Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Rafn Ágúst Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 10. janúar 2025 19:09 Vísir/Samsett Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. Borgarstjóri segir málið snúast um 1400 tré á svokölluðum hindranafríum aðflugsfleti við aðra flugbraut vallarins sem Samgöngustofa fari fram á að verði felld. Hann segir mikið áhyggjuefni að starfsemi vallarins verði skert en að hann hafi ekki fengið neinn rökstuðning fyrir því að það bæti flugöryggi að skera ljótt skarð í Öskjuhlíðina. Isavia barst erindi frá Samgöngustofu í gær þar sem fram kemur að hætta skuli notkun flugbrautar 31 til lendinga og flugbrautar 13 til flugtaks vegna „afstöðu Reykjavíkurborgar að lúta ekki án frekari tafa gildandi skipulagsreglum hvað varðar hæð trjágróðurs.“ Ekkert formlegt erindi borist Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir þetta koma sér á óvart. „Ég hef ekki fengið neitt formlegt erindi um að fella þessi tré. Við höfum fellt öll þau tré sem fara upp í þennan lögbundna hindrunarflöt sem alþjóðaflugreglur kveða á að sé án hindrana. Við felldum síðast 45 tré í september,“ segir hann. Það hafi þó byggt á gömlum mælingum þannig að óskað var eftir nýjum hæðarmælingum á trjánum. „Þá kom í ljós að það þarf að fella nokkur tré í viðbót og við erum tilbúin að gera það undir eins,“ segir Einar. „En þeirra krafa er að fella 1400 tré sem myndi rjúfa mjög ljótt skarð í þetta fallega græna svæði. Við þurfum að tryggja að ef menn taka þannig ákvarðanir að þær séu þá undirbyggðar rétt. Þetta er stór ákvörðun og við verðum að standa rétt að málum,“ segir hann. Óvæntur æðibunugangur Hvers vegna 1.400? „Fyrst fór Isavia fram á að 3.000 tré yrðu felld. Við vildum vita á hverju það var byggt. Þá voru gerðar þessar mælingar og þá kemur í ljós frá Samgöngustofu að það eru 1.400 tré. Þá er verið að gera svona renning upp eftir Öskjuhlíðinni þar sem engin tré eru. Við höfum ekki fengið neinn rökstuðning á hvernig það tryggir meira flugöryggi af því að hingað til hefur þessi flughindrunarflötur verið talinn nóg,“ segir Einar. „Aðallega finnst mér æðibunugangurinn í þessari stjórnsýslu koma á óvart. Að tilkynna um það að flugbraut verði lokað og okkur hefur ekki gefist tækifæri til að eiga við þau samtal um þetta mál. Ég hef áhyggjur af rekstraröryggi flugvallarins en svo hljótum við að geta leyst úr þessu með þessi tré, sér í lagi þegar borgin hefur sýnt svona mikinn samstarfsvilja.“ Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Fréttir af flugi Tré Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Borgarstjóri segir málið snúast um 1400 tré á svokölluðum hindranafríum aðflugsfleti við aðra flugbraut vallarins sem Samgöngustofa fari fram á að verði felld. Hann segir mikið áhyggjuefni að starfsemi vallarins verði skert en að hann hafi ekki fengið neinn rökstuðning fyrir því að það bæti flugöryggi að skera ljótt skarð í Öskjuhlíðina. Isavia barst erindi frá Samgöngustofu í gær þar sem fram kemur að hætta skuli notkun flugbrautar 31 til lendinga og flugbrautar 13 til flugtaks vegna „afstöðu Reykjavíkurborgar að lúta ekki án frekari tafa gildandi skipulagsreglum hvað varðar hæð trjágróðurs.“ Ekkert formlegt erindi borist Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir þetta koma sér á óvart. „Ég hef ekki fengið neitt formlegt erindi um að fella þessi tré. Við höfum fellt öll þau tré sem fara upp í þennan lögbundna hindrunarflöt sem alþjóðaflugreglur kveða á að sé án hindrana. Við felldum síðast 45 tré í september,“ segir hann. Það hafi þó byggt á gömlum mælingum þannig að óskað var eftir nýjum hæðarmælingum á trjánum. „Þá kom í ljós að það þarf að fella nokkur tré í viðbót og við erum tilbúin að gera það undir eins,“ segir Einar. „En þeirra krafa er að fella 1400 tré sem myndi rjúfa mjög ljótt skarð í þetta fallega græna svæði. Við þurfum að tryggja að ef menn taka þannig ákvarðanir að þær séu þá undirbyggðar rétt. Þetta er stór ákvörðun og við verðum að standa rétt að málum,“ segir hann. Óvæntur æðibunugangur Hvers vegna 1.400? „Fyrst fór Isavia fram á að 3.000 tré yrðu felld. Við vildum vita á hverju það var byggt. Þá voru gerðar þessar mælingar og þá kemur í ljós frá Samgöngustofu að það eru 1.400 tré. Þá er verið að gera svona renning upp eftir Öskjuhlíðinni þar sem engin tré eru. Við höfum ekki fengið neinn rökstuðning á hvernig það tryggir meira flugöryggi af því að hingað til hefur þessi flughindrunarflötur verið talinn nóg,“ segir Einar. „Aðallega finnst mér æðibunugangurinn í þessari stjórnsýslu koma á óvart. Að tilkynna um það að flugbraut verði lokað og okkur hefur ekki gefist tækifæri til að eiga við þau samtal um þetta mál. Ég hef áhyggjur af rekstraröryggi flugvallarins en svo hljótum við að geta leyst úr þessu með þessi tré, sér í lagi þegar borgin hefur sýnt svona mikinn samstarfsvilja.“
Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Fréttir af flugi Tré Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira