Fjármálamarkaðir

Fréttamynd

Einka­fjár­festarnir sem vilja leiða Heiðar til for­ystu í stjórn Ís­lands­banka

Heiðar Guðjónsson, sem fer fyrir hópi sem telur á annan tug einkafjárfesta, hélt áfram að stækka stöðu sína í Íslandsbanka nokkrum dögum áður en hann fór fram á að boðað yrði til hluthafafundar þar sem hann ætlar að sækjast eftir stjórnarformennsku núna þegar félagið er í samrunaviðræðum við Skaga. Þótt beinn stuðningur við Heiðar komi einkum úr röðum umsvifameiri einkafjárfesta, sumir hverjir sem tengjast honum nánum böndum eins og Andri Sveinsson, þá eru einnig ýmsir lífeyrissjóðir sagðir áfram um að hann geri sig gildandi í stjórn bankans.

Innherji
Fréttamynd

Vill verða stjórnar­for­maður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“

Heiðar Guðjónsson fjárfestir hefur staðfest að hann stefni á framboð til stjórnar Íslandsbanka en hann er stærsti einkafjárfestirinn í hluthafahópi bankans. Hann segist hafa fundist vanta tilfinnanlega rödd hluthafa inn í stjórn bankans og tekur sem dæmi síðasta hluthafafund, þar sem aðeins einn hluthafi tók til máls. „Hvaða sirkus er þetta?“ segist hann hafa spurt sig á fundinum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjóðir Stefnis stækka hratt stöðu sína í Skaga

Hlutabréfaverð Skaga hefur fallið um liðlega fimmtán prósent frá því að hópur fjárfesta, leiddur af Heiðari Guðjónssyni, fór fram á það í byrjun síðustu viku að efnt yrði til stjórnarkjörs hjá Íslandsbanka en fjármálafyrirtækin tvö eiga í formlegum samrunaviðræðum. Hlutabréfasjóðir Stefnis hafa bætt talsvert við stöðu sína í Skaga í þessum mánuði og stærsti einkafjárfestirinn hefur síðustu daga einnig haldið áfram að kaupa í félaginu.

Innherji
Fréttamynd

Átta­tíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar á­kvörðun Seðla­bankans

Framkvæmdastjóri sjóðsstýringarfyrirtækisins Stefnis, fagnar því að fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hafi ákveðið að herða lánþegaskilyrði vegna nýrra sameignasamninga á fasteignamarkaði. Um áttatíu manns hafa sótt um slíka samninga. Stefnir rekur sex sjóði fyrir byggingafyrirtæki sem bjóða upp á formið. Sameignarformið felur í sér að kaupandi semur í raun við Stefni, byggingafyrirtæki og nýja fjárfestingarfyrirtækið Aparta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Mikil­vægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“

Fjármálastofnanir þurfa nú við útreikning á greiðslubyrði að líta til allra greiðslna sem falla til hjá einstaklingum við kaup á íbúðarhúsnæði, jafnvel þó þeim sé frestað. Fjármálastöðuleikanefnd er með þessu að bregðast við útspili margra verktakafyrirtækja sem bjóða nú upp á nýja fjármögnunarleið. Hún er áhættusamari en almenn íbúðakaup að mati Seðlabankastjóra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilja á­fram auka vægi er­lendra eigna en minnka við sig í inn­lendum hluta­bréfum

Engar stórar breytingar eru boðaðar í nýjum fjárfestingarstefnum tveggja af stærstu lífeyrissjóðum landsins, umsvifamestu fjárfestum landsins, en þær eiga það sammerkt að áfram er lögð áhersla á að auka vægi erlendra verðbréfa í eignasafninu á meðan útlit er fyrir minni áhuga á innlendum hlutabréfum. Óvissa hér heima og erlendis hefur aukist en verðlagning á helstu verðbréfamörkuðum utan Íslands, einkum í Bandaríkjunum, er há um þessar mundir sem gæti skilað sér í auknu flökti í verðlagningu sökum meiri undirliggjandi áhættu.

Innherji
Fréttamynd

Minni eigna­myndun en fleiri komist í eigið hús­næði með nýrri lausn á markaði

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hyggst ráðast í greiningu á nýrri fjármögnunarleið til húsnæðiskaupa sem nú býðst í vaxandi mæli á markaði. Minnst fimm sjóðir í eigu byggingaverktaka bjóðast nú til að vera meðeigendur með kaupendum sem kaupa íbúðir í nýbyggingum á þeirra vegum. Eignamyndun er minni fyrir kaupendur sem einnig þurfa að greiða hluta í leigu, en á móti getur lausnin gert fleirum kleift að komast inn á markaðinn að sögn hagfræðings HMS.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Að­hald peninga­stefnunnar „klár­lega of mikið“ miðað við spár um hag­vöxt

Þrátt fyrir varfærna vaxtalækkun peningastefnunefndar þá álítur Seðlabankinn að raunvaxtaaðhaldið hafi ekki breyst á milli funda og það sé „klárlega of mikið“ með hliðsjón af lakari hagvaxtarhorfum, að sögn seðlabankastjóra, en ekki sé hægt að horfa framhjá því að verðbólgan er á sama tíma enn þrálát. Eilítið mildari tónn í framvirkri leiðsögn peningastefnunefndar gefur henni „meira svigrúm“ til að bregðast við með frekari vaxtalækkunum ef það er enn að hægja á umsvifum í efnahagslífinu.

Innherji
Fréttamynd

„Spennan í þjóðar­búinu horfin“ og Seðla­bankinn lækkar vexti á nýjan leik

Þau áföll sem hafa skollið á útflutningsgreinum að undanförnu valda því að spennan í þjóðarbúinu er núna horfin, sem þýðir að hægja mun töluvert á hagvexti, og peningastefnunefnd Seðlabankans hefur því ákveðið að lækka vexti um 25 punkta. Við þá ákvörðun vegur einnig þungt umrót á fasteignalánamarkaði sem er að „þrengja“ að lánakjörum og fjármálalegum skilyrðum heimila.

Innherji
Fréttamynd

„Al­menningur hefur verið sveltur þegar kemur að mögu­leikanum á að fjár­festa“

Fyrirtækið Spesía, sem segist ætla að hjálpa Íslendingum að stórauka sparnað í erlendum verðbréfum, lauk nýverið við 400 milljón króna sprotafjármögnun, meðal annars frá stofnanda Kerecis. Forstjóri Spesía fullyrðir að almenningur sé búinn að vera sveltur þegar kemur að möguleikanum á að fjárfesta og segir að félagið muni geta boðið lægri þóknanakostnað en hefur þekkst á markaðinum hingað til.

Innherji
Fréttamynd

Á­forma að nýta tug­milljarða um­fram eigið fé til að stækka lána­bókina er­lendis

Arðsemi Íslandsbanka á þriðja fjórðungi, sem einkenndist af ágætis gangi í kjarnarekstrinum, var á pari við væntingar greinenda en ólíkt hinum bönkunum var bókfærð jákvæð virðisbreyting á lánasafninu. Stjórnendur sjá fyrir sér að ríflega fjörutíu milljarða umfram eigið Íslandsbanka verði mögulega nýtt að stórum hluta til að sækja fram í erlendum lánveitingum.

Innherji
Fréttamynd

Grein­endur vænta þess að verð­bólgan haldist yfir fjögur pró­sent næstu mánuði

Útlit er fyrir að tólf mánaða verðbólgan verði óbreytt þegar mælingin fyrir október birtist í vikunni, sú síðasta sem peningastefnunefnd Seðlabankans fær í hendurnar fyrir næsta vaxtaákvörðunarfund, og að hún muni haldast yfir fjögur prósent næstu mánuði, samkvæmt meðalspá sex greinenda. Vaxandi líkur eru samt á því að nefndin kunni að víkja frá fyrri leiðsögn sinni og horfa meira til áhrifa Vaxtamálsins á fasteignalánamarkað og þrenginga hjá stórum útflutningsfyrirtækjum sem kann að setja vaxtalækkun á dagskrá strax á fundi.

Innherji
Fréttamynd

Hætt við að vextir hækki

Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríksins telur hættu á að vextir fasteignalána muni hækka eftir niðurstöðu í vaxtamálinu svokallaða. Mikil óvissa ríki nú sem sé slæm fyrir neytendur og fjármálafyrirtæki. Hæstiréttur þurfi að setja næstu vaxtamálin í flýtimeðferð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Út­flutnings­félögin verma botns­ætin eftir mikla raun­gengis­styrkingu krónunnar

Það eru krefjandi tímar í atvinnulífinu um þessar mundir með hækkun raungengis og almennt meiri launahækkunum hér á landi síðustu ár en þekkist í öðrum löndum sem er glögglega farið að koma fram í uppgjörum útflutningsfyrirtækja og annarra félaga með tekjur í erlendri mynt. Áberandi er hvað þau fyrirtæki í Kauphöllinni, einkum sem eru sjávarútvegi, hafa skilað hvað lökustu ávöxtuninni á markaði undanfarna tólf mánuði.

Innherji