Lögreglumál

Fréttamynd

Nettó-ræninginn handtekinn eftir eltingaleik

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann sem réðst á kassastarfsmann og stal peningum úr verslun Nettó í Lágmúla eftir að hafa veitt honum eftirför í gærkvöldi. Ræninginn stakk af á bíl og ók meðal annars á aðra bíla og á móti umferð.

Innlent
Fréttamynd

Fimm mánaða stúlka skotin til bana í Chicago

Fimm mánaða stúlka var skotin til bana í aftursæti bíls í South Shore-hverfi Chicago síðdegis í gær. Stúlkan var flutt á spítala eftir að hafa fengið skot í höfuðið og lést hún þar. Maður á fimmtugsaldri hlaut einnig áverka eftir að byssuskot hæfði hann nærri auga.

Erlent
Fréttamynd

Rændi Nettó og flúði af vettvangi

Mat­vöru­versl­un­in Nettó í Lág­múla var rænd fyrr í kvöld. Að sögn vitna sló ræn­ing­inn til starfsmanns, tók pening úr kassanum og flúði af vettvangi. Engan sakaði í árásinni og vinnur lögreglan nú að rannsókn málsins.

Innlent
Fréttamynd

Handlék hníf innan um hóp ungmenna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann sem tilkynnt var um að hefði handleikið hníf innan um hóp ungmenna í Árbæ í gærkvöldi. Áður hafði sést til hans koma út úr skóla þar sem innbrotskerfi var í gangi.

Innlent
Fréttamynd

Byssumaðurinn vistaður á „viðeigandi stofnun“

Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði karlmann á sjötugsaldri sem var handtekinn fyrir að skjóta á bíla í Hafnarfirði í gær til vistunar á viðeigandi stofnun í fjórar vikur. Skotárásin er rannsökuð sem tilraun til manndráps.

Innlent
Fréttamynd

Tvö innbrot þar sem búðarkössum var stolið

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust í gærkvöldi og nótt tvær tilkynningar er vörðuðu innbrot í verslun og fyrirtæki. Atvikin áttu sér stað í póstnúmerum 103 og 109 en í báðum tilvikum voru búðarkassar með skiptimynt hafðir á brott.

Innlent
Fréttamynd

„Ég var mjög hrædd og ótta­slegin“

Berglind Bjarney Ásgeirsdóttir, íbúi að Miðvangi 41 þar sem skotið var á tvo bíla í morgun, sagðist hafa orðið óörugg og óttasleginn vegna ástandsins sem skapaðist í morgun. Henni fannst skorta nægilega upplýsingagjöf frá lögreglunni en einu upplýsingarnar sem hún fékk um málið heyrði hún í útvarpinu.

Innlent
Fréttamynd

Maður í bílnum sem skotið var á

Lögreglan er sögð rannsaka skotárás á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði í morgun sem tilraun til manndráps. Eigandi annars bílsins var inni í honum þegar karlmaður á sjötugsaldri skaut á hann.

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­sak­sóknari á­frýjar dómi Brynjars Creed

Ríkissaksóknari mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjaness í máli Brynjars Creed til Landsréttar. Að sögn Kolbrúnar Benediktsdóttur, varahéraðssaksóknara sem rak málið fyrir héraðsdómi, snýr áfrýjunin að því að Brynjar verði jafnframt sakfelldur fyrir nauðgun, með því að hafa fengið stúlkur undir lögaldri til þess að framkvæma ýmsar kynferðislegar athafnir í gegnum netið.

Innlent
Fréttamynd

Umsátrinu í Hafnarfirði lauk þegar maðurinn gaf sig fram

Karlmaður á sjötugsaldri sem grunaður er um að hafa skotið á tvo bíla við Miðvang í Hafnarfirði kom út úr íbúð sinni sjálfviljugur skömmu eftir hádegi og er nú í haldi lögreglu. Þar með lauk tæplega fjögurra klukkustunda löngu umsátursástandi.

Innlent
Fréttamynd

Markmiðið að ná manninum út heilum á húfi

Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að lögregla sé tilbúin að vera eins lengi og þarf við blokk við Miðvang í Hafnarfirði þar sem grunaður byssumaður er lokaður inni í íbúð. Markmiðið sé að ná manninum heilum á húfi út.

Innlent
Fréttamynd

Um­sáturs­á­stand eftir skot­á­rás í Hafnar­firði

Lögreglumenn reyna nú að ræða við karlmann á sjötugsaldri sem er grunaður um að skjóta á kyrrstæðan bíl fyrir utan fjölbýlishús við Miðvang í Hafnarfirði í morgun. Vopnaðir sérsveitarmenn eru á vettvangi og mikil viðbúnaður en grunaði byssumaðurinn er í íbúð í blokkinni. 

Innlent
Fréttamynd

Lítur ætluð brot Eimskips alvarlegum augum

Rannsókn héraðssaksóknara á meintum brotum Eimskips á lögum um meðhöndlun úrgangs er umfangsmikil og kallað hefur verið eftir gögnum erlendis frá. Forstjóri Umhverfisstofnunar lítur málið alvarlegum augum og framkvæmdastjóri hjá Eimskip er með réttarstöðu sakbornings.

Innlent
Fréttamynd

Engum verið fylgt úr landi enn sem komið er

Í lok síðasta mánaðar stóð til að vísa alls 197 hælisleitendum úr landi, þar af 44 til Grikklands. Stoðdeild Ríkislögreglustjóra ákvað að byrja á hópnum sem senda átti til Grikklands en enn sem komið er hefur engum verið fylgt þangað.

Innlent
Fréttamynd

Fjölgun á hegningar­laga­brotum milli mánaða

Í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að 716 hegningarlagabrot voru skráð í maí og fjölgaði þeim á milli mánaða. Tilkynningum um þjófnaði fjölgaði á milli mánaða en tilkynningum um innbrot fækkaði.

Innlent
Fréttamynd

Aftanákeyrsla á Hellisheiði

Bílslys varð á Hellisheiði fyrir skömmu er bifreið ók aftan á aðra bifreið. Einhver slys urðu á fólki en ekki er vitað um líðan þeirra. Ekki þurfti að notast við klippur til að koma farþegum úr bifreiðunum að sögn Halldórs Ásgeirssonar, aðalvarðstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu.

Innlent
Fréttamynd

Olli ó­næði í Grafar­vogi

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í mjög annarlegu ástandi í Grafarvogi síðdegis í gær. Í dagbók lögreglu segir að tilkynningin hafi borist klukkan 17:20, en ítrekað var búið að hafa afskipti af manninum þar sem hann var að valda ónæði.

Innlent