Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þ. 100-92 | Grindvíkingar setjast í bílstjórasætið Stefán Árni Pálsson skrifar 22. mars 2017 21:15 Dagur Kár Jónsson og félagar þurfa að verja heimavöllinn. vísir/stefán Grindavík vann frábæran sigur á Þór Þorlákshöfn, 100-92, í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deild karla í kvöld. Grindavík leiðir því einvígið 2-1 og fer næstu leikur fram í Þorlákshöfn. Dagur Kár Jónsson var sigahæstur í liði Grindvíkingar með 29 stig og var Tobin Carberry stórbrotinn í liði Þórsara og gerði hann 38 stig. Heilt yfir dreifðist stigaskor Grindvíkingar mjög vel milli manna í byrjunarliðinu og gerðu þeir til að mynda allir yfir 10 stig. Grindvíkingar voru með yfirhöndina í raun og veru allan leikinn og var sigur þeirra ekki oft í hættu. Heimavöllurinn hefur því betur þriðja leikinn í röð.Grindavík-Þór Þ. 100-92 (31-20, 19-28, 31-21, 19-23)Grindavík: Dagur Kár Jónsson 29, Lewis Clinch Jr. 20/8 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 17/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 13/8 fráköst, Ólafur Ólafsson 12/13 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 5/4 fráköst, Hamid Dicko 4, Jens Valgeir Óskarsson 0, Magnús Már Ellertsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Ingvi Þór Guðmundsson 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0.Þór Þ.: Tobin Carberry 38/9 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 18/4 fráköst, Ragnar Örn Bragason 12, Halldór Garðar Hermannsson 9/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 8/4 fráköst/5 stolnir, Emil Karel Einarsson 3/4 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 2, Styrmir Snær Þrastarson 2, Benjamín Þorri Benjamínsson 0, Magnús Breki Þórðason 0, Davíð Arnar Ágústsson 0.Af hverju vann Grindavík?Liðið spilaði bara mun betri leik á öllum sviðið. Leikmenn liðsins vörðust vel, og sóknarleikurinn gekk smurt fyrir sig. Heimamenn komu mörgum mönnum í takt við leikinn og dreifðist stigaskorið nokkuð vel. Þetta er ávallt uppskrift á sigur Grindvíkinga.Bestu menn vallarins? Dagur Kár Jónsson og Lewiz Clinch Jr. voru báðir virkilega góðir í kvöld og réðu varnarmenn Þórsara ekkert við þá.Hvað gekk illa? Varnarleikur Þórsara var í raun til skammar og fengu Grindvíkingar hvað eftir annað opið og frítt skot. Þú getur aldrei unnið leik í úrslitakeppni með svona varnarleik. Grindvallaratriði eins og að stíga út var of mikið fyrir heimamenn. Einar Árni: Þeir vildu þetta bara meiraEinar Árni var ekki sáttur eftir leikinn„Ég myndi ekki hafa stórar áhyggjur af sóknarleik eftir þennan leik,“ segir Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn. „Við fáum 100 stig á okkur í kvöld og 99 stig síðast og það einfaldlega það mesta sem við höfum fengið á okkur í allan vetur.“ Hann segir að Grindvíkingar hafi einfaldlega skotið þá í kaf í kvöld. „Allt fimm manna liðið þeirra er bara með sýningu hér í kvöld. Þeir eru bara að setja okkur í vandræði allan leikinn. Við sýndum fínan varnarleik í öðrum leikhluta og meira var það ekki.“ Hann segir að Grindvíkingar hafi einfaldlega viljað þennan sigur meira. „Það var ekki steinn yfir steini í varnarleik okkar í síðari hálfleik og þá er þetta Grindavíkurlið bara fjandi erfitt.“ Jóhann Þór: Skotnýtingin eins og á góðum frystitogaraJóhann sáttur með sína menn.„Sóknarleikurinn hjá okkur í kvöld var flottur og maður getur bara verið mjög ánægður með liðið,“ segir Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga. „Skotprósentan okkur hefur verið svipuð og nýtingarprósentan á fristitogara. Varnarlega vorum við á köflum fínir og ég er bara heilt yfir mjög góðir í kvöld.“ Jóhanni líður vel að vera með einvígið í þeirra höndum. „Mér fannst við líka nokkuð góðir í síðasta leik sem við töpuðum og vorum kannski smá óheppnir þar. Við þurfum að skoða það betur.“ Dagur: Leið eins og að allt færi ofan íGerði 29 stig í kvöld.„Ég er bara virkilega sáttur eftir leikinn í kvöld en við vorum það alls ekki eftir síðasta leik,“ segir Dagur Kár Jónsson, eftir sigurinn í kvöld. „Það var því nauðsynlegt fyrir okkur að koma til baka og sýna hversu góðir við í raun og veru erum.“ Dagur segir að honum hafi liðið eins og að boltinn myndi alltaf fara ofan í kvöld. „Ég var í góðum fíling en okkur er samt alveg sama hver er að skora þessi stig. Við vorum að hlaupa sóknina vel í kvöld og þá gengur þetta vel.“ Hann segir að Grindavíkurliðið sé langsterkast í alvöru leikjum. „Við gírum okkur almennilega inn í svona leiki.“ Dominos-deild karla Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Sjá meira
Grindavík vann frábæran sigur á Þór Þorlákshöfn, 100-92, í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deild karla í kvöld. Grindavík leiðir því einvígið 2-1 og fer næstu leikur fram í Þorlákshöfn. Dagur Kár Jónsson var sigahæstur í liði Grindvíkingar með 29 stig og var Tobin Carberry stórbrotinn í liði Þórsara og gerði hann 38 stig. Heilt yfir dreifðist stigaskor Grindvíkingar mjög vel milli manna í byrjunarliðinu og gerðu þeir til að mynda allir yfir 10 stig. Grindvíkingar voru með yfirhöndina í raun og veru allan leikinn og var sigur þeirra ekki oft í hættu. Heimavöllurinn hefur því betur þriðja leikinn í röð.Grindavík-Þór Þ. 100-92 (31-20, 19-28, 31-21, 19-23)Grindavík: Dagur Kár Jónsson 29, Lewis Clinch Jr. 20/8 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 17/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 13/8 fráköst, Ólafur Ólafsson 12/13 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 5/4 fráköst, Hamid Dicko 4, Jens Valgeir Óskarsson 0, Magnús Már Ellertsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Ingvi Þór Guðmundsson 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0.Þór Þ.: Tobin Carberry 38/9 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 18/4 fráköst, Ragnar Örn Bragason 12, Halldór Garðar Hermannsson 9/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 8/4 fráköst/5 stolnir, Emil Karel Einarsson 3/4 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 2, Styrmir Snær Þrastarson 2, Benjamín Þorri Benjamínsson 0, Magnús Breki Þórðason 0, Davíð Arnar Ágústsson 0.Af hverju vann Grindavík?Liðið spilaði bara mun betri leik á öllum sviðið. Leikmenn liðsins vörðust vel, og sóknarleikurinn gekk smurt fyrir sig. Heimamenn komu mörgum mönnum í takt við leikinn og dreifðist stigaskorið nokkuð vel. Þetta er ávallt uppskrift á sigur Grindvíkinga.Bestu menn vallarins? Dagur Kár Jónsson og Lewiz Clinch Jr. voru báðir virkilega góðir í kvöld og réðu varnarmenn Þórsara ekkert við þá.Hvað gekk illa? Varnarleikur Þórsara var í raun til skammar og fengu Grindvíkingar hvað eftir annað opið og frítt skot. Þú getur aldrei unnið leik í úrslitakeppni með svona varnarleik. Grindvallaratriði eins og að stíga út var of mikið fyrir heimamenn. Einar Árni: Þeir vildu þetta bara meiraEinar Árni var ekki sáttur eftir leikinn„Ég myndi ekki hafa stórar áhyggjur af sóknarleik eftir þennan leik,“ segir Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn. „Við fáum 100 stig á okkur í kvöld og 99 stig síðast og það einfaldlega það mesta sem við höfum fengið á okkur í allan vetur.“ Hann segir að Grindvíkingar hafi einfaldlega skotið þá í kaf í kvöld. „Allt fimm manna liðið þeirra er bara með sýningu hér í kvöld. Þeir eru bara að setja okkur í vandræði allan leikinn. Við sýndum fínan varnarleik í öðrum leikhluta og meira var það ekki.“ Hann segir að Grindvíkingar hafi einfaldlega viljað þennan sigur meira. „Það var ekki steinn yfir steini í varnarleik okkar í síðari hálfleik og þá er þetta Grindavíkurlið bara fjandi erfitt.“ Jóhann Þór: Skotnýtingin eins og á góðum frystitogaraJóhann sáttur með sína menn.„Sóknarleikurinn hjá okkur í kvöld var flottur og maður getur bara verið mjög ánægður með liðið,“ segir Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga. „Skotprósentan okkur hefur verið svipuð og nýtingarprósentan á fristitogara. Varnarlega vorum við á köflum fínir og ég er bara heilt yfir mjög góðir í kvöld.“ Jóhanni líður vel að vera með einvígið í þeirra höndum. „Mér fannst við líka nokkuð góðir í síðasta leik sem við töpuðum og vorum kannski smá óheppnir þar. Við þurfum að skoða það betur.“ Dagur: Leið eins og að allt færi ofan íGerði 29 stig í kvöld.„Ég er bara virkilega sáttur eftir leikinn í kvöld en við vorum það alls ekki eftir síðasta leik,“ segir Dagur Kár Jónsson, eftir sigurinn í kvöld. „Það var því nauðsynlegt fyrir okkur að koma til baka og sýna hversu góðir við í raun og veru erum.“ Dagur segir að honum hafi liðið eins og að boltinn myndi alltaf fara ofan í kvöld. „Ég var í góðum fíling en okkur er samt alveg sama hver er að skora þessi stig. Við vorum að hlaupa sóknina vel í kvöld og þá gengur þetta vel.“ Hann segir að Grindavíkurliðið sé langsterkast í alvöru leikjum. „Við gírum okkur almennilega inn í svona leiki.“
Dominos-deild karla Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli