Sjávarútvegur

Fréttamynd

Veiðigjöld fækki störfum í Bolungarvík

Bolungarvíkurkaupstaður segir tugi starfa í hættu verði veiðigjöld of íþyngjandi fyrir fyrirtæki í bænum. Deloitte hefur tekið saman stöðu sjávarútvegsfyrirtækja í kjördæminu.

Innlent
Fréttamynd

Hörð gagnrýni í veiðigjaldamáli

Félag atvinnurekenda (FA) og SFÚ, Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda, segja veiðigjaldafrumvarp sjávarútvegsráðherra ýta undir tvöfalda verðmyndun í sjávarútvegi og mismuna fyrirtækjum.

Innlent
Fréttamynd

Hafið í framvarðarlínu loftslagsbreytinga

Lítið er vitað um áhrif súrnunar sjávar á fiska. Vitað er að hafið í kringum Ísland súrnar hraðar en hlýrri höf sunnar í heimi. Breskur sérfræðingur segir Íslendingum að taka mark á eigin mælingum sem séu einstakar.

Innlent
Fréttamynd

Heiðveig María segir forystu sjómanna hafa brugðist

Fyrsta konan til að bjóða sig fram til forystu í Sjómannafélagi Íslands gagnrýnir núverandi forystu fyrir að koma illa undirbúna að gerð kjarasamninga og standa sig ekki í stykkinu í vöktun löggjafar sem snertir hagsmuni sjómanna.

Innlent
Fréttamynd

„Sjávarútvegur virðist vera notaður sem pólitískt bitbein”

Útgerðarmaður á smábát í Reykjavík segir að nú þegar þurfi að bregðast við til að koma í veg fyrir að veiðigjald geri útaf við minni útgerðir og stuðli að frekari samþjöppun í sjávarútvegi. Allir séu tilbúnir að greiða gjald fyrir aðgang að auðlindinni, en það þurfi að vera sanngjarnt.

Innlent
Fréttamynd

Sátt um gjöldin ekki í sjónmáli

SFS gagnrýna veiðigjaldafrumvarpið. Sé ekki í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar um að tryggja samkeppnishæfni. Hægt að draga frá fjárfestingarkostnað og lækka þannig veiðigjöld.

Innlent
Fréttamynd

Vildi þyngja fiskinn en endaði með dragúldið dýrafóður

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í síðustu viku frá dómi máli fiskvinnslufyrirtækisins Tor ehf. á hendur Kötlu matvælaiðju ehf. Forsvarsmenn Tors stefndu Kötlu til greiðslu ríflega 14 milljóna króna í bætur vegna tjóns sem fiskvinnslan hefði orðið fyrir vegna "hjálparefnis“ sem keypt var hjá Kötlu árið 2014.

Innlent