Ráðning Auðuns Georgs

Fréttamynd

Alþingi hvatt til að taka í tauma

Stjórnarandstæðingar gagnrýndu harðlega ráðningu nýs fréttastjóra Ríkisútvarpsins í dag í umræðum um störf þingsins. Talað var um að pólitísk afskipti af stofnuninni væru meiri en tíðkaðist í nokkuru öðru vestrænu ríki. Alþingi var hvatt til að taka í taumana.

Innlent
Fréttamynd

Á ábyrgð Sjálfstæðisflokks

Sjálfstæðismenn hafa setið í menntamálaráðuneytinu undanfarin fjórtán ár og haft meira en rúman tíma til að skapa frið um umfang og rekstur Ríkisútvarpsins. Þess í stað logar stofnunin stafnanna á milli.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kröfu um utandagskrárumræðu hafnað

Forseti Alþingis hafnaði kröfu Kolbrúnar Halldórsdóttur, vinstri - grænum, um utandagskrárumræðu um ástandið á fréttastofu Útvarps skömmu áður en þingfundur hófst klukkan hálftvö. Ákveðið var á fundi með formönnum þingflokka að umræðan færi fram þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir væri komin frá útlöndum.

Innlent
Fréttamynd

Þorgerður lætur Markús um málið

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði áður en Auðun Georg Ólafsson hætti við að taka við starfi fréttastjóra hjá Ríkisútvarpinu að hún ætlaði ekki að skipta sér ekki að starfsmannaráðningum Ríkisútvarpsins. Hún sagði það alveg á hreinu.

Innlent
Fréttamynd

Auðun Georg sætti einelti

Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs segir að ákvörðun Auðuns Georgs sé vonbrigði. "Ákvörðunin er þó skiljanleg hjá þesum unga manni eftir þann hamagang og einelti sem hann hefur þurft að líða. Það er ekki í mannlegu valdi að berjast gegn ofurvaldi heillar fréttastofu sem leggur heilu fréttatímana undir sín viðbrögð."

Innlent
Fréttamynd

Menn fái umbun starfi þeir áfram

Auðun Georg Ólafsson sat ekki fréttafund með fréttamönnum á fréttastofu Útvarps klukkan hálfníu. Hann hitti hins vegar fréttamenn klukkan hálftíu til að gera grein fyrir stöðu mála. Þar sagði hann að hann skildi að þeir sem ekki treystu honum vildu hætta störfum en bauðst til að gera vel við þá sem vildu verða áfram.

Innlent
Fréttamynd

Fréttastjóri losaður undan rekstri

Friðrik Páll Jónsson fréttamaður hefur afsalað sér starfi afleysingafréttastjóra á fréttastofu Ríkisútvarpsins frá og með morgundeginum. Í grein sem hann ritar í Morgunblaðið í dag segir hann m.a. að losa þurfi fréttastjóra undan rekstri.

Innlent
Fréttamynd

Lúta ekki boðum nýs fréttastjóra

"Hvorki fréttamenn né aðrir starfsmenn Ríkisútvarpsins líta á Auðun Georg Ólafsson sem fréttastjóra, þótt hann komi hér til starfa," sagði Broddi Broddason fréttamaður síðdegis í gær.

Innlent
Fréttamynd

Starfsmenn RÚV lýstu vantrausti á útvarpsstjóra

Starfsmenn Ríkisútvarpsins lýstu í dag yfir vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarpsins.Á fjölmennum starfsmannafundi var tillaga þessa efnis samþykkt með 93,3% atkvæða. 178 starfsmenn samþykktu tillöguna, 12 sögðu nei og einn sat hjá.

Innlent
Fréttamynd

Enn lýst vantrausti á Markús

Tæplega 200 starfsmenn Ríkisútvarpsins samþykktu á fundi í gær vantraust á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra. Starfsmennirnir segja að Markús Örn hafi, ásamt útvarpsráði, tínt til "falsrök, ýkjur og skrök" til að varpa ryki í augu almennings vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps.

Innlent
Fréttamynd

Útvarpsstjóri vanvirði starfsmenn

Starfsmenn Ríkisútvarpsins segja útvarpsstjóra hafa vanvirt starfsmenn og ýtt til hliðar öllum faglegum sjónarmiðum við ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Þeir samþykktu vantraustsyfirlýsingu á Markús Örn Antonsson á fjölmennum fundi í hádeginu. 178 greiddu henni atkvæði sitt, tólf voru á móti og einn sat hjá.

Innlent
Fréttamynd

Starfsmannafundur hjá RÚV á morgun

Félag fréttamanna á Ríkisútvarpinu hélt fund í dag þar sem aðgerðir vegna komu nýs fréttastjóra Ríkisútvarpsins voru ræddar. Boðað hefur verið til starfsmannafundar í Ríkisútvarpinu á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Auðun Georg tekur starfið

Auðun Georg Ólafsson kveðst munu taka að sér starf fréttastjóra á fréttastofu Útvarps. Hann vonast til að málið leysist farsællega. Fréttamenn ræða vinnustöðvun ef hann sest í stólinn. Starfsmannasamtök RÚV funda í dag.

Innlent
Fréttamynd

Segir ráðningu fjarstæðukennda

Fundur verður haldinn í Ríkisútvarpinu á morgun vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Ríkisútvarpsins frá og með 1. apríl. Margrét Indriðadóttir, fyrrverandi fréttastjóri útvarpsins, segir ráðningu Auðuns Georgs fjarstæðukennda.

Innlent
Fréttamynd

Ráðningin verði endurskoðuð

Alþjóðasamtök blaðamanna hafa lýst yfir fullum stuðningi við fréttamenn á fréttastofu Ríkisútvarpsins sem hafa hótað aðgerðum ef ráðning Auðuns Georgs Ólafssonar, nýráðins fréttastjóra, verður ekki dregin til baka. Samtökin skora á stjórnendur Ríkisútvarpsins að endurskoða ráðninguna.

Innlent
Fréttamynd

Fréttamenn auglýsa í Morgunblaðinu

Fréttamenn Ríkisútvarpsins birta heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu í morgun þar sem þeir segjast ekki geta treyst fréttastjóra með afar takamarkaða reynslu af fréttamennsku. Tilefnið er ráðning Auðuns Georgs Ólafssonar en hann á hefja störf þann 1. apríl, eftir eina viku.

Innlent
Fréttamynd

Staðið við fyrri ályktanir

Fréttamenn Ríkisútvarps, Sjónvarps og íþróttafréttamenn Ríkisútvarpsins funduðu í hádeginu í gær ásamt tæknimannahóp til að ræða ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar sem fréttastjóra Útvarps. Hann á að taka til starfa 1. apríl.

Innlent
Fréttamynd

Skussinn fær verðlaun

Það er einkennilegt að sjá þetta frumvarp koma mitt í hatrömmum deilum um útvarpið. Í viðtali í vikunni talaði Markús Örn Antonsson um ferska vinda sem þyrftu að leika um Ríkisútvarpið. Þá ósk má sjálfsagt best uppfylla með því að hann segi sjálfur upp...

Fastir pennar
Fréttamynd

Málið ekki í höndum Auðuns Georgs

"Málið er ekki í mínum höndum," sagði Auðun Georg Ólafsson, nýráðinn fréttastjóri Útvarps, þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Enn hefur ekki verið gengið frá ráðningarsamningi hans, en útvarpsstjóri er í útlöndum.

Innlent
Fréttamynd

BSRB styður kröfu starfsmanna RÚV

Stjórn BSRB lýsir yfir fullum stuðningi við kröfu Starfsmannasamtaka Ríkisútvarpsins um að útvarpsstjóri endurskoði ákvörðun sína um ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra fréttastofu Útvarps. Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að fagleg og sanngjörn sjónarmið beri jafnan að hafa í heiðri við ráðningu starfsmanna.

Innlent
Fréttamynd

Trúverðugleiki í hættu

Miðstjórn Bandalags háskólamanna lýsir yfir áhyggjum af því að trúverðugleiki Útvarpsins bíði hnekki vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast rökstuðnings

Umsækjendur um stöðu fréttastjóra Útvarpsins eru nú að ganga frá bréfum til þar til bærra stjórnenda á Ríkisútvarpinu, þar sem sett er fram krafa um rökstuðning fyrir ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í stöðu fréttastjóra Útvarps.

Innlent
Fréttamynd

Auðun hafði engin mannaforráð

Auðun Georg Ólafsson, nýr fréttastjóri Ríkisútvarpsins, var ráðinn vegna reynslu sinnar af rekstri og stjórnun, að því er útvarpsstjóri segir. Auðun Georg hafði þó engin mannaforráð í fyrra starfi sínu heldur samræmdi sölustarf umboðsmanna Marel í Suðaustur-Asíu.

Innlent
Fréttamynd

Ekki glóra í orðum Markúsar

Formaður Félags fréttamanna á RÚV segist ekki geta séð hvernig Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri og fréttamenn Útvarps eigi að geta unnið saman eftir það sem á undan sé gengið.

Innlent
Fréttamynd

Starfsmenn sjá um dagskrárstjórn

"Það verður enginn einn sem sinnir þessu starfi til að byrja með, heldur starfsmenn á viðkomandi stöðvum," sagði Dóra Ingvadóttir framkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins, spurð um hver gegndi nú starfi dagskrárstjóra Rásar 2 og svæðisstöðva RÚV.

Innlent
Fréttamynd

Hafi veist að heiðri fréttamanna

Formaður Félags fréttamanna segir að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hafi veist að starfsheiðri fréttamanna Ríkisútvarpsins í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær.

Innlent
Fréttamynd

Dagskrárstjórn hjá starfsmönnum

"Það verður enginn einn sem sinnir þessu starfi til að byrja með, heldur starfsmenn á viðkomandi stöðvum," sagði Dóra Ingvadóttir framkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins, spurð um hver gegndi nú starfi dagskrárstjóra Rásar 2 og svæðisstöðva RÚV.

Innlent
Fréttamynd

Ræðir við Markús um ráðningu

Fundur hófst klukkan tíu hjá þeim Jóni Gunnari Grjetarssyni, formanni Félags fréttamanna, og Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Jón Gunnar sagði í samtali við fréttastofu Bylgjunnar rétt fyrir klukkan tíu að á fundinum yrði hnykkt á þeim kröfum sem fram koma í ályktunum fréttamanna í kjölfar ráðningar Auðuns Georgs.

Innlent