Lifði af bæði 11. september og hryðjuverkin í París Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. nóvember 2015 14:30 Bandaríkjamaðurinn Matthew var við Tvíburaturnana 11. september 2001 og í Bataclan-höllinni fyrir rúmri viku. Samsett Bandaríkjamaður sem hljóp eins og fætur toguðu frá Tvíburaturnunum í New York þann örlagaríka dag 11. september var einnig staddur í Bataclan-tónleikastaðnum þegar hryðjuverkamenn hófu þar skothríð. Hann slapp naumlega á lífi með skotsár á fæti.Maðurinn ræddi við Daily Telegraph undir nafni Matthew. Hann var á tónleikum Eagles of Death Metal, einn á ferð en kona hans hafði ekki komist með vegna þess að ekki fannst pössun fyrir börn þeirra, þegar þrír hryðjuverkamenn létu til skarar skríða. Hann segist hafa hlaupið í átt að útgönguleið um leið og hann heyrði skothvelli.Sjá einnig: Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í BrusselHann var skotinn í fótinn og lá á gólfinu en mjakaði sér áleiðis að útgönguleið í hvert skipti sem hryðjuverkamennirnir hlóðu vopn sín. Þannig tókst honum loks að komast út. Um leið og hann komst út féll hann í jörðina en blaðamaður franska blaðsins Le Monde, Daniel Psenny aðstoðaði hann og kom honum inn í íbúð sína. Við það fékk Daniel skot í sig.Sjá einnig: „Myndi ég gera stórmál úr því ef ISIS lýsti yfir stríði við Ísland og Ísland myndi ráðast á okkur?“Inn í íbúðinni gerðu þeir að sárum sínum en óttuðust að þeim myndi blæða út. Þremur tíma seinna hafði lögregla þó lokað af svæðið og komust þeir undir læknishendur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Matthew lendir í hryðjuverkaárás. Hann var staddur við inngang Tvíburaturnanna þegar fyrri flugvélin skall á turninum. Hann segist hafa hlaupið eins hratt og hann gat til þess að komast eins langt í burtu og hægt var. Í samtali við Telegraph sögðust Matthew og Daniel ætla að hittast yfir rauðvínsglasi, jafnvel heillri flösku, um leið og þeir væru búnir að jafna sig af sárum sínum. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir „Myndi ég gera stórmál úr því ef ISIS lýsti yfir stríði við Ísland og Ísland myndi ráðast á okkur?“ ISIS-liðin Israfil Yilmaz réttlæti hryðjuverkaárásirnar í París með tilvísun til Íslands. 21. nóvember 2015 11:15 Hætt við tónleika Agent Fresco í Belgíu Ástæðan er ótti við hryðjuverk í Brussel sem er á hæsta viðbúnaðarstigi 21. nóvember 2015 13:47 Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Brussel Yfirvofandi hryðjuverkahætta, segja stjórnvöld. 21. nóvember 2015 09:52 Vilja að öryggisráðið samþykki stríðsyfirlýsingu Frakkar hafa í bígerð að leggja fram ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um stríðsyfirlýsingu gegn hryðjuverkasamtökunum Isis. Dagblaðið breska The Independent greinir frá þessu. Árásirnar í París og sprenging rússnesku farþegaþotunnar yfir Sínaí skaga á dögunum hefur sameinað ríki Öryggisráðsins í andstöðunni við Isis og því er talið líklegt að ályktunin verði samþykkt. 20. nóvember 2015 07:52 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Bandaríkjamaður sem hljóp eins og fætur toguðu frá Tvíburaturnunum í New York þann örlagaríka dag 11. september var einnig staddur í Bataclan-tónleikastaðnum þegar hryðjuverkamenn hófu þar skothríð. Hann slapp naumlega á lífi með skotsár á fæti.Maðurinn ræddi við Daily Telegraph undir nafni Matthew. Hann var á tónleikum Eagles of Death Metal, einn á ferð en kona hans hafði ekki komist með vegna þess að ekki fannst pössun fyrir börn þeirra, þegar þrír hryðjuverkamenn létu til skarar skríða. Hann segist hafa hlaupið í átt að útgönguleið um leið og hann heyrði skothvelli.Sjá einnig: Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í BrusselHann var skotinn í fótinn og lá á gólfinu en mjakaði sér áleiðis að útgönguleið í hvert skipti sem hryðjuverkamennirnir hlóðu vopn sín. Þannig tókst honum loks að komast út. Um leið og hann komst út féll hann í jörðina en blaðamaður franska blaðsins Le Monde, Daniel Psenny aðstoðaði hann og kom honum inn í íbúð sína. Við það fékk Daniel skot í sig.Sjá einnig: „Myndi ég gera stórmál úr því ef ISIS lýsti yfir stríði við Ísland og Ísland myndi ráðast á okkur?“Inn í íbúðinni gerðu þeir að sárum sínum en óttuðust að þeim myndi blæða út. Þremur tíma seinna hafði lögregla þó lokað af svæðið og komust þeir undir læknishendur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Matthew lendir í hryðjuverkaárás. Hann var staddur við inngang Tvíburaturnanna þegar fyrri flugvélin skall á turninum. Hann segist hafa hlaupið eins hratt og hann gat til þess að komast eins langt í burtu og hægt var. Í samtali við Telegraph sögðust Matthew og Daniel ætla að hittast yfir rauðvínsglasi, jafnvel heillri flösku, um leið og þeir væru búnir að jafna sig af sárum sínum.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir „Myndi ég gera stórmál úr því ef ISIS lýsti yfir stríði við Ísland og Ísland myndi ráðast á okkur?“ ISIS-liðin Israfil Yilmaz réttlæti hryðjuverkaárásirnar í París með tilvísun til Íslands. 21. nóvember 2015 11:15 Hætt við tónleika Agent Fresco í Belgíu Ástæðan er ótti við hryðjuverk í Brussel sem er á hæsta viðbúnaðarstigi 21. nóvember 2015 13:47 Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Brussel Yfirvofandi hryðjuverkahætta, segja stjórnvöld. 21. nóvember 2015 09:52 Vilja að öryggisráðið samþykki stríðsyfirlýsingu Frakkar hafa í bígerð að leggja fram ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um stríðsyfirlýsingu gegn hryðjuverkasamtökunum Isis. Dagblaðið breska The Independent greinir frá þessu. Árásirnar í París og sprenging rússnesku farþegaþotunnar yfir Sínaí skaga á dögunum hefur sameinað ríki Öryggisráðsins í andstöðunni við Isis og því er talið líklegt að ályktunin verði samþykkt. 20. nóvember 2015 07:52 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
„Myndi ég gera stórmál úr því ef ISIS lýsti yfir stríði við Ísland og Ísland myndi ráðast á okkur?“ ISIS-liðin Israfil Yilmaz réttlæti hryðjuverkaárásirnar í París með tilvísun til Íslands. 21. nóvember 2015 11:15
Hætt við tónleika Agent Fresco í Belgíu Ástæðan er ótti við hryðjuverk í Brussel sem er á hæsta viðbúnaðarstigi 21. nóvember 2015 13:47
Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Brussel Yfirvofandi hryðjuverkahætta, segja stjórnvöld. 21. nóvember 2015 09:52
Vilja að öryggisráðið samþykki stríðsyfirlýsingu Frakkar hafa í bígerð að leggja fram ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um stríðsyfirlýsingu gegn hryðjuverkasamtökunum Isis. Dagblaðið breska The Independent greinir frá þessu. Árásirnar í París og sprenging rússnesku farþegaþotunnar yfir Sínaí skaga á dögunum hefur sameinað ríki Öryggisráðsins í andstöðunni við Isis og því er talið líklegt að ályktunin verði samþykkt. 20. nóvember 2015 07:52