipti barnanna við umhverfi sitt. Þá er börnunum ekki heimilað að hlusta á útvarp (sjónvarp) eftir eigin vali. Þá hafa þau getið refsinga sem felist í líkamlegri hirtingu, innilokun og því að takmarkaður sé við þau matur hlýti þau ekki boðum og bönnum, segir Jón Björnsson m.a. í sinni greinargerð. Barnaverndarnefnd Arnarneshrepps vottar starfsemina Þessa skýrslu félagsmálastjórans fékk Barnaverndarráð Íslands með beiðni um að hlutlaus aðili kanni málið. En því var ekki fylgt eftir heldur var barnaverndarnefndinni í hreppnum falið að rannsaka málið. Í niðurstöðu sinni lýsa nefndarmenn yfir undrun sinni á ásökunum Einars á hendur hjónunum. Barnaverndarnefnd Arnarneshrepps lýsir undrun sinni á efni greinargerðarinnar sem ber í ýmsu ekki saman við það sem við teljum okkur best vita. Sumar upplýsingar greinarhöfundar um reglur þær sem settar hafa verið á heimilinu virðast stangast á við frásögn hjónanna sjálfra. Ummælum um óeðlilegar refsingar gagnvart brotum svo sem innilokun að takmarkaður sé við þau matur vísa þau hjónin á bug sem ósönnum og líkamlegri hirtingu sé ekki beitt nema mjög óverulega og þá aðeins sem örþrifaráðum. Við teljum að hjónin í Richardshúsi hafi af alúð og kostgæfni annast þau börn er þau hafa fóstrað og lítum starf þeirra mjög mikilvægt og alls góðs maklegt. Undir greinargerðina skrifar svo Þórhallur Höskuldsson sem var prestur í sókninni og í barnaverndarnefndinni. Jón Björnsson félagsmálastjóri sendir svarbréf til Barnaverndarráðs og gagnrýnir að málið hafi ekki verið kannað til hlítar eða eins og kemur fram í eftirfarnadi texta. Barnaverndarnefndin mælir í mót ýmsu, sem fram kom í fyrri skýrslu minni um Hjalteyrarheimilið, en af því virðist án þess að hafa kannað málið á annan veg en með því að ræða við Einar Gíslason. Í stað þess að hreinsa heimilið af ásökunum þeim, sem fram koma eða þá staðfesta þær, lýsir nefndin æ ofan í æ skoðunum sínum og endurtekur svör Einars. Undirritaður getur ekki litið á það sem jákvæðan árangur að það sofni ókannað. Barnaverndarráð Íslands sendir Ólaf Skúlason Næst er Ólafur Skúlason, síðar biskup, sendur til Hjalteyrar af hálfu Barnaverndarráðs Íslands til að kanna aðstæður sem hann ritar svo greinargerð um. Ólafur Skúlason, fyrrverandi biskup Íslands kannaði aðstæður barnanna á Hjalteyri. Hann ræddi við hjónin og sagði vandann hafa magnast úr öllu hlutfalli við raunveruleikann. Í úttekt Ólafs kemur eftirfarandi fram: Heimilið á Hjalteyri er örugglega að vinna bæði þarft og merkt starf. Ég efa það ekki að ýmislegt mætti betur fara. Tal Einars um reglur og annað þess háttar er meira í orði en á borði. Mín skoðun er sú að vandamálin hafi magnast úr öllu hlutfalli við raunveruleikann. Það varð að samkomulagi, áður en ég kvaddi að séra Þórhallur og Einar Gengju á fund Jóns Björnssonar og leituðust við í bróðerni að finna lausn þeirrar deilu sem þegar hefur valdið allt of miklum leiðindum og sárindum, Þessar vottanir á starfseminni höfðu þó ekki tilætluð áhrif. Barnaverndarnefndir hættu að senda börn á Hjalteyrarheimilið eða tóku þau þaðan og starfseminni þar var því sjálfhætt árið 1979. Í millitíðinni hafði íbúi í þorpinu gert Félagsmálayfirvöldum og fleiri viðvart um að ekki væri allt með felldu á Hjalteyrarheimilinu. Eva Hauks lýsir því í pistli hvernig mamma hennar lét vita af því eftir að stelpa sem hún hitti í skólanum af heimilinu hafi brotnaði saman og lýst vinnuhörku þar og hvernig, þau voru stundum slegin. Hjónin stofna dagheimili og leikskóla í Garðabæ Það sem fréttist svo næst af þeim hjónum er að þau séu starfandi dagforeldrar í Garðabæ árið 2003 og árið 2006 opna þau Montessori-leikskóla fyrir 2-6 ára börn og lét Garðabær þeim í té hentugt húsnæði. Í viðtali segir Einar að þar sem þau hjónin séu barnlaus njóti þau þess að vera með börnum og ala þau upp. Börnin eru svo orðin þrjátíu hjá þeim Einari og Beverly í ágúst 2007 á aldrinum 15 mánaða til sex ára samkvæmt grein í Morgunblaðinu. Við vorum óneitanlega búin að ganga með þennan draum lengi í maganum og óneitanlega kostaði þetta kjark og þor komin á þennan aldur, segja hjónin í einni greininni. Þau Einar og Beverly ráku skólann til ársins 2008 en Einar lést árið 2015. Beverly lést fjórum árum síðar. Hafa ítrekað reynt að ná eyrum yfirvalda Breiðavíkurmálið og aukin umræða um illa meðferð á börnum á vistheimilum ríkisins varð til þess að Steinar reyndi ítrekað að fá hið opinbera til að rannsaka heimilið á Hjalteyri. En án árangurs. Hann segist hafa sent bréf og tölvupóst á flest ráðuneyti sem fara með málefni barna, allt frá árinu 2007. Steinar Immanúel Sörensson langar bara að fá fram á yfirborðið að þarna hafi verið farið illa með þau sem börn.Vísir/Arnar „ Mig langar svo bara að heyra það að þarna hafi verið farið illa með okkur sem börn bara í raun og veru fá það fram á yfirborðið. Ég er búinn að vera að berjast fyrir því í mörg ár. Einu sinni fékk ég viðbrögð frá Ásmundi Friðrikssyni þingmanni það var eftir að ég sendi tölvupóst á alla í velferðarnefnd. Hann var sá eini sem svaraði og sagði að það ættu allir að sitja við sama borð og þetta þyrfti að skoða. Það eru komin 15 ár sem ég hef verið að reyna að fá svör og ég upplifi alltaf að ég sé að labba á vegg það er enginn að hlusta á mig. Það er enginn sem vill einu sinni taka sig til og skoða málið og það er rosalega sárt,“ segir Steinar. Jón Hlífar bróðir hans reyndi að ná eyrum yfirvalda með því að kæra þau Einar og Beverly árið 2012 og sagði frá hluta af reynslu sinni í DV ásamt öðrum manni. „Þá kom ég til Íslands hafði átt heima í Svíþjóð og þá fékk ég að heyra það að þau hjón væru enn þá með starfandi barnaheimili. Það tók mig 2-3 klukkutíma þá fór ég í maníu. Og svo fór ég bara til Ríkislögreglustjóra. Hann sendi mig niður á Hverfisgötu þar sem að ég kærði hjónin fyrir andlega, líkamlega og kynferðislega nauðgun á mér sem barni. Ég var með lögfræðing en fékk aldrei nein svör. Það var bara sagt við mig eftir á að það væri búið að skamma þau, ég fékk klapp á öxlina. Síðan bara ekkert meir, búið,“ segir Jón Hlífar. Jón Hlífar sagði frá reynslu sinni frá Hjalteyrardvölinni í DV 2012 ásamt öðrum manni Þá kærði hann hjónin. Það hreyfði hins vegar ekki við yfirvöldum.Vísir/Timartit.is Í viðtalinu í segir Einar Gíslason að það hafi verið ráðist á þau hjónin með alls konar svívirðingum. Það hafi verið rekið ofan í fólk aftur. Ásakanir á hendur þeim séu fráleitar með öllu. Steinar segist hafa reynt að ná eyrum vistheimilisnefndar sem mat mögulega bótaskyldu í málum sem hún hafði rannsakað, auk þess sem fram komu tillögur um fyrirkomulag á bótagreiðslum. Svo voru sett sérstök lög um sanngirnisbætur árið 2010. Þar var sett það skilyrði að heimili hefðu verið rannsökuð af vistheimilisnefnd svo fólk fengi sanngirnisbætur. Barnaheimilið á Hjalteyri var hins vegar aldrei rannsakað. Er ekki komið nóg af níðingshætti gagnvart börnum? „Mér er persónulega skítsama um bætur. Ég vil fá viðurkenningu á því að það var farið illa með okkur. Í einhverjum tilfellum hefur mér dottið í hug að það sé verið að reyna að fela eitthvað. En ég hef ekkert fyrir mér í því,“ segir Steinar. Valgerður segir nauðsynlegt að rannsaka heimilið. „Ég er hissa á að það sé ekki búið að rannsaka þetta heimili en í hvert skipti sem er rannsakað þá hef ég alltaf hugsað um Hjalteyri. Af hverju er þetta ekki tekið því ég veit að þessir krakkar lentu illa í þessu. Þessir krakka þurfa að fá viðurkenningu og fyrirgefningu, peningar gera ekki allt en þessi krakkar ná sér ekki upp eftir þessa hræðilegu reynslu,“ segir Valgerður. Aðspurður um hvað Jóni Hlífari finnst um að heimilið hafi ekki verið rannsakað svara hann. „Mér finnst það bara rangt. Eins og mörg heimili og minni heimili sem fá ekki dagsljós. Auðvitað á að rannsaka þetta allt. Er ekki nóg komið að níðingshætti gagnvart börnum?“ spyr Jón Hlífar að lokum.
Barnaverndarnefnd Arnarneshrepps lýsir undrun sinni á efni greinargerðarinnar sem ber í ýmsu ekki saman við það sem við teljum okkur best vita. Sumar upplýsingar greinarhöfundar um reglur þær sem settar hafa verið á heimilinu virðast stangast á við frásögn hjónanna sjálfra. Ummælum um óeðlilegar refsingar gagnvart brotum svo sem innilokun að takmarkaður sé við þau matur vísa þau hjónin á bug sem ósönnum og líkamlegri hirtingu sé ekki beitt nema mjög óverulega og þá aðeins sem örþrifaráðum. Við teljum að hjónin í Richardshúsi hafi af alúð og kostgæfni annast þau börn er þau hafa fóstrað og lítum starf þeirra mjög mikilvægt og alls góðs maklegt.
Barnaverndarnefndin mælir í mót ýmsu, sem fram kom í fyrri skýrslu minni um Hjalteyrarheimilið, en af því virðist án þess að hafa kannað málið á annan veg en með því að ræða við Einar Gíslason. Í stað þess að hreinsa heimilið af ásökunum þeim, sem fram koma eða þá staðfesta þær, lýsir nefndin æ ofan í æ skoðunum sínum og endurtekur svör Einars. Undirritaður getur ekki litið á það sem jákvæðan árangur að það sofni ókannað.
Heimilið á Hjalteyri er örugglega að vinna bæði þarft og merkt starf. Ég efa það ekki að ýmislegt mætti betur fara. Tal Einars um reglur og annað þess háttar er meira í orði en á borði. Mín skoðun er sú að vandamálin hafi magnast úr öllu hlutfalli við raunveruleikann. Það varð að samkomulagi, áður en ég kvaddi að séra Þórhallur og Einar Gengju á fund Jóns Björnssonar og leituðust við í bróðerni að finna lausn þeirrar deilu sem þegar hefur valdið allt of miklum leiðindum og sárindum,
Félagsmál Akureyri Alþingi Kynferðisofbeldi Vistheimili Barnaheimilið á Hjalteyri Hörgársveit Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira