Þorsteinn Pálsson Leikreglukreppa Nýir þingmenn hafa síðustu daga átt á kost á að láta ljós sitt skína. Illugi Gunnarsson notaði tækifærið til þess að brýna iðnaðarráðherra á hugmyndum um breytt lagaumhverfi í orkubúskapnum. Þar má enn finna leifar gamallar ríkisforræðishyggju sem stríðir gegn nútímaviðhorfum. Fastir pennar 12.6.2007 17:27 Tilboð um réttlæti Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um verulegan samdrátt í þorskveiði er óneitanlega mikið áfall með margvíslegum áhrifum. Þau snerta bæði einstaklinga, fyrirtæki og þjóðarbúskapinn. Fastir pennar 5.6.2007 18:16 Þróun og ábyrgð Það er ósmátt áfall fyrir lítið byggðarlag þegar burðarás atvinnulífsins leggur upp laupana. Í húfi er ekki aðeins atvinna fjölda fólks. Eignir þess eru einnig í uppnámi. Lokun sjávarútvegsfyrirtækisins Kambs á Flateyri er að því leyti meiri tíðindi en önnur af svipuðum toga. Fastir pennar 22.5.2007 18:19 Traust Geirs Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstrihreyfingin grænt framboð eru sigurvegarar kosninganna. Segja má að í því séu fógin nokkuð þverstæðukennd skilaboð frá kjósendum. Kaldi veruleikinn er hins vegar sá að ríkisstjórnin hélt velli og stjórnarandstöðunni mistókst ætlunarverk sitt. Fastir pennar 13.5.2007 18:08 Mál málanna Óréttmætt er að halda því fram að umræður um menntastefnu og rannsóknir hafi með öllu verið skugga megin í kosningabaráttunni. Þær hafa eigi að síður verið minni en efni standa til. Hvers vegna þarf að ræða þessi viðfangsefni öðrum fremur? Fastir pennar 8.5.2007 09:25 Hlutverk forsetans Nú í aðdraganda alþingiskosninga hafa sést og heyrst bollaleggingar um hugsanleg áhrif forseta Íslands, ef til myndunar nýrrar ríkisstjórnar kemur að þeim loknum. Sú umræða hefur vakið upp það álitaefni hvort hætta geti verið á að forsetinn beiti sér fyrir niðurstöðu öndvert við lýðræðislegan vilja kjósenda. Fastir pennar 2.5.2007 22:22 Stjórnarsamstarf Utanríkisráðherra hefur í þessari viku með formlegum hætti staðfest pólitískar viljayfirlýsingar með ríkisstjórnum Noregs og Danmerkur um varnar- og öryggissamstarf á Norður-Atlantshafi á friðartímum. Þessar yfirlýsingar eru í fullu samræmi við þau áform sem ríkisstjórnin kynnti um aukið samstarf við þessar þjóðir og fleiri þegar varnarlið Bandaríkjanna fór. Fastir pennar 27.4.2007 19:17 Það er stórt orð Hákot í janúar árið 2005 birti Fréttablaðið forsíðufrásögn með þriggja dálka fyrirsögn. Þar var greint frá fréttatilkynningu Baugs um að skattayfirvöld hefðu endurálagt skatta á fyrirtækið. Endurálagningin nam 464 milljónum króna. Jafnframt var greint frá yfirlýsingu stjórnarformanns Baugs um að skjóta ákvörðuninni til yfirskattanefndar. Fastir pennar 24.4.2007 20:31 Hafnarfjarðaráhrifin Ótvírætt var skýr vilji til þess að hægja á ferðinni í þessum efnum. Nú hefur það verið gert. Það verkefni er frá. Menn þurfa einfaldlega ekki lengur að kjósa Vinstri grænt til þess að ná því fram. Þingkosningarnar snúast að sama skapi ekki þar um eins og áður stefndi í. Hafnfirðingar sáu um það. Fastir pennar 16.4.2007 22:08 Ólík sýn í nokkrum takti Formenn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar sáu Ísland í ólíku ljósi í opnunarræðum sínum á landsfundum flokkanna sem nú standa. Þrátt fyrir margs konar ágreining slóu þeir á ýmsa strengi í nokkrum takti um sum stór viðfangsefni sem við blasa. Fastir pennar 13.4.2007 16:43 Enginn Þrándur í Götu í dag komast formleg samskipti Færeyinga og Íslendinga á eins konar hástig. Opna á í Þórshöfn skrifstofu aðalræðismanns Íslands í Færeyjum. Að því leyti markar þessi dagur þau tímamót í færeyskri stjórnmálasögu að fyrsti útsendi erlendi sendierindrekinn sest nú þar að. Fastir pennar 30.3.2007 17:42 Þó ekki flórsköfur Sú var tíð að tollskráin mælti fyrir um sérstakan toll á skóflur en þó ekki flórsköfur. Á sama hátt voru skýr ákvæði um toll á nagla en þó ekki hóffjaðrir. Þetta þótti sjálfsagt og eðlilegt. Tollskráin var reyndar fleytifull af mismunandi gildismati sambærilegra hluta. Skattalögin voru sama marki brennd. Fastir pennar 24.3.2007 18:32 Hlutlaus niðurstaða Sú breyting á stjórnarskrá vegna náttúruauðlinda, sem ríkisstjórnin hefur nú kynnt, er að formi til dæmi um ámælisverð vinnubrögð. Efnislega sýnist hún hins vegar fela í sér hlutlausa niðurstöðu. Þar af leiðandi ætti hún ekki að vera tilefni mikils ágreinings. Fastir pennar 9.3.2007 17:36 Breiðara sjónarhorn Átökin um fiskveiðistjórnunina sem stóðu allan síðasta áratug liðinnar aldar voru einhver þau römmustu sem íslensk stjórnmálasaga geymir. Þau snerust vissulega um grundvallaratriði í pólitík. Að lokum sammæltust menn um að gera tilraun til að ná sáttum. Fastir pennar 7.3.2007 17:06 Einstaklingsfrelsi og löggæsla stundum er tíðarandinn þannig að stjórnmálamenn telja yfirborðsmennsku, upphrópanir og útúrsnúninga vera þá eiginleika sem best þjóni því markmiði að ná athygli kjósenda. Þessi hlið stjórnmálabaráttunnar er bæði gömul og ný. Að sama skapi er andóf gegn henni ævinlega jafngilt. Fastir pennar 6.3.2007 17:02 Endurtekur sagan sig? Stjórnmálaflokkarnir halda allir landsfundi eða flokksþing í aðdraganda kosninganna í vor. Framsóknarflokkurinn hefur átt í vök að verjast umfram aðra flokka undanfarin misseri. Í því ljósi má segja að flokksþingið nú hafi með ákveðnum hætti verið honum mikilvægara en öðrum flokkum. Fastir pennar 4.3.2007 01:21 Vinstri grænt sækir á Fram til þessa hefur mynd komandi kosningabaráttu um margt verið óskýr. Fleiri pólitísk spurningamerki hafa verið á lofti en oftast áður á sama tíma í aðdraganda kosninga. Fastir pennar 26.2.2007 01:19 Forsetalóðin Í athyglisverðu viðtali á Stöð 2 liðinn sunnudag tók forseti Íslands af skarið um sýn hans frá tröppum Bessastaða. Þar koma þrjú atriði einkum til skoðunar. Fastir pennar 20.2.2007 00:49 Líkur á stjórnfestu minnka Margt bendir til að flokkakerfið sé að taka verulegum breytingum. Í áratugi hafði Framsóknarflokkurinn þá lykilstöðu að geta að öðru jöfnu valið hvort myndaðar voru ríkisstjórnir til vinstri eða hægri. Nýsköpunin og Viðreisnin voru undantekningar þar frá. Nú sýnist Samfylkingin vera að taka þetta rými á vettvangi stjórnmálaátakanna. Fastir pennar 23.1.2007 17:38 Hvers vegna? Einhverra hluta vegna hafa stjórnarflokkarnir sammælst um að rjúfa þá sæmilegu sátt sem verið hefur um Ríkisútvarpið. Ríkisstjórnin hefur misboðið þeim sem vilja standa vörð um menningarlegt útvarp á vegum ríkisins. Um leið hefur hún gefið hinum langt nef sem vilja tryggja jafnræði á almennum markaði útvarpsstarfsemi. Fastir pennar 13.1.2007 23:55 „Himinbornar systur“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskólans, rituðu í gær undir samkomulag um menntun og rannsóknir. Það markar nýtt upphaf í þróun vísindarannsókna og háskólakennslu. Í því felst einnig veigamesta pólitíska ákvörðun kjörtímabilsins. Fastir pennar 11.1.2007 16:47 Eignarnámstvímæli Nýlega veittu samtök ungra sjálfstæðismanna rithöfundinum Andra Snæ Magnasyni frelsisskjöld Kjartans Gunnarssonar fyrir þá skuld að hafa beitt hugmyndafræði frjálshyggju í þágu náttúruverndar. Rétt er að stór hluti bókar verðlaunahafans, Draumalandið, á dýpri rætur í frjálslyndi en stjórnlyndi. Fastir pennar 9.1.2007 17:12 Kreppan með krónuna Landsmenn hafa nú heilsað nýju ári. Eitt viðfangsefni blasir við í upphafi þess sem ætla má að sé mikilvægara en flest önnur þegar til lengri tíma er litið. Það er kreppan með krónuna. Við þurfum bærilega stöðugan gjaldmiðil rétt eins og aðrar þjóðir. Krónan hefur ekki staðist þær kröfur sem rétt er að gera í þeim efnum. Fastir pennar 1.1.2007 21:45 „Hika ei við það mark sem vel er sett“ Það ár sem sem við dagslok hverfur í rás aldanna geymir eins og önnur sína sögu. Það hefur bæði verið tími framfara og margvíslegra breytinga. Sumt af því sem gerðist mun lifa og hafa áhrif langt fram á veg. Annað verður skammlíf minning eins og gerist og gengur. Fastir pennar 30.12.2006 18:36 Einkakostun opinberra verkefna Á undanförnum árum hefur einkakostun ýmiss konar opinberra verkefna rutt sér mjög til rúms. Það er eðlileg þróun og alþekkt með öðrum þjóðum. Engin ástæða er til að ætla að nokkur hlutur hafi gerst í þeim efnum sem ekki samrýmist góðum stjórnsýsluháttum. Fastir pennar 17.12.2006 15:45 Ábyrg afstaða Mála sannast er að gildi sjávarútvegs fyrir þjóðarbúskapinn er ekki það sama og áður. Eigi að síður skiptir hann enn sköpum og er bakbein allrar verðmætasköpunar í landinu. Alþjóðleg hagsmunagæsla á því sviði hefur í því ljósi engu minni þýðingu en fyrr. Fastir pennar 14.12.2006 15:18 Hvað svo? Í huga manna hefur Háskóli Íslands löngum tengst sjálfstæði og fullveldi landsins. Í byrjun síðustu aldar litu margir svo á að sýnileg menningarleg reisn væri forsenda þess að vænta mætti alþjóðlegrar viðurkenningar á stjórnskipulegum rétti fámennrar þjóðar sem gerði tilkall til að vera engum öðrum háð. Fastir pennar 11.12.2006 16:03 Lipurð eða þrákelkni Ef eitthvað er að marka málflutning stjórnarandstöðuflokkanna má ætla að þeir hafi endaskipti á þessari löggjöf fái þeir til þess styrk. Reynslan sýnir einnig að ýmis álitamál verður oft og einatt að útkljá fyrir dómstólum þegar málefnalegum sjónarmiðum er vikið til hliðar við þinglega meðferð. Fastir pennar 6.12.2006 13:47 Forgjöf samstarf núverandi ríkisstjórnarflokka í þrjú kjörtímabil hefur verið farsælt. Það hefur leitt til framfara og bættra lífskjara. Með nokkrum sanni má segja að fyrir utan átökin um náttúruvernd hafi aðeins stuðningur við Íraksstríðið og svo stríð ríkisstjórnarflokkanna sjálfra gegn frjálsum fjölmiðlum reynst þeim alvarlega mótdrægt á svo löngum tíma. Það er í raun ríkur árangur. Fastir pennar 2.12.2006 20:39 Raup eða alvara? Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins, greinir frá því í viðtali við þetta blað liðinn miðvikudag að hann hafi á þeim tíma er hann gegndi þessum embættum báðum talið meira en litlar líkur á að fulltrúar bandarísku leyniþjónustunnar CIA hefðu haft aðgang að sérstöku öryggisherbergi í utanríkisráðuneytinu til þess að stunda njósnir. Fastir pennar 30.11.2006 16:04 « ‹ 11 12 13 14 15 16 17 18 … 18 ›
Leikreglukreppa Nýir þingmenn hafa síðustu daga átt á kost á að láta ljós sitt skína. Illugi Gunnarsson notaði tækifærið til þess að brýna iðnaðarráðherra á hugmyndum um breytt lagaumhverfi í orkubúskapnum. Þar má enn finna leifar gamallar ríkisforræðishyggju sem stríðir gegn nútímaviðhorfum. Fastir pennar 12.6.2007 17:27
Tilboð um réttlæti Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um verulegan samdrátt í þorskveiði er óneitanlega mikið áfall með margvíslegum áhrifum. Þau snerta bæði einstaklinga, fyrirtæki og þjóðarbúskapinn. Fastir pennar 5.6.2007 18:16
Þróun og ábyrgð Það er ósmátt áfall fyrir lítið byggðarlag þegar burðarás atvinnulífsins leggur upp laupana. Í húfi er ekki aðeins atvinna fjölda fólks. Eignir þess eru einnig í uppnámi. Lokun sjávarútvegsfyrirtækisins Kambs á Flateyri er að því leyti meiri tíðindi en önnur af svipuðum toga. Fastir pennar 22.5.2007 18:19
Traust Geirs Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstrihreyfingin grænt framboð eru sigurvegarar kosninganna. Segja má að í því séu fógin nokkuð þverstæðukennd skilaboð frá kjósendum. Kaldi veruleikinn er hins vegar sá að ríkisstjórnin hélt velli og stjórnarandstöðunni mistókst ætlunarverk sitt. Fastir pennar 13.5.2007 18:08
Mál málanna Óréttmætt er að halda því fram að umræður um menntastefnu og rannsóknir hafi með öllu verið skugga megin í kosningabaráttunni. Þær hafa eigi að síður verið minni en efni standa til. Hvers vegna þarf að ræða þessi viðfangsefni öðrum fremur? Fastir pennar 8.5.2007 09:25
Hlutverk forsetans Nú í aðdraganda alþingiskosninga hafa sést og heyrst bollaleggingar um hugsanleg áhrif forseta Íslands, ef til myndunar nýrrar ríkisstjórnar kemur að þeim loknum. Sú umræða hefur vakið upp það álitaefni hvort hætta geti verið á að forsetinn beiti sér fyrir niðurstöðu öndvert við lýðræðislegan vilja kjósenda. Fastir pennar 2.5.2007 22:22
Stjórnarsamstarf Utanríkisráðherra hefur í þessari viku með formlegum hætti staðfest pólitískar viljayfirlýsingar með ríkisstjórnum Noregs og Danmerkur um varnar- og öryggissamstarf á Norður-Atlantshafi á friðartímum. Þessar yfirlýsingar eru í fullu samræmi við þau áform sem ríkisstjórnin kynnti um aukið samstarf við þessar þjóðir og fleiri þegar varnarlið Bandaríkjanna fór. Fastir pennar 27.4.2007 19:17
Það er stórt orð Hákot í janúar árið 2005 birti Fréttablaðið forsíðufrásögn með þriggja dálka fyrirsögn. Þar var greint frá fréttatilkynningu Baugs um að skattayfirvöld hefðu endurálagt skatta á fyrirtækið. Endurálagningin nam 464 milljónum króna. Jafnframt var greint frá yfirlýsingu stjórnarformanns Baugs um að skjóta ákvörðuninni til yfirskattanefndar. Fastir pennar 24.4.2007 20:31
Hafnarfjarðaráhrifin Ótvírætt var skýr vilji til þess að hægja á ferðinni í þessum efnum. Nú hefur það verið gert. Það verkefni er frá. Menn þurfa einfaldlega ekki lengur að kjósa Vinstri grænt til þess að ná því fram. Þingkosningarnar snúast að sama skapi ekki þar um eins og áður stefndi í. Hafnfirðingar sáu um það. Fastir pennar 16.4.2007 22:08
Ólík sýn í nokkrum takti Formenn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar sáu Ísland í ólíku ljósi í opnunarræðum sínum á landsfundum flokkanna sem nú standa. Þrátt fyrir margs konar ágreining slóu þeir á ýmsa strengi í nokkrum takti um sum stór viðfangsefni sem við blasa. Fastir pennar 13.4.2007 16:43
Enginn Þrándur í Götu í dag komast formleg samskipti Færeyinga og Íslendinga á eins konar hástig. Opna á í Þórshöfn skrifstofu aðalræðismanns Íslands í Færeyjum. Að því leyti markar þessi dagur þau tímamót í færeyskri stjórnmálasögu að fyrsti útsendi erlendi sendierindrekinn sest nú þar að. Fastir pennar 30.3.2007 17:42
Þó ekki flórsköfur Sú var tíð að tollskráin mælti fyrir um sérstakan toll á skóflur en þó ekki flórsköfur. Á sama hátt voru skýr ákvæði um toll á nagla en þó ekki hóffjaðrir. Þetta þótti sjálfsagt og eðlilegt. Tollskráin var reyndar fleytifull af mismunandi gildismati sambærilegra hluta. Skattalögin voru sama marki brennd. Fastir pennar 24.3.2007 18:32
Hlutlaus niðurstaða Sú breyting á stjórnarskrá vegna náttúruauðlinda, sem ríkisstjórnin hefur nú kynnt, er að formi til dæmi um ámælisverð vinnubrögð. Efnislega sýnist hún hins vegar fela í sér hlutlausa niðurstöðu. Þar af leiðandi ætti hún ekki að vera tilefni mikils ágreinings. Fastir pennar 9.3.2007 17:36
Breiðara sjónarhorn Átökin um fiskveiðistjórnunina sem stóðu allan síðasta áratug liðinnar aldar voru einhver þau römmustu sem íslensk stjórnmálasaga geymir. Þau snerust vissulega um grundvallaratriði í pólitík. Að lokum sammæltust menn um að gera tilraun til að ná sáttum. Fastir pennar 7.3.2007 17:06
Einstaklingsfrelsi og löggæsla stundum er tíðarandinn þannig að stjórnmálamenn telja yfirborðsmennsku, upphrópanir og útúrsnúninga vera þá eiginleika sem best þjóni því markmiði að ná athygli kjósenda. Þessi hlið stjórnmálabaráttunnar er bæði gömul og ný. Að sama skapi er andóf gegn henni ævinlega jafngilt. Fastir pennar 6.3.2007 17:02
Endurtekur sagan sig? Stjórnmálaflokkarnir halda allir landsfundi eða flokksþing í aðdraganda kosninganna í vor. Framsóknarflokkurinn hefur átt í vök að verjast umfram aðra flokka undanfarin misseri. Í því ljósi má segja að flokksþingið nú hafi með ákveðnum hætti verið honum mikilvægara en öðrum flokkum. Fastir pennar 4.3.2007 01:21
Vinstri grænt sækir á Fram til þessa hefur mynd komandi kosningabaráttu um margt verið óskýr. Fleiri pólitísk spurningamerki hafa verið á lofti en oftast áður á sama tíma í aðdraganda kosninga. Fastir pennar 26.2.2007 01:19
Forsetalóðin Í athyglisverðu viðtali á Stöð 2 liðinn sunnudag tók forseti Íslands af skarið um sýn hans frá tröppum Bessastaða. Þar koma þrjú atriði einkum til skoðunar. Fastir pennar 20.2.2007 00:49
Líkur á stjórnfestu minnka Margt bendir til að flokkakerfið sé að taka verulegum breytingum. Í áratugi hafði Framsóknarflokkurinn þá lykilstöðu að geta að öðru jöfnu valið hvort myndaðar voru ríkisstjórnir til vinstri eða hægri. Nýsköpunin og Viðreisnin voru undantekningar þar frá. Nú sýnist Samfylkingin vera að taka þetta rými á vettvangi stjórnmálaátakanna. Fastir pennar 23.1.2007 17:38
Hvers vegna? Einhverra hluta vegna hafa stjórnarflokkarnir sammælst um að rjúfa þá sæmilegu sátt sem verið hefur um Ríkisútvarpið. Ríkisstjórnin hefur misboðið þeim sem vilja standa vörð um menningarlegt útvarp á vegum ríkisins. Um leið hefur hún gefið hinum langt nef sem vilja tryggja jafnræði á almennum markaði útvarpsstarfsemi. Fastir pennar 13.1.2007 23:55
„Himinbornar systur“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskólans, rituðu í gær undir samkomulag um menntun og rannsóknir. Það markar nýtt upphaf í þróun vísindarannsókna og háskólakennslu. Í því felst einnig veigamesta pólitíska ákvörðun kjörtímabilsins. Fastir pennar 11.1.2007 16:47
Eignarnámstvímæli Nýlega veittu samtök ungra sjálfstæðismanna rithöfundinum Andra Snæ Magnasyni frelsisskjöld Kjartans Gunnarssonar fyrir þá skuld að hafa beitt hugmyndafræði frjálshyggju í þágu náttúruverndar. Rétt er að stór hluti bókar verðlaunahafans, Draumalandið, á dýpri rætur í frjálslyndi en stjórnlyndi. Fastir pennar 9.1.2007 17:12
Kreppan með krónuna Landsmenn hafa nú heilsað nýju ári. Eitt viðfangsefni blasir við í upphafi þess sem ætla má að sé mikilvægara en flest önnur þegar til lengri tíma er litið. Það er kreppan með krónuna. Við þurfum bærilega stöðugan gjaldmiðil rétt eins og aðrar þjóðir. Krónan hefur ekki staðist þær kröfur sem rétt er að gera í þeim efnum. Fastir pennar 1.1.2007 21:45
„Hika ei við það mark sem vel er sett“ Það ár sem sem við dagslok hverfur í rás aldanna geymir eins og önnur sína sögu. Það hefur bæði verið tími framfara og margvíslegra breytinga. Sumt af því sem gerðist mun lifa og hafa áhrif langt fram á veg. Annað verður skammlíf minning eins og gerist og gengur. Fastir pennar 30.12.2006 18:36
Einkakostun opinberra verkefna Á undanförnum árum hefur einkakostun ýmiss konar opinberra verkefna rutt sér mjög til rúms. Það er eðlileg þróun og alþekkt með öðrum þjóðum. Engin ástæða er til að ætla að nokkur hlutur hafi gerst í þeim efnum sem ekki samrýmist góðum stjórnsýsluháttum. Fastir pennar 17.12.2006 15:45
Ábyrg afstaða Mála sannast er að gildi sjávarútvegs fyrir þjóðarbúskapinn er ekki það sama og áður. Eigi að síður skiptir hann enn sköpum og er bakbein allrar verðmætasköpunar í landinu. Alþjóðleg hagsmunagæsla á því sviði hefur í því ljósi engu minni þýðingu en fyrr. Fastir pennar 14.12.2006 15:18
Hvað svo? Í huga manna hefur Háskóli Íslands löngum tengst sjálfstæði og fullveldi landsins. Í byrjun síðustu aldar litu margir svo á að sýnileg menningarleg reisn væri forsenda þess að vænta mætti alþjóðlegrar viðurkenningar á stjórnskipulegum rétti fámennrar þjóðar sem gerði tilkall til að vera engum öðrum háð. Fastir pennar 11.12.2006 16:03
Lipurð eða þrákelkni Ef eitthvað er að marka málflutning stjórnarandstöðuflokkanna má ætla að þeir hafi endaskipti á þessari löggjöf fái þeir til þess styrk. Reynslan sýnir einnig að ýmis álitamál verður oft og einatt að útkljá fyrir dómstólum þegar málefnalegum sjónarmiðum er vikið til hliðar við þinglega meðferð. Fastir pennar 6.12.2006 13:47
Forgjöf samstarf núverandi ríkisstjórnarflokka í þrjú kjörtímabil hefur verið farsælt. Það hefur leitt til framfara og bættra lífskjara. Með nokkrum sanni má segja að fyrir utan átökin um náttúruvernd hafi aðeins stuðningur við Íraksstríðið og svo stríð ríkisstjórnarflokkanna sjálfra gegn frjálsum fjölmiðlum reynst þeim alvarlega mótdrægt á svo löngum tíma. Það er í raun ríkur árangur. Fastir pennar 2.12.2006 20:39
Raup eða alvara? Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins, greinir frá því í viðtali við þetta blað liðinn miðvikudag að hann hafi á þeim tíma er hann gegndi þessum embættum báðum talið meira en litlar líkur á að fulltrúar bandarísku leyniþjónustunnar CIA hefðu haft aðgang að sérstöku öryggisherbergi í utanríkisráðuneytinu til þess að stunda njósnir. Fastir pennar 30.11.2006 16:04
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent