Fórnarlömb stungin í útlimi og brjósthol: Einn árásarmanna undir átján ára aldri Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 21. ágúst 2022 12:16 Varla líður helgi án hnífsstunguárásar að sögn Margeirs. Vísir/Kolbeinn Tumi Daðason Tilkynnt var um tvær hnífsstungur í miðbænum í nótt, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir aukinn vopnaburð áhyggjuefni, hann hafi ekki lengur tölu á fjölda stunguárása það sem af sé ári. Um klukkan hálf þrjú í nótt var lögreglu tilkynnt um tvær hnífsstungur í miðbæ Reykjavíkur. Fórnarlömbin voru stungin í útlimi og brjósthol og voru flutt á slysadeild til aðhlynningar. Þrír aðilar voru handteknir og fluttir í fangageymslu vegna málsins og bíða nú yfirheyrslu. Einn árásarmannanna er undir átján ára og hinir á nítjánda ári, fleiri liggi undir grun að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Fórnarlömbin séu ekki talin í lífshættu en lögregla vinni að því að ræða við vitni og skoða upptökur. „Við höfum ekki náð að ræða nægilega vel við þá sem urðu fyrir árásinni,“ segir Margeir. Hann segir aukinn vopnaburð áhyggjuefni. „Þetta er aukinn vopnaburður og svo líka það að fólk og bara unglingar viðast vera meira tilbúin til þess að beita þessum vopnum þegar þau eru með þau. Það er visst áhyggjuefni sem hefur rætt innan lögreglunnar,“ segir Margeir. Aðspurður hvort við séum að sjá einhverskonar ofbeldisbylgju líkt og nágrannaþjóðir segir hann, „Miðað við það sem við erum að sjá núna síðastliðin eitt tvo ár og þessa þróun stefnir þetta óneitanlega í þá áttina og þá ekkert endilega þegar við erum að ræða um þessar hnífsstunguárásir heldur líka þessar skotárásir sem hafa verið. Óneitanlega þá velta menn því fyrir sér hvort þetta sé einhver þróun sem að við eigum von á að komi til með að aukast,“ segir Margeir. Margeir segist ekki hafa tölu á því hversu margar stunguárásir hafi átt sér stað hér það sem af er ári. Meiðslin í kjölfar árása séu ekki alltaf alvarleg en það sé engu að síður verið að beita vopnum. Varla líði helgi án hnífsstunguárása en erfitt sé að leggja mat á fjöldann. „Áður fyrr gátum við sagt, ja það eru búnar að vera tvær, þrjár, fjórar, fimm á þessu tímabili en það er bara ómögulegt að segja, þetta er orðið svo mikið af þessu,“ segir Margeir. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Leggjast gegn fjölmiðlafrumvarpinu Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Um klukkan hálf þrjú í nótt var lögreglu tilkynnt um tvær hnífsstungur í miðbæ Reykjavíkur. Fórnarlömbin voru stungin í útlimi og brjósthol og voru flutt á slysadeild til aðhlynningar. Þrír aðilar voru handteknir og fluttir í fangageymslu vegna málsins og bíða nú yfirheyrslu. Einn árásarmannanna er undir átján ára og hinir á nítjánda ári, fleiri liggi undir grun að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. Fórnarlömbin séu ekki talin í lífshættu en lögregla vinni að því að ræða við vitni og skoða upptökur. „Við höfum ekki náð að ræða nægilega vel við þá sem urðu fyrir árásinni,“ segir Margeir. Hann segir aukinn vopnaburð áhyggjuefni. „Þetta er aukinn vopnaburður og svo líka það að fólk og bara unglingar viðast vera meira tilbúin til þess að beita þessum vopnum þegar þau eru með þau. Það er visst áhyggjuefni sem hefur rætt innan lögreglunnar,“ segir Margeir. Aðspurður hvort við séum að sjá einhverskonar ofbeldisbylgju líkt og nágrannaþjóðir segir hann, „Miðað við það sem við erum að sjá núna síðastliðin eitt tvo ár og þessa þróun stefnir þetta óneitanlega í þá áttina og þá ekkert endilega þegar við erum að ræða um þessar hnífsstunguárásir heldur líka þessar skotárásir sem hafa verið. Óneitanlega þá velta menn því fyrir sér hvort þetta sé einhver þróun sem að við eigum von á að komi til með að aukast,“ segir Margeir. Margeir segist ekki hafa tölu á því hversu margar stunguárásir hafi átt sér stað hér það sem af er ári. Meiðslin í kjölfar árása séu ekki alltaf alvarleg en það sé engu að síður verið að beita vopnum. Varla líði helgi án hnífsstunguárása en erfitt sé að leggja mat á fjöldann. „Áður fyrr gátum við sagt, ja það eru búnar að vera tvær, þrjár, fjórar, fimm á þessu tímabili en það er bara ómögulegt að segja, þetta er orðið svo mikið af þessu,“ segir Margeir.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Leggjast gegn fjölmiðlafrumvarpinu Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira