EM 2016 í Frakklandi

Grátlegt tap í Tékklandi | Myndir
Strákunum okkar var komið niður á jörðina í Plzen í kvöld.

Sjáðu fagnaðarlætin úr íslensku stúkunni | Myndband
Það ætlaði allt um koll að keyra þegar Ragnar Sigurðsson skoraði fyrsta mark leiksins í kvöld beint fyrir framan stuðningsmenn íslenska landsliðsins.

Gylfi: Fórum aldrei almennilega í gang
"Við viljum vera betri og skora fleiri mörk,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson.

Lagerbäck: Ég á stóran þátt í tapinu
Lars Lagerbäck segir að þjálfarar íslenska liðsins hefðu átt að undirbúa sína menn betur.

Theódór Elmar: Er óánægður með eigin frammistöðu
Einstaklingsmistök gerðu það að verkum að leikskipulag íslenska landsliðsins gekk ekki upp í naumu tapi gegn Tékklandi í kvöld að mati Theódórs Elmars, leikmanns íslenska landsliðsins.

Kolbeinn: Enginn að væla ef við nýtum færin
Kolbeinn Sigþórsson segir að leikmenn íslenska landsliðsins verði að líta í eigin barm.

Jón Daði: Kem eflaust út eins og skúrkurinn
Jón Daði Böðvarsson var skiljanlega vonsvikinn eftir 1-2 tap gegn Tékklandi í dag en hann skoraði óheppilegt sjálfsmark í leiknum sem reyndist vera sigurmark leiksins.

Kári: Þeir voru bara betri en við
Miðvörðurinn svekktur eftir tapið gegn Tékklandi í kvöld.

Rosicky: Jöfnunarmarkið vendipunkturinn
Tomas Rosicky átti stórleik á miðjunni hjá Tékklandi í dag.

Hannes: Sorgleg mörk að fá á sig í jafn stórum leik
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var að vonum svekktur eftir 1-2 tap gegn Tékklandi í kvöld.

Heimir: Engin ró og miðjan komst aldrei inn í leikinn
Landsliðsþjálfarinn viðurkenndi fúslega að Tékkar voru betri í leik liðanna í Plzen í kvöld.

Ragnar: Verður einhvern tímann að tapa
Ragnar Sigurðsson, miðvörður Íslands, var hundfúll í leikslok, en Ragnar skoraði mark Íslands gegn Tékklandi í kvöld.

Aron Einar: Erum enn í bullandi séns
Aron Einar segir Ísland enn vera í bullandi séns að fara til Frakklands.

Einkunnir strákanna: Aron bestur en Elmar slakastur
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var besti leikmaður karlalandsliðs Íslands í 2-1 tapinu gegn Tékkum.

Þjóðin svekkt en stolt af strákunum
Sparkspekingar eru sársvekktir með 2-1 tap karlalandsliðs Íslands í Tékklandi í kvöld. EM-draumurinn lifir þó enn góðu lífi.

Tyrkir með sinn fyrsta sigur
Tyrkir með sinn fyrsta sigur og Malta og Búlgaría gerðu jafntefli.

Sjáðu mörkin úr tapinu í Plzen | Myndbönd
Jón Daði Böðvarsson skoraði slysalegt sjálfsmark sem tryggði Tékkum sigur gegn Ísland.

Íslendingar síðastir til að fá á sig mark í undankeppni EM
Íslenska landsliðið hélt hreinu fram í uppbótartíma fyrri hálfleiks í fjórða leik sínum í undankeppni EM og sló þar með við öllum liðunum í undankeppninni.

Gummi Ben missti sig yfir marki Ragnars
Okkar maður lýsir leiknum beint á Bylgjunni.

Landsmenn á nálum yfir leiknum
Íslendingar eru límdir við sjónvarps- og tölvuskjána í kvöld enda stórleikur í Tékklandi. Karlalandslið Íslands mætir heimamönnum í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016.

Freyr: Lars og Heimir eru ofboðslega vel skipulagðir
Þjálfari kvennalandsliðsins er með í förinni til Belgíu og Tékklands.


Cech og Rosicky í byrjunarliði Tékklands
Ekkert óvænt í byrjunarliði heimamanna sem mætir Íslandi klukkan 19.45 í undankeppni EM 2016.

Tólfan til Tékklands: Tólfan að verða klár
Stuðningsmannasveit Íslands er að verða klár í slaginn.

Óbreytt byrjunarlið gegn Tékklandi
Lars og Heimir halda tryggð við sömu leikmenn og hafa spilað í undankeppninni til þessa.

Tólfan til Tékklands: Tólfan mætt á barinn
Félagarnir Davíð Óskar Ólafsson og Þorsteinn Magnússon tilheyra fríðum og háværum hópi grjótharðra stuðningsmanna karlalandsliðsins í knattspyrnu.

Tólfan hertók Plzen | Myndir
Fjölmenn sveit stuðningsmanna Íslands eru komnir til Plzen í Tékklandi.

Tólfan til Tékklands: Mættir til Plzen
Tólfan er mætt til Plzen. Myndir og myndbönd.

Blys og ólæti í jafntefli á Ítalíu | Sjáðu mörkin
Það voru mikil læti í Mílanó í dag þar sem Króatar voru í heimsókn. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Umfjöllun: Strákarnir felldir í Tékklandi
Íslenska liðinu var kippt niður á jörðina á ný eftir drauma byrjun í undankeppni Evrópumótsins í 1-2 tapi gegn Tékklandi í Plzen í kvöld.