Bandarískt þjóðfélag í uppnámi Guðsteinn Bjarnason og Ólöf Skaftadóttir skrifa 9. júlí 2016 08:00 Fjöldi fólks safnaðist saman í hinum ýmsu stórborgum í Bandaríkjunum til að mótmæla lögregluofbeldi. Vísir/NordicPhotos Bandarískt þjóðfélag logar vegna framferðis hvítra lögreglumanna gegn svörtum almenningi. Í hvert sinn sem fréttir berast af því að svartur maður hafi látið lífið eftir að hafa orðið á vegi lögreglumanna, þá magnast fjandskapurinn í garð lögreglunnar. Þúsundir manna safnast reglulega saman í borgum landsins til að minna lögregluna á, að líf svartra skipta máli. Í hverjum mánuði falla halda samt tugir manna áfram að falla fyrir skotum úr byssum lögreglumanna. Í fyrrakvöld gerðist það svo að fimm lögreglumenn voru myrtir í Dallas, skammt frá þeim stað þar sem John F. Kennedy forseti var myrtur árið 1963. Sjö lögreglumenn að auki særðust, sumir alvarlega, en árásarmennirnir voru fjórir. Þrír þeirra eru í haldi lögreglunnar en sá fjórði lést þegar lögreglan sprengdi sprengju, sem hann var með á sér. Þetta gerðist þegar þúsundir manna voru úti á götum að taka þátt í friðsamlegum mótmælum gegn lögregluofbeldi. Árásaramennirnir biðu þangað til mótmælendurnir voru komnir framhjá og réðust þá á lögregluna, sem stóð á verði.Fólk safnaðist saman í bænum Baton Rouge í Louisiana til að mótmæla lögregluofbeldi.Vísir/NordicPhotos„Þessu verður að linna” „Þessu verður að linna, þessum illdeilum milli lögreglunnar okkar og almennings,” sagði David Brown, lögreglustjóri í Dallas, við fjölmiðla í gær og dró enga fjöður yfir það að lögreglan er ekki vel liðin þessa dagana. „Flesta daga finnum við ekki fyrir miklum stuðningi.” Yfirmenn lögreglunnar í Dallas hafa reyndar lagt á það mikla áherslu undanfarið, meiri en víða annars staðar í Bandaríkjunum, að breyta vinnubrögðum sínu og hugarfari til að draga úr líkum á ástæðulausu ofbeldi. Brown lögregluforingi óskaði eindregið eftir því að almenningur taki sér nú stöðu með lögreglunni: „Við þurfum ykkar stuðning til að geta verndað ykkur gegn mönnum á borð við þessa, sem frömdu þennan hörmulega verknað.”Ekkert sem réttlætir Barack Obama Bandaríkjaforseti flutti í gærmorgun stutt ávarp í tilefni þessara atburða, þar sem hann er staddur í Póllandi á leiðtogafundi NATO. „Ég tel mig tala fyrir hvern einasta Bandaríkjamann þegar ég segi að þessir atburðir vekji með okkur andstyggð og að við stöndum öll saman með fólkinu og lögregludeildinni í Dallas,” sagði Obama. „Það er ekkert sem réttlætir árásir af þessu tagi eða ofbeldi hvers konar gegn lögreglunni.” Daginn áður hafði hann samt einnig ávarpað fjölmiðla, þá nýkominn til Póllands, en í það skiptið var tilefni ávarpsins atburðirnir í Louisiana og Minnesota fyrr í vikunni, þar sem hvítir lögreglumenn höfðu drepið þeldökka menn, gjörsamlega að ástæðulausu eftir því sem best varð séð af myndböndum. Þessi dráp urðu til þess að þúsundir Bandaríkjamanna flykktust út á götur í mörgum stærstu borgum landsins til að mótmæla lögregluofbeldi gegn þeldökku fólki. „Við höfum of oft séð harmleiki af þessu tagi,” sagði Obama þá, og bætti því við að skotárásir af þessu tagi hljóti að valda öllum Bandaríkjamönnum óhug.Bandarískt samfélag er í uppnámiVísir/NordicPhotosEkki einangruð atvik „Þetta eru nefnilega ekki einangruð atvik. Þau eru einkenni á víðtækara kynþáttamisræmi í löggæslukerfinu okkar.” Hann hrósaði samt lögreglunni almennt fyrir góð og mikilvæg störf í þágu þjóðarinnar, og í gær minnti aftur á þær fórnir sem lögreglan færir í daglegum störfum sínum. Hann minnti jafnframt á hina hörðu andstöðu, sem allar tilraunir til að herða skotvopnalöggjöf landsins hafa mætt af hálfu Repúblikanaflokksins og hinna fjársterku samtaka skotvopnaeigenda: „Við vitum að þegar fólk er vopnað öflugum vopnum, þá gerir það illu heilli árásir af þessu tagi enn banvænni og sorglegri, og á næstu dögum munum við þurfa að skoða þennan raunveruleika líka.”Þjóðfélag í uppnámi Bandarískt þjóðfélag er tvímælalaust í uppnámi vegna þessara atburða, bæði þeir sem ekki eru hvítir á hörund og þykir látlaust að sér vegið, en nú ekki síður hinir sem nú sjá hugsanlega fram á harðari átök. Enn er þó allt óljóst um framhaldið. Forsetakosningarnar, sem verða haldnar í nóvember næstkomandi, verða að öllum líkindum með þeim skrautlegri í sögunni og alveg eins líklegt að bæði lögreglumorðin í Dallas og kynþáttafordómar hvítra lögreglumanna muni setja svip sinn á hana. Væntanleg forsetaefni beggja stóru flokkanna, þau Hillary Clinton og Donald Trump, hafa bæði frestað framboðsfundum sínum vegna atburða vikunnar. Bæði hörmuðu þau og fordæmdu lögreglumorðin í Dallas og sögðu huga sinn vera hjá fjölskyldum hinna látnu. Trump sendi síðan frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði: „Við verðum að endurheimta lög og reglu. Við verðum að endurreisa trú almennings hér á að geta verið öruggt á heimilum sínum og úti á götum.” Black Lives Matter Donald Trump Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Bandarískt þjóðfélag logar vegna framferðis hvítra lögreglumanna gegn svörtum almenningi. Í hvert sinn sem fréttir berast af því að svartur maður hafi látið lífið eftir að hafa orðið á vegi lögreglumanna, þá magnast fjandskapurinn í garð lögreglunnar. Þúsundir manna safnast reglulega saman í borgum landsins til að minna lögregluna á, að líf svartra skipta máli. Í hverjum mánuði falla halda samt tugir manna áfram að falla fyrir skotum úr byssum lögreglumanna. Í fyrrakvöld gerðist það svo að fimm lögreglumenn voru myrtir í Dallas, skammt frá þeim stað þar sem John F. Kennedy forseti var myrtur árið 1963. Sjö lögreglumenn að auki særðust, sumir alvarlega, en árásarmennirnir voru fjórir. Þrír þeirra eru í haldi lögreglunnar en sá fjórði lést þegar lögreglan sprengdi sprengju, sem hann var með á sér. Þetta gerðist þegar þúsundir manna voru úti á götum að taka þátt í friðsamlegum mótmælum gegn lögregluofbeldi. Árásaramennirnir biðu þangað til mótmælendurnir voru komnir framhjá og réðust þá á lögregluna, sem stóð á verði.Fólk safnaðist saman í bænum Baton Rouge í Louisiana til að mótmæla lögregluofbeldi.Vísir/NordicPhotos„Þessu verður að linna” „Þessu verður að linna, þessum illdeilum milli lögreglunnar okkar og almennings,” sagði David Brown, lögreglustjóri í Dallas, við fjölmiðla í gær og dró enga fjöður yfir það að lögreglan er ekki vel liðin þessa dagana. „Flesta daga finnum við ekki fyrir miklum stuðningi.” Yfirmenn lögreglunnar í Dallas hafa reyndar lagt á það mikla áherslu undanfarið, meiri en víða annars staðar í Bandaríkjunum, að breyta vinnubrögðum sínu og hugarfari til að draga úr líkum á ástæðulausu ofbeldi. Brown lögregluforingi óskaði eindregið eftir því að almenningur taki sér nú stöðu með lögreglunni: „Við þurfum ykkar stuðning til að geta verndað ykkur gegn mönnum á borð við þessa, sem frömdu þennan hörmulega verknað.”Ekkert sem réttlætir Barack Obama Bandaríkjaforseti flutti í gærmorgun stutt ávarp í tilefni þessara atburða, þar sem hann er staddur í Póllandi á leiðtogafundi NATO. „Ég tel mig tala fyrir hvern einasta Bandaríkjamann þegar ég segi að þessir atburðir vekji með okkur andstyggð og að við stöndum öll saman með fólkinu og lögregludeildinni í Dallas,” sagði Obama. „Það er ekkert sem réttlætir árásir af þessu tagi eða ofbeldi hvers konar gegn lögreglunni.” Daginn áður hafði hann samt einnig ávarpað fjölmiðla, þá nýkominn til Póllands, en í það skiptið var tilefni ávarpsins atburðirnir í Louisiana og Minnesota fyrr í vikunni, þar sem hvítir lögreglumenn höfðu drepið þeldökka menn, gjörsamlega að ástæðulausu eftir því sem best varð séð af myndböndum. Þessi dráp urðu til þess að þúsundir Bandaríkjamanna flykktust út á götur í mörgum stærstu borgum landsins til að mótmæla lögregluofbeldi gegn þeldökku fólki. „Við höfum of oft séð harmleiki af þessu tagi,” sagði Obama þá, og bætti því við að skotárásir af þessu tagi hljóti að valda öllum Bandaríkjamönnum óhug.Bandarískt samfélag er í uppnámiVísir/NordicPhotosEkki einangruð atvik „Þetta eru nefnilega ekki einangruð atvik. Þau eru einkenni á víðtækara kynþáttamisræmi í löggæslukerfinu okkar.” Hann hrósaði samt lögreglunni almennt fyrir góð og mikilvæg störf í þágu þjóðarinnar, og í gær minnti aftur á þær fórnir sem lögreglan færir í daglegum störfum sínum. Hann minnti jafnframt á hina hörðu andstöðu, sem allar tilraunir til að herða skotvopnalöggjöf landsins hafa mætt af hálfu Repúblikanaflokksins og hinna fjársterku samtaka skotvopnaeigenda: „Við vitum að þegar fólk er vopnað öflugum vopnum, þá gerir það illu heilli árásir af þessu tagi enn banvænni og sorglegri, og á næstu dögum munum við þurfa að skoða þennan raunveruleika líka.”Þjóðfélag í uppnámi Bandarískt þjóðfélag er tvímælalaust í uppnámi vegna þessara atburða, bæði þeir sem ekki eru hvítir á hörund og þykir látlaust að sér vegið, en nú ekki síður hinir sem nú sjá hugsanlega fram á harðari átök. Enn er þó allt óljóst um framhaldið. Forsetakosningarnar, sem verða haldnar í nóvember næstkomandi, verða að öllum líkindum með þeim skrautlegri í sögunni og alveg eins líklegt að bæði lögreglumorðin í Dallas og kynþáttafordómar hvítra lögreglumanna muni setja svip sinn á hana. Væntanleg forsetaefni beggja stóru flokkanna, þau Hillary Clinton og Donald Trump, hafa bæði frestað framboðsfundum sínum vegna atburða vikunnar. Bæði hörmuðu þau og fordæmdu lögreglumorðin í Dallas og sögðu huga sinn vera hjá fjölskyldum hinna látnu. Trump sendi síðan frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði: „Við verðum að endurheimta lög og reglu. Við verðum að endurreisa trú almennings hér á að geta verið öruggt á heimilum sínum og úti á götum.”
Black Lives Matter Donald Trump Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira