Íslandsbanki

Fréttamynd

Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eig­endur

Stjórn Íslandsbanka annars vegar og stjórn Arion banka hins vegar hafa báðar óskað eftir að hafnar verði samrunaviðræður við Kviku banka. Ritstjóri Innherja segir tilkynningarnar ekki koma á óvart en bæði séu kostir og gallar við báða samruna. Ekki er vitað hvort stjórn Kviku vilji eiga í samrunaviðræðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í út­boðinu

Ýmissa grasa kennir meðal þeirra sem keyptu hluti í Íslandsbanka fyrir tuttugu milljónir króna, hámarkið sem einstaklingar gátu keypt fyrir. Umsvifamiklir athafnamenn eru mest áberandi en þó eru nokkur óvænt nöfn inn á milli. Þar má til að mynda sjá plötusnúð, leikkonu, poppstjörnur og lækna. Þá virðast kaup í útboðinu hafa orðið að fjölskyldusporti hjá mörgum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sam­eining við Kviku banka mun taka langan tíma

Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital segir að Íslandsbanki sé líklegri en Arion banki að sameinast Kviku banka, einfaldlega vegna þess að Íslandsbanki býður betur.  Væntanleg sameining mun taka marga mánuði, líklega ár, segir Snorri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vísitölu­sjóðir Vangu­ard keyptu fyrir marga milljarða eftir út­boð Ís­lands­banka

Hlutabréfasjóðir í stýringu alþjóðlega vísitölurisans Vanguard stækkuðu verulega stöðu sína í Íslandsbanka á nokkrum dögum í liðinni viku fyrir samanlagt um fjóra milljarða króna að markaðsvirði. Eftir sölu ríkissjóðs á öllum hlutum sínum í bankanum þurftu sjóðirnir að bæta við sig bréfum á eftirmarkaði þannig að eignarhaldið væri í samræmi við þær vísitölur sem þeir fylgja.

Innherji
Fréttamynd

Kvika vin­sælasta stelpan á ballinu

Stjórn Íslandsbanka hefur óskað eftir því við stjórn Kviku banka að hafnar verði samrunaviðræður milli félaganna tveggja. Stjórn Arion banka óskaði eftir því í gær við stjórn Kviku að hafnar yrðu samrunaviðræður milli Arion og Kviku. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vextir lækka hjá Ís­lands­banka

Íslandsbanki hefur lækkað vexti á út- og innlánum og taka breytingarnar gildi þriðja júní næstkomandi. Ákvörðunin kemur í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans um 0,25 prósent 21. maí síðastliðinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Birta lista yfir kaup­endur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir

Fjármálaráðuneytið hefur birt lista yfir alla kaupendur í útboði á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrr í mánuðinum. Sjóðurinn Alpha hlutabréf var meðal þeirra sem mest keyptu í útboðinu, eða fyrir 192 milljónir króna. Alpha hlutabréf ef sérhæfður sjóður í stýringu Íslandssjóða, sem eru í eigu Íslandsbanka sjálfs. Mest keypti Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, fyrir milljarð króna. 1.529 einstaklingar keyptu fyrir tuttugu milljónir króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan styrktist að nýju með milljarða kaupum er­lendra sjóða í Ís­lands­banka

Þrátt fyrir að hafa farið sneypuför í hlutafjárútboði Íslandsbanka, þegar ljóst varð að nánast allur eftirstandandi hlutur ríkissjóðs var seldur til almennra fjárfesta hér á landi, þá hafa erlendir fjárfestar verið að kaupa bréf í bankanum á eftirmarkaði undanfarna daga fyrir jafnvirði marga milljarða króna. Kaupin hafa ýtt undir nokkra styrkingu á gengi krónunnar og líklegt að hún mun haldast á sterkum gildum verði framhald á áhuga erlendra fjárfesta á bréfum í bankanum.

Innherji
Fréttamynd

Metþát­taka al­mennings í út­boði Ís­lands­banka lyftir upp öllum markaðinum

Hlutabréfaverð flestra félaga í Kauphöllinni hefur rokið upp í morgun eftir að ljóst varð að tugir þúsunda almennra fjárfesta kaupa nánast allan 45 prósenta hlut ríkissjóðs Íslandsbanka, en væntingar standa til þess að veruleg þátttaka almennings í útboðinu muni í framhaldinu styðja við hlutabréfamarkaðinn. Eftir snarpa gengisstyrkingu krónunnar á meðan útboðinu stóð hefur hún núna lækkað nokkuð sem af er degi enda ljóst að ekkert verður af aðkomu erlendra fjárfesta, eins og vonir stóðu til.

Innherji
Fréttamynd

Himin­lifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta

Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir fagnaðarefni hve mikinn áhuga almenningur hafi haft á útboði í eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann hefur ekki áhyggjur af því hve lítinn hluta fagfjárfestar fengu í útboðinu og segist ekki telja að selja hefði mátt hlutina á hærra verði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Þetta er framar okkar björtustu vonum“

Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka segir að eftirspurn almennings í nýafstöðnu útboði á eftirstandandi hlutum ríkisins í bankanum hafi verið fram úr þeirra björtustu vonum. Tilkynnt verður um það í fyrramálið hverjir fá hvaða hlut, en hann telur ólíklegt að fagfjárfestar fái úthlutun vegna gífurlegrar eftirspurnar almennings, sem eru í forgangi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Marg­föld umframáskrift en út­boðið ekki stækkað í bili

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ekki tekið ákvörðun um að stækka útboðið í Íslandsbanka. Áskriftir bárust samdægurs í tuttugu prósenta hlut sem boðinn var út í fyrradag og í heild hefur margföld umframáskrift borist í hlutinn. Heimild til að stækka útboðið kann að verða nýtt í ljósi þessa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá ó­breyttum stýri­vöxtum

Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni halda stýrivöxtum óbreyttum við næstu vaxtaákvörðun sem kynnt verður á miðvikudaginn í næstu viku. Talsverðar líkur séu þó einnig á smáu vaxtalækkunarskrefi. Stýrivextirnir standa nú í 7,75 prósentum. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Grein­endur verð­meta Ís­lands­banka 33 pró­sentum yfir lág­marks­gengi í út­boðinu

Samkvæmt nýlegum greiningum frá nokkrum innlendum hlutabréfagreinendum verðmeta þeir Íslandsbanka að meðaltali á liðlega 33 prósentum hærra gengi í samanburði við það lágmarksverð sem almenningi gefst kostur á að kaupa fyrir í útboði ríkisins á hlutum í Íslandsbanka. Mikill fjöldi erlendra söluráðgjafa sem er fenginn að verkefninu gefur til kynna væntingar um að þátttaka erlendra fjárfesta verði talsverð en magn seldra hluta ríkisins getur meira en tvöfaldast frá grunnstærð þess, og því talsverð óvissa um hversu stórt útboðið verður.

Innherji
Fréttamynd

Ráðu­neytið ræður fjögur ís­lensk fjár­mála­fyrir­tæki vegna sölunnar á Ís­lands­banka

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið fjórar innlendar fjármálastofnanir sem söluaðila vegna fyrirhugaðs útboðs á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Í síðustu viku greindi ráðuneytið frá ráðningu fjögurra erlendra söluaðila vegna útboðsins en nú bætast Arctica Finance, Arion banki, Kvika banki og Landsbankinn í hópinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Um­fram­fé Ís­lands­banka verður hátt í 40 milljarðar með nýju banka­reglu­verki

Umtalsvert minni niðurfærsla á lánasafni Íslandsbanka en búist var við þýddi að afkoman á fyrsta fjórðungi, sem er að birtast fáeinum dögum áður en ríkið áformar að selja stóran hluta í bankanum, var umfram væntingar greinenda en þrátt fyrir það er arðsemin nokkuð undir markmiði. Með bættri fjármagnsskipan og innleiðingu á nýju bankaregluverki mun umfram eigið fé Íslandsbanka, að sögn stjórnenda, vera hátt í fjörutíu milljarðar króna.

Innherji