Fjölmiðlalög Á ekki von á miklum umræðum Davíð Oddsson forsætisráðherra, á ekki von á miklum umræðum um nýja frumvarpið, eins og urðu um það fyrra, þar sem þingmenn séu nú þegar búnir að ræða efnisatriðin í þaula. Innlent 13.10.2005 14:22 Mun fara dómstólaleiðina Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, segir ljóst að fyrirtækið muni fara dómstólaleiðina til þess að fá hinu nýja fjölmiðlafrumvarpi hnekkt, ef það þá verður samþykkt. Hann segir viðbrögð sín svipuð og þegar fyrra frumvarpið var sett fram enda sé útgáfan nú ekki skárri. Innlent 13.10.2005 14:22 Engar forsendur til að hafna Davíð Oddsson forsætisráðherra segir engar forsendur til þess að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafni þessum lögum. "Enda væri þá kominn upp skrípaleikur í landi sem ég held að enginn vilji stuðla að." Innlent 13.10.2005 14:22 Óvíst um þinghald í dag Óvíst er um þinghald í dag og á morgun. Samkvæmt þingsköpum þarf að leita afbrigða svo hægt sé að ræða nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um fjölmiðla í dag. Allt stefnir í að þingfundur klukkan þrjú verði eingöngu útbýtingarfundur og umræða um frumvarpið verði ekki fyrr en á miðvikudag. Innlent 13.10.2005 14:22 Klókur leikur "Ég myndi halda að þetta væri klókur leikur," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði um ákvörðun ríkisstjórnarinnar að afturkalla fjölmiðlalögin. Innlent 13.10.2005 14:22 Þrjár breytingar í frumvarpinu Ný fjölmiðlalög verða lög fyrir Alþingi í dag. Ríkisstjórnin samþykkti í gær að afturkalla lögin sem samþykkt voru 24. maí og forsetinn hafði skotið til þjóðarinnar. Þetta útspil ríkisstjórnarinnar þýðir að engin þjóðaratkvæðagreiðsla verður um málið. Innlent 13.10.2005 14:22 Vill ná sáttum Össur Skarphéðinsson, segir að enn sé hægt að ná sáttum um fjölmiðlafrumvarpið, þótt framkoma ríkisstjórnarinnar í málinu sé með eindæmum. Össur hefur verið í fremstu víglínu þeirra sem berjast gegn fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og hann er ekki hrifinn af þessum nýjasta gjörningi ríkisstjórnarinna. Innlent 13.10.2005 14:22 Sýndarbreytingar Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa, segir að breytingarnar á fjölmiðlalögum sem kynntar voru af ríkisstjórninni í gær breyti engu. Hann segir að Norðurljós muni halda áfram að undirbúa málshöfðun vegna laganna. Innlent 13.10.2005 14:22 Fjölmiðlalögin afturkölluð Ákveðið hefur verið að afturkalla fjölmiðlalögin svokölluðu sem afgreidd voru frá Alþingi í vor. Nýtt frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum verður lagt fram á sumarþinginu sem hefst á morgun. Innlent 13.10.2005 14:22 Uppgjöf stjórnarflokkanna "Uppgjöf stjórnarflokkanna og valdafíkn réði niðurstöðu þeirrar krísu sem varð milli stjórnarflokkanna nú um helgina. Ríkisstjórnin hékk á bláþræði, en límið í ráðherrastólunum réð úrslitum," segir Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar meðal annars í nýjasta pistli sínum. Innlent 13.10.2005 14:22 Uppgjöf og endir við hæfi "Þetta er uppgjöf ríkisstjórnarinnar í þessu máli og endir við hæfi," sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Innlent 13.10.2005 14:22 Furðuleg ósvífni Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að afturkalla fjölmiðlalögin sé sigur fyrir andstæðinga laganna og staðfesti undanhald ríkisstjórnarinnar í málinu en telur breytingarnar sem lagðar eru til ekki vera veigamiklar. Innlent 13.10.2005 14:22 Spádómur frá 1969 að rætast? „Í fyrsta lagi eigum við við harðsnúinn mótstöðumann að etja sem er forseti landsins, en hann mun ekki hika við að beita neitunarvaldi sínu gegn framlengingu samningsins. Verður þá gengið til þjóðaratkvæðagreiðslu, og tel ég vafasamt að hún verði okkur í vil. Innlent 13.10.2005 14:22 Sátt um frumvarpið Ríkisstjórnarfundi lauk nú rétt fyrir klukkan 19. Að sögn formanna stjórnarflokkanna, Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar, er sátt um frumvarpið í ríkisstjórninni. Innlent 13.10.2005 14:22 « ‹ 2 3 4 5 ›
Á ekki von á miklum umræðum Davíð Oddsson forsætisráðherra, á ekki von á miklum umræðum um nýja frumvarpið, eins og urðu um það fyrra, þar sem þingmenn séu nú þegar búnir að ræða efnisatriðin í þaula. Innlent 13.10.2005 14:22
Mun fara dómstólaleiðina Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, segir ljóst að fyrirtækið muni fara dómstólaleiðina til þess að fá hinu nýja fjölmiðlafrumvarpi hnekkt, ef það þá verður samþykkt. Hann segir viðbrögð sín svipuð og þegar fyrra frumvarpið var sett fram enda sé útgáfan nú ekki skárri. Innlent 13.10.2005 14:22
Engar forsendur til að hafna Davíð Oddsson forsætisráðherra segir engar forsendur til þess að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafni þessum lögum. "Enda væri þá kominn upp skrípaleikur í landi sem ég held að enginn vilji stuðla að." Innlent 13.10.2005 14:22
Óvíst um þinghald í dag Óvíst er um þinghald í dag og á morgun. Samkvæmt þingsköpum þarf að leita afbrigða svo hægt sé að ræða nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um fjölmiðla í dag. Allt stefnir í að þingfundur klukkan þrjú verði eingöngu útbýtingarfundur og umræða um frumvarpið verði ekki fyrr en á miðvikudag. Innlent 13.10.2005 14:22
Klókur leikur "Ég myndi halda að þetta væri klókur leikur," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði um ákvörðun ríkisstjórnarinnar að afturkalla fjölmiðlalögin. Innlent 13.10.2005 14:22
Þrjár breytingar í frumvarpinu Ný fjölmiðlalög verða lög fyrir Alþingi í dag. Ríkisstjórnin samþykkti í gær að afturkalla lögin sem samþykkt voru 24. maí og forsetinn hafði skotið til þjóðarinnar. Þetta útspil ríkisstjórnarinnar þýðir að engin þjóðaratkvæðagreiðsla verður um málið. Innlent 13.10.2005 14:22
Vill ná sáttum Össur Skarphéðinsson, segir að enn sé hægt að ná sáttum um fjölmiðlafrumvarpið, þótt framkoma ríkisstjórnarinnar í málinu sé með eindæmum. Össur hefur verið í fremstu víglínu þeirra sem berjast gegn fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og hann er ekki hrifinn af þessum nýjasta gjörningi ríkisstjórnarinna. Innlent 13.10.2005 14:22
Sýndarbreytingar Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa, segir að breytingarnar á fjölmiðlalögum sem kynntar voru af ríkisstjórninni í gær breyti engu. Hann segir að Norðurljós muni halda áfram að undirbúa málshöfðun vegna laganna. Innlent 13.10.2005 14:22
Fjölmiðlalögin afturkölluð Ákveðið hefur verið að afturkalla fjölmiðlalögin svokölluðu sem afgreidd voru frá Alþingi í vor. Nýtt frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum verður lagt fram á sumarþinginu sem hefst á morgun. Innlent 13.10.2005 14:22
Uppgjöf stjórnarflokkanna "Uppgjöf stjórnarflokkanna og valdafíkn réði niðurstöðu þeirrar krísu sem varð milli stjórnarflokkanna nú um helgina. Ríkisstjórnin hékk á bláþræði, en límið í ráðherrastólunum réð úrslitum," segir Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar meðal annars í nýjasta pistli sínum. Innlent 13.10.2005 14:22
Uppgjöf og endir við hæfi "Þetta er uppgjöf ríkisstjórnarinnar í þessu máli og endir við hæfi," sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Innlent 13.10.2005 14:22
Furðuleg ósvífni Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að afturkalla fjölmiðlalögin sé sigur fyrir andstæðinga laganna og staðfesti undanhald ríkisstjórnarinnar í málinu en telur breytingarnar sem lagðar eru til ekki vera veigamiklar. Innlent 13.10.2005 14:22
Spádómur frá 1969 að rætast? „Í fyrsta lagi eigum við við harðsnúinn mótstöðumann að etja sem er forseti landsins, en hann mun ekki hika við að beita neitunarvaldi sínu gegn framlengingu samningsins. Verður þá gengið til þjóðaratkvæðagreiðslu, og tel ég vafasamt að hún verði okkur í vil. Innlent 13.10.2005 14:22
Sátt um frumvarpið Ríkisstjórnarfundi lauk nú rétt fyrir klukkan 19. Að sögn formanna stjórnarflokkanna, Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar, er sátt um frumvarpið í ríkisstjórninni. Innlent 13.10.2005 14:22