Jón Arnór: Eftir svona mót vill maður ekkert hætta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. september 2015 22:31 Jón Arnór eftir leikinn. Vísir/Valli Jón Arnór Stefánsson stóð fyrir sínu þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með níu stiga mun, 111-102, fyrir Tyrklandi eftir framlengdan leik á Evrópumótinu í Berlín í kvöld. „Þetta var svaka spennandi leikur og þristurinn hjá Loga í lokin var rosalegur. Við fengum gott framlag frá öllum í dag og höfum vaxið með hverjum leiknum í þessu móti. Við erum orðnir helvíti góðir og höfum tekið stór skref fram á við. Það var ótrúlega gaman að taka þátt í þessu,“ sagði Jón Arnór í samtali við Kolbein Tuma Daðason eftir leik. Logi Gunnarsson mun sennilega ekki gleyma þessum leik í bráð en Njarðvíkingurinn setti niður ævintýralegan þrist einni sekúndu fyrir lok venjulegs leiktíma og jafnaði metin í 91-91 og tryggði íslenska liðinu þar með framlengingu. „Ég held alltaf að skotið fari niður þegar hann skýtur,“ sagði Jón Arnór um þristinn ótrúlega hjá Loga. „Það var ekkert öðruvísi þarna, þetta var ekkert nema net,“ bætti Jón Arnór við. Stór kjarni landsliðsins er búinn að spila lengi saman og kominn á fertugsaldurinn. Eru kynslóðaskipti framundan í íslenska liðinu? „Það eru kynslóðaskipti framundan, það vita það allir. Við eigum ekkert mikið eftir í þessu en það væri frábært að komast á annað stórmót. Það væri algjör draumur og ætti að vera markmiðið okkar - að halda okkur á stóra sviðinu. „Við eldri leikmennirnir þurfum að taka slaginn áfram. Það er svo gaman að taka þátt í þessu. Eftir svona mót vill maður ekkert hætta,“ sagði Jón Arnór sem var hrærður yfir stuðningnum sem íslensku strákarnir fengu á mótinu. „Það var ótrúlegt móment,“ sagði Jón Arnór en íslensku stuðningsmennirnir brustu í fjöldasöng eftir að leik lauk. „Það féllu tár hjá nokkrum uppi í stúku og maður var klökkur. Þetta eru miklar tilfinningar, allt fólkið manns er hérna. Maður er búinn að fá jákvæð viðbrögð og það er mikið stolt í gangi,“ sagði Íþróttamaður ársins 2014 að lokum. EM 2015 í Berlín Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson stóð fyrir sínu þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með níu stiga mun, 111-102, fyrir Tyrklandi eftir framlengdan leik á Evrópumótinu í Berlín í kvöld. „Þetta var svaka spennandi leikur og þristurinn hjá Loga í lokin var rosalegur. Við fengum gott framlag frá öllum í dag og höfum vaxið með hverjum leiknum í þessu móti. Við erum orðnir helvíti góðir og höfum tekið stór skref fram á við. Það var ótrúlega gaman að taka þátt í þessu,“ sagði Jón Arnór í samtali við Kolbein Tuma Daðason eftir leik. Logi Gunnarsson mun sennilega ekki gleyma þessum leik í bráð en Njarðvíkingurinn setti niður ævintýralegan þrist einni sekúndu fyrir lok venjulegs leiktíma og jafnaði metin í 91-91 og tryggði íslenska liðinu þar með framlengingu. „Ég held alltaf að skotið fari niður þegar hann skýtur,“ sagði Jón Arnór um þristinn ótrúlega hjá Loga. „Það var ekkert öðruvísi þarna, þetta var ekkert nema net,“ bætti Jón Arnór við. Stór kjarni landsliðsins er búinn að spila lengi saman og kominn á fertugsaldurinn. Eru kynslóðaskipti framundan í íslenska liðinu? „Það eru kynslóðaskipti framundan, það vita það allir. Við eigum ekkert mikið eftir í þessu en það væri frábært að komast á annað stórmót. Það væri algjör draumur og ætti að vera markmiðið okkar - að halda okkur á stóra sviðinu. „Við eldri leikmennirnir þurfum að taka slaginn áfram. Það er svo gaman að taka þátt í þessu. Eftir svona mót vill maður ekkert hætta,“ sagði Jón Arnór sem var hrærður yfir stuðningnum sem íslensku strákarnir fengu á mótinu. „Það var ótrúlegt móment,“ sagði Jón Arnór en íslensku stuðningsmennirnir brustu í fjöldasöng eftir að leik lauk. „Það féllu tár hjá nokkrum uppi í stúku og maður var klökkur. Þetta eru miklar tilfinningar, allt fólkið manns er hérna. Maður er búinn að fá jákvæð viðbrögð og það er mikið stolt í gangi,“ sagði Íþróttamaður ársins 2014 að lokum.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira