Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Haukar 96-100 | Haukar í undanúrslit eftir frábæran leik Ingvi Þór Sæmundsson í Icelandic Glacial höllinni skrifar 29. mars 2016 22:30 Kári Jónsson átti magnaðan leik í Þorlákshöfn í kvöld. vísir/anton Haukar eru komnir í undanúrslit Domino's deildar karla í körfubolta eftir fjögurra stiga sigur, 96-100, á Þór í mögnuðum leik í Þorlákshöfn í kvöld. Haukar unnu því einvígi liðanna, 3-1, eftir að hafa tapað fyrsta leiknum á heimavelli. Þeir voru án Bandaríkjamannsins Brandons Mobley í kvöld vegna leikbanns en það kom ekki að sök. Hafnfirðingar sýndu styrk og kláruðu dæmið. Í hálfleik benti ekkert til þess að Haukar væru að fara áfram, enda 14 stigum undir, 54-40. Þórsarar voru sjóðheitir í fyrri hálfleik og voru með 50% nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna. En það var allt annað Haukalið sem mætti til leiks í seinni hálfleik. Þeir skoruðu 14 fyrstu stig hans og unnu 3. leikhlutann 26-10. Í lokaleikhlutanum skiptust liðin á að hafa forystuna en síðustu mínúturnar voru æsilegar. Ragnar Nathanealsson tryggði Þórsurum framlengingu þegar hann setti niður víti rúmum tveimur sekúndum fyrir leikslok. Í framlengingunni var það sama uppi á teningnum; ótrúleg spenna og mikil dramatík. Vance Hall kom Þór yfir, 95-92, þegar tvær mínútur voru eftir en þá tóku Haukar yfir, skoruðu átta stig gegn einu og tryggðu sér sigurinn og þar með sæti í undanúrslitum. Frábær leikur og blóðug niðurstaða fyrir Þórsara en á heildina litið voru Haukar sterkari í einvíginu og fara verðskuldað áfram. Kári Jónsson sýndi það enn einu sinni að hann er löngu hættur að vera efnilegur, hann er einfaldlega einn besti leikmaður deildarinnar. Strákurinn átti stórleik í kvöld, skoraði 30 stig, tók átta fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Haukur Óskarsson átti einnig góðan leik og þegar sú er raunin vinna Haukar oftast. Haukur skoraði 23 stig og hitti vel. Finnur Atli Magnússon skilaði 15 stigum, níu fráköstum og fimm stoðsendingum áður en hann fékk sína fimmtu villu undir lok venjulegs leiktíma. Emil Barja reif sig upp eftir slakan fyrri hálfleik, skoraði 16 stig, tók níu fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Þá spilaði hann, ásamt Hjálmari Stefánssyni, frábæra vörn á Vance Hall, aðalskorara Þórs. Hall gerði 14 stig úr 13 skotum og þurfti að hafa fyrir hverju einu og einasta þeirra. Ragnar var besti leikmaður Þórs en hann skoraði 18 stig, tók 14 fráköst, gaf þrjár stoðsendingar og varði fjögur skot. Ragnar klikkaði ekki á skoti í leiknum og hefði að ósekju mátt fá boltann oftar í sókninni.Frábær sóknarleikur Þórs Eftir leik tvö kallaði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, eftir því að fleiri leikmenn í hans liði legðu hönd á plóg í sókninni. Strákarnir úr Þorlákshöfn biðu með svarið þangað til í fyrri hálfleiknum í kvöld þar sem þeir voru með skotsýningu. Sóknarleikurinn var allt annar og betri en í fyrstu þremur leikjunum og í hálfleik voru Þórsarar komnir með 54 stig. Meðalskor þeirra í einvíginu til þessa: 69,0 stig í leik. Þórsarar dúndruðu niður 10 þristum í 20 tilraunum í fyrri hálfleik og skutu Haukana hreinlega í kaf. Emil Karel Einarsson setti niður fjóra þrista en það var spilandi aðstoðarþjálfarinn, Baldur Þór Ragnarsson, sem gaf tóninn fyrir Þór. Baldur var gríðarlega grimmur í byrjun leiks, duglegur að sækja á körfuna og heitur fyrir utan. Baldur skilaði 12 stigum í fyrri hálfleik en fyrir leikinn var hann aðeins búinn að skora sjö stig samanlagt í einvíginu. Haukarnir byrjuðu leikinn reyndar þokkalega og leiddu í blábyrjun hans. En smám saman fór vörnin að molna undan sóknarþunga Þórsara sem breyttu stöðunni úr 19-17 í 25-19 á lokamínútunum 1. leikhluta. Í 2. leikhluta hittu Þórsarar eins og óðir menn gegn slökum varnarleik gestanna. Sóknarleikur heimamanna var einfaldlega frábær en auk þess að hitta vel gáfu þeir 15 stoðsendingar í fyrri hálfleik og töpuðu boltanum aðeins tvisvar. Á meðan voru Haukar með átta tapaða bolta. Emil átti þrjá þeirra en hann var fjarri sínu besta í fyrri hálfleik.Viðsnúningur í seinni hálfleik Hann mætti hins vegar grimmur til leiks í þeim seinni, líkt og allt Haukaliðið. Gestirnir tóku einfaldlega völdin, byrjuðu 3. leikhluta á 14-0 kafla og héldu Þórsurum stigalausum í rúmar fimm mínútur í upphafi seinni hálfleiks. Haukur og Kári fóru mikinn í sókninni og þegar 3. leikhluti var allur var staðan 64-66, Haukum í vil. Í 4. leikhluta náðu heimamenn að svara aðeins fyrir sig. Halldór Garðar Hermannsson skoraði sjö mikilvæg stig í upphafi hans og Ragnar var öflugur á báðum endum vallarins. Þórsarar leiddu með sjö stigum, 80-73, þegar fjórar og hálf mínúta voru eftir en það forskot fuðraði upp á örskotsstundu. Kári skoraði fimm stig í röð og kom Haukum yfir, 80-81, en Þórsarar svöruðu með 6-2 kafla og leiddu með þremur stigum, 86-83, þegar 55 sekúndur lifðu leiks. Þá var komið að Kára á nýjan leik. Hann setti niður stökkskot, Halldór Garðar svaraði með einu víti en Kári negldi svo niður þristi og kom Haukum yfir, 87-88, og 18 sekúndur á klukkunni. Ragnar fór á vítalínuna þegar ein sekúnda var eftir. Stóri maðurinn klúðraði fyrra skotinu en setti það seinna niður og jafnaði metin, 88-88. Kári fékk ágætis tækifæri til að vinna leikinn á lokasekúndunni en þriggja stiga skot hans geigaði. Framlenging. Þar vaknaði Ragnar Örn Bragason til lífsins en hann skoraði fyrstu fimm stig Þórsara sem komust svo þremur stigum yfir, 95-92, þegar Hall setti niður stökkskot. Haukur var fljótur að jafna og Kári kom Haukunum svo yfir, 95-97, þegar rúm mínúta var eftir af framlengingunni. Þórsarar fóru illa með síðustu sóknirnar sínar og Emil kláraði leikinn fyrir Hauka á vítalínunni. Lokatölur 96-100, eftir frábæran leik.Finnur Atli: Hjálmar verður nafn í íslenskum körfubolta Finnur Atli Magnússon, leikmaður Hauka, var að vonum hinn kátasti þegar hann ræddi við Vísi eftir leik. "Þetta er glæsilegt. Þetta leit ekki vel út í hálfleik en við vissum að þeir hittu rosalega í fyrri hálfleik, þ.e. hinir leikmennirnir," sagði Finnur en Haukar voru 14 stigum undir í hálfleik, 54-40. "Vance [Hall] og Raggi Nat munu alltaf skora sín stig en það var alltaf markmiðið að halda þeim niðri. Strákar eins og Baldur [Þór Ragnarsson] og Emil [Karel Einarsson] hittu frábærlega í fyrri hálfleik en það hlaut að koma að því að þekr myndu klikka og þá ætluðum við að koma með áhlaup." Umræddur Vance Hall skoraði 14 stig en þurfti að hafa gríðarlega mikið fyrir þeim enda varnarleikur Hauka sterkur. "Hjálmar [Stefánsson] og Emil [Barja] eiga hrós skilið," sagði Finnur en umræddir félagar hans sáu um að gæta Hall í einvíginu. "Þeir hafa spilað rosalega vörn, þá sérstaklega Hjálmar. Hann er langur og örugglega hundleiðinlegt að spila á móti honum. Þetta er mjög mikill íþróttamaður og ef hann heldur áfram að bæta sig í sókninni verður þetta nafn í íslenskum körfubolta eftir smá stund," sagði Finnur og hélt áfram. "Ég er alltaf að reyna að hjálpa honum og segja honum að vera þessi leiðinlegi varnarmaður, vera ýtandi og með hendurnar út um allt. Ég skal lofa þér því að hann og Kári [Jónsson] verða framtíðarleikmenn í íslenskum körfubolta," sagði Finnur að endingu.Einar Árni: Fórum illa að ráði okkar undir lokin Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, var skiljanlega vonsvikinn eftir leik. "Fljótt á litið fannst mér við vera klaufskir í okkar aðgerðum á lokakafla venjulegs leiktíma og í framlengingunni. Við vorum komnir í lykilstöðu en áttum bara eftir að klára þetta," sagði Einar Árni. "Við förum ofboðslega illa að ráði okkar. Það er hægt að tala endalaust um að við vorum 14 stigum yfir í hálfleik og það forskot fór á svipstundu. En við komum til baka og komum okkur inn í þetta. "Það er miklu fremur að maður gráti þessar síðustu mínútur. Þeir tóku 20 sóknarfráköst í leiknum og mörg þeirra voru að skila þeim stigum," sagði Einar ennfremur. Hann hrósaði liði Hauka og þá sérstaklega Hjálmari Stefánssyni. "Ég verð að hrósa Haukaliðinu, þeir spiluðu mun betur en við í einvíginu og voru sterkari á svellinu. Þetta er ungt lið en samt mjög reynt. Þeir eru búnir að spila á þessum hópi í nokkur ár á meðan margir að okkar leikmönnum eru ekki með mikla reynslu á þessu sviði," sagði Einar og bætti við: "Fyrir mér er Hjálmar Stefánsson X-faktorinn í þessari seríu. Loksins þegar Ívar [Ásgrímsson, þjálfari Hauka] fattaði hvað hann er góður og fór að spila honum í 30 mínútur varð þetta fjandi erfitt fyrir okkur. Hann spilaði frábærlega á báðum endum vallarins."Bein lýsing: Þór Þ. - HaukarTweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira
Haukar eru komnir í undanúrslit Domino's deildar karla í körfubolta eftir fjögurra stiga sigur, 96-100, á Þór í mögnuðum leik í Þorlákshöfn í kvöld. Haukar unnu því einvígi liðanna, 3-1, eftir að hafa tapað fyrsta leiknum á heimavelli. Þeir voru án Bandaríkjamannsins Brandons Mobley í kvöld vegna leikbanns en það kom ekki að sök. Hafnfirðingar sýndu styrk og kláruðu dæmið. Í hálfleik benti ekkert til þess að Haukar væru að fara áfram, enda 14 stigum undir, 54-40. Þórsarar voru sjóðheitir í fyrri hálfleik og voru með 50% nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna. En það var allt annað Haukalið sem mætti til leiks í seinni hálfleik. Þeir skoruðu 14 fyrstu stig hans og unnu 3. leikhlutann 26-10. Í lokaleikhlutanum skiptust liðin á að hafa forystuna en síðustu mínúturnar voru æsilegar. Ragnar Nathanealsson tryggði Þórsurum framlengingu þegar hann setti niður víti rúmum tveimur sekúndum fyrir leikslok. Í framlengingunni var það sama uppi á teningnum; ótrúleg spenna og mikil dramatík. Vance Hall kom Þór yfir, 95-92, þegar tvær mínútur voru eftir en þá tóku Haukar yfir, skoruðu átta stig gegn einu og tryggðu sér sigurinn og þar með sæti í undanúrslitum. Frábær leikur og blóðug niðurstaða fyrir Þórsara en á heildina litið voru Haukar sterkari í einvíginu og fara verðskuldað áfram. Kári Jónsson sýndi það enn einu sinni að hann er löngu hættur að vera efnilegur, hann er einfaldlega einn besti leikmaður deildarinnar. Strákurinn átti stórleik í kvöld, skoraði 30 stig, tók átta fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Haukur Óskarsson átti einnig góðan leik og þegar sú er raunin vinna Haukar oftast. Haukur skoraði 23 stig og hitti vel. Finnur Atli Magnússon skilaði 15 stigum, níu fráköstum og fimm stoðsendingum áður en hann fékk sína fimmtu villu undir lok venjulegs leiktíma. Emil Barja reif sig upp eftir slakan fyrri hálfleik, skoraði 16 stig, tók níu fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Þá spilaði hann, ásamt Hjálmari Stefánssyni, frábæra vörn á Vance Hall, aðalskorara Þórs. Hall gerði 14 stig úr 13 skotum og þurfti að hafa fyrir hverju einu og einasta þeirra. Ragnar var besti leikmaður Þórs en hann skoraði 18 stig, tók 14 fráköst, gaf þrjár stoðsendingar og varði fjögur skot. Ragnar klikkaði ekki á skoti í leiknum og hefði að ósekju mátt fá boltann oftar í sókninni.Frábær sóknarleikur Þórs Eftir leik tvö kallaði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, eftir því að fleiri leikmenn í hans liði legðu hönd á plóg í sókninni. Strákarnir úr Þorlákshöfn biðu með svarið þangað til í fyrri hálfleiknum í kvöld þar sem þeir voru með skotsýningu. Sóknarleikurinn var allt annar og betri en í fyrstu þremur leikjunum og í hálfleik voru Þórsarar komnir með 54 stig. Meðalskor þeirra í einvíginu til þessa: 69,0 stig í leik. Þórsarar dúndruðu niður 10 þristum í 20 tilraunum í fyrri hálfleik og skutu Haukana hreinlega í kaf. Emil Karel Einarsson setti niður fjóra þrista en það var spilandi aðstoðarþjálfarinn, Baldur Þór Ragnarsson, sem gaf tóninn fyrir Þór. Baldur var gríðarlega grimmur í byrjun leiks, duglegur að sækja á körfuna og heitur fyrir utan. Baldur skilaði 12 stigum í fyrri hálfleik en fyrir leikinn var hann aðeins búinn að skora sjö stig samanlagt í einvíginu. Haukarnir byrjuðu leikinn reyndar þokkalega og leiddu í blábyrjun hans. En smám saman fór vörnin að molna undan sóknarþunga Þórsara sem breyttu stöðunni úr 19-17 í 25-19 á lokamínútunum 1. leikhluta. Í 2. leikhluta hittu Þórsarar eins og óðir menn gegn slökum varnarleik gestanna. Sóknarleikur heimamanna var einfaldlega frábær en auk þess að hitta vel gáfu þeir 15 stoðsendingar í fyrri hálfleik og töpuðu boltanum aðeins tvisvar. Á meðan voru Haukar með átta tapaða bolta. Emil átti þrjá þeirra en hann var fjarri sínu besta í fyrri hálfleik.Viðsnúningur í seinni hálfleik Hann mætti hins vegar grimmur til leiks í þeim seinni, líkt og allt Haukaliðið. Gestirnir tóku einfaldlega völdin, byrjuðu 3. leikhluta á 14-0 kafla og héldu Þórsurum stigalausum í rúmar fimm mínútur í upphafi seinni hálfleiks. Haukur og Kári fóru mikinn í sókninni og þegar 3. leikhluti var allur var staðan 64-66, Haukum í vil. Í 4. leikhluta náðu heimamenn að svara aðeins fyrir sig. Halldór Garðar Hermannsson skoraði sjö mikilvæg stig í upphafi hans og Ragnar var öflugur á báðum endum vallarins. Þórsarar leiddu með sjö stigum, 80-73, þegar fjórar og hálf mínúta voru eftir en það forskot fuðraði upp á örskotsstundu. Kári skoraði fimm stig í röð og kom Haukum yfir, 80-81, en Þórsarar svöruðu með 6-2 kafla og leiddu með þremur stigum, 86-83, þegar 55 sekúndur lifðu leiks. Þá var komið að Kára á nýjan leik. Hann setti niður stökkskot, Halldór Garðar svaraði með einu víti en Kári negldi svo niður þristi og kom Haukum yfir, 87-88, og 18 sekúndur á klukkunni. Ragnar fór á vítalínuna þegar ein sekúnda var eftir. Stóri maðurinn klúðraði fyrra skotinu en setti það seinna niður og jafnaði metin, 88-88. Kári fékk ágætis tækifæri til að vinna leikinn á lokasekúndunni en þriggja stiga skot hans geigaði. Framlenging. Þar vaknaði Ragnar Örn Bragason til lífsins en hann skoraði fyrstu fimm stig Þórsara sem komust svo þremur stigum yfir, 95-92, þegar Hall setti niður stökkskot. Haukur var fljótur að jafna og Kári kom Haukunum svo yfir, 95-97, þegar rúm mínúta var eftir af framlengingunni. Þórsarar fóru illa með síðustu sóknirnar sínar og Emil kláraði leikinn fyrir Hauka á vítalínunni. Lokatölur 96-100, eftir frábæran leik.Finnur Atli: Hjálmar verður nafn í íslenskum körfubolta Finnur Atli Magnússon, leikmaður Hauka, var að vonum hinn kátasti þegar hann ræddi við Vísi eftir leik. "Þetta er glæsilegt. Þetta leit ekki vel út í hálfleik en við vissum að þeir hittu rosalega í fyrri hálfleik, þ.e. hinir leikmennirnir," sagði Finnur en Haukar voru 14 stigum undir í hálfleik, 54-40. "Vance [Hall] og Raggi Nat munu alltaf skora sín stig en það var alltaf markmiðið að halda þeim niðri. Strákar eins og Baldur [Þór Ragnarsson] og Emil [Karel Einarsson] hittu frábærlega í fyrri hálfleik en það hlaut að koma að því að þekr myndu klikka og þá ætluðum við að koma með áhlaup." Umræddur Vance Hall skoraði 14 stig en þurfti að hafa gríðarlega mikið fyrir þeim enda varnarleikur Hauka sterkur. "Hjálmar [Stefánsson] og Emil [Barja] eiga hrós skilið," sagði Finnur en umræddir félagar hans sáu um að gæta Hall í einvíginu. "Þeir hafa spilað rosalega vörn, þá sérstaklega Hjálmar. Hann er langur og örugglega hundleiðinlegt að spila á móti honum. Þetta er mjög mikill íþróttamaður og ef hann heldur áfram að bæta sig í sókninni verður þetta nafn í íslenskum körfubolta eftir smá stund," sagði Finnur og hélt áfram. "Ég er alltaf að reyna að hjálpa honum og segja honum að vera þessi leiðinlegi varnarmaður, vera ýtandi og með hendurnar út um allt. Ég skal lofa þér því að hann og Kári [Jónsson] verða framtíðarleikmenn í íslenskum körfubolta," sagði Finnur að endingu.Einar Árni: Fórum illa að ráði okkar undir lokin Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, var skiljanlega vonsvikinn eftir leik. "Fljótt á litið fannst mér við vera klaufskir í okkar aðgerðum á lokakafla venjulegs leiktíma og í framlengingunni. Við vorum komnir í lykilstöðu en áttum bara eftir að klára þetta," sagði Einar Árni. "Við förum ofboðslega illa að ráði okkar. Það er hægt að tala endalaust um að við vorum 14 stigum yfir í hálfleik og það forskot fór á svipstundu. En við komum til baka og komum okkur inn í þetta. "Það er miklu fremur að maður gráti þessar síðustu mínútur. Þeir tóku 20 sóknarfráköst í leiknum og mörg þeirra voru að skila þeim stigum," sagði Einar ennfremur. Hann hrósaði liði Hauka og þá sérstaklega Hjálmari Stefánssyni. "Ég verð að hrósa Haukaliðinu, þeir spiluðu mun betur en við í einvíginu og voru sterkari á svellinu. Þetta er ungt lið en samt mjög reynt. Þeir eru búnir að spila á þessum hópi í nokkur ár á meðan margir að okkar leikmönnum eru ekki með mikla reynslu á þessu sviði," sagði Einar og bætti við: "Fyrir mér er Hjálmar Stefánsson X-faktorinn í þessari seríu. Loksins þegar Ívar [Ásgrímsson, þjálfari Hauka] fattaði hvað hann er góður og fór að spila honum í 30 mínútur varð þetta fjandi erfitt fyrir okkur. Hann spilaði frábærlega á báðum endum vallarins."Bein lýsing: Þór Þ. - HaukarTweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira