Gos á Fimmvörðuhálsi Formaður norska Framfaraflokksins heillaður af gosinu Siv Jensen, formaður norska Framfaraflokksins, segir að hún sé heilluð af miklum kröftum íslenskrar náttúru. Siv er stödd hér á landi ásamt 120 flokksfélögum sínum segir norska blaðið Verdens Gang. Innlent 21.3.2010 11:41 Um 500 manns bíða í Boston eftir flugi til Íslands Um 500 manns bíða í Boston í Bandaríkjunum eftir því að ná flugi til Íslands. Eldgosið á Fimmvörðuhálsi og lokun flugvalla hefur valdið mikilli truflun á flugi Icelandair. Innlent 21.3.2010 09:20 Fóru í leyfisleysi á Fimmvörðuháls og festu sig Tveir vísindamenn sem fóru í leyfisleysi upp á Fimmvörðuháls til að virða fyrir sér gosið festust þar á bíl sínum í nótt. Tveir menn frá björgunarsveitinni Víkverja í Vík gerðu sér far upp á Fimmvörðuháls til þess að hjálpa þeim og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli eru þeir á leið niður. Lögreglan segir það mjög ámælisvert af mönnunum að fara þessa leið við þær aðstæður sem nú eru uppi. Innlent 21.3.2010 08:26 Þrír flugvellir lokaðir vegna gossins Keflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli og Akureyrarflugvelli hefur verið lokað þar til ítarlegri upplýsingar um gosið í Eyjafjallajökli liggja fyrir. Þetta er gert samkvæmt viðbúnaðaráætlun Flugstoða. Innlent 21.3.2010 06:15 Gosið ekki í ís Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að bjarminn sem kemur frá gosinu bendi til þess að þarna komi glóandi kvika. Gosið komi ekki upp í ís því þá væri gjóskufjallið meira. Innlent 21.3.2010 05:41 Gos hafið í Eyjafjallajökli Gos er hafið í Eyjafjallajökli. Þetta staðfesti lögreglan á Selfossi við Vísi. Lögreglan segir að menn hafi orðið varir við öskufall í jöklinum um korter yfir tólf. Innlent 21.3.2010 00:46 Gosbjarmi frá Eyjafjallajökli og öskufall í byggð Eldgos hófst í austan verðum Eyjafjallajökli upp úr klukkan tólf í nótt. Almannavarnir hafa lýst yfir neyðarstigi og brottflutningur er hafinn á fólki í nágrenni gostöðvanna. Víðir Reynisson aðgerðarstjóri hjá Almannavörnum Innlent 21.3.2010 01:41 Dómsmálaráðherra upplýstur um gang mála Dómsmálaráðherra, Ragna Árnadóttir, hefur verið látin vita af gangi mála í Eyjafjallajökli, segir Víðir Reynisson, yfirmaður almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Innlent 21.3.2010 02:28 Gosið virðist byrja rólega Gosið í Eyjafjallajökli sést hvorki á radar né mjög glöggt á jarðskjálftamælum, segir Steinunn Jakobsdóttir, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofunni. Innlent 21.3.2010 01:51 Fólk safnast saman í grunnskólanum á Hvolsvelli Íbúar í Fljótshlíð, Landeyjum, Þykkvabæ og annar staðar í nágrenni við Eyjafjallajökul eru nú að safnast saman í grunnskólanum á Hvolsvelli. Þar eru íbúar skráðir niður og þurfa að hafast við í nótt á dýnum eða í bílum en í öruggu skjóli frá jöklinum. Mikill mannfjöldi er saman komin þar nú en vitað var að rúmlega 600 hundruð manns þurftu að yfirgefa heimili sín yrði gos í jöklinum en auk þess eru ferðamenn á staðnum. Innlent 21.3.2010 02:38 Gosið sést frá Vestmannaeyjum Lögreglan í Vestmannaeyjum segist sjá smá bjarma í vestanverðum Eyjafjallajökli. Bjarminn sé kki mikill og sjáist ekki vel. Lögreglan segir að mikið að fólki í Vestmannaeyjum sé úti í Hrauni að fylgjast með. Lögreglan segir að fólki í Vestmanneyjum sé nokkuð brugðið enda muna Eyjamenn gosið í Heimakletti 1973. Innlent 21.3.2010 01:20 Þýsk fjölskylduþáttaröð um ævintýraeyjuna Ísland „Willi segir ekki eitt orð um Ice-save eða fjármálakrísur," segir framleiðandinn Heimir Jónasson. Lífið 15.3.2010 20:45 Töluverð skjálftavirkni undir Eyjafjallajökli í nótt Töluverð skjálftahrina varð undir Eyjafjallajökli í nótt og stóð í hálfa aðra klukkustund. Nokkrir skjálftanna mældust um og yfir tvo á Richter og sá sterkasti var 2,6. Á sömu slóðum varð um það bil klukkustundar skjálftahrina snemma í gærmorgun og mældist snarpasti kippurinn 2,4 á Richter. Innlent 10.3.2010 06:54 « ‹ 10 11 12 13 ›
Formaður norska Framfaraflokksins heillaður af gosinu Siv Jensen, formaður norska Framfaraflokksins, segir að hún sé heilluð af miklum kröftum íslenskrar náttúru. Siv er stödd hér á landi ásamt 120 flokksfélögum sínum segir norska blaðið Verdens Gang. Innlent 21.3.2010 11:41
Um 500 manns bíða í Boston eftir flugi til Íslands Um 500 manns bíða í Boston í Bandaríkjunum eftir því að ná flugi til Íslands. Eldgosið á Fimmvörðuhálsi og lokun flugvalla hefur valdið mikilli truflun á flugi Icelandair. Innlent 21.3.2010 09:20
Fóru í leyfisleysi á Fimmvörðuháls og festu sig Tveir vísindamenn sem fóru í leyfisleysi upp á Fimmvörðuháls til að virða fyrir sér gosið festust þar á bíl sínum í nótt. Tveir menn frá björgunarsveitinni Víkverja í Vík gerðu sér far upp á Fimmvörðuháls til þess að hjálpa þeim og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli eru þeir á leið niður. Lögreglan segir það mjög ámælisvert af mönnunum að fara þessa leið við þær aðstæður sem nú eru uppi. Innlent 21.3.2010 08:26
Þrír flugvellir lokaðir vegna gossins Keflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli og Akureyrarflugvelli hefur verið lokað þar til ítarlegri upplýsingar um gosið í Eyjafjallajökli liggja fyrir. Þetta er gert samkvæmt viðbúnaðaráætlun Flugstoða. Innlent 21.3.2010 06:15
Gosið ekki í ís Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að bjarminn sem kemur frá gosinu bendi til þess að þarna komi glóandi kvika. Gosið komi ekki upp í ís því þá væri gjóskufjallið meira. Innlent 21.3.2010 05:41
Gos hafið í Eyjafjallajökli Gos er hafið í Eyjafjallajökli. Þetta staðfesti lögreglan á Selfossi við Vísi. Lögreglan segir að menn hafi orðið varir við öskufall í jöklinum um korter yfir tólf. Innlent 21.3.2010 00:46
Gosbjarmi frá Eyjafjallajökli og öskufall í byggð Eldgos hófst í austan verðum Eyjafjallajökli upp úr klukkan tólf í nótt. Almannavarnir hafa lýst yfir neyðarstigi og brottflutningur er hafinn á fólki í nágrenni gostöðvanna. Víðir Reynisson aðgerðarstjóri hjá Almannavörnum Innlent 21.3.2010 01:41
Dómsmálaráðherra upplýstur um gang mála Dómsmálaráðherra, Ragna Árnadóttir, hefur verið látin vita af gangi mála í Eyjafjallajökli, segir Víðir Reynisson, yfirmaður almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Innlent 21.3.2010 02:28
Gosið virðist byrja rólega Gosið í Eyjafjallajökli sést hvorki á radar né mjög glöggt á jarðskjálftamælum, segir Steinunn Jakobsdóttir, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofunni. Innlent 21.3.2010 01:51
Fólk safnast saman í grunnskólanum á Hvolsvelli Íbúar í Fljótshlíð, Landeyjum, Þykkvabæ og annar staðar í nágrenni við Eyjafjallajökul eru nú að safnast saman í grunnskólanum á Hvolsvelli. Þar eru íbúar skráðir niður og þurfa að hafast við í nótt á dýnum eða í bílum en í öruggu skjóli frá jöklinum. Mikill mannfjöldi er saman komin þar nú en vitað var að rúmlega 600 hundruð manns þurftu að yfirgefa heimili sín yrði gos í jöklinum en auk þess eru ferðamenn á staðnum. Innlent 21.3.2010 02:38
Gosið sést frá Vestmannaeyjum Lögreglan í Vestmannaeyjum segist sjá smá bjarma í vestanverðum Eyjafjallajökli. Bjarminn sé kki mikill og sjáist ekki vel. Lögreglan segir að mikið að fólki í Vestmannaeyjum sé úti í Hrauni að fylgjast með. Lögreglan segir að fólki í Vestmanneyjum sé nokkuð brugðið enda muna Eyjamenn gosið í Heimakletti 1973. Innlent 21.3.2010 01:20
Þýsk fjölskylduþáttaröð um ævintýraeyjuna Ísland „Willi segir ekki eitt orð um Ice-save eða fjármálakrísur," segir framleiðandinn Heimir Jónasson. Lífið 15.3.2010 20:45
Töluverð skjálftavirkni undir Eyjafjallajökli í nótt Töluverð skjálftahrina varð undir Eyjafjallajökli í nótt og stóð í hálfa aðra klukkustund. Nokkrir skjálftanna mældust um og yfir tvo á Richter og sá sterkasti var 2,6. Á sömu slóðum varð um það bil klukkustundar skjálftahrina snemma í gærmorgun og mældist snarpasti kippurinn 2,4 á Richter. Innlent 10.3.2010 06:54
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent