Á flótta undan ISIS og yfirvöldum:Hver er Salah Abdeslam og hvað gerði hann? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. nóvember 2015 16:30 Salah Abdeslam, sem er grunaður um aðild að árásunum í París á föstudaginn. Vísir/EPA Lögregluyfirvöld í Evrópu leita nú ákaft að Salah Abdeslam sem er talinn vera einn af lykilmönnunum á bakvið hryðjuverkaárásirnar í París þar sem bróðir hans, Brahim, sprengdi sjálfan sig í loft upp. Margt þykir benda til þess að Salah hafi sjálfur átt að gera árás en hafi hætt við af einhverjum ástæðum. Nokkrum tímum eftir árásirnar flúði hann til Belgíu með hjálp vina sinna en að sögn kunningja Abdeslam óttast hann hefndaraðgerðir ISIS gagnvart fjölskyldu sinni gefi hann sig fram. Hann er því líklega eftirsóttasti maður jarðkringlunnar þessa dagana, eftirsóttur af yfirvöldum og ISIS.Þáttur hans í árásunumSamkvæmt upplýsingum frá rannsóknarteyminu sem vinnur að rannsókn á hryðjuverkunum í París á Abdeslam að hafa skutlað þremur af árásarmönnunum á Stade de France í svörtum Reunalt Clio. Eftir það keyrði hann fimm kílómetra í suðurátt en bíllinn fannst fjórum dögum síðar, yfirgefinn í 18. hverfi Parísarborgar. Hér hefst óvissan. Ekki er vitað hvort að Abdeslam hafi átt að ráðast til atlögu einn síns liðs, hvort að hann hafi átt að að taka þátt í árásinni á Bataclan eða hvort hann hafi hreinlega átt að fara til Brussel, þar sem hann átti heima, og skipuleggja aðra áras. Í yfirlýsingu sem ISIS sendi frá sér þar sem samtökin lýsa yfir ábyrgð á ódæðunum í París er tekið fram að átta „bræður“ hafi ráðist til atlögu í hverfum Parísar, þar með talið 18. hverfinu. Þeir sem létu til skarar skríða voru hins vegar einungis sjö og engin árás átti sér stað í 18. hverfinu, þar sem bíll Abdeslam fannst. Því hafa verið leiddar líkur að því að Abdeslam hafi átt að taka þátt í árásunum en guggnað. Í samtali við breska miðilinn Independent sagði heimildarmaður blaðsins innan frönsku lögreglunnar að ekkert við flótta Abdeslam síðar um kvöldið örlagaríka hafi litið út fyrir að vera skipulagt. „Ekkert við hegðun Abdeslam stemmir við það að flótti hans hafi verið skipulagður. Það er möguleiki að hann hafi einfaldlega guggnað eða þá að sprengjubelti hans hafi ekki virkað,“ segir heimildarmaður Guardian en bróðir Abdeslam heldur því fram að hann hafi einfaldlega guggnað.Guardian fer yfir árásarmenninaStöðvaður á landamærum Belgíu og Frakklands Eftir að árásirnar áttu sér stað lét Abdeslam lítið fyrir sér fara áður áður en hann hringdi í tvo kunningja sína í Brussel. Þetta var klukkan tvö að nóttu, skömmu eftir árásirnar. Vinir hans komu til Parísar um fimm-leytið, náðu í Abdeslam og héldu áleiðis til Brussel. Félagarnir voru stöðvaðir við landamæraeftirlit nærri landamærum Belgíu og Frakklands en var hleypt í gegn enda höfðu yfirvöld engar upplýsingar um að Abdeslam hafði tekið þátt í árásinni. Það var ekki í raun fyrr en nökkrum dögum seinna þegar lögreglan fann bíl leigðan á nafni Abdeslam en í honum fundust þrjár AK-47 byssur að grunur beindist að þáttöku Abdeslam. Búið er að handtaka þá sem sóttu Abdeslam en lögfræðingur þeirra segir að þeir hafi sagt að Abdeslam hafi verið mjög æstur og reiðubúinn til þess að sprengja sjálfan sig í loft upp en þeir félagar segja að hann hafi verið með eitthvað sem vel hefði getað verið sprengjubelti. Belgísk yfirvöld hafa svo leitað Abdeslam stíft og var jafnvel talið að hann hefði verið handsamaður í síðustu viku. Í gær fóru svo fram umfangsmiklar lögregluaðgerðir víða um Belgíu þar sem 21 var handtekinn en enn finnst Abdeslam ekki og er talið að hann sé mögulega farinn til Þýskalands. Samkvæmt frásögn Independent á Abdeslam að hafa gefið sig fram við vin sinn þann 17. nóvember og sagst sjá eftir þáttöku sinni í hryðjuverkaárásunum og jafnframt á hann að hafa sagt að hann væri búinn að gefa sig fram við lögreglu en hann óttaðist að ef hann gerði það myndi ISIS hefna sín á fjölskyldumeðlimum sínum.Salah Abdeslam er eftirsóttur maður en auglýst er eftir honum víðsvegar um Evrópu.Vísir/GettySmáglæpamaður sem var æskuvinur skipuleggjandansAbdeslam-bræðurnir ólust upp í Molenbeek í Belgíu ásamt fjölskyldu sinni en hann og bróðir hans Brahim voru smáglæpamenn, seldu ýmis eiturlyf og stóðu fyrir veðmálum. Fyrir um ári síðan breyttist hegðun hans hinsvegar og hann varð trúræknari. Hann og Abdelhamid Abaaoud, sem lést sl. miðvikudag í aðgerðum frönsku lögreglunnar og sá sem er talinn vera heilinn á bakvið árásirnar, voru æskuvinir og fóru saman í fangelsi fyrir þátt sinn í vopnuðu ráni. Salah og Brahim ferðuðust til Sýrlands fyrr á þessu ári og voru stöðvaðir í Tyrklandi á leið sinni til baka. Þeim var hinsvegar ekki haldið vegna þess að ekki var hægt að sýna fram á tengsl bræðranna við ISIS. Föstudagskvöldið 13. nóvember létu þeir svo, ásamt, sex öðrum til skarar skríða í París. 130 létust og hundruð særðust í einum af verstu hryðjuverkaárásum sem gerðar hafa verið í Evrópu. Hryðjuverk í París Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Evrópu leita nú ákaft að Salah Abdeslam sem er talinn vera einn af lykilmönnunum á bakvið hryðjuverkaárásirnar í París þar sem bróðir hans, Brahim, sprengdi sjálfan sig í loft upp. Margt þykir benda til þess að Salah hafi sjálfur átt að gera árás en hafi hætt við af einhverjum ástæðum. Nokkrum tímum eftir árásirnar flúði hann til Belgíu með hjálp vina sinna en að sögn kunningja Abdeslam óttast hann hefndaraðgerðir ISIS gagnvart fjölskyldu sinni gefi hann sig fram. Hann er því líklega eftirsóttasti maður jarðkringlunnar þessa dagana, eftirsóttur af yfirvöldum og ISIS.Þáttur hans í árásunumSamkvæmt upplýsingum frá rannsóknarteyminu sem vinnur að rannsókn á hryðjuverkunum í París á Abdeslam að hafa skutlað þremur af árásarmönnunum á Stade de France í svörtum Reunalt Clio. Eftir það keyrði hann fimm kílómetra í suðurátt en bíllinn fannst fjórum dögum síðar, yfirgefinn í 18. hverfi Parísarborgar. Hér hefst óvissan. Ekki er vitað hvort að Abdeslam hafi átt að ráðast til atlögu einn síns liðs, hvort að hann hafi átt að að taka þátt í árásinni á Bataclan eða hvort hann hafi hreinlega átt að fara til Brussel, þar sem hann átti heima, og skipuleggja aðra áras. Í yfirlýsingu sem ISIS sendi frá sér þar sem samtökin lýsa yfir ábyrgð á ódæðunum í París er tekið fram að átta „bræður“ hafi ráðist til atlögu í hverfum Parísar, þar með talið 18. hverfinu. Þeir sem létu til skarar skríða voru hins vegar einungis sjö og engin árás átti sér stað í 18. hverfinu, þar sem bíll Abdeslam fannst. Því hafa verið leiddar líkur að því að Abdeslam hafi átt að taka þátt í árásunum en guggnað. Í samtali við breska miðilinn Independent sagði heimildarmaður blaðsins innan frönsku lögreglunnar að ekkert við flótta Abdeslam síðar um kvöldið örlagaríka hafi litið út fyrir að vera skipulagt. „Ekkert við hegðun Abdeslam stemmir við það að flótti hans hafi verið skipulagður. Það er möguleiki að hann hafi einfaldlega guggnað eða þá að sprengjubelti hans hafi ekki virkað,“ segir heimildarmaður Guardian en bróðir Abdeslam heldur því fram að hann hafi einfaldlega guggnað.Guardian fer yfir árásarmenninaStöðvaður á landamærum Belgíu og Frakklands Eftir að árásirnar áttu sér stað lét Abdeslam lítið fyrir sér fara áður áður en hann hringdi í tvo kunningja sína í Brussel. Þetta var klukkan tvö að nóttu, skömmu eftir árásirnar. Vinir hans komu til Parísar um fimm-leytið, náðu í Abdeslam og héldu áleiðis til Brussel. Félagarnir voru stöðvaðir við landamæraeftirlit nærri landamærum Belgíu og Frakklands en var hleypt í gegn enda höfðu yfirvöld engar upplýsingar um að Abdeslam hafði tekið þátt í árásinni. Það var ekki í raun fyrr en nökkrum dögum seinna þegar lögreglan fann bíl leigðan á nafni Abdeslam en í honum fundust þrjár AK-47 byssur að grunur beindist að þáttöku Abdeslam. Búið er að handtaka þá sem sóttu Abdeslam en lögfræðingur þeirra segir að þeir hafi sagt að Abdeslam hafi verið mjög æstur og reiðubúinn til þess að sprengja sjálfan sig í loft upp en þeir félagar segja að hann hafi verið með eitthvað sem vel hefði getað verið sprengjubelti. Belgísk yfirvöld hafa svo leitað Abdeslam stíft og var jafnvel talið að hann hefði verið handsamaður í síðustu viku. Í gær fóru svo fram umfangsmiklar lögregluaðgerðir víða um Belgíu þar sem 21 var handtekinn en enn finnst Abdeslam ekki og er talið að hann sé mögulega farinn til Þýskalands. Samkvæmt frásögn Independent á Abdeslam að hafa gefið sig fram við vin sinn þann 17. nóvember og sagst sjá eftir þáttöku sinni í hryðjuverkaárásunum og jafnframt á hann að hafa sagt að hann væri búinn að gefa sig fram við lögreglu en hann óttaðist að ef hann gerði það myndi ISIS hefna sín á fjölskyldumeðlimum sínum.Salah Abdeslam er eftirsóttur maður en auglýst er eftir honum víðsvegar um Evrópu.Vísir/GettySmáglæpamaður sem var æskuvinur skipuleggjandansAbdeslam-bræðurnir ólust upp í Molenbeek í Belgíu ásamt fjölskyldu sinni en hann og bróðir hans Brahim voru smáglæpamenn, seldu ýmis eiturlyf og stóðu fyrir veðmálum. Fyrir um ári síðan breyttist hegðun hans hinsvegar og hann varð trúræknari. Hann og Abdelhamid Abaaoud, sem lést sl. miðvikudag í aðgerðum frönsku lögreglunnar og sá sem er talinn vera heilinn á bakvið árásirnar, voru æskuvinir og fóru saman í fangelsi fyrir þátt sinn í vopnuðu ráni. Salah og Brahim ferðuðust til Sýrlands fyrr á þessu ári og voru stöðvaðir í Tyrklandi á leið sinni til baka. Þeim var hinsvegar ekki haldið vegna þess að ekki var hægt að sýna fram á tengsl bræðranna við ISIS. Föstudagskvöldið 13. nóvember létu þeir svo, ásamt, sex öðrum til skarar skríða í París. 130 létust og hundruð særðust í einum af verstu hryðjuverkaárásum sem gerðar hafa verið í Evrópu.
Hryðjuverk í París Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent