Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. október 2017 23:30 Hundruð lögregluþjóna og bráðaliða þustu á vettvang eftir árásina. Vísir/EPA Minnst átta eru látnir og ellefu særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist. Ljóst er að um árás var að ræða en maðurinn lét til skarar skríða síðdegis að staðartíma. Keyrði hann um tuttugu húsaraðir eftir stígnum, vegalengd sem nemur um 1,5 kílómetra. Eftir að hann ók á annan bíl stökk maðurinn úr bílnum.Maðurinn komst alla leið frá efsta rauða punktinum, að þeim neðsta, um 1,5 kílómetra leið.Mynd/New York Times.Fyrstu fregnir gáfu til kynna að skotárás hefði átt sér stað en síðar kom í ljós að byssur sem maðurinn var með voru í raun ekki ekta. Lögregla, sem var afar skjót á vettvang, skaut manninn og handtók hann. Hann er nú í haldi lögreglu á sjúkrahúsi.Samkvæmt heimildarmönnum New York Times er maðurinn sagðir hafa öskrað „Allahu Akbar“ eða „Guð er mikill“ á arabísku, eftir að hann steig út úr bílnum. Yfirvöld í New York hafa staðfest að árásin sé rannsökuð sem hryðjuverkaárás en Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segir að ekkert bendi til þess að árásarmaðurinn hafi verið hluti af einhverjum hóp, hann hafi líklega verið einn að verki. Árásarmaðurinn er 29 ára og kom til Bandaríkjannar árið 2010. Hann er sagður vera alvarlega slasaður. Leigði hann bílinn, stóran sendiferðabíl í New Jersey. Fréttastofa CBS hefur nú þegar nafngreint árásarmanninn, Úsbeka að nafni Sayfullo Habibullaevic Saipov. Þar segir jafnframt að ekki líti út fyrir að lögregla hafi þekkt til hans fyrir árásina. Á myndinni hér til hliðar má hvar árásin átti sér stað og hversu langt árásarmaðurinn komst á bílnum áður en hann var yfirbugaður af lögreglu.Í fyrstu frétt New York Post af árásinni var vettvanginum lýst sem „blóðbaði“. Myndir af vettvangi sýna löskuð reiðhjól eins og hráviði á hjólastígnum, sem lík sem búið var að breiða yfir.Talið er að myndbandið hér að neðan sýni árásarmanninn skömmu eftir að hann yfirgaf bílinn. Tengdar fréttir Mannskæð árás í New York: Keyrði á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur Lögreglan í New York segir að fjölmargir séu látnir eða særðir eftir að ökumaður ók upp á gangstétt og keyrði á vegfarendur á neðri hluta Manhattan, skammt frá World Trade Center. 31. október 2017 19:56 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Minnst átta eru látnir og ellefu særðir eftir að ökumaður keyrði niður hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur í grennd við World Trade Center í New York. Hann komst langa vegalengd eftir hjólreiðastíg áður bíll hans stöðvaðist. Ljóst er að um árás var að ræða en maðurinn lét til skarar skríða síðdegis að staðartíma. Keyrði hann um tuttugu húsaraðir eftir stígnum, vegalengd sem nemur um 1,5 kílómetra. Eftir að hann ók á annan bíl stökk maðurinn úr bílnum.Maðurinn komst alla leið frá efsta rauða punktinum, að þeim neðsta, um 1,5 kílómetra leið.Mynd/New York Times.Fyrstu fregnir gáfu til kynna að skotárás hefði átt sér stað en síðar kom í ljós að byssur sem maðurinn var með voru í raun ekki ekta. Lögregla, sem var afar skjót á vettvang, skaut manninn og handtók hann. Hann er nú í haldi lögreglu á sjúkrahúsi.Samkvæmt heimildarmönnum New York Times er maðurinn sagðir hafa öskrað „Allahu Akbar“ eða „Guð er mikill“ á arabísku, eftir að hann steig út úr bílnum. Yfirvöld í New York hafa staðfest að árásin sé rannsökuð sem hryðjuverkaárás en Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segir að ekkert bendi til þess að árásarmaðurinn hafi verið hluti af einhverjum hóp, hann hafi líklega verið einn að verki. Árásarmaðurinn er 29 ára og kom til Bandaríkjannar árið 2010. Hann er sagður vera alvarlega slasaður. Leigði hann bílinn, stóran sendiferðabíl í New Jersey. Fréttastofa CBS hefur nú þegar nafngreint árásarmanninn, Úsbeka að nafni Sayfullo Habibullaevic Saipov. Þar segir jafnframt að ekki líti út fyrir að lögregla hafi þekkt til hans fyrir árásina. Á myndinni hér til hliðar má hvar árásin átti sér stað og hversu langt árásarmaðurinn komst á bílnum áður en hann var yfirbugaður af lögreglu.Í fyrstu frétt New York Post af árásinni var vettvanginum lýst sem „blóðbaði“. Myndir af vettvangi sýna löskuð reiðhjól eins og hráviði á hjólastígnum, sem lík sem búið var að breiða yfir.Talið er að myndbandið hér að neðan sýni árásarmanninn skömmu eftir að hann yfirgaf bílinn.
Tengdar fréttir Mannskæð árás í New York: Keyrði á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur Lögreglan í New York segir að fjölmargir séu látnir eða særðir eftir að ökumaður ók upp á gangstétt og keyrði á vegfarendur á neðri hluta Manhattan, skammt frá World Trade Center. 31. október 2017 19:56 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Mannskæð árás í New York: Keyrði á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur Lögreglan í New York segir að fjölmargir séu látnir eða særðir eftir að ökumaður ók upp á gangstétt og keyrði á vegfarendur á neðri hluta Manhattan, skammt frá World Trade Center. 31. október 2017 19:56