„Sjávarútvegur virðist vera notaður sem pólitískt bitbein” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. september 2018 19:30 Útgerðarmaður á smábát í Reykjavík segir að nú þegar þurfi að bregðast við til að koma í veg fyrir að veiðigjald geri útaf við minni útgerðir og stuðli að frekari samþjöppun í sjávarútvegi. Allir séu tilbúnir að greiða gjald fyrir aðgang að auðlindinni, en það þurfi að vera sanngjarnt. Sitt sýnist hverjum um nýtt frumvarp um veiðigjöld sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti í gær. Flestir virðast sammála um að það sé jákvætt skref að leitast við að einfalda stjórnsýslu og færa útreikning sem næst rauntíma. Aðrir lýsa vonbrigðum, ekki hvað síst eigendur lítilla og meðalstórra útgerða. Einn þeirra er Þorvaldur Gunnlaugsson sem hefur rekið eigin útgerð í 25 ár en hann gerir út á einn lítinn bát, Ásþór RE-395, og fiskar um 100 tonn á ári. „Mér finnst þetta ekki nógu gott, í fyrsta lagi eru þeir ekki að leiðrétta fyrir fiskveiðiárið 2017 og 2018 sem var allt of dýrt og allt of há veiðileyfisgjöld miðað við verð," segir Þorvaldur sem finnst að upphæð veiðigjalda ættu að vera í réttu hlutfalli við stærð útgerða. „Menn eiga að laga þetta núna, bara strax í dag,” bætir hann við. Það er ekki aðeins veiðigjaldið sem er íþyngjandi að sögn Þorvalds. “Olían hefur verið einn af dýrustu liðunum mínum og það var einn mánuður í sumar þá var ég með olíu upp á 360 þúsund og veiðileyfisgjöld upp á 330 þúsund. Þetta kemur orðið fast á eftir olíureikningnum,” segir Þorvaldur. Hann kveðst ekki bjartsýnn í garð íslenskra ráðamanna. „Ég held að maður sé alveg búinn með allar væntingar í kringum þennan sjávarútveg frá stjórnmálamönnum. Sjávarútvegur virðist vera notaður sem pólitískt bitbein og það kemur aldrei neitt sem menn segja almennilegt út finnst mér. Menn ætluðu að laga þetta í vor, það varð ekkert úr því og frestuðu fram á haustið og það er heldur ekki tekið á vandanum fyrir litlar og meðalstórar útgerðir ennþá,” segir Þorvaldur. „Þetta er bara ekkert rétt gjald. Það vilja allir borga veiðileyfisgjöld, þau verður bara að vera sanngjörn og réttlát.” Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sátt um gjöldin ekki í sjónmáli SFS gagnrýna veiðigjaldafrumvarpið. Sé ekki í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar um að tryggja samkeppnishæfni. Hægt að draga frá fjárfestingarkostnað og lækka þannig veiðigjöld. 26. september 2018 09:00 Gjaldhlutfall óbreytt og veiðigjaldanefnd verður lögð niður Gjaldhlutfall veiðigjalds helst óbreytt og verður 33 prósent samkvæmt nýju frumvarpi um veiðigjöld. Aftur á móti verða færri tegundir gjaldskildar og hagnaður af vinnslu verður undanskilin gjaldi, ólíkt því sem nú er. Ráðherra hyggst mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í þessari viku. 25. september 2018 18:14 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Útgerðarmaður á smábát í Reykjavík segir að nú þegar þurfi að bregðast við til að koma í veg fyrir að veiðigjald geri útaf við minni útgerðir og stuðli að frekari samþjöppun í sjávarútvegi. Allir séu tilbúnir að greiða gjald fyrir aðgang að auðlindinni, en það þurfi að vera sanngjarnt. Sitt sýnist hverjum um nýtt frumvarp um veiðigjöld sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti í gær. Flestir virðast sammála um að það sé jákvætt skref að leitast við að einfalda stjórnsýslu og færa útreikning sem næst rauntíma. Aðrir lýsa vonbrigðum, ekki hvað síst eigendur lítilla og meðalstórra útgerða. Einn þeirra er Þorvaldur Gunnlaugsson sem hefur rekið eigin útgerð í 25 ár en hann gerir út á einn lítinn bát, Ásþór RE-395, og fiskar um 100 tonn á ári. „Mér finnst þetta ekki nógu gott, í fyrsta lagi eru þeir ekki að leiðrétta fyrir fiskveiðiárið 2017 og 2018 sem var allt of dýrt og allt of há veiðileyfisgjöld miðað við verð," segir Þorvaldur sem finnst að upphæð veiðigjalda ættu að vera í réttu hlutfalli við stærð útgerða. „Menn eiga að laga þetta núna, bara strax í dag,” bætir hann við. Það er ekki aðeins veiðigjaldið sem er íþyngjandi að sögn Þorvalds. “Olían hefur verið einn af dýrustu liðunum mínum og það var einn mánuður í sumar þá var ég með olíu upp á 360 þúsund og veiðileyfisgjöld upp á 330 þúsund. Þetta kemur orðið fast á eftir olíureikningnum,” segir Þorvaldur. Hann kveðst ekki bjartsýnn í garð íslenskra ráðamanna. „Ég held að maður sé alveg búinn með allar væntingar í kringum þennan sjávarútveg frá stjórnmálamönnum. Sjávarútvegur virðist vera notaður sem pólitískt bitbein og það kemur aldrei neitt sem menn segja almennilegt út finnst mér. Menn ætluðu að laga þetta í vor, það varð ekkert úr því og frestuðu fram á haustið og það er heldur ekki tekið á vandanum fyrir litlar og meðalstórar útgerðir ennþá,” segir Þorvaldur. „Þetta er bara ekkert rétt gjald. Það vilja allir borga veiðileyfisgjöld, þau verður bara að vera sanngjörn og réttlát.”
Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sátt um gjöldin ekki í sjónmáli SFS gagnrýna veiðigjaldafrumvarpið. Sé ekki í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar um að tryggja samkeppnishæfni. Hægt að draga frá fjárfestingarkostnað og lækka þannig veiðigjöld. 26. september 2018 09:00 Gjaldhlutfall óbreytt og veiðigjaldanefnd verður lögð niður Gjaldhlutfall veiðigjalds helst óbreytt og verður 33 prósent samkvæmt nýju frumvarpi um veiðigjöld. Aftur á móti verða færri tegundir gjaldskildar og hagnaður af vinnslu verður undanskilin gjaldi, ólíkt því sem nú er. Ráðherra hyggst mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í þessari viku. 25. september 2018 18:14 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Sátt um gjöldin ekki í sjónmáli SFS gagnrýna veiðigjaldafrumvarpið. Sé ekki í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar um að tryggja samkeppnishæfni. Hægt að draga frá fjárfestingarkostnað og lækka þannig veiðigjöld. 26. september 2018 09:00
Gjaldhlutfall óbreytt og veiðigjaldanefnd verður lögð niður Gjaldhlutfall veiðigjalds helst óbreytt og verður 33 prósent samkvæmt nýju frumvarpi um veiðigjöld. Aftur á móti verða færri tegundir gjaldskildar og hagnaður af vinnslu verður undanskilin gjaldi, ólíkt því sem nú er. Ráðherra hyggst mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í þessari viku. 25. september 2018 18:14
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda