Sif Sigmarsdóttir Smáfuglar vængstýfðir Ég hef löngum verið þeirrar bjargföstu trúar að heimurinn fari ekki versnandi. Þegar fólk býsnast yfir að allt hafi verið betra í gamladaga glotti ég drýgindaleg við tönn. Ég bara kaupi ekki að betra hafi verið að "tjilla“ í rökum og köldum moldarkofa, teygandi spenvolga mjólk, hlustandi á langafa þylja Hávamál enn einu sinni en að hanga á Ölstofunni með ískaldan Bríó, vafrandi á internetinu á nýja iPadinum. Bakþankar 2.8.2011 17:16 Fúskarar í sviðsljósinu Bakþankar 19.7.2011 16:57 Góð einkunn ekki málið Bresku kaupkonunni Jenny Paton varð um þegar hún veitti eftirtekt manni sem gægðist inn um stofuglugga heimilis hennar í Dorset þar sem hún sat og púslaði með dætrum sínum. Hana fór að gruna að ekki væri allt með felldu nokkrum dögum síðar þegar ókunnugur bíll veitti henni eftirför er hún ók dætrunum í skólann. Það sem Jenny vissi ekki var að yfirvöld njósnuðu um hana í skjóli hryðjuverkalaga. Hver meintur glæpur Jennyar var hefði hún aldrei getað gert sér í hugarlund. Bakþankar 5.7.2011 22:28 Banvænt daður Fáir þora að segja nokkuð um það upphátt af ótta við að vera uppnefndir kaldrifjaðir markaðsdýrkendur og frjálshyggjublesar – eða jafnvel bara almennir lúsablesar. En það er hvíslað í myrkustu skúmaskotum samkvæma, á kaffistofunni í gætilega völdum félagsskap, í heita pottinum eftir að óþekktu andlitin fara upp úr. Spurningin liggur í loftinu: Hvað er málið með landsbyggðina? Bakþankar 21.6.2011 20:36 Megrun vitsmunanna Ég rauk upp frá tölvuskjánum. Ég þurfti að strauja skyrtur eiginmannsins, skúra gólfið, leggja á mér hárið, marinera nautasteikina og gera magaæfingar. Bíddu, bíddu… Ég hristi af mér internetmókið. Hvað var ég að hugsa? Kallinn mátti strauja sínar skyrtur sjálfur; gólfið skúraði ég bara á jólunum; úfið tagl var fullkomlega viðunandi greiðsla; árið var ekki 1950. Bakþankar 7.6.2011 21:54 Hver sængaði hjá hverjum? Tvö nöfn eru á allra vörum í Bretlandi um þessar mundir; annars vegar nafn heimsfrægs bresks leikara sem hélt framhjá eiginkonu sinni með sömu vændiskonu og sögð er hafa þjónustað Wayne Rooney; hins vegar nafn fótboltahetju sem hélt framhjá konu sinni með þátttakanda úr Big Brother raunveruleikaþættinum. En hverjar eru þessar breysku stjörnur? Bakþankar 24.5.2011 22:29 "Cheated by Iceland" Gljáfægðir liðu búðargluggarnir hjá, fullir af handgerðu súkkulaði og hátískufatnaði. Fyrirhafnarlaus fegurð geislaði af farðalitlum andlitum Parísar-skvísanna. Eftir bökkum Signu stikuðu franskir herramenn svo ábúðarfullir á svip að um huga þeirra hlutu að fara hugsanir samboðnar Descartes þótt umbúðirnar jöfnuðust á við Olivier Martinez. Þar sem ég sat í aftursæti leigubíls sem ók mér frá aðallestarstöð Parísarborgar á hótelið sem ég hugðist dvelja á eina helgi hríslaðist um mig eftirvænting sem aðeins yfirvofandi „croissant"-át og biðin eftir kampavíni geta framkallað. Ekkert gat raskað fullkomleika helgarinnar sem fram undan var. Eða næstum ekkert. Bakþankar 10.5.2011 18:05 Það kallast einræði Ef ég gæti raðað saman hinni fullkomnu útgáfu af sjálfri mér myndi ég velja mér til sjálfsbótar varir og barm Angelinu Jolie, leggi Gwyneth Paltrow og afturenda Jennifer Lopez. Töluvert hefur borið á óskhyggju af svipuðum toga í pólitískri umræðu undanfarið. Spáin um uppstokkun í flokkakerfinu sem reglulega skýtur upp kollinum hefur tekið að láta á sér kræla og með henni pólitískir dagdraumar um fullkomlega samsetta stjórnmálaflokka. Við kvöldverðarborð um land allt er rifist um hverjum skuli sparka úr þeim flokkum sem nú starfa, hverjum skuli halda og hverja þurfi að færa milli liða. Bakþankar 27.4.2011 11:10 Herra forseti, Davíð Oddsson Bakþankar 13.4.2011 23:35 Herra forseti, Davíð Oddsson Bakþankar 13.4.2011 09:14 Gólið í afsagnarkórnum Þá byrjar það enn á ný, rammfalskt og taktlaust gólið í afsagnarkór stjórnarandstöðunnar. Um er að ræða endurflutning á verkinu „Jóhanna Sig. á að segja af sér“. Ég tel að ég sé ekki sú eina sem kysi heldur að sitja í gegnumtrekk í hálfkláraðri Hörpunni undir Niflungahring Wagners í flutningi Bakþankar 29.3.2011 16:24 Fótum troðnir karlmenn Útvarpið er bilað, önnur framrúðan lokast ekki og einn hjólkoppanna er týndur. Þrettán ára gamla bílskrjóðnum mínum hefur verið lýst sem brotajárni á hjólum. Í umsókn um bílatryggingu sem ég fyllti út Bakþankar 14.3.2011 22:38 Hver er eiginlega þessi þjóð? Ég man þá tíð þegar "þjóð“ var hugtak sem aðeins var flaggað á tyllidögum; á 17. júní, yfir Evróvisjón og landsleikjum í fót- og handbolta. Mörgum þótti það hálfgerður garmur – í besta falli gamaldags, rembingslegt og útblásið; í versta falli gildishlaðið og hrokafullt. Það Bakþankar 1.3.2011 16:03 Hamingjusömu hægrimennirnir Bölsýnismenn eins og ég sem alla tíð hafa búið við glasið hálftómt eru loksins í tísku. Bjartsýni er svo 2007. En þótt félagsskapur okkar sem höfum allt á hornum okkur hafi farið stækkandi um heim allan er einn sá hópur Bakþankar 15.2.2011 12:57 Stjórnlagaþing er eins og megrun Ég sat í félagsskap poka af kartöfluflögum fyrir framan sjónvarpið og horfði á beina útsendingu frá Alþingi. Þingheimur þrefaði um ákvörðun Bakþankar 1.2.2011 18:00 Ég hef ekkert að fela Fyrir nokkrum misserum var ég stöðvuð af bresku hryðjuverkalögreglunni þar sem ég keyrði á þrettán ára gamla bílskrjóðnum mínum eftir götum Bakþankar 18.1.2011 21:11 Heilaþvottur og heilsuátakið Ég get staðist allt nema freistingar,“ er haft eftir rithöfundinum Oscar Wilde. Nú þegar fara þarf að efna áramótaheitin eiga vafalaust margir Bakþankar 4.1.2011 15:21 Vitringurinn með gjafakortið Á morgun er Þorláksmessa. Margir eiga sér tiltekna hefð þennan dag. Sumar fjölskyldur koma saman til að borða skötu, aðrar njóta samverustundar við að skreyta jólatréð. Bakþankar 21.12.2010 16:34 Arðrænandi launþegar „Bankageirinn er eins og lifrin,“ sagði ungur, prúðbúinn maður sem stóð við hliðina á mér við barinn á samkundu í Lundúnum nýverið. Þrátt fyrir litla þekkingu á bæði bankastarfsemi og líffræði – og enn minni áhuga – gat ég ekki látið hjá líða að krefja manninn skýringar á óvenjulegri samlíkingunni. Bakþankar 7.12.2010 22:06 Ef Jón Gnarr væri kona Stundum er sem kona megi vart hripa skoðun sína niður á blað án þess að vera sökuð um að vera skrækróma. Fjölmiðlagúrúinn Óli Tynes afskrifaði gagnrýnendur Gillzenegger, meðhöfundar símaskrárinnar, af einstakri rökfestu á dögunum með því að kalla þá skræka dólgfemínista. Bakþankar 23.11.2010 14:07 N1 bjargar jólunum Þegar forstjóri olíurisans N1 lýsti því yfir á dögunum að íslenski bókamarkaðurinn væri staðnaður fór um okkur sem gutlum við fagið skjálfti svo ryklagið á herðunum þyrlaðist upp og köngulóarvefirnir í handarkrikunum gengu í bylgjum. Bakþankar 9.11.2010 21:05 Hvað skal gera við forsetann? Vilhjálmur Bretaprins og kærasta hans sáust kaupa frosna pitsu og ofnfranskar í verslun á dögunum. Breskir dálkahöfundar, æstir í fréttir af öðru en niðurskurði í ríkisútgjöldum sem einokað hafa umræðuna síðan öxin féll fyrir viku, drógu þá ályktun að kaupin gætu ekki þýtt annað en að konunglegt brúðkaup væri á næsta leiti. Svo óáhugavert virtist Bakþankar 26.10.2010 22:07 Niðurskurður í vinnustaðahúmor Grænmetisætur lifa ekki lengur en við hin – þær líta bara út fyrir að vera eldri. Sama dag og grænmetisafurðum rigndi yfir íslenskan þingheim við setningu Alþingis setti breska þingið lög sem vernda grænmetisætur gegn bröndurum sem þeim hér að ofan. Með nýrri löggjöf um jafnrétti á breskum vinnustöðum er nú bannað að segja brandara um Bakþankar 12.10.2010 22:50 Landráð fyrir draumastarfið "Vilt þú starfa við að hlusta á annarra manna símtöl?" Þegar ég heyrði draumastarfið mitt auglýst í fréttatíma BBC ætlaði ég ekki að trúa eigin eyrum. Frá því heilinn í mér hóf að greina orðaskil hefur helsta áhugamál mitt verið að hlera samtöl sem ekki eru ætluð mér. Bakþankar 28.9.2010 11:21 « ‹ 6 7 8 9 ›
Smáfuglar vængstýfðir Ég hef löngum verið þeirrar bjargföstu trúar að heimurinn fari ekki versnandi. Þegar fólk býsnast yfir að allt hafi verið betra í gamladaga glotti ég drýgindaleg við tönn. Ég bara kaupi ekki að betra hafi verið að "tjilla“ í rökum og köldum moldarkofa, teygandi spenvolga mjólk, hlustandi á langafa þylja Hávamál enn einu sinni en að hanga á Ölstofunni með ískaldan Bríó, vafrandi á internetinu á nýja iPadinum. Bakþankar 2.8.2011 17:16
Góð einkunn ekki málið Bresku kaupkonunni Jenny Paton varð um þegar hún veitti eftirtekt manni sem gægðist inn um stofuglugga heimilis hennar í Dorset þar sem hún sat og púslaði með dætrum sínum. Hana fór að gruna að ekki væri allt með felldu nokkrum dögum síðar þegar ókunnugur bíll veitti henni eftirför er hún ók dætrunum í skólann. Það sem Jenny vissi ekki var að yfirvöld njósnuðu um hana í skjóli hryðjuverkalaga. Hver meintur glæpur Jennyar var hefði hún aldrei getað gert sér í hugarlund. Bakþankar 5.7.2011 22:28
Banvænt daður Fáir þora að segja nokkuð um það upphátt af ótta við að vera uppnefndir kaldrifjaðir markaðsdýrkendur og frjálshyggjublesar – eða jafnvel bara almennir lúsablesar. En það er hvíslað í myrkustu skúmaskotum samkvæma, á kaffistofunni í gætilega völdum félagsskap, í heita pottinum eftir að óþekktu andlitin fara upp úr. Spurningin liggur í loftinu: Hvað er málið með landsbyggðina? Bakþankar 21.6.2011 20:36
Megrun vitsmunanna Ég rauk upp frá tölvuskjánum. Ég þurfti að strauja skyrtur eiginmannsins, skúra gólfið, leggja á mér hárið, marinera nautasteikina og gera magaæfingar. Bíddu, bíddu… Ég hristi af mér internetmókið. Hvað var ég að hugsa? Kallinn mátti strauja sínar skyrtur sjálfur; gólfið skúraði ég bara á jólunum; úfið tagl var fullkomlega viðunandi greiðsla; árið var ekki 1950. Bakþankar 7.6.2011 21:54
Hver sængaði hjá hverjum? Tvö nöfn eru á allra vörum í Bretlandi um þessar mundir; annars vegar nafn heimsfrægs bresks leikara sem hélt framhjá eiginkonu sinni með sömu vændiskonu og sögð er hafa þjónustað Wayne Rooney; hins vegar nafn fótboltahetju sem hélt framhjá konu sinni með þátttakanda úr Big Brother raunveruleikaþættinum. En hverjar eru þessar breysku stjörnur? Bakþankar 24.5.2011 22:29
"Cheated by Iceland" Gljáfægðir liðu búðargluggarnir hjá, fullir af handgerðu súkkulaði og hátískufatnaði. Fyrirhafnarlaus fegurð geislaði af farðalitlum andlitum Parísar-skvísanna. Eftir bökkum Signu stikuðu franskir herramenn svo ábúðarfullir á svip að um huga þeirra hlutu að fara hugsanir samboðnar Descartes þótt umbúðirnar jöfnuðust á við Olivier Martinez. Þar sem ég sat í aftursæti leigubíls sem ók mér frá aðallestarstöð Parísarborgar á hótelið sem ég hugðist dvelja á eina helgi hríslaðist um mig eftirvænting sem aðeins yfirvofandi „croissant"-át og biðin eftir kampavíni geta framkallað. Ekkert gat raskað fullkomleika helgarinnar sem fram undan var. Eða næstum ekkert. Bakþankar 10.5.2011 18:05
Það kallast einræði Ef ég gæti raðað saman hinni fullkomnu útgáfu af sjálfri mér myndi ég velja mér til sjálfsbótar varir og barm Angelinu Jolie, leggi Gwyneth Paltrow og afturenda Jennifer Lopez. Töluvert hefur borið á óskhyggju af svipuðum toga í pólitískri umræðu undanfarið. Spáin um uppstokkun í flokkakerfinu sem reglulega skýtur upp kollinum hefur tekið að láta á sér kræla og með henni pólitískir dagdraumar um fullkomlega samsetta stjórnmálaflokka. Við kvöldverðarborð um land allt er rifist um hverjum skuli sparka úr þeim flokkum sem nú starfa, hverjum skuli halda og hverja þurfi að færa milli liða. Bakþankar 27.4.2011 11:10
Gólið í afsagnarkórnum Þá byrjar það enn á ný, rammfalskt og taktlaust gólið í afsagnarkór stjórnarandstöðunnar. Um er að ræða endurflutning á verkinu „Jóhanna Sig. á að segja af sér“. Ég tel að ég sé ekki sú eina sem kysi heldur að sitja í gegnumtrekk í hálfkláraðri Hörpunni undir Niflungahring Wagners í flutningi Bakþankar 29.3.2011 16:24
Fótum troðnir karlmenn Útvarpið er bilað, önnur framrúðan lokast ekki og einn hjólkoppanna er týndur. Þrettán ára gamla bílskrjóðnum mínum hefur verið lýst sem brotajárni á hjólum. Í umsókn um bílatryggingu sem ég fyllti út Bakþankar 14.3.2011 22:38
Hver er eiginlega þessi þjóð? Ég man þá tíð þegar "þjóð“ var hugtak sem aðeins var flaggað á tyllidögum; á 17. júní, yfir Evróvisjón og landsleikjum í fót- og handbolta. Mörgum þótti það hálfgerður garmur – í besta falli gamaldags, rembingslegt og útblásið; í versta falli gildishlaðið og hrokafullt. Það Bakþankar 1.3.2011 16:03
Hamingjusömu hægrimennirnir Bölsýnismenn eins og ég sem alla tíð hafa búið við glasið hálftómt eru loksins í tísku. Bjartsýni er svo 2007. En þótt félagsskapur okkar sem höfum allt á hornum okkur hafi farið stækkandi um heim allan er einn sá hópur Bakþankar 15.2.2011 12:57
Stjórnlagaþing er eins og megrun Ég sat í félagsskap poka af kartöfluflögum fyrir framan sjónvarpið og horfði á beina útsendingu frá Alþingi. Þingheimur þrefaði um ákvörðun Bakþankar 1.2.2011 18:00
Ég hef ekkert að fela Fyrir nokkrum misserum var ég stöðvuð af bresku hryðjuverkalögreglunni þar sem ég keyrði á þrettán ára gamla bílskrjóðnum mínum eftir götum Bakþankar 18.1.2011 21:11
Heilaþvottur og heilsuátakið Ég get staðist allt nema freistingar,“ er haft eftir rithöfundinum Oscar Wilde. Nú þegar fara þarf að efna áramótaheitin eiga vafalaust margir Bakþankar 4.1.2011 15:21
Vitringurinn með gjafakortið Á morgun er Þorláksmessa. Margir eiga sér tiltekna hefð þennan dag. Sumar fjölskyldur koma saman til að borða skötu, aðrar njóta samverustundar við að skreyta jólatréð. Bakþankar 21.12.2010 16:34
Arðrænandi launþegar „Bankageirinn er eins og lifrin,“ sagði ungur, prúðbúinn maður sem stóð við hliðina á mér við barinn á samkundu í Lundúnum nýverið. Þrátt fyrir litla þekkingu á bæði bankastarfsemi og líffræði – og enn minni áhuga – gat ég ekki látið hjá líða að krefja manninn skýringar á óvenjulegri samlíkingunni. Bakþankar 7.12.2010 22:06
Ef Jón Gnarr væri kona Stundum er sem kona megi vart hripa skoðun sína niður á blað án þess að vera sökuð um að vera skrækróma. Fjölmiðlagúrúinn Óli Tynes afskrifaði gagnrýnendur Gillzenegger, meðhöfundar símaskrárinnar, af einstakri rökfestu á dögunum með því að kalla þá skræka dólgfemínista. Bakþankar 23.11.2010 14:07
N1 bjargar jólunum Þegar forstjóri olíurisans N1 lýsti því yfir á dögunum að íslenski bókamarkaðurinn væri staðnaður fór um okkur sem gutlum við fagið skjálfti svo ryklagið á herðunum þyrlaðist upp og köngulóarvefirnir í handarkrikunum gengu í bylgjum. Bakþankar 9.11.2010 21:05
Hvað skal gera við forsetann? Vilhjálmur Bretaprins og kærasta hans sáust kaupa frosna pitsu og ofnfranskar í verslun á dögunum. Breskir dálkahöfundar, æstir í fréttir af öðru en niðurskurði í ríkisútgjöldum sem einokað hafa umræðuna síðan öxin féll fyrir viku, drógu þá ályktun að kaupin gætu ekki þýtt annað en að konunglegt brúðkaup væri á næsta leiti. Svo óáhugavert virtist Bakþankar 26.10.2010 22:07
Niðurskurður í vinnustaðahúmor Grænmetisætur lifa ekki lengur en við hin – þær líta bara út fyrir að vera eldri. Sama dag og grænmetisafurðum rigndi yfir íslenskan þingheim við setningu Alþingis setti breska þingið lög sem vernda grænmetisætur gegn bröndurum sem þeim hér að ofan. Með nýrri löggjöf um jafnrétti á breskum vinnustöðum er nú bannað að segja brandara um Bakþankar 12.10.2010 22:50
Landráð fyrir draumastarfið "Vilt þú starfa við að hlusta á annarra manna símtöl?" Þegar ég heyrði draumastarfið mitt auglýst í fréttatíma BBC ætlaði ég ekki að trúa eigin eyrum. Frá því heilinn í mér hóf að greina orðaskil hefur helsta áhugamál mitt verið að hlera samtöl sem ekki eru ætluð mér. Bakþankar 28.9.2010 11:21
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent