Festi

Fréttamynd

Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans

Samkeppniseftirlitið hefur sektað Festi hf. um 750 milljónir vegna samkeppnislagabrota í tengslum við samruna félagsins og N1 hf. Fólust brotin í því að Festi virti ekki skilyrði sem gerð voru í sátt við eftirlitið, svo sem um sölu verslana og samstarf við keppinaut.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verð­mat Fest­ar hækk­að­i um átta millj­arð­a vegn­a Lyfj­u

Verðmat Festar hækkaði um tólf prósent, einkum vegna hærri rekstraráætlunar í kjölfar þess að Lyfja varð hluti af samstæðunni. Tilkoma Lyfju í samstæðu Festar hefur „vitanlega nokkur áhrif á rekstraráætlun“ samstæðunnar, bendir greinandi á. Tekjur og framlegð Festar var umfram væntingar á öðrum ársfjórðungi, að hans sögn.

Innherji
Fréttamynd

Heiðar byggir upp stöðu í smá­sölurisanum Festi

Fjárfestirinn Heiðar Guðjónsson, fyrrverandi forstjóri og aðaleigandi Sýnar um árabil, er kominn í hóp umsvifamestu einkafjárfestanna í Festi í kjölfar þess að þeir Þórður Már Jóhannesson og Hreggviður Jónsson seldu sig út úr félaginu fyrr í sumar. Heiðar hefur byggt upp stöðu í félaginu, sem rekur meðal annars eldsneytisstöðvar undir merkjum N1 og verslanir Krónunnar og Elko, í gegnum framvirka samninga.

Innherji
Fréttamynd

Auka enn stöðu sína í Festi þegar stærstu einka­fjár­festarnir voru keyptir út

Lífeyrissjóðir keyptu umtalsverðan hluta bréfa af tveimur stærstu einkafjárfestunum í Festi þegar þeir losuðu um allan sinn eignarhlut sinn í smásölurisanum fyrir samtals tæplega þrjá milljarða fyrr í þessum mánuði. Umsvif einkafjárfesta í félaginu er núna hverfandi en samanlagður eignarhlutur lífeyrissjóða í Festi er á sama tíma óðum að nálgast hátt í áttatíu prósent.

Innherji
Fréttamynd

Festi festi kaup á Lyfju

Í dag fór fram uppgjör á greiðslu kaupverðs á öllu hlutafé Lyfju hf. til seljanda og er félagið þar með orðinn hluti af samstæðu Festi. Ásta S. Fjeldsted forstjóri Festi, segir þetta mikilvæg tímamót í vegferð Festis. Kaupverð nam 7.116 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stærstu einka­fjár­festarnir selja sig út úr Festi fyrir nærri þrjá milljarða

Tveir umsvifamestu einkafjárfestarnir í hluthafahópi Festi, sem rekur meðal annars eldsneytisstöðvar undir merkjum N1 og verslanir Krónunnar og Elko, hafa losað um allan eignarhlut sinn í smásölufyrirtækinu fyrir samtals nálægt þrjá milljarð króna. Salan kemur aðeins nokkrum mánuðum eftir að stórir lífeyrissjóðir beittu sér gegn því að fulltrúi einkafjárfestanna færi í stjórn fyrirtækisins.

Innherji
Fréttamynd

Festi fær að kaupa Lyfju

Festi og Samkeppniseftirlitið hafa undirritað sátt vegna kaupa Festi á öllu hlutafé Lyfju hf. Með sáttinni samþykkir Samkeppniseftirlitið samrunann með skilyrðum sem sett eru til að efla og vernda virka samkeppni á þeim mörkuðum sem samruninn hefur áhrif á.

Neytendur
Fréttamynd

Þrír nýir stjórn­endur hjá Festi

Festi hefur ráðið þrjá nýja forstöðumenn á fjármála- og rekstrarsvið félagsins. Andri Kristinsson tók við starfi forstöðumanns innheimtu- og fjárstýringar, Gísli Heiðar Bjarnason tók við starfi forstöðumanns viðskiptagreindar og greininga, og Sandra Björk Björnsdóttir tók við starfi forstöðumanns reikningshalds og launavinnslu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hall­æris­legt hjá Krónunni

Forstjóri Festi, móðurfélags Krónunnar, segir í viðtali við Morgunblaðið í gær (11. mars) að Krónan hafi sagt upp samningum við Wok On í verslunum Krónunnar í nóvember. 

Skoðun
Fréttamynd

LSR setti öll sín at­kvæði á Guð­jón í stjórnar­kjörinu hjá Festi

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, stærsti hluthafinn í Festi, greiddi fráfarandi forstjóra Reita öll atkvæði sín í stjórnarkjöri smásölurisans á hitafundi sem fór fram í morgun. Djúpstæð gjá hefur myndast milli stærstu einkafjárfestanna í hluthafahópi Festar og sumra lífeyrissjóða, sem beittu sér gegn því að fulltrúi þeirra færi í stjórn, en hlutabréfaverð félagsins féll um þrjú prósent í dag og hefur ekki verið lægra á þessu ári.

Innherji
Fréttamynd

„Aldrei orðið vitni að öðrum eins vinnu­brögðum og beinni í­hlutun líf­eyris­sjóða“

Frambjóðandi til stjórnar úr röðum stærstu einkafjárfesta Festar fór hörðum orðum um starfshætti tveggja stórra lífeyrissjóða, sem höfðu lýst yfir óánægju sinni með tilnefningu hans til stjórnar, í ræðu á aðalfundi og sagðist aldrei hafa upplifað önnur eins vinnubrögð og beina íhlutun af hálfu stofnanafjárfesta. Sakaði Þórður Már Jóhannesson, sem dró framboð sitt til baka á fundinum, sjóðina meðal annars um nýta sér glufu í lögum um kynjakvóta sem tæki í „valdabaráttu“ sinni við stjórnarkjörið.

Innherji
Fréttamynd

Hætta á að kosning á grund­velli að­eins hæfis­mats skili „of eins­leitri“ stjórn

Tilnefningarnefnd Arion varar við því að farin sé sú leið, sem meðal annars framkvæmdastjóri LSR hefur kallað opinberlega eftir, að einvörðungu sé framkvæmt hæfismat á frambjóðendum til stjórnarkjörs enda sé hætta á því að kosning myndi þá ekki skila nauðsynlegri fjölhæfni og þekkingu innan stjórnar. Hún segist hins vegar hafa skilning á því ef stórir hluthafar, sem „ekki hafa fylgst með“ tilnefningarferlinu, finnist skorta á gagnsæi þegar ítrekað sé sjálfkjörið í stjórnir félaga.

Innherji
Fréttamynd

Fast­eigna­fé­lag Festar fær nýtt nafn

Festi hefur breytt nafninu á Festi fasteignum, einu ekstrarfélaga sinna sem sérhæfir sig í útleigu atvinnuhúsnæðis til félaga í verslunarrekstri og eru fasteignirnar að mestu leyti í útleigu til félaga innan samstæðunnar, það er N1, Krónunnar, Elko og Bakkans. Félagið hefur fengið nafnið Yrki eignir. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Berjast um bestu til­löguna

Arkítektastofurnar Trípolí, Gríma arkitektar og Sei Studio keppast um bestu tillöguna að þróun lóðar Festar við Ægisíðu 102 í Reykjavík sem í dag hýsir þjónustustöð N1. Íbúabyggð kemur á svæðið og lofar Festi góðu samtali í nágrenninu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Festi hækkar af­komu­spá um hundruð milljóna

Samkvæmt drögum að uppgjöri þriðja ársfjórðungs 2023 nemur hagnaður Festi, fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta á fjórðungnum 3,9 milljörðum króna samanborið við 3,1 milljarð króna árið áður, sem er aukning um 0,8 milljarða króna milli ára.

Viðskipti innlent