Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 105-81 | KR er meistari meistaranna Guðmundur Marinó Ingvarsson í DHL-höllinni skrifar 5. október 2014 17:53 Brynjar Þór Björnsson tekur við bikarnum fyrir KR í kvöld. vísir/ernir KR er meistari meistaranna í körfubolta eftir 105-81 sigur á Grinadavík í árlegum leik Íslands- og bikarmeistaranna á heimavelli sínum DHL-höllinni. Það var jafnræði með liðunum framan af en leikurinn fór mjög fjörlega af stað. Mikill hraði var í leiknum og mikið skora fyrstu mínúturnar. Grindavík komst yfir þegar liðið skoraði sex stig í röð og komst í 20-15 en þeim kafla svaraði KR með tíu síðustu stigum fyrsta leikhluta og þegar uppi var staðið hafði liðið skorað 14 stig í röð. Frumkvæðið í leiknum var KR-inga upp frá þessum spretti og mjög erfitt við liðið að eiga því það refsaði grimmilega fyrir hver mistök og sótti hratt við hvert tækifæri auk þess sem liðið var að hitta vel. Grindvíkingar voru enn inni í leiknum í hálfleik og gat þakkað nokkrum ótrúlegum þriggja stiga skotum sem fóru niður í öðrum leikhluta. Skot sem tekin voru af löngu færi og stundum að því er virtist í litlu jafnvægi. Staðan í hálfleik var 52-41. KR-ingar héldu uppteknum hætti í upphafi seinni hálfleiks og jókst munurinn jafnt og þétt þar til það munaði 20 stigum 70-50. KR-ingar gátu skorað að vild á þessum kafla. Grindvíkingar játuðu sig þó ekki sigraða og náðu að minnka muninn í 14 stig fyrir fjórða leikhluta 75-61 og snemma í fjórða leikhluta var munurinn kominn niður í sjö stig 81-74 og skyndilega komin spenna í leikinn. Þá skipti KR byrjunarliðinu sínu aftur inn á og þá var ekki að sökum að spyrja. KR jók muninn á ný og tryggði sér öruggan sigur.KR-Grindavík 105-81 (25-20, 27-21, 23-20, 30-20)KR: Michael Craion 27/8 fráköst/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 15/10 fráköst/12 stoðsendingar/4 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 12, Helgi Már Magnússon 11/6 stoðsendingar, Björn Kristjánsson 10, Darri Hilmarsson 10, Finnur Atli Magnússon 10/7 fráköst, Hörður Helgi Hreiðarsson 6, Högni Fjalarsson 2, Illugi Steingrímsson 2, Þorgeir Kristinn Blöndal 0, Jón Hrafn Baldvinsson 0.Grindavík: Ólafur Ólafsson 31/11 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 18/9 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 13, Ómar Örn Sævarsson 7/13 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 4/5 fráköst, Nökkvi Harðarson 4, Hilmir Kristjánsson 2/4 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 2, Magnús Már Ellertsson 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0. Pavel: Fögnum öllum sigrum„Það verður seint þreytandi að vinna leiki. Menn vilja oft halda að þetta sé auðvelt fyrir okkur en við þurfum að vinna fyrir þessu,“ sagði Pavel Ermolinskij leikstjórnandi KR eftir sigurinn í kvöld en KR er nú búið að vinna báða titlana sem í boði voru áður en deildarkeppnin hefst. „Við erum með vel mannað lið en það þarf að vinna fyrir þessu og við vitum það. Við fögnum öllum sigrum og titlum og bikurum og hverju sem er þó menn vilji stundum gefa okkur þá fyrirfram. Við vitum hvað við leggjum mikið á okkur til að vera svona góðir. „Við reynum allan leikinn að keyra upp hraðann en hitt liðið er að reyna að stoppa það og stundum tekst þeim það. „Þetta snýst um að við reynum að fjölga þessum köflum og þeir reyna að hafa þá sem fæsta og við erum enn að finna okkur dálítið. Við fáum (Michael) Craion inn sem er algjört skrímsli undir körfunni og við erum að reyna að koma honum inn í þetta og þennan hraða sem við viljum spila á,“ sagði Pavel sem náði þrefaldri tvennu í leiknum þegar hann skoraði 15 stig, tók 10 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. „Þetta er mjög skemmtileg tölfræði og vonandi verða þær fleiri. Þetta þýðir að ég er að skila til liðsins í meiri en tveimur þáttum. Ég er að reyna það. Að leiða liðið í öllu sem ég get og sýna gott fordæmi og vonandi verða þrennurnar fleiri. Sverrir: Eigum töluvert í land„KR er örugglega með sterkasta liðið á landinu eins og staðan er í dag og er búið að spila vel á undirbúningstímabilinu á meðan við erum ekki búnir að vera upp á marga fiska og það vantar töluvert í hópinn hjá okkur,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindavíkur. „Þetta var mjög erfitt verkefni. Á köflum vorum við nokkuð góðir en engan vegin nóg til að vinna hér í kvöld,“ sagði Sverrir þó Grindavík hafi aðeins náð að stríða KR í upphafi fjórða leikhluta. „Það voru ungir strákar sem voru að koma okkur inn í þetta sem er það jákvæðasta út úr þessum leik. Þetta var of stórt verkefni fyrir okkur í kvöld. „Við þurfum að slípa okkur saman og það erum við að fara að gera á næstu dögum fyrir mót. „Við þurfum að gera margt betur í sókn og vörn og svo erum við þunnskipaðir. Við erum með fína breidd þegar allir eru komnir inn. „Það eru meiðsli. Sumir verða ekki komnir strax og aðrir eru að detta inn vonandi á næstu vikum. Við eigum svolítið inni og við eigum töluvert í land með að ná þangað sem við teljum okkur geta og ætlum okkur að gera,“ sagði Sverrir. Grindavík lék án erlends leikmanns en á von á leikmanni að utan áður en Íslandsmótið hefst. „Hann verður kominn vonandi fyrir fyrsta leikinn okkar. Við vitum hvað við erum að fá og erum búnir að sjá hann vel. „Það eru alltaf háleit markmið í Grindavík en ég og strákarnir eigum eftir að setjast niður fyrir mót og setja okkur markmið en að sjálfsögðu eru alltaf háleit markmið,“ sagði Sverrir.Ólafur Ólafsson treður boltanum með látum fyrir Grindavík.vísir/ernirLeik lokið (105-81): Sannfærandi sigur hjá KR 39. mínúta (98-81): Spurningin er bara, fer KR yfir 100 stiga múrinn?38. mínúta (96-79): Leikurinn farinn af stað aftur og Craion með laglega körfu eftir frábært spil við Pavel. Craion er kominn með 27 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar.37. mínúta: Leikurinn er stopp. Jón Hrafn Baldvinsson liggur meiddur á gólfinu og er verið að hringja á sjúkrabíl. Hann lenti illa á bakinu.37. mínúta (94-76): Pavel er kominn með frákstið og þrennuna, 13 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst.36. mínúta (88-76): Craion kominn í 23 stig. Byrjunarlið KR komið inn á aftur og munurinn farinn að aukast á ný.35. mínúta (85-76): Pavel með gott skot niður. Hann vantar enn frákst í þrennuna.34. mínúta (83-76): Magnús Þór með flotta körfu og við erum með leik.33. mínúta (81-72): Ólafur með galopinn þrist og munurinn kominn niður í 9 stig. Fáum við spennu í lokin?32. mínúta (79-67): Nú er þetta bara 12 stig.31. mínúta (77-63): Enn er munurinn 14 stig.Þriðja leikhluta lokið (75-61): Craion er með 18 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar. Pavel er með 11 stig, 10 stoðsendingar og 9 fráköst. Ólafur Ólafsson er með 23 stig og 10 fráköst fyrir Grindavík og Oddur Rúnar 14 stig og 6 stoðsendingar.29. mínúta (75-57): Er hægt að vinna upp 18 stig gegn KR á rétt rúmum tíu mínútum?28. mínúta (73-55): Grindavík er þó að reyna en erfitt er þetta.26. mínúta (70-50): Þetta var of auðvelt sniðskot fyrir Pavel og er í raun of auðvelt fyrir KR. Grindavík er engin fyrirstaða þessa stundina.25. mínúta (65-50): Það sem síðasta færsla sagði.24. mínúta (62-48): Það virðast ekki vera nein takmörk fyrir hitni KR-inga.23. mínúta (59-46): Magnús Þór setur niður galopinn þrist.22. mínúta (59-43): KR heldur áfram að auka muninn.21. mínúta (55-43): Grindavík þarf að byrja vel í seinni hálfleik en KR-ingar hitta of vel, núna var Brynjar að setja niður þrist.Hálfleikur: Ólafur er með 15 stig og 5 fráköst fyrir Grindavík. Oddur Rúnar er með 11 stig og Magnúr Þór 8.Hálfleikur: Craion er með 12 stig fyrir KR og Pavel er með 8 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Finnur Atli er líka með 8 stig og 5 fráköst. Helgi Már er með 7 stig.Hálfleikur (52-41): KR er ellefu stigum yfir í hálfleik. Verðskulduð forysta.19. mínúta (49-41): KR stefnir yfir 50 stigin fyrir hálfleik.18. mínúta (47-38): Magnús Þór Gunnarsson með mjög laglega körfu yfir stóru mennina hjá KR.17. mínúta (45-36): Ólafur með fimm stig í röð og Grindavík sjö alls. Svona á að svara.16. mínúta (45-29): Darri með þrist og Brynjar sniðskot.16. mínúta (40-29): Það getur verið erfitt að vinna upp forskot gegn KR en Grindavíkingar berjast og reyna hvað þeir geta.15. mínúta (38-29): Michael Craion er kominn með 12 stig. Ólafur Ólafsson er með 10 stig fyrir Grindavík.14. mínúta (34-29): Liðin skjóta og hitta.13. mínúta (29-23): Oddur með þrist.12. mínúta (29-20): 14 stig í röð hjá KR.1. leikhluta lokið (25-20): Þrennuvaktin hjá Pavel er glað vakandi. Hann er með 6 stig, 3 fráköst og 4 stoðsendingar. Vinnur Atli og Brynjar eru með 5 stig að auki fyrir KR. Oddur Rúnar er með 6 stig fyrir Grindavík og Jóhann og Ólafur með 4 stig hvor.9. mínúta (22-20): KR þarf bara andartak til að skora 7 stig.8. mínúta (15-20): Magnús Þór Gunnarsson með þrist, nánast frá miðju.7. mínúta (15-14): Brynjar Þór Björnsson með þrist.6. mínúta (12-14): Oddur Rúnar kominn með sex stig.5. mínúta (10-10): Grindvíkingar eru ekki mættir bara til að vera með.4. mínúta (10-6): Pavel með annan þrist. Hann er heitur í upphafi.3. mínúta (5-6): Þetta fer fjörlega af stað.2. mínúta (3-4): Pavel setur niður þrist. Ólafur Ólafsson svarar með kraftmiklum þrist sem skaðar körfuna. Það þarf að lagfæra hana og stöðva leikinn þess vegna.1. mínúta (0-2): Annar nýr leikmaður í liði Grindavíkur, Oddur Rúnar Kristjánsson sem kom frá KR skorar fyrstu stigin. Grindavík er ekki með erlendan leikmann.Fyrir leik: Magnús Þór Gunnarsson er nýr í liði Grindavíkur þó hann sé þekkt stærð í íslenskum körfubolta.Fyrir leik: Nýju mennirnir hjá KR, Finnur Atli Magnússon, Hörður Helgi Hreiðarsson og Michael Craion eru allir með liðinu.Fyrir leik: Það er farið að styttst í leikinn og verið að kynna liðin. Ef þú ert í nágreninu þá er enn nokkuð af lausum sætum.Fyrir leik: KR lagði Grindavík í úrslitum Íslandsmótsins á síðustu leiktíðFyrir leik: KR vann Lengjubikarinn í september en Grindavík komst ekki upp úr riðlakeppninni þar sem liðið tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum í keppninni.Fyrir leik: Það var nokkuð þétt setið þegar Meistaraleikur kvenna var leikinn hér á undan karlaleiknum. Þar vann Snæfell Hauka í hörkuleik og verður vonandi samskonar spenna hér í kvöld. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira
KR er meistari meistaranna í körfubolta eftir 105-81 sigur á Grinadavík í árlegum leik Íslands- og bikarmeistaranna á heimavelli sínum DHL-höllinni. Það var jafnræði með liðunum framan af en leikurinn fór mjög fjörlega af stað. Mikill hraði var í leiknum og mikið skora fyrstu mínúturnar. Grindavík komst yfir þegar liðið skoraði sex stig í röð og komst í 20-15 en þeim kafla svaraði KR með tíu síðustu stigum fyrsta leikhluta og þegar uppi var staðið hafði liðið skorað 14 stig í röð. Frumkvæðið í leiknum var KR-inga upp frá þessum spretti og mjög erfitt við liðið að eiga því það refsaði grimmilega fyrir hver mistök og sótti hratt við hvert tækifæri auk þess sem liðið var að hitta vel. Grindvíkingar voru enn inni í leiknum í hálfleik og gat þakkað nokkrum ótrúlegum þriggja stiga skotum sem fóru niður í öðrum leikhluta. Skot sem tekin voru af löngu færi og stundum að því er virtist í litlu jafnvægi. Staðan í hálfleik var 52-41. KR-ingar héldu uppteknum hætti í upphafi seinni hálfleiks og jókst munurinn jafnt og þétt þar til það munaði 20 stigum 70-50. KR-ingar gátu skorað að vild á þessum kafla. Grindvíkingar játuðu sig þó ekki sigraða og náðu að minnka muninn í 14 stig fyrir fjórða leikhluta 75-61 og snemma í fjórða leikhluta var munurinn kominn niður í sjö stig 81-74 og skyndilega komin spenna í leikinn. Þá skipti KR byrjunarliðinu sínu aftur inn á og þá var ekki að sökum að spyrja. KR jók muninn á ný og tryggði sér öruggan sigur.KR-Grindavík 105-81 (25-20, 27-21, 23-20, 30-20)KR: Michael Craion 27/8 fráköst/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 15/10 fráköst/12 stoðsendingar/4 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 12, Helgi Már Magnússon 11/6 stoðsendingar, Björn Kristjánsson 10, Darri Hilmarsson 10, Finnur Atli Magnússon 10/7 fráköst, Hörður Helgi Hreiðarsson 6, Högni Fjalarsson 2, Illugi Steingrímsson 2, Þorgeir Kristinn Blöndal 0, Jón Hrafn Baldvinsson 0.Grindavík: Ólafur Ólafsson 31/11 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 18/9 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 13, Ómar Örn Sævarsson 7/13 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 4/5 fráköst, Nökkvi Harðarson 4, Hilmir Kristjánsson 2/4 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 2, Magnús Már Ellertsson 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0. Pavel: Fögnum öllum sigrum„Það verður seint þreytandi að vinna leiki. Menn vilja oft halda að þetta sé auðvelt fyrir okkur en við þurfum að vinna fyrir þessu,“ sagði Pavel Ermolinskij leikstjórnandi KR eftir sigurinn í kvöld en KR er nú búið að vinna báða titlana sem í boði voru áður en deildarkeppnin hefst. „Við erum með vel mannað lið en það þarf að vinna fyrir þessu og við vitum það. Við fögnum öllum sigrum og titlum og bikurum og hverju sem er þó menn vilji stundum gefa okkur þá fyrirfram. Við vitum hvað við leggjum mikið á okkur til að vera svona góðir. „Við reynum allan leikinn að keyra upp hraðann en hitt liðið er að reyna að stoppa það og stundum tekst þeim það. „Þetta snýst um að við reynum að fjölga þessum köflum og þeir reyna að hafa þá sem fæsta og við erum enn að finna okkur dálítið. Við fáum (Michael) Craion inn sem er algjört skrímsli undir körfunni og við erum að reyna að koma honum inn í þetta og þennan hraða sem við viljum spila á,“ sagði Pavel sem náði þrefaldri tvennu í leiknum þegar hann skoraði 15 stig, tók 10 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. „Þetta er mjög skemmtileg tölfræði og vonandi verða þær fleiri. Þetta þýðir að ég er að skila til liðsins í meiri en tveimur þáttum. Ég er að reyna það. Að leiða liðið í öllu sem ég get og sýna gott fordæmi og vonandi verða þrennurnar fleiri. Sverrir: Eigum töluvert í land„KR er örugglega með sterkasta liðið á landinu eins og staðan er í dag og er búið að spila vel á undirbúningstímabilinu á meðan við erum ekki búnir að vera upp á marga fiska og það vantar töluvert í hópinn hjá okkur,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindavíkur. „Þetta var mjög erfitt verkefni. Á köflum vorum við nokkuð góðir en engan vegin nóg til að vinna hér í kvöld,“ sagði Sverrir þó Grindavík hafi aðeins náð að stríða KR í upphafi fjórða leikhluta. „Það voru ungir strákar sem voru að koma okkur inn í þetta sem er það jákvæðasta út úr þessum leik. Þetta var of stórt verkefni fyrir okkur í kvöld. „Við þurfum að slípa okkur saman og það erum við að fara að gera á næstu dögum fyrir mót. „Við þurfum að gera margt betur í sókn og vörn og svo erum við þunnskipaðir. Við erum með fína breidd þegar allir eru komnir inn. „Það eru meiðsli. Sumir verða ekki komnir strax og aðrir eru að detta inn vonandi á næstu vikum. Við eigum svolítið inni og við eigum töluvert í land með að ná þangað sem við teljum okkur geta og ætlum okkur að gera,“ sagði Sverrir. Grindavík lék án erlends leikmanns en á von á leikmanni að utan áður en Íslandsmótið hefst. „Hann verður kominn vonandi fyrir fyrsta leikinn okkar. Við vitum hvað við erum að fá og erum búnir að sjá hann vel. „Það eru alltaf háleit markmið í Grindavík en ég og strákarnir eigum eftir að setjast niður fyrir mót og setja okkur markmið en að sjálfsögðu eru alltaf háleit markmið,“ sagði Sverrir.Ólafur Ólafsson treður boltanum með látum fyrir Grindavík.vísir/ernirLeik lokið (105-81): Sannfærandi sigur hjá KR 39. mínúta (98-81): Spurningin er bara, fer KR yfir 100 stiga múrinn?38. mínúta (96-79): Leikurinn farinn af stað aftur og Craion með laglega körfu eftir frábært spil við Pavel. Craion er kominn með 27 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar.37. mínúta: Leikurinn er stopp. Jón Hrafn Baldvinsson liggur meiddur á gólfinu og er verið að hringja á sjúkrabíl. Hann lenti illa á bakinu.37. mínúta (94-76): Pavel er kominn með frákstið og þrennuna, 13 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst.36. mínúta (88-76): Craion kominn í 23 stig. Byrjunarlið KR komið inn á aftur og munurinn farinn að aukast á ný.35. mínúta (85-76): Pavel með gott skot niður. Hann vantar enn frákst í þrennuna.34. mínúta (83-76): Magnús Þór með flotta körfu og við erum með leik.33. mínúta (81-72): Ólafur með galopinn þrist og munurinn kominn niður í 9 stig. Fáum við spennu í lokin?32. mínúta (79-67): Nú er þetta bara 12 stig.31. mínúta (77-63): Enn er munurinn 14 stig.Þriðja leikhluta lokið (75-61): Craion er með 18 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar. Pavel er með 11 stig, 10 stoðsendingar og 9 fráköst. Ólafur Ólafsson er með 23 stig og 10 fráköst fyrir Grindavík og Oddur Rúnar 14 stig og 6 stoðsendingar.29. mínúta (75-57): Er hægt að vinna upp 18 stig gegn KR á rétt rúmum tíu mínútum?28. mínúta (73-55): Grindavík er þó að reyna en erfitt er þetta.26. mínúta (70-50): Þetta var of auðvelt sniðskot fyrir Pavel og er í raun of auðvelt fyrir KR. Grindavík er engin fyrirstaða þessa stundina.25. mínúta (65-50): Það sem síðasta færsla sagði.24. mínúta (62-48): Það virðast ekki vera nein takmörk fyrir hitni KR-inga.23. mínúta (59-46): Magnús Þór setur niður galopinn þrist.22. mínúta (59-43): KR heldur áfram að auka muninn.21. mínúta (55-43): Grindavík þarf að byrja vel í seinni hálfleik en KR-ingar hitta of vel, núna var Brynjar að setja niður þrist.Hálfleikur: Ólafur er með 15 stig og 5 fráköst fyrir Grindavík. Oddur Rúnar er með 11 stig og Magnúr Þór 8.Hálfleikur: Craion er með 12 stig fyrir KR og Pavel er með 8 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Finnur Atli er líka með 8 stig og 5 fráköst. Helgi Már er með 7 stig.Hálfleikur (52-41): KR er ellefu stigum yfir í hálfleik. Verðskulduð forysta.19. mínúta (49-41): KR stefnir yfir 50 stigin fyrir hálfleik.18. mínúta (47-38): Magnús Þór Gunnarsson með mjög laglega körfu yfir stóru mennina hjá KR.17. mínúta (45-36): Ólafur með fimm stig í röð og Grindavík sjö alls. Svona á að svara.16. mínúta (45-29): Darri með þrist og Brynjar sniðskot.16. mínúta (40-29): Það getur verið erfitt að vinna upp forskot gegn KR en Grindavíkingar berjast og reyna hvað þeir geta.15. mínúta (38-29): Michael Craion er kominn með 12 stig. Ólafur Ólafsson er með 10 stig fyrir Grindavík.14. mínúta (34-29): Liðin skjóta og hitta.13. mínúta (29-23): Oddur með þrist.12. mínúta (29-20): 14 stig í röð hjá KR.1. leikhluta lokið (25-20): Þrennuvaktin hjá Pavel er glað vakandi. Hann er með 6 stig, 3 fráköst og 4 stoðsendingar. Vinnur Atli og Brynjar eru með 5 stig að auki fyrir KR. Oddur Rúnar er með 6 stig fyrir Grindavík og Jóhann og Ólafur með 4 stig hvor.9. mínúta (22-20): KR þarf bara andartak til að skora 7 stig.8. mínúta (15-20): Magnús Þór Gunnarsson með þrist, nánast frá miðju.7. mínúta (15-14): Brynjar Þór Björnsson með þrist.6. mínúta (12-14): Oddur Rúnar kominn með sex stig.5. mínúta (10-10): Grindvíkingar eru ekki mættir bara til að vera með.4. mínúta (10-6): Pavel með annan þrist. Hann er heitur í upphafi.3. mínúta (5-6): Þetta fer fjörlega af stað.2. mínúta (3-4): Pavel setur niður þrist. Ólafur Ólafsson svarar með kraftmiklum þrist sem skaðar körfuna. Það þarf að lagfæra hana og stöðva leikinn þess vegna.1. mínúta (0-2): Annar nýr leikmaður í liði Grindavíkur, Oddur Rúnar Kristjánsson sem kom frá KR skorar fyrstu stigin. Grindavík er ekki með erlendan leikmann.Fyrir leik: Magnús Þór Gunnarsson er nýr í liði Grindavíkur þó hann sé þekkt stærð í íslenskum körfubolta.Fyrir leik: Nýju mennirnir hjá KR, Finnur Atli Magnússon, Hörður Helgi Hreiðarsson og Michael Craion eru allir með liðinu.Fyrir leik: Það er farið að styttst í leikinn og verið að kynna liðin. Ef þú ert í nágreninu þá er enn nokkuð af lausum sætum.Fyrir leik: KR lagði Grindavík í úrslitum Íslandsmótsins á síðustu leiktíðFyrir leik: KR vann Lengjubikarinn í september en Grindavík komst ekki upp úr riðlakeppninni þar sem liðið tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum í keppninni.Fyrir leik: Það var nokkuð þétt setið þegar Meistaraleikur kvenna var leikinn hér á undan karlaleiknum. Þar vann Snæfell Hauka í hörkuleik og verður vonandi samskonar spenna hér í kvöld.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Körfubolti Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira