Brynhildur Björnsdóttir Vonir og væntingar Það var á Bindindismótinu í Galtalæk 1986 sem Greifarnir léku lagið Útihátíð í fyrsta sinn um verslunarmannahelgi og meitluðu í tón um eilífð stemninguna þessa fyrstu helgi í ágúst, sem er jafnframt síðasta helgi í sumarleyfi hjá mörgum og stærsta ferða-, útihátíða- og áfengisneysluhelgi ársins hjá öllum, að minnsta kosti að meðaltali. Ég man þetta af því þetta var mín fyrsta og síðasta útihátíð. Síðan hef ég reynt að eyða verslunarmannahelgum, sem og flestum öðrum dögum ársins, í tæri við kranavatn, heitt og kalt, útveggi og kaffivélar og ekki innan um of margt fólk. En það er bara ég og ég fagna þeim sem streymdu út úr bæjum og borgum í gær á hátíðasvæði eða sumarbústaði og vona að þeir skemmti sér vel. Bakþankar 3.8.2012 19:24 Ský á mig Snjór úti, snjór inni, snjór í hjarta, snjór í sinni. Snjó meiri snjó!“ söng þriggja ára dóttir mín og gerði snjóengil á stofugólfið sem skýringu á því af hverju hún vildi ekki fara út. Þetta var á fimmtánda degi í sumarfríi þar sem einu sinni hafði komið dropi úr lofti en sólin annars bulið á glaðbeittum hægfara hringförum allan tímann með tilheyrandi bílahita og rykmekki á fáfarnari leiðum. Breyttir tííímaar, hugsaði ég og mundaði sólarvörnina. Bakþankar 20.7.2012 16:27 Eggin í Gleðivík Þegar komið er inn á Djúpavog greinist gatan í tvær áttir. Önnur leiðin liggur niður á bryggjuna þar sem falleg gömul hús prýða umhverfið. Í hina áttina bendir skilti sem á stendur Eggin í Gleðivík. Beygðu í þá átt, í átt til Gleðivíkur, þar sem einu sinni var loðnubræðsla sem síðan var lögð niður og eftir stóð verksmiðjan ein. Keyrðu fram hjá hinu skemmtilega og leyndardómsfulla Hvarfi þar sem tvær hvalabeinagrindur standa vörð um ævintýraheim þar sem hundur syngur og hægt er að fræðast um töfrasteina en passaðu að kíkja þar við í bakaleiðinni. Og svo sérðu Eggin í Gleðivík. Bakþankar 10.7.2012 16:40 Yfir holt og hóla Ég varð fyrir því að týna bíllyklinum mínum fyrir nokkru. Varð reyndar ekki vör við að hann vantaði í líf mitt fyrr en töluverðu eftir að ég notaði hann síðast og er því ekki alveg með á hreinu hvar hann hvarf. Bakþankar 6.7.2012 15:55 Fáðu já Hann var svolítið sætur og þegar hann bauð mér í bíltúr þar sem ég stóð bak við afgreiðsluborðið á kaffihúsinu fannst mér allt í lagi að þiggja það. Ég var sextán, hann nítján. Bíltúrinn varð að boði um að horfa á mynd heima hjá honum. Ég hafði aldrei gert neitt þessu líkt áður og fannst tími til kominn að lenda í einhverjum ævintýrum. Þegar þangað var komið runnu á mig tvær grímur. Við kysstumst. Ég sagðist vilja fara heim. Hann skildi það og keyrði mig heim. Í bílnum sagði hann orðrétt: "Ég hef engan áhuga á því að gera það með stelpu sem vill ekki gera það með mér.“ Bakþankar 22.6.2012 16:00 Gönguferð á skógarstíg Fortíðin er skógur og í gegnum hann liggur stígur. Stundum er þægilegt, ákjósanlegt eða jafnvel bráðnauðsynlegt að beygja út af hraðbrautinni og leggja á þennan stíg. Eftir stígnum er hægt að rölta rólega, hlaupa, jafnvel hjólaskauta, stökkva og fela sig inni í runna ef einhver eða eitthvað birtist sem ekki er gaman að hitta, þótt það borgi sig nú oftast að mæta því, fara á trúnó við þá sem verða á stíg manns eða bara stoppa við bekk, hvíla sig og hugsa málið. Bakþankar 8.6.2012 16:39 Lög góða fólksins Í kvöld ætlar kórinn minn, Heykvíslakór góða fólksins, að halda tónleika í heimahúsum þar sem athygli er vakin á jafn fúlum og ósexí hlutum og mannréttindabrotum. Kórinn hefur áður haldið tónleika við ýmis tækifæri. Við gólum fúlt á fyndna kalla, görgum margraddað inn í athugasemdakerfi fjölmiðla og samskiptasíðna með alls konar skoðanir á því sem fólk lætur þar frá sér, við leyfum okkur meira að segja að finnast ekki allir brandarar fyndnir. Okkur finnst við að sjálfsögðu hafa himin höndum tekið (af lífi) í kvöld að fá enn eitt tækifærið til að banna. Bakþankar 25.5.2012 16:32 Dagur fjörþyngdar Megrunarlausi dagurinn var í gær og margir hugsuðu sér eflaust gott til glóðarsteiktrar rifjasteikur, bernaise-sósu og súkkulaðiköku, þegar megrun er ekki málið, eins og hún virðist annars vera hjá þorra þjóðar aðra daga ársins. Fyrir mér er megrunarlausi dagurinn fyrst og fremst dagur meðvitundar um nokkur atriði: Bakþankar 6.5.2012 21:58 Sagan í sorpinu Sumarið er komið. Besti tími ársins er núna, áður en gróðurinn vex og kæfir allt fallega ruslið sem við, borgararnir í Reykjavík, höfum nostursamlega raðað í blómabeðin og undir runnana. Það er ekki auðvelt að raða rusli þannig að það líti út fyrir að því hafi verið fleygt tilviljanakennt og án umhugsunar, það vita þeir sem reynt hafa. Að staðsetja rétt rifinn plastpoka þannig á grein að hann teygi tætlur sínar til himins í ákveðinni vindátt, að krumpa kókglas saman svo ekki sé á allra færi að greina uppruna þess, að láta sælgætisbréf fölna passlega mikið í sólskininu til að varla sé hægt að gera sér ljóst hvað stóð einu sinni á þeim, hálfgleymd minning um unað í munni. Þetta er miklu meira en handahófskennt eða hugsunarlaust, þetta er útpæld aðferð til að setja mark á umhverfi sitt, til að láta vita af tilvist sinni. ÉG var hér og því til sönnunar skildi ÉG þessa drykkjarjógúrtdós eftir hér á grasinu. Bakþankar 19.4.2012 22:26 Er vorið endanlega komið? Þessi spurning var lögð fyrir lesendur Vísis í vikunni, í kjörkassanum góðkunna. Einhver kynni að spyrja sig hvort hægt væri að spyrja með svo afdráttarlausum hætti. En greinilega eru nógu margir sem hafa trú á mætti viljans og/eða eigin brjóstviti til að svara. Og niðurstöðurnar voru afdráttarlausar. Já sögðu 25% og nei sögðu 75%. Þrátt fyrir góðan vilja og bjartsýni 25% prósenta þess hluta þjóðarinnar sem lagði atkvæði sitt í kjörkassann er vorið því ekki endanlega komið. Bakþankar 22.3.2012 17:12 Of feit fyrir þig? Ég heiti Brynhildur og ég er ekki óhamingjusöm. Ég lifi góðu lífi, er í skemmtilegu og gefandi starfi, á yndislega fjölskyldu og frábæra vini. Ég er heilsuhraust, stunda afar skemmtilega líkamsrækt þrisvar í viku, nýt þess að lesa góðar bækur og fara í leikhús, hef ekki teljandi fjárhagsáhyggjur og á fullt af flottum fötum. Já, ég er fegurðardrottning. Bakþankar 8.3.2012 16:40 Áfram eilífðarsmáblóm! Á öskudaginn kvað við nýjan tón þegar æska landsins þrammaði hásyngjandi fram hjá eldhúsglugganum hjá mér. Eða eiginlega eldgamlan. Ég átti von á Bjarnastaðabeljunum, þrautreyndum þjóðsöng öskudagsins síðan elstu menn og konur muna, nú eða kannski Krummi krunkar úti, Maístjörnunni, eða Stattu upp með Bláum ópal. En þetta var ekkert af opinberum tónlista þess eina dags ársins þegar börn fá hið dýrmæta tækifæri til að verða sér úti um sælgæti í sekkjavís með því að hefja upp raust sína og láta í sér heyra. Bakþankar 23.2.2012 16:23 Kátir kjúklingar Ég er ekki bara grænmetisæta. Ég borða líka fisk, ávexti, egg og stundum súkkulaði. Ég borða hins vegar ekki fugla eða ferfætlinga. Eins nafnorðs skýring á því hvar ég stend í fæðukeðjunni er mér vitanlega ekki til á íslensku en það þvælist ekkert fyrir mér. Kjötneysla annarra truflar mig ekkert heldur. Ég er afar stolt af því að hafa nú nýlega lært að búa til kjötbollur sem mér skilst að séu nokkuð bragðgóðar. Stundum elda ég líka kjúklingalæri handa börnunum mínum, sem þeim finnst einstaklega góður matur. Bakþankar 9.2.2012 17:20 Takk Ég æddi inn á gjörgæsludeild klukkan 23.45 á sunnudagskvöldi, útgrátin með úfið hár og í inniskóm. Það voru einmitt vaktaskipti og ég hrasaði í flasið á lækni sem var að fara heim. Hún leit á mig og sagði svo: "Sestu niður með mér smástund.“ Hún spurði mig hvern ég væri að heimsækja og rakti svo fyrir mér hvernig staðan væri, hvað væri verið að gera og hvað væri hægt að gera. Vaktin hennar var búin, hún var á leið heim eftir örugglega erfiðan dag en gaf sér samt tíma fyrir mig. Bakþankar 26.1.2012 17:36 Paraskevidekatriaphobia Af því að það er gaman að skrifa þetta orð. Svo má líka prófa að segja það… ekki vera hrædd, þið verðið hvorki lostin eldingu né bitin af svörtum stigaketti þótt þið prófið að segja orð sem þið hafið líklegast aldrei heyrt sagt og vitið ekkert hvað þýðir. Orð eru bara orð, er það ekki? Bakþankar 12.1.2012 16:53 Bleika lýsum grund Jæja, enn eitt árið er að renna í mark og hægt að fara að hlakka til áramótanna enda kösturinn í garðinum með myndarlegasta móti. Það er eitthvað svo persónulegt, einstakt og ljúft við að sjá sitt gamla ár fuðra upp í eigin garði: öll gömlu Fréttablöðin, pappadiskana frá því í grillveislunni í sumar og gömlu Billy-hillurnar. Stundin er yndisleg rétt fyrir áramót þegar eldarnir kvikna í hverjum garði, allir takast í hendur og rifja upp árið sem er að líða, kveðja það sem brennur á bálinu og taka fagnandi á móti nýju ári sem bera mun með sér efnivið í nýtt bál að ári. Áramótabrennan í garðinum er minn uppáhaldssiður. Bakþankar 29.12.2011 17:51 Jóladraumur Jóladraumar eru í mörgum litum. Sumir láta sig dreyma um hvít jól af snjó og frosti, fyrir öðrum eru jólin rauð eins og klæði jólasveina, sumir eiga blá og einmanaleg jól og fyrir ekki svo mörgum árum voru engin jól með jólum nema þau væru svört, jólatréð og allt. Þá eru ótalin bleiku fiðrildajólin sem eflaust glöddu marga þegar þau voru í tísku. Bakþankar 15.12.2011 17:02 Jólastjörnuholið Jólin jólin alls staðar, jólin jólin koma brátt, jólasveinninn gefur gott í skó, það heyrast jólabjöllur og börnin fara að hlakka til og jólasveinn birtist hér og unaðsleg jólastund. Það eina sem skiptir máli er að niðurtalningin er hafin og með henni kemst skrið á undirbúninginn sem hjá nokkrum hófst í september með jólasultugerð, hjá sumum í október með upphafi hannyrða til jólagjafa, nokkrir byrjuðu í nóvember að föndra jólakort og skrifa. Einhverjir forsjálir keyptu reyndar jólagjafirnar á útsölunum í ágúst. En hvað um það, þeir dagar eru liðnir og koma ekki aftur. Frá og með gærdeginum fór allt á jólafullt. Bakþankar 1.12.2011 18:08 Sætmeti til sölu Mikill fréttaflutningur hefur verið um ofþyngd Íslendinga undanfarið. Talað er um að Íslendingar séu næstfeitasta þjóð Vesturlanda og að aukinni offitu barna sé best lýst sem faraldri. Ýmsar umræður hafa sprottið upp í kjölfar þessa fréttaflutnings og vilja margir meina að orðum sé nokkuð aukið og einnig að heilsufarsvandamál og ofþyngd séu ekki endilega jafn samanspyrt og margir þeir sem tjá sig um ofþyngd vilja vera láta. Ég ætla ekkert að tjá mig um það hér enda væri ég þá á hálum ís, tilheyrandi þeim vaxandi hópi Íslendinga sem er í ofþyngd. Bakþankar 17.11.2011 17:12 Lambið hinsta fylgist með þér Ég var í sveit sem barn. Ég fór í sauðburð á hverju vori, dró að mér anganina af lífinu að kvikna, lék við litlu lömbin smá... og át þau síðan með uppstúf og rauðkáli á jólunum. Afi minn gerði heimsins besta hangikjöt og honum þótti sjálfsagt að láta uppruna þess getið, enda stoltur af sínu fé og sínu kjöti þannig að ég þekkti jólamatinn alltaf persónulega. Bakþankar 3.11.2011 17:29 Dæmisaga úr raunveruleikanum Einu sinni var kona. Konan var reyndar ég en vegna dæmisöguformsins sem þessi saga þarf að hafa fer betur á því að segja hana í þriðju persónu. Konan ég kom sem sagt heim úr vinnunni um miðjan dag vegna erinda og sá í götunni bíl merktan Bakþankar 6.10.2011 17:14 Af ástleysi kanslara og kjánapriks Silvio Berlusconi vill ekki sofa hjá Angelu Merkel. Bara alls ekki. Honum finnst hún feit og ekkert sexý. Þessu lýsti hann yfir í símtali við blaðamann, sem var með upptökutæki í gangi og hugðist nota ummælin til að kúga fé út úr forsætisráðherranum ítalska. Þýskir fjölmiðlar tóku þessum ummælum illa og fjölmiðlar annars staðar tala um hneyksli, móðgun og lítillækkun fyrir Merkel, kanslara Þýskalands, sem er sennilega valdamesta kona í heiminum. Bakþankar 22.9.2011 16:33 Þunglynd herðatré Haustið er doppótt. Doppur eru skemmtilegar. Þær lífga upp á umhverfið og eru oft í skemmtilegum litum. Enska orðið yfir doppumynstur er „polka dot", mjög glaðlegt orð. Doppur eru gleði. Ég, viðskiptavinkonan sem hlýtur að eiga að kaupa doppóttu fötin, kaupi það. En á tískusýningunum þar sem doppurnar voru kynntar var gleðin sem fyrr fjarri góðum leiða. Bakþankar 8.9.2011 16:45 Lífið er plastfiskur Lífið er ekki lengur saltfiskur. Lífið er plast. Tölvurnar okkar, símarnir, leikföng, hjólahjálmar, bílar, flugvélar, föt, húsgögn, rafmagnssnúrur, barbídúkkur, málning... Sumt af því sem við fyrstu sýn virðist vera úr tré eða málmi er í raun úr plasti. Flestur neysluvarningur er vafinn inn í mörg lög af plasti og síðan settur í plastpoka til að auðvelda heimflutning. Plastást heimsins er afar rökrétt. Það er svo auðvelt að nota plast, þægilegt að láta það passa inn í líf sitt. Það er mótanlegt, einangrar vel, er létt, sveigjanlegt, ryðgar ekki og er auðvelt að þrífa. Svo er það yfirleitt ódýrt, oft litskrúðugt og lítil lykt af því. Plast er manngert efni, búið til úr olíu en það er hægt að búa allt til úr plasti. Bakþankar 25.8.2011 17:42 Það þarf heilt þorp Samfélag gengur út á sameiginlega ábyrgð og ekki síst sameiginlegt siðferði. Sumir vilja meina að siðferðið sé grundvöllur samfélagsins, að án samkomulags um hvað sé rétt og hvað sé rangt sé ekkert samfélag. Bakþankar 11.8.2011 16:49 Stoltið hýrt Ég lærði orðið hommi í skólanum þegar ég var tíu ára. Eða reyndar Á skólanum. Einhvern morguninn blöstu orðin HOMMI+HÓRA=SÖN ÁST við á nokkrum útveggjum. Ég vissi ekkert hvaða fólk þetta var, enda lítið talað um þau inni í skólanum eða í sjónvarpinu, en datt helst í hug að þessir krakkar væru í tólf ára bekknum og þetta væri óður til kærleika þeirra. Í frímínútum komst ég svo auðvitað að því að þetta voru ekki sérnöfn, þetta voru tegundaheiti á mannlegri hegðun sem lögð var að jöfnu og þótti neikvæð. Og meira lærði ég ekki í mörg ár. Bakþankar 4.8.2011 18:05 Bjarta gullið Um daginn var ég með dóttur minni í göngutúr í miðbænum þegar við gengum fram á fallegan drykkjarfont. Hann var í laginu eins og grjóthnullungur og efst úr honum gusaðist smáspræna sem fór niður í skál í bergið og lak þaðan niður með steininum og niður á stétt sem drakk vatnið í sig. Þar sem dóttir mín fékk sér sopa vakti hún óskipta athygli erlendra ferðalanga sem horfðu á barnið og vatnið og töluðu saman í lágum hljóðum og kinkuðu kolli. Bakþankar 14.7.2011 22:18 Bjarta gullið Bakþankar 14.7.2011 16:57 Maðurinn í myndinni Maður sést misþyrma átta ára barni á hreyfimynd. Á myndinni er hægt að þekkja bæði mann og barn. Það er því miður ekki hægt á flestum þess konar myndum sem rekur á fjörur lögreglunnar, hvað þá að hægt sé að rekja viðkomandi einstaklinga til ákveðins heimilisfangs. Þegar hægt er að bera kennsl á mann, barn og athæfi á hreyfimyndum er líka hægt að sanna svo ekki sé um villst að glæpur hafi verið framinn og réttvísin hlýtur að ganga hreint til sinnar fyrstu skyldu: að vernda samfélagið. Bakþankar 30.6.2011 17:48 Kæri Jón Óskabarnið á afmæli í dag. Hann átti líka afmæli í fyrra og mörg ár þar á undan og alltaf er haldið upp á afmælið hans með skærum lúðrahljómi og fánaskotum, hátíðarræðum og hoppiköstulum, blöðrum og brjóstsykurssnuðum. Bakþankar 16.6.2011 17:45 « ‹ 1 2 3 4 … 4 ›
Vonir og væntingar Það var á Bindindismótinu í Galtalæk 1986 sem Greifarnir léku lagið Útihátíð í fyrsta sinn um verslunarmannahelgi og meitluðu í tón um eilífð stemninguna þessa fyrstu helgi í ágúst, sem er jafnframt síðasta helgi í sumarleyfi hjá mörgum og stærsta ferða-, útihátíða- og áfengisneysluhelgi ársins hjá öllum, að minnsta kosti að meðaltali. Ég man þetta af því þetta var mín fyrsta og síðasta útihátíð. Síðan hef ég reynt að eyða verslunarmannahelgum, sem og flestum öðrum dögum ársins, í tæri við kranavatn, heitt og kalt, útveggi og kaffivélar og ekki innan um of margt fólk. En það er bara ég og ég fagna þeim sem streymdu út úr bæjum og borgum í gær á hátíðasvæði eða sumarbústaði og vona að þeir skemmti sér vel. Bakþankar 3.8.2012 19:24
Ský á mig Snjór úti, snjór inni, snjór í hjarta, snjór í sinni. Snjó meiri snjó!“ söng þriggja ára dóttir mín og gerði snjóengil á stofugólfið sem skýringu á því af hverju hún vildi ekki fara út. Þetta var á fimmtánda degi í sumarfríi þar sem einu sinni hafði komið dropi úr lofti en sólin annars bulið á glaðbeittum hægfara hringförum allan tímann með tilheyrandi bílahita og rykmekki á fáfarnari leiðum. Breyttir tííímaar, hugsaði ég og mundaði sólarvörnina. Bakþankar 20.7.2012 16:27
Eggin í Gleðivík Þegar komið er inn á Djúpavog greinist gatan í tvær áttir. Önnur leiðin liggur niður á bryggjuna þar sem falleg gömul hús prýða umhverfið. Í hina áttina bendir skilti sem á stendur Eggin í Gleðivík. Beygðu í þá átt, í átt til Gleðivíkur, þar sem einu sinni var loðnubræðsla sem síðan var lögð niður og eftir stóð verksmiðjan ein. Keyrðu fram hjá hinu skemmtilega og leyndardómsfulla Hvarfi þar sem tvær hvalabeinagrindur standa vörð um ævintýraheim þar sem hundur syngur og hægt er að fræðast um töfrasteina en passaðu að kíkja þar við í bakaleiðinni. Og svo sérðu Eggin í Gleðivík. Bakþankar 10.7.2012 16:40
Yfir holt og hóla Ég varð fyrir því að týna bíllyklinum mínum fyrir nokkru. Varð reyndar ekki vör við að hann vantaði í líf mitt fyrr en töluverðu eftir að ég notaði hann síðast og er því ekki alveg með á hreinu hvar hann hvarf. Bakþankar 6.7.2012 15:55
Fáðu já Hann var svolítið sætur og þegar hann bauð mér í bíltúr þar sem ég stóð bak við afgreiðsluborðið á kaffihúsinu fannst mér allt í lagi að þiggja það. Ég var sextán, hann nítján. Bíltúrinn varð að boði um að horfa á mynd heima hjá honum. Ég hafði aldrei gert neitt þessu líkt áður og fannst tími til kominn að lenda í einhverjum ævintýrum. Þegar þangað var komið runnu á mig tvær grímur. Við kysstumst. Ég sagðist vilja fara heim. Hann skildi það og keyrði mig heim. Í bílnum sagði hann orðrétt: "Ég hef engan áhuga á því að gera það með stelpu sem vill ekki gera það með mér.“ Bakþankar 22.6.2012 16:00
Gönguferð á skógarstíg Fortíðin er skógur og í gegnum hann liggur stígur. Stundum er þægilegt, ákjósanlegt eða jafnvel bráðnauðsynlegt að beygja út af hraðbrautinni og leggja á þennan stíg. Eftir stígnum er hægt að rölta rólega, hlaupa, jafnvel hjólaskauta, stökkva og fela sig inni í runna ef einhver eða eitthvað birtist sem ekki er gaman að hitta, þótt það borgi sig nú oftast að mæta því, fara á trúnó við þá sem verða á stíg manns eða bara stoppa við bekk, hvíla sig og hugsa málið. Bakþankar 8.6.2012 16:39
Lög góða fólksins Í kvöld ætlar kórinn minn, Heykvíslakór góða fólksins, að halda tónleika í heimahúsum þar sem athygli er vakin á jafn fúlum og ósexí hlutum og mannréttindabrotum. Kórinn hefur áður haldið tónleika við ýmis tækifæri. Við gólum fúlt á fyndna kalla, görgum margraddað inn í athugasemdakerfi fjölmiðla og samskiptasíðna með alls konar skoðanir á því sem fólk lætur þar frá sér, við leyfum okkur meira að segja að finnast ekki allir brandarar fyndnir. Okkur finnst við að sjálfsögðu hafa himin höndum tekið (af lífi) í kvöld að fá enn eitt tækifærið til að banna. Bakþankar 25.5.2012 16:32
Dagur fjörþyngdar Megrunarlausi dagurinn var í gær og margir hugsuðu sér eflaust gott til glóðarsteiktrar rifjasteikur, bernaise-sósu og súkkulaðiköku, þegar megrun er ekki málið, eins og hún virðist annars vera hjá þorra þjóðar aðra daga ársins. Fyrir mér er megrunarlausi dagurinn fyrst og fremst dagur meðvitundar um nokkur atriði: Bakþankar 6.5.2012 21:58
Sagan í sorpinu Sumarið er komið. Besti tími ársins er núna, áður en gróðurinn vex og kæfir allt fallega ruslið sem við, borgararnir í Reykjavík, höfum nostursamlega raðað í blómabeðin og undir runnana. Það er ekki auðvelt að raða rusli þannig að það líti út fyrir að því hafi verið fleygt tilviljanakennt og án umhugsunar, það vita þeir sem reynt hafa. Að staðsetja rétt rifinn plastpoka þannig á grein að hann teygi tætlur sínar til himins í ákveðinni vindátt, að krumpa kókglas saman svo ekki sé á allra færi að greina uppruna þess, að láta sælgætisbréf fölna passlega mikið í sólskininu til að varla sé hægt að gera sér ljóst hvað stóð einu sinni á þeim, hálfgleymd minning um unað í munni. Þetta er miklu meira en handahófskennt eða hugsunarlaust, þetta er útpæld aðferð til að setja mark á umhverfi sitt, til að láta vita af tilvist sinni. ÉG var hér og því til sönnunar skildi ÉG þessa drykkjarjógúrtdós eftir hér á grasinu. Bakþankar 19.4.2012 22:26
Er vorið endanlega komið? Þessi spurning var lögð fyrir lesendur Vísis í vikunni, í kjörkassanum góðkunna. Einhver kynni að spyrja sig hvort hægt væri að spyrja með svo afdráttarlausum hætti. En greinilega eru nógu margir sem hafa trú á mætti viljans og/eða eigin brjóstviti til að svara. Og niðurstöðurnar voru afdráttarlausar. Já sögðu 25% og nei sögðu 75%. Þrátt fyrir góðan vilja og bjartsýni 25% prósenta þess hluta þjóðarinnar sem lagði atkvæði sitt í kjörkassann er vorið því ekki endanlega komið. Bakþankar 22.3.2012 17:12
Of feit fyrir þig? Ég heiti Brynhildur og ég er ekki óhamingjusöm. Ég lifi góðu lífi, er í skemmtilegu og gefandi starfi, á yndislega fjölskyldu og frábæra vini. Ég er heilsuhraust, stunda afar skemmtilega líkamsrækt þrisvar í viku, nýt þess að lesa góðar bækur og fara í leikhús, hef ekki teljandi fjárhagsáhyggjur og á fullt af flottum fötum. Já, ég er fegurðardrottning. Bakþankar 8.3.2012 16:40
Áfram eilífðarsmáblóm! Á öskudaginn kvað við nýjan tón þegar æska landsins þrammaði hásyngjandi fram hjá eldhúsglugganum hjá mér. Eða eiginlega eldgamlan. Ég átti von á Bjarnastaðabeljunum, þrautreyndum þjóðsöng öskudagsins síðan elstu menn og konur muna, nú eða kannski Krummi krunkar úti, Maístjörnunni, eða Stattu upp með Bláum ópal. En þetta var ekkert af opinberum tónlista þess eina dags ársins þegar börn fá hið dýrmæta tækifæri til að verða sér úti um sælgæti í sekkjavís með því að hefja upp raust sína og láta í sér heyra. Bakþankar 23.2.2012 16:23
Kátir kjúklingar Ég er ekki bara grænmetisæta. Ég borða líka fisk, ávexti, egg og stundum súkkulaði. Ég borða hins vegar ekki fugla eða ferfætlinga. Eins nafnorðs skýring á því hvar ég stend í fæðukeðjunni er mér vitanlega ekki til á íslensku en það þvælist ekkert fyrir mér. Kjötneysla annarra truflar mig ekkert heldur. Ég er afar stolt af því að hafa nú nýlega lært að búa til kjötbollur sem mér skilst að séu nokkuð bragðgóðar. Stundum elda ég líka kjúklingalæri handa börnunum mínum, sem þeim finnst einstaklega góður matur. Bakþankar 9.2.2012 17:20
Takk Ég æddi inn á gjörgæsludeild klukkan 23.45 á sunnudagskvöldi, útgrátin með úfið hár og í inniskóm. Það voru einmitt vaktaskipti og ég hrasaði í flasið á lækni sem var að fara heim. Hún leit á mig og sagði svo: "Sestu niður með mér smástund.“ Hún spurði mig hvern ég væri að heimsækja og rakti svo fyrir mér hvernig staðan væri, hvað væri verið að gera og hvað væri hægt að gera. Vaktin hennar var búin, hún var á leið heim eftir örugglega erfiðan dag en gaf sér samt tíma fyrir mig. Bakþankar 26.1.2012 17:36
Paraskevidekatriaphobia Af því að það er gaman að skrifa þetta orð. Svo má líka prófa að segja það… ekki vera hrædd, þið verðið hvorki lostin eldingu né bitin af svörtum stigaketti þótt þið prófið að segja orð sem þið hafið líklegast aldrei heyrt sagt og vitið ekkert hvað þýðir. Orð eru bara orð, er það ekki? Bakþankar 12.1.2012 16:53
Bleika lýsum grund Jæja, enn eitt árið er að renna í mark og hægt að fara að hlakka til áramótanna enda kösturinn í garðinum með myndarlegasta móti. Það er eitthvað svo persónulegt, einstakt og ljúft við að sjá sitt gamla ár fuðra upp í eigin garði: öll gömlu Fréttablöðin, pappadiskana frá því í grillveislunni í sumar og gömlu Billy-hillurnar. Stundin er yndisleg rétt fyrir áramót þegar eldarnir kvikna í hverjum garði, allir takast í hendur og rifja upp árið sem er að líða, kveðja það sem brennur á bálinu og taka fagnandi á móti nýju ári sem bera mun með sér efnivið í nýtt bál að ári. Áramótabrennan í garðinum er minn uppáhaldssiður. Bakþankar 29.12.2011 17:51
Jóladraumur Jóladraumar eru í mörgum litum. Sumir láta sig dreyma um hvít jól af snjó og frosti, fyrir öðrum eru jólin rauð eins og klæði jólasveina, sumir eiga blá og einmanaleg jól og fyrir ekki svo mörgum árum voru engin jól með jólum nema þau væru svört, jólatréð og allt. Þá eru ótalin bleiku fiðrildajólin sem eflaust glöddu marga þegar þau voru í tísku. Bakþankar 15.12.2011 17:02
Jólastjörnuholið Jólin jólin alls staðar, jólin jólin koma brátt, jólasveinninn gefur gott í skó, það heyrast jólabjöllur og börnin fara að hlakka til og jólasveinn birtist hér og unaðsleg jólastund. Það eina sem skiptir máli er að niðurtalningin er hafin og með henni kemst skrið á undirbúninginn sem hjá nokkrum hófst í september með jólasultugerð, hjá sumum í október með upphafi hannyrða til jólagjafa, nokkrir byrjuðu í nóvember að föndra jólakort og skrifa. Einhverjir forsjálir keyptu reyndar jólagjafirnar á útsölunum í ágúst. En hvað um það, þeir dagar eru liðnir og koma ekki aftur. Frá og með gærdeginum fór allt á jólafullt. Bakþankar 1.12.2011 18:08
Sætmeti til sölu Mikill fréttaflutningur hefur verið um ofþyngd Íslendinga undanfarið. Talað er um að Íslendingar séu næstfeitasta þjóð Vesturlanda og að aukinni offitu barna sé best lýst sem faraldri. Ýmsar umræður hafa sprottið upp í kjölfar þessa fréttaflutnings og vilja margir meina að orðum sé nokkuð aukið og einnig að heilsufarsvandamál og ofþyngd séu ekki endilega jafn samanspyrt og margir þeir sem tjá sig um ofþyngd vilja vera láta. Ég ætla ekkert að tjá mig um það hér enda væri ég þá á hálum ís, tilheyrandi þeim vaxandi hópi Íslendinga sem er í ofþyngd. Bakþankar 17.11.2011 17:12
Lambið hinsta fylgist með þér Ég var í sveit sem barn. Ég fór í sauðburð á hverju vori, dró að mér anganina af lífinu að kvikna, lék við litlu lömbin smá... og át þau síðan með uppstúf og rauðkáli á jólunum. Afi minn gerði heimsins besta hangikjöt og honum þótti sjálfsagt að láta uppruna þess getið, enda stoltur af sínu fé og sínu kjöti þannig að ég þekkti jólamatinn alltaf persónulega. Bakþankar 3.11.2011 17:29
Dæmisaga úr raunveruleikanum Einu sinni var kona. Konan var reyndar ég en vegna dæmisöguformsins sem þessi saga þarf að hafa fer betur á því að segja hana í þriðju persónu. Konan ég kom sem sagt heim úr vinnunni um miðjan dag vegna erinda og sá í götunni bíl merktan Bakþankar 6.10.2011 17:14
Af ástleysi kanslara og kjánapriks Silvio Berlusconi vill ekki sofa hjá Angelu Merkel. Bara alls ekki. Honum finnst hún feit og ekkert sexý. Þessu lýsti hann yfir í símtali við blaðamann, sem var með upptökutæki í gangi og hugðist nota ummælin til að kúga fé út úr forsætisráðherranum ítalska. Þýskir fjölmiðlar tóku þessum ummælum illa og fjölmiðlar annars staðar tala um hneyksli, móðgun og lítillækkun fyrir Merkel, kanslara Þýskalands, sem er sennilega valdamesta kona í heiminum. Bakþankar 22.9.2011 16:33
Þunglynd herðatré Haustið er doppótt. Doppur eru skemmtilegar. Þær lífga upp á umhverfið og eru oft í skemmtilegum litum. Enska orðið yfir doppumynstur er „polka dot", mjög glaðlegt orð. Doppur eru gleði. Ég, viðskiptavinkonan sem hlýtur að eiga að kaupa doppóttu fötin, kaupi það. En á tískusýningunum þar sem doppurnar voru kynntar var gleðin sem fyrr fjarri góðum leiða. Bakþankar 8.9.2011 16:45
Lífið er plastfiskur Lífið er ekki lengur saltfiskur. Lífið er plast. Tölvurnar okkar, símarnir, leikföng, hjólahjálmar, bílar, flugvélar, föt, húsgögn, rafmagnssnúrur, barbídúkkur, málning... Sumt af því sem við fyrstu sýn virðist vera úr tré eða málmi er í raun úr plasti. Flestur neysluvarningur er vafinn inn í mörg lög af plasti og síðan settur í plastpoka til að auðvelda heimflutning. Plastást heimsins er afar rökrétt. Það er svo auðvelt að nota plast, þægilegt að láta það passa inn í líf sitt. Það er mótanlegt, einangrar vel, er létt, sveigjanlegt, ryðgar ekki og er auðvelt að þrífa. Svo er það yfirleitt ódýrt, oft litskrúðugt og lítil lykt af því. Plast er manngert efni, búið til úr olíu en það er hægt að búa allt til úr plasti. Bakþankar 25.8.2011 17:42
Það þarf heilt þorp Samfélag gengur út á sameiginlega ábyrgð og ekki síst sameiginlegt siðferði. Sumir vilja meina að siðferðið sé grundvöllur samfélagsins, að án samkomulags um hvað sé rétt og hvað sé rangt sé ekkert samfélag. Bakþankar 11.8.2011 16:49
Stoltið hýrt Ég lærði orðið hommi í skólanum þegar ég var tíu ára. Eða reyndar Á skólanum. Einhvern morguninn blöstu orðin HOMMI+HÓRA=SÖN ÁST við á nokkrum útveggjum. Ég vissi ekkert hvaða fólk þetta var, enda lítið talað um þau inni í skólanum eða í sjónvarpinu, en datt helst í hug að þessir krakkar væru í tólf ára bekknum og þetta væri óður til kærleika þeirra. Í frímínútum komst ég svo auðvitað að því að þetta voru ekki sérnöfn, þetta voru tegundaheiti á mannlegri hegðun sem lögð var að jöfnu og þótti neikvæð. Og meira lærði ég ekki í mörg ár. Bakþankar 4.8.2011 18:05
Bjarta gullið Um daginn var ég með dóttur minni í göngutúr í miðbænum þegar við gengum fram á fallegan drykkjarfont. Hann var í laginu eins og grjóthnullungur og efst úr honum gusaðist smáspræna sem fór niður í skál í bergið og lak þaðan niður með steininum og niður á stétt sem drakk vatnið í sig. Þar sem dóttir mín fékk sér sopa vakti hún óskipta athygli erlendra ferðalanga sem horfðu á barnið og vatnið og töluðu saman í lágum hljóðum og kinkuðu kolli. Bakþankar 14.7.2011 22:18
Maðurinn í myndinni Maður sést misþyrma átta ára barni á hreyfimynd. Á myndinni er hægt að þekkja bæði mann og barn. Það er því miður ekki hægt á flestum þess konar myndum sem rekur á fjörur lögreglunnar, hvað þá að hægt sé að rekja viðkomandi einstaklinga til ákveðins heimilisfangs. Þegar hægt er að bera kennsl á mann, barn og athæfi á hreyfimyndum er líka hægt að sanna svo ekki sé um villst að glæpur hafi verið framinn og réttvísin hlýtur að ganga hreint til sinnar fyrstu skyldu: að vernda samfélagið. Bakþankar 30.6.2011 17:48
Kæri Jón Óskabarnið á afmæli í dag. Hann átti líka afmæli í fyrra og mörg ár þar á undan og alltaf er haldið upp á afmælið hans með skærum lúðrahljómi og fánaskotum, hátíðarræðum og hoppiköstulum, blöðrum og brjóstsykurssnuðum. Bakþankar 16.6.2011 17:45
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent