Stj.mál

Fréttamynd

Stjórnarandstaðan stendur sterk

Ný ríkisstjórn Ítalíu, undir forsæti Silvios Berlusconi, hefur verið mynduð. Skoðanakannanir hafa sýnt að vinstri og miðju stjórnarandstöðuflokkarnir njóta sterkrar stöðu.

Erlent
Fréttamynd

Læknafélagið gagnrýnir stjórnvöld

Læknafélag Íslands gagnrýndi í gær að stjórnvöld hér skuli engar ráðstafanir hafa gert til að tryggja að unglæknar séu ekki látnir vinna lengri vinnuviku en heimilt er samkvæmt ákvæðum vinnutímatilskipunar.

Innlent
Fréttamynd

Davíð og Halldór deila

Halldór Ásgrímsson ætlar að beita sér fyrir endurskoðun laga um eftirlaun ráðherra og þingmanna. Viðræður stjórnarflokkanna hafa staðið yfir í þrjá mánuði. Davíð Oddsson vill engu breyta og útilokar þar með stjórnarfrumvarp. Allir flokkar nema Sjálfstæðisflokkur hafa lýst yfir vilja til að breyta lögunum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Biðst afsökunar á grimmdarverkum

Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, hefur beðist afsökunar á grimmdarverkum Japana í Seinni heimsstyrjöld. Koizumi hélt í nótt ávarp á ráðstefnu Asíu- og Afríkuþjóða í Jakarta á Indónesíu og sagði þar að grimmdarverk Japana hefðu valdið öðrum Asíuþjóðum gríðarlegu tjóni og þjáningum.

Erlent
Fréttamynd

Skólagjöld ekki handan við hornið

Menntamálaráðherra telur ótímabært að segja til um hvort skólagjöld verði tekin upp við Háskóla Íslands í kjölfar stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar um háskólann. Heildstæð löggjöf um háskólastigið verður lögð fram á þingi næsta vetur.

Innlent
Fréttamynd

Gæti valdi algjörri ringulreið

Verði stjórnarskrá Evrópusambandsins hafnað gæti það valdið algjörri ringulreið. Þetta segir Peter Mandelson, viðskiptastjóri Evrópusambandsins. Hann telur að höfnun myndi hafa afar neikvæð áhrif á efnahagslíf innan sambandsins og að stöðnun væri líkleg.

Erlent
Fréttamynd

Flóttamenn efstir á blaði

Flóttamenn og hælisleitendur eru efst á blaði í kosningabaráttunni í Bretlandi. Íhaldsmenn leggja ofuráherslu á að fækka innflytjendum og Blair forsætisráðherra tekur orðið í sama streng.

Erlent
Fréttamynd

Kjörseðlar sendir út í dag

Kjörstjórn Samfylkingarinnar vegna formannskosninganna sendir í dag út tæplega 20 þúsund kjörseðla til allra sem skráðir eru í flokkinn. Flokksmönnum hefur fjölgað um 54 prósent frá áramótum, langmest síðustu dagana og vikurnar áður en skráningarfrestur til þátttöku í formannskjörinu rann út.

Innlent
Fréttamynd

Berlusconi myndi nýja stjórn

Carlo Azeglio Ciampi, forseti Ítalíu, boðaði fyrir stundu Silvio Berlusconi á sinn fund síðdegis í dag. Þar hyggst hann biðja Berlusconi að mynda ríkisstjórn á ný. Ciampi hefur í gær og morgun fundað með leiðtogum ítalskra stjórnmálaflokka til að kanna hvort Berlusconi nyti nægilegs stuðnings til að mynda ríkisstjórn á ný.

Erlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin tíu ára

Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson halda á morgun upp á tíu ára ríkisstjórnarsamstarf. Þeir segjast hafa lært mikið af samstarfinu og eru ánægðir með árangur þess.

Innlent
Fréttamynd

Enn beðið nýrrar stjórnar

Enn verður bið á því að ný ríkisstjórn taki til starfa í Írak. Þetta sagði Jalal Talabani, forseti Íraks í viðtali í gærkvöldi. Hann segir að enn eigi eftir að nást samkomulag um það með hvaða hætti súnnítar muni koma að stjórninni, sem sé nauðsynlegt eigi að nást fram breið sátt allra landsmanna um hina nýju stjórn.

Erlent
Fréttamynd

Eftirlaunalögum ekki breytt

Davíð Oddsson telur enga ástæðu til að breyta lögum um eftirlaun æðstu embættismanna eins og Halldór Ásgrímsson hefur lýst yfir að hann telji nauðsynlegt að gera. Davíð telur gagnrýni á lögin á misskilningi byggða.

Innlent
Fréttamynd

Þrýst á stjórnvöld vegna unglækna

Eftirlitsstofnun EFTA hefur sent stjórnvöldum "rökstutt álit" vegna þess að ekki hefur verið gengið í að laga vinnu unglækna að vinnutímatilskipun Evrópusambandsins. Stjórnvöld hafa tvo mánuði til að reiða fram áætlun, sem átti að vera frágengin í ágúst í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Þorskurinn úrkynjast

"Þeir smæstu lifa af en ekki þeir hæfustu", segir dr. Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur og bendir á nýja hættu sem steðjar að fiskistofnum við Íslandsstrendur.</font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Ríkisstjórn í tíu ár

Ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á tíu ára afmæli í dag. Aðeins viðreisnarstjórnin svokallaða, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, sat lengur en hún starfaði í tólf ár. Ef núverandi ríkisstjórn starfar til loka kjörtímabilsins mun hún slá það met. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Leiðtogar Kína og Japans funda

Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, segist vera á leið til fundar við Hu Jintao, forseta Kína. Koizumi baðst fyrr í morgun opinberlega afsökunar á grimmdarverkum Japana í Seinni heimsstyrjöld.

Erlent
Fréttamynd

Tíu ár í stjórn

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Davíð Oddsson utanríkisráðherra boðuðu til blaðamannafundar eftir hádegi í tilefni af því að tíu ár eru liðin frá því ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins tók við völdum.

Innlent
Fréttamynd

62% Frakka andvíg

Meira en 62 prósent Frakka ætla að hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins, samkvæmt skoðanakönnun sem birtist í frönsku dagblaði í dag. Aldrei áður hefur andstaða við stjórnarskrána mælst meiri en sextíu prósent í skoðanakönnun í Frakklandi.

Erlent
Fréttamynd

Fagnar reglum um fjármál þingmanna

Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, fagnar því að framsóknarmenn vilji setja reglur um fjármál og eignir Alþingismanna. Hún hafi lagt það til í mörg ár.

Innlent
Fréttamynd

Og Vodafone yfirtekur Fjöltengi

"Þetta held ég að allir hafi séð fyrir nema Alfreð Þorsteinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á sínum tíma," segir Guðlaugur Þór Þórðarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en fjarskiptafyrirtækið Og Vodafone hefur að mestu lokið yfirtöku á Fjöltengi, internetfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Flokkarnir fá minnst 300 milljónir

Fyrirtæki og einstaklingar nýta sér í auknum mæli skattfrádrátt með framlögum til líknarstarfsemi, menningarmála og stjórnmálaflokka. Framlög ríkisins til stjórnmálaflokka hafa aukist um 40 prósent á fimm árum.</font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Aukin framlög tryggi rekstur skóla

Formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar segir að með ákvörðun Reykjavíkurlistans um stóraukin framlög til einkarekinna grunnskóla verði hægt að tryggja rekstur þeirra. Sjálfstæðismenn telja ekki nógu langt gengið þar sem nemendum verði áfram mismunað eftir skólum.

Innlent
Fréttamynd

Samvinna um markaðssetningu

Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins skrifuðu í dag undir samning um að vinna sameiginlega að upplýsingamiðlun, kynna alla viðburði sem tengjast ferðaþjónustu og markaðssetja höfuðborgarsvæðið sem eina heild. Tilgangurin er að skapa heildstæða mynd af svæðinu í huga ferðamanna.

Innlent
Fréttamynd

Tímabær úttekt

"Úttektin sannar að Háskólinn hefur haldið afar vel á spilunum undanfarin ár þrátt fyrir að ýmsir hafi haldið öðru fram," segir Árni Helgason, oddviti Vöku, félags lýðræðisinnaðra stúdenta í Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Þorskkvótinn ekki aukinn

Stofnavísitala þorsks lækkaði um 16 prósent frá mælingu á síðasta ári og dreifing stofnsins bendir til þess að árgangurinn frá því í fyrra sé mjög lélegur. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir þetta þýða að kvótinn verði ekki aukinn á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Fundað vegna þorskstofns

Þorskkvótinn verður ekki aukinn á næstunni. Sjávarútvegsráðherra segir ástand stofnsins lélegt. Fulltrúar sjávarútvegsnefndar Alþingis eiga á morgun fund með forstjóra Hafrannsóknarstofnunar vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Magnús inn fyrir Sigurjón

Magnús Þór Hafsteinsson hefur skipt sæti við Sigurjón Þórðarson sem áheyrnarfulltrúi Frjálslynda flokksins í menntamálanefnd Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Neyðarfundur um ástand þorsksins

Guðjón Hjörleifsson, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, varð í gær við óskum stjórnarandstæðinga í nefndinni um neyðarfund í dag með forstjóra Hafrannsóknastofnunar.

Innlent
Fréttamynd

Framsókn opnar bækur sínar

Þingflokkur Framsóknarflokksins hefur ákveðið að setja sér reglur um og birta opinberlega upplýsingar um fjárhagsleg og stjórnunarleg tengsl þingmanna flokksins við fyrirtæki og sjóði. Auk þess mun flokkurinn birta upplýsingar um aðild þingmanna að hagsmunasamtökum og upplýsingar um gjafir.

Innlent
Fréttamynd

Skortur á samráði í Samfylkingunni

Misræmi í yfirlýsingum Össurar Skarphéðinssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, þegar tilkynnt var um framboð hennar í síðustu Alþingiskosningum, var til komið vegna skorts á samráði. Össur lýsti yfir framboði hennar á sama tíma og R-listafólk í borginni var að reyna að telja henni hughvarf.

Innlent