Andersen ekkert fúll út í Óskar: Mig langaði samt rosalega að taka vítið Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júlí 2016 22:06 Morten Beck Andersen, framherji KR, kom inn á í seinni hálfleik í leiknum gegn Grasshopper í Evrópudeildinni í kvöld og spilaði hreint stórkostlega. Leikurinn endaði með 3-3 jafntefli en allt um gang mála má lesa hér. Daninn skoraði eftir 16 sekúndur í seinni hálfleik og aftur fjórum mínútum síðar og jafnaði metin í 2-2. Andersen hefur ekki enn skorað í deild né bikar, en hvað gerðist í kvöld? „Það gerðist ekki neitt. Ég bara skoraði. Ég hef vissulega ekki náð að skora mikið hingað til þannig þetta var virkilega gaman,“ sagði skælbrosandi Morten Beck Andersen í viðtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Honum var greinilega létt. Fyrir utan að skora spilaði Daninn mjög vel. Hann var virkilega sterkur á boltanum og lífgaði svakalega upp á sóknarleik KR. Hann steig vart feilspor. „Það voru ekki bara mörkin í kvöld. Mér fannst ég vera að spila mjög vel. Það var samt gott að skora því þau hafa ekki verið að detta. Mér leið alveg rosalega vel inn á vellinum,“ sagði Andersen, en er þetta sá leikmaður sem KR og stuðningsmenn liðsins eiga að vera að sjá? „Já, klárlega. Ég sýndi alveg hvað í mér býr í kvöld og ég hef svo sem gert það áður en eins og ég segi hef ég bara ekkert verið að skora. Nú held ég bara vonandi áfram að setja mörk til að getað hjálpað KR-liðinu.“ Andersen hefði getað skorað þrennu í leiknum í kvöld en hann hljóp að boltanum tilbúinn að taka vítaspyrnuna þegar nafni hans Morten Beck féll í teignum. Óskar Örn Hauksson, vítaskytta KR, tók það ekki í mál og skoraði sjálfur af punktinum. „Það er allt í góðu á milli okkar. Ég var bara að láta hann vita að ég var tilbúinn að taka spyrnuna ef hann væri ekki klár. En ef það er einhver sem ég treysti fyrir því að taka víti þá er það Óskar,“ sagði Andersen. Aðspurður á léttu nótunum hvort hann hefði inn í sér verið að vona að Óskar myndi klikka á vítinu fyrst hann leyfði honum ekki að taka spyrnuna hló Andersen upphátt. „Nei, alls ekki. Þessi var góður!“ sagði Morten Beck Andersen. Öll mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan. Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grasshopper 3-3 | Evrópu-Andersen kom KR í gang KR á tvo erfiða leiki fyrir höndum í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 14. júlí 2016 21:45 Einn af strákunum okkar á KR-velli: Gaman að spila fyrsta leikinn fyrir framan vini og fjölskyldu Landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson gæti spilað fyrsta keppnisleikinn sinn með svissneska liðinu Grasshopper í kvöld og það á KR-vellinum. 14. júlí 2016 09:15 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Morten Beck Andersen, framherji KR, kom inn á í seinni hálfleik í leiknum gegn Grasshopper í Evrópudeildinni í kvöld og spilaði hreint stórkostlega. Leikurinn endaði með 3-3 jafntefli en allt um gang mála má lesa hér. Daninn skoraði eftir 16 sekúndur í seinni hálfleik og aftur fjórum mínútum síðar og jafnaði metin í 2-2. Andersen hefur ekki enn skorað í deild né bikar, en hvað gerðist í kvöld? „Það gerðist ekki neitt. Ég bara skoraði. Ég hef vissulega ekki náð að skora mikið hingað til þannig þetta var virkilega gaman,“ sagði skælbrosandi Morten Beck Andersen í viðtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Honum var greinilega létt. Fyrir utan að skora spilaði Daninn mjög vel. Hann var virkilega sterkur á boltanum og lífgaði svakalega upp á sóknarleik KR. Hann steig vart feilspor. „Það voru ekki bara mörkin í kvöld. Mér fannst ég vera að spila mjög vel. Það var samt gott að skora því þau hafa ekki verið að detta. Mér leið alveg rosalega vel inn á vellinum,“ sagði Andersen, en er þetta sá leikmaður sem KR og stuðningsmenn liðsins eiga að vera að sjá? „Já, klárlega. Ég sýndi alveg hvað í mér býr í kvöld og ég hef svo sem gert það áður en eins og ég segi hef ég bara ekkert verið að skora. Nú held ég bara vonandi áfram að setja mörk til að getað hjálpað KR-liðinu.“ Andersen hefði getað skorað þrennu í leiknum í kvöld en hann hljóp að boltanum tilbúinn að taka vítaspyrnuna þegar nafni hans Morten Beck féll í teignum. Óskar Örn Hauksson, vítaskytta KR, tók það ekki í mál og skoraði sjálfur af punktinum. „Það er allt í góðu á milli okkar. Ég var bara að láta hann vita að ég var tilbúinn að taka spyrnuna ef hann væri ekki klár. En ef það er einhver sem ég treysti fyrir því að taka víti þá er það Óskar,“ sagði Andersen. Aðspurður á léttu nótunum hvort hann hefði inn í sér verið að vona að Óskar myndi klikka á vítinu fyrst hann leyfði honum ekki að taka spyrnuna hló Andersen upphátt. „Nei, alls ekki. Þessi var góður!“ sagði Morten Beck Andersen. Öll mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grasshopper 3-3 | Evrópu-Andersen kom KR í gang KR á tvo erfiða leiki fyrir höndum í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 14. júlí 2016 21:45 Einn af strákunum okkar á KR-velli: Gaman að spila fyrsta leikinn fyrir framan vini og fjölskyldu Landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson gæti spilað fyrsta keppnisleikinn sinn með svissneska liðinu Grasshopper í kvöld og það á KR-vellinum. 14. júlí 2016 09:15 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grasshopper 3-3 | Evrópu-Andersen kom KR í gang KR á tvo erfiða leiki fyrir höndum í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. 14. júlí 2016 21:45
Einn af strákunum okkar á KR-velli: Gaman að spila fyrsta leikinn fyrir framan vini og fjölskyldu Landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson gæti spilað fyrsta keppnisleikinn sinn með svissneska liðinu Grasshopper í kvöld og það á KR-vellinum. 14. júlí 2016 09:15