Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 3-3 (1-4) | Valsmenn meistarar meistaranna Stefán Árni Pálsson skrifar 25. apríl 2016 21:45 Valur vann Meistarakeppni KSÍ eftir sigur á FH í vítaspyrnukeppni. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 3-3 og þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara keppninnar. Leikurinn hófst með miklum látum og tók það FH-inga aðeins rúmlega mínútu að skora fyrsta mark leiksins. Þar var á ferðinni Sam Hewson og setti boltann snyrtilega framhjá Ingvari Kale í marki Vals. Atli Viðar Björnsson, leikmaður FH, flikkaði boltanum á Sam sem afgreiddi hann í netið. FH-ingar pressuðu strax stíft að vörn Vals eftir markið og hefðu hæglega getað bætt strax við öðru marki. Markið sló Valsmenn alls ekkert útaf laginu og liðið hélt í sitt skipulag og hélt áfram. Það skilað árangri þegar Kassim Doumbia var dæmdur brotlegur innan vítateigs þegar um korter var liðið af leiknum. Kristinn Freyr Sigurðsson steig á punktinn og þrumaði boltanum í netið, algjörlega óverjandi fyrir Kristján Finnbogason í marki FH. Það liðu síðan aðeins nokkrar mínútur þar til að Valsmenn voru komnir yfir. Þá fékk Sigurður Egill Lárusson stungusendingu inn fyrir vörn FH og afgreiddi boltann vel í netið. Tuttugu mínútur liðnar og staðan orðin 2-1 fyrir Valsmenn. Þannig var staðan í hálfleik og Valsmenn mun betri. FH-ingar mættu öflugir til leiks í síðari hálfleiknum og það var greinilegt á leikmönnum liðsins að þeir ætluðu að jafna leikinn. Það gekk eftir þegar korter var liðið af síðari hálfleiknum þegar Atli Guðnason skoraði fínt mark eftir laglegan undirbúning frá Davíð Þór Viðarssyni. FH-ingar voru með ágæt tök á síðari hálfleiknum en Valsarar fengu samt sem áður sín tækifæri. Atli Guðnason var aftur á ferðinni um tíu mínútum fyrir leikslok þegar Davíð fann hann aftur. Svipuð sókn en hinum megin á vellinum. Atli þakkaði pent fyrir sig og skoraði laglega framhjá Ingvari. Það var útlit fyrir það að FH myndi fara heim með fyrsta bikarinn á tímabilinu en Guðjón Pétur Lýðsson var ekki sammála. Valsmenn fengu aukaspyrnu á hættulegum stað fyrir utan vítateig FH og Guðjón Pétur tók sig til að þrumaði boltanum í netið framhjá Kristjáni Finnboga, og það í uppbótatíma. Úrslitin réðust því í vítakeppni. Valsmenn voru mikið betri í vítakeppninni og misnotuðu ekki spyrnu en FH-ingar voru aftur á móti ekki eins góðir og því vann Valur Meistarakeppni KSÍ í ár, og það örugglega í vítaspyrnukeppni. Óli Jó: Hlakka til að byrja mótiðÓlafur Jóhannesson er þjálfari Vals.vísir„Ég held að þetta hafi verið fín leikur að okkar hálfu og skemmtilegur að horfa;“ segir Ólafur Jóhannsson, þjálfari Vals, eftir leikinn. „Besti leikmaður vallarins var sennilega aðeins yngri en ég,“ segir Ólafur og átti hann við Kristján Finnbogason, markvörð FH. En Guðjón Pétur Lýðsson setti boltann framhjá Kristjáni undir lok leiksins. „Guðjón er feiknalega góður spyrnumaður og setti boltann í netið.“ Ólafur segir að leikur liðsins í heild sinni hafi verið góður. „Mér fannst við samt smá hræddir að hafa forystu en ég er spenntur að fara byrja mótið og hlakka óvenju mikið til í ár.“ Heimir: Þurfum greinilega að æfa vítinHeimir Guðjónsson.Vísir/Stefán„Þetta hefur verið mjög skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur. Mér fannst Valsarar í raun í heildina betri í kvöld og við vorum bara frekar daprir í fyrri hálfleiknum“ segir Heimur Guðjónsson, þjálfari FH, eftir tapið. „Varnarlega vorum við ekki góðir og við gáfum Völsurunum allt of mikið pláss í fyrri hálfleiknum. Mér fannst aukaspyrnudómurinn eitthvað skrítinn þegar þeir jafna leikinn.“ Heimir segir að liðið þurfi greinilega að æfa sig vel í því að taka vítaspyrnur. FH mætir Þrótti í fyrstu umferð 1. maí. „Það verður erfitt að mæta Þrótti í fyrstu umferð. Þeir hafa ekki verið í efstu deild í dágóðan tíma og ætlar liðið sér að gera góða hluti. Þjálfari liðsins segir að liðið verði klárt í fyrsta leik og því megum við ekki slaka neitt á. Guðjón Pétur: Vonandi verða dollurnar fleiriGuðjón setti frábæra körfu.vísir/anton„Ég lagði hann bara í hornið og hann náði ekki að verja, þannig á þetta að vera,“ segir Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Vals, eftir sigurinn í kvöld. Guðjón Pétur jafnaði metin í 3-3 á 91. mínútu og tryggði Val vítaspyrnukeppni. „Við áttum sannarlega skilið að vinna þennan leik. FH-ingar eru með frábært lið en við erum bara líka með gott lið og eigum að geta unnið hvaða lið sem er á landinu. Þetta gefur bara góð fyrirheit fyrir sumarið.“ Guðjón segir að það sé alltaf gaman að vinna dollu og vonandi verði þær fleiri í sumar.Leikurinn gegn Fjölni leggst vel í Guðjón Pétur og félaga í Val. „Það er mjög erfitt að lesa Fjölnismenn, þeir eru með marga nýja leikmenn en góðan þjálfara og eru alltaf sterkir.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Valur vann Meistarakeppni KSÍ eftir sigur á FH í vítaspyrnukeppni. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 3-3 og þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara keppninnar. Leikurinn hófst með miklum látum og tók það FH-inga aðeins rúmlega mínútu að skora fyrsta mark leiksins. Þar var á ferðinni Sam Hewson og setti boltann snyrtilega framhjá Ingvari Kale í marki Vals. Atli Viðar Björnsson, leikmaður FH, flikkaði boltanum á Sam sem afgreiddi hann í netið. FH-ingar pressuðu strax stíft að vörn Vals eftir markið og hefðu hæglega getað bætt strax við öðru marki. Markið sló Valsmenn alls ekkert útaf laginu og liðið hélt í sitt skipulag og hélt áfram. Það skilað árangri þegar Kassim Doumbia var dæmdur brotlegur innan vítateigs þegar um korter var liðið af leiknum. Kristinn Freyr Sigurðsson steig á punktinn og þrumaði boltanum í netið, algjörlega óverjandi fyrir Kristján Finnbogason í marki FH. Það liðu síðan aðeins nokkrar mínútur þar til að Valsmenn voru komnir yfir. Þá fékk Sigurður Egill Lárusson stungusendingu inn fyrir vörn FH og afgreiddi boltann vel í netið. Tuttugu mínútur liðnar og staðan orðin 2-1 fyrir Valsmenn. Þannig var staðan í hálfleik og Valsmenn mun betri. FH-ingar mættu öflugir til leiks í síðari hálfleiknum og það var greinilegt á leikmönnum liðsins að þeir ætluðu að jafna leikinn. Það gekk eftir þegar korter var liðið af síðari hálfleiknum þegar Atli Guðnason skoraði fínt mark eftir laglegan undirbúning frá Davíð Þór Viðarssyni. FH-ingar voru með ágæt tök á síðari hálfleiknum en Valsarar fengu samt sem áður sín tækifæri. Atli Guðnason var aftur á ferðinni um tíu mínútum fyrir leikslok þegar Davíð fann hann aftur. Svipuð sókn en hinum megin á vellinum. Atli þakkaði pent fyrir sig og skoraði laglega framhjá Ingvari. Það var útlit fyrir það að FH myndi fara heim með fyrsta bikarinn á tímabilinu en Guðjón Pétur Lýðsson var ekki sammála. Valsmenn fengu aukaspyrnu á hættulegum stað fyrir utan vítateig FH og Guðjón Pétur tók sig til að þrumaði boltanum í netið framhjá Kristjáni Finnboga, og það í uppbótatíma. Úrslitin réðust því í vítakeppni. Valsmenn voru mikið betri í vítakeppninni og misnotuðu ekki spyrnu en FH-ingar voru aftur á móti ekki eins góðir og því vann Valur Meistarakeppni KSÍ í ár, og það örugglega í vítaspyrnukeppni. Óli Jó: Hlakka til að byrja mótiðÓlafur Jóhannesson er þjálfari Vals.vísir„Ég held að þetta hafi verið fín leikur að okkar hálfu og skemmtilegur að horfa;“ segir Ólafur Jóhannsson, þjálfari Vals, eftir leikinn. „Besti leikmaður vallarins var sennilega aðeins yngri en ég,“ segir Ólafur og átti hann við Kristján Finnbogason, markvörð FH. En Guðjón Pétur Lýðsson setti boltann framhjá Kristjáni undir lok leiksins. „Guðjón er feiknalega góður spyrnumaður og setti boltann í netið.“ Ólafur segir að leikur liðsins í heild sinni hafi verið góður. „Mér fannst við samt smá hræddir að hafa forystu en ég er spenntur að fara byrja mótið og hlakka óvenju mikið til í ár.“ Heimir: Þurfum greinilega að æfa vítinHeimir Guðjónsson.Vísir/Stefán„Þetta hefur verið mjög skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur. Mér fannst Valsarar í raun í heildina betri í kvöld og við vorum bara frekar daprir í fyrri hálfleiknum“ segir Heimur Guðjónsson, þjálfari FH, eftir tapið. „Varnarlega vorum við ekki góðir og við gáfum Völsurunum allt of mikið pláss í fyrri hálfleiknum. Mér fannst aukaspyrnudómurinn eitthvað skrítinn þegar þeir jafna leikinn.“ Heimir segir að liðið þurfi greinilega að æfa sig vel í því að taka vítaspyrnur. FH mætir Þrótti í fyrstu umferð 1. maí. „Það verður erfitt að mæta Þrótti í fyrstu umferð. Þeir hafa ekki verið í efstu deild í dágóðan tíma og ætlar liðið sér að gera góða hluti. Þjálfari liðsins segir að liðið verði klárt í fyrsta leik og því megum við ekki slaka neitt á. Guðjón Pétur: Vonandi verða dollurnar fleiriGuðjón setti frábæra körfu.vísir/anton„Ég lagði hann bara í hornið og hann náði ekki að verja, þannig á þetta að vera,“ segir Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Vals, eftir sigurinn í kvöld. Guðjón Pétur jafnaði metin í 3-3 á 91. mínútu og tryggði Val vítaspyrnukeppni. „Við áttum sannarlega skilið að vinna þennan leik. FH-ingar eru með frábært lið en við erum bara líka með gott lið og eigum að geta unnið hvaða lið sem er á landinu. Þetta gefur bara góð fyrirheit fyrir sumarið.“ Guðjón segir að það sé alltaf gaman að vinna dollu og vonandi verði þær fleiri í sumar.Leikurinn gegn Fjölni leggst vel í Guðjón Pétur og félaga í Val. „Það er mjög erfitt að lesa Fjölnismenn, þeir eru með marga nýja leikmenn en góðan þjálfara og eru alltaf sterkir.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira