Stoðsendingakóngurinn Justin: Þetta er mikill heiður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. febrúar 2016 21:32 Justin hefur gefið 1394 stoðsendingar í efstu deild á Íslandi. vísir/stefán Justin Shouse bætti stoðsendingametið í efstu deild á Íslandi þegar Stjarnan tapaði, 78-65, fyrir Grindavík í kvöld. Justin gaf tvær stoðsendingar í leiknum, báðar í 1. leikhluta. Með þeirri fyrri jafnaði hann met Jóns Arnars Ingvarssonar og með þeirri seinni sló hann svo metið. Justin hefur leikið í efstu deild á Íslandi síðan 2006 og á þeim tima hefur hann gefið 1394 stoðsendingar. En hvaða þýðingu hefur þetta met fyrir þennan magnaða leikstjórnanda? "Að ég hef verið lengi hérna," sagði Justin og hló. Hann kom upphaflega hingað til lands árið 2005 og lék þá með 1. deildarliði Drangs frá Vík í Mýrdal. Þaðan fór hann til Snæfells og svo til Stjörnunnar 2008. Justin fékk íslenskan ríkisborgararétt 2011. "Þetta þýðir að ég hef spilað með mörgum frábærum leikmönnum. Ég vissi ekkert af þessu fyrr en mér var bent á þetta í dag. "Þetta er mikill heiður og segir sitt um hversu góða samherja og þjálfara ég hef haft í gegnum tíðina. Þetta gerist ekkert nema samherjarnir setji skotin niður og ég hef verið heppinn með bæði samherja og þjálfara síðan ég kom hingað. Þetta hefur verið frábær tími." Justin segir félagsskapinn í efstu sætum stoðsendingalistann vera góðan. "Það eru frábærir leikmenn á þessum lista; Jón Arnar og Jón Kr. (Gíslason) sem ég þekki vel. Og það vita allir að ef það hefði verið haldið utan talningu á stoðsendingum á fyrstu árunum hans í boltanum, þá ætti hann þetta met," sagði Justin um Jón Kr. en þess má geta að hann spilaði með sonum Jóns Kr., Degi Kár og Daða Lár, hjá Stjörnunni. Justin vildi þó að sjálfsögðu fagna þessum áfanga undir öðrum kringumstæðum en Stjörnumenn fundu sig engan veginn í sóknarleiknum í kvöld. "Að sjálfsögðu, við komum hingað til að vinna leikinn og vorum ekkert að hugsa um nein met. Ég hefði frekar viljað vera með enga eða eina stoðsendingu í sigurleik en að tapa og slá metið," sagði Justin. Stjörnumenn fá ekki langan tíma til að sleikja sárin því á sunnudaginn mætir liðið Þór frá Þorlákshöfn í mikilvægum leik. "Við verðum að læra af þessu og koma betur stemmdir til leiks á sunnudaginn. Við þurfum að vera tilbúnir, vinna betur og spila meira saman sem lið í sókninni," sagði Justin, stoðsendingakóngurinn á Íslandi, að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Sjá meira
Justin Shouse bætti stoðsendingametið í efstu deild á Íslandi þegar Stjarnan tapaði, 78-65, fyrir Grindavík í kvöld. Justin gaf tvær stoðsendingar í leiknum, báðar í 1. leikhluta. Með þeirri fyrri jafnaði hann met Jóns Arnars Ingvarssonar og með þeirri seinni sló hann svo metið. Justin hefur leikið í efstu deild á Íslandi síðan 2006 og á þeim tima hefur hann gefið 1394 stoðsendingar. En hvaða þýðingu hefur þetta met fyrir þennan magnaða leikstjórnanda? "Að ég hef verið lengi hérna," sagði Justin og hló. Hann kom upphaflega hingað til lands árið 2005 og lék þá með 1. deildarliði Drangs frá Vík í Mýrdal. Þaðan fór hann til Snæfells og svo til Stjörnunnar 2008. Justin fékk íslenskan ríkisborgararétt 2011. "Þetta þýðir að ég hef spilað með mörgum frábærum leikmönnum. Ég vissi ekkert af þessu fyrr en mér var bent á þetta í dag. "Þetta er mikill heiður og segir sitt um hversu góða samherja og þjálfara ég hef haft í gegnum tíðina. Þetta gerist ekkert nema samherjarnir setji skotin niður og ég hef verið heppinn með bæði samherja og þjálfara síðan ég kom hingað. Þetta hefur verið frábær tími." Justin segir félagsskapinn í efstu sætum stoðsendingalistann vera góðan. "Það eru frábærir leikmenn á þessum lista; Jón Arnar og Jón Kr. (Gíslason) sem ég þekki vel. Og það vita allir að ef það hefði verið haldið utan talningu á stoðsendingum á fyrstu árunum hans í boltanum, þá ætti hann þetta met," sagði Justin um Jón Kr. en þess má geta að hann spilaði með sonum Jóns Kr., Degi Kár og Daða Lár, hjá Stjörnunni. Justin vildi þó að sjálfsögðu fagna þessum áfanga undir öðrum kringumstæðum en Stjörnumenn fundu sig engan veginn í sóknarleiknum í kvöld. "Að sjálfsögðu, við komum hingað til að vinna leikinn og vorum ekkert að hugsa um nein met. Ég hefði frekar viljað vera með enga eða eina stoðsendingu í sigurleik en að tapa og slá metið," sagði Justin. Stjörnumenn fá ekki langan tíma til að sleikja sárin því á sunnudaginn mætir liðið Þór frá Þorlákshöfn í mikilvægum leik. "Við verðum að læra af þessu og koma betur stemmdir til leiks á sunnudaginn. Við þurfum að vera tilbúnir, vinna betur og spila meira saman sem lið í sókninni," sagði Justin, stoðsendingakóngurinn á Íslandi, að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Sjá meira