Stjórn Sjómannafélagsins hefur rekið Heiðveigu Maríu úr félaginu Jakob Bjarnar skrifar 30. október 2018 20:38 Jónas og hans menn hafa nú gert sér lítið fyrir og rekið væntanlegan frambjóðanda til stjórnar. Heiðveig María telst hafa skaðað félagið með gagnrýni sinni á stjórn. „Af þessum sökum og með vísan til 10. greinar laga félagsins tilkynnist þér það hér með að þér er vikið úr Sjómannafélagi Íslands, með öllum þeim réttindum og skyldum sem því fylgir.“ Svo segir í bréfi sem var sent Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, viðskiptalögfræðingi og sjómanni, og Vísir hefur undir höndum. Bréfið mun hafa borist Heiðveigu nú seinnipartinn í dag. Það er undirritað af Jónasi Garðarssyni formanni fyrir hönd Sjómannafélagsins. Og er þar vísað til fundar trúnaðarmannaráðs.Talin hafa valdið félaginu tjóni Heiðveig María hefur gagnrýnt stjórn félagsins harðlega og jafnframt hefur hún gefið það út að hún ætli að gefa kost á sér í næsta stjórnarkjöri; að hún myndi leiða lista sem lagður verður fram á aðalfundi sem væntanlega verður haldinn í desember. Í bréfinu kemur fram að með bréfi fjögurra félagsmanna sem barst félaginu var þess krafist að stjórn félagsins eða trúnaðarmannaráð myndi víkja Heiðveigu Maríu úr félaginu. Er þar vísað í lagagreinar félagsins, númer 10. nánar tiltekið þar sem segir í b-lið: „Hver sá maður er brottrækur úr félaginu, í lengri eða skemmri tíma, sem að áliti trúnaðarmannaráðsfundar hefur unnið gegn hagsmunum félagsins, valdið því tjóni eða gert því eitthvað til vansa. Þetta á einnig við um þá sem ekki hlíta lögum þess eftir gefna áminningu.“ Vísir hefur greint frá óánægju stjórnar með gagnrýni Heiðveigar Maríu, sem hún reyndar hefur vísað á bug. Hún hefur jafnframt sagt að stjórnin vilji losna við sig með klækjum og fantaskap. Ljóst er að margir í forystu Sjómannafélagsins vilja kenna Heiðveigu um það að samningaviðræður við önnur félög sjómanna sigldu í strand, en þá var gefið út að þeir þyrftu að taka til heima hjá sér áður en hægt væri að fara lengra með viðræðurnar. Mikill meirihluti í trúnaðarráði vildi reka Heiðveigu Í c-lið kemur svo fram að félagsmanni sem vikið hefur verið úr félaginu, hann eigi ekki afturkvæmt í félagið nema inntökubeiðni sé samþykkt á lögmætum trúnaðarmannaráðsfundi. Á fundi trúnaðarmannaráðs félagsins þar sem þetta var ákveðið og haldinn var 24. október, var tillagan um að vísa Heiðveigu Maríu úr félaginu samþykkt með atkvæðum 18 fundarmanna af 23, 4 fundarmanna voru mjög andvígir tillögunni og einn sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Draga sig úr sameiningarviðræðum vegna alvarlegra ásakana Telja ásakanirnar svo alvarlegar að við þeim verði að bregðast. 17. október 2018 21:18 Segir stjórn Sjómannafélagsins vilja losna við sig með klækjum og fantaskap Heiðveig María segir stjórn SÍ hafa breytt lögum sem komi í veg fyrir framboð hennar. 11. október 2018 18:48 Jónas segir Heiðveigu Maríu bera ábyrgð á því að samningarnir sigldu í strand Jónas Garðarsson íhugar að leita réttar síns vegna ummæla Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 22. október 2018 12:59 Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09 Segir forystu Sjómannafélagsins samansúrraða Heiðveig María Einarsdóttir ætlar að fara gegn sitjandi forystu í Sjómannafélagi Íslands. 2. október 2018 14:19 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
„Af þessum sökum og með vísan til 10. greinar laga félagsins tilkynnist þér það hér með að þér er vikið úr Sjómannafélagi Íslands, með öllum þeim réttindum og skyldum sem því fylgir.“ Svo segir í bréfi sem var sent Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, viðskiptalögfræðingi og sjómanni, og Vísir hefur undir höndum. Bréfið mun hafa borist Heiðveigu nú seinnipartinn í dag. Það er undirritað af Jónasi Garðarssyni formanni fyrir hönd Sjómannafélagsins. Og er þar vísað til fundar trúnaðarmannaráðs.Talin hafa valdið félaginu tjóni Heiðveig María hefur gagnrýnt stjórn félagsins harðlega og jafnframt hefur hún gefið það út að hún ætli að gefa kost á sér í næsta stjórnarkjöri; að hún myndi leiða lista sem lagður verður fram á aðalfundi sem væntanlega verður haldinn í desember. Í bréfinu kemur fram að með bréfi fjögurra félagsmanna sem barst félaginu var þess krafist að stjórn félagsins eða trúnaðarmannaráð myndi víkja Heiðveigu Maríu úr félaginu. Er þar vísað í lagagreinar félagsins, númer 10. nánar tiltekið þar sem segir í b-lið: „Hver sá maður er brottrækur úr félaginu, í lengri eða skemmri tíma, sem að áliti trúnaðarmannaráðsfundar hefur unnið gegn hagsmunum félagsins, valdið því tjóni eða gert því eitthvað til vansa. Þetta á einnig við um þá sem ekki hlíta lögum þess eftir gefna áminningu.“ Vísir hefur greint frá óánægju stjórnar með gagnrýni Heiðveigar Maríu, sem hún reyndar hefur vísað á bug. Hún hefur jafnframt sagt að stjórnin vilji losna við sig með klækjum og fantaskap. Ljóst er að margir í forystu Sjómannafélagsins vilja kenna Heiðveigu um það að samningaviðræður við önnur félög sjómanna sigldu í strand, en þá var gefið út að þeir þyrftu að taka til heima hjá sér áður en hægt væri að fara lengra með viðræðurnar. Mikill meirihluti í trúnaðarráði vildi reka Heiðveigu Í c-lið kemur svo fram að félagsmanni sem vikið hefur verið úr félaginu, hann eigi ekki afturkvæmt í félagið nema inntökubeiðni sé samþykkt á lögmætum trúnaðarmannaráðsfundi. Á fundi trúnaðarmannaráðs félagsins þar sem þetta var ákveðið og haldinn var 24. október, var tillagan um að vísa Heiðveigu Maríu úr félaginu samþykkt með atkvæðum 18 fundarmanna af 23, 4 fundarmanna voru mjög andvígir tillögunni og einn sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Draga sig úr sameiningarviðræðum vegna alvarlegra ásakana Telja ásakanirnar svo alvarlegar að við þeim verði að bregðast. 17. október 2018 21:18 Segir stjórn Sjómannafélagsins vilja losna við sig með klækjum og fantaskap Heiðveig María segir stjórn SÍ hafa breytt lögum sem komi í veg fyrir framboð hennar. 11. október 2018 18:48 Jónas segir Heiðveigu Maríu bera ábyrgð á því að samningarnir sigldu í strand Jónas Garðarsson íhugar að leita réttar síns vegna ummæla Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 22. október 2018 12:59 Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09 Segir forystu Sjómannafélagsins samansúrraða Heiðveig María Einarsdóttir ætlar að fara gegn sitjandi forystu í Sjómannafélagi Íslands. 2. október 2018 14:19 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Draga sig úr sameiningarviðræðum vegna alvarlegra ásakana Telja ásakanirnar svo alvarlegar að við þeim verði að bregðast. 17. október 2018 21:18
Segir stjórn Sjómannafélagsins vilja losna við sig með klækjum og fantaskap Heiðveig María segir stjórn SÍ hafa breytt lögum sem komi í veg fyrir framboð hennar. 11. október 2018 18:48
Jónas segir Heiðveigu Maríu bera ábyrgð á því að samningarnir sigldu í strand Jónas Garðarsson íhugar að leita réttar síns vegna ummæla Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 22. október 2018 12:59
Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09
Segir forystu Sjómannafélagsins samansúrraða Heiðveig María Einarsdóttir ætlar að fara gegn sitjandi forystu í Sjómannafélagi Íslands. 2. október 2018 14:19