Helena og Kristófer valin best annað tímabilið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2019 12:45 Kristófer Acox og Helena Sverrisdóttir. Vísir/HBG Íslandsmeistararnir Kristófer Acox hjá KR og Helena Sverrisdóttir hjá Val voru í dag valin bestu leikmenn Domino´s deildar karla og kvenna en þetta er annað árið í röð sem þau fá þessi verðlaun. Helena jafnaði met. Hilmar Smári Henningsson úr Haukum og Birna Valgerður Benónýsdóttir úr Keflavík voru valin bestu ungu leikmennirnir en Birna var að fá þau verðlaun í annað skiptið. Bestu þjálfararnir voru Borche Ilievski hjá ÍR og Benedikt Guðmundsson hjá KR en Sigmundur Már Herbertsson var kosinn besti dómarinn í Domino´s deildunum. Benedikt fékk líka þessi sömu verðlaun þegar hann þjálfaði síðast í deildinni tímabilið 2009-10. Sigmundur Már Herbertsson var kosinn besti dómarinn fimmta árið í röð og alls í þrettánda sinn frá árinu 2005. Bestu varnarmenn tímabilsins voru Stjörnufólkið Auður Íris Ólafsdóttir og Ægir Þór Steinarsson en Ægir var einnig kosinn prúðasti leikmaður deildarinnar. Haukakonan Þóra Kristín Jónsdóttir var prúðust hjá konunum. Bestu erlendu leikmenn tímabilsins voru Julian Boyd hjá KR og Brittanny Dinkins hjá Keflavík. Kristófer Acox er aðeins sá þriðji í sögunni sem nær að vera bestur í úrvalsdeild karla tvö tímabil í röð en hinir eru þeir Pálmar Sigurðsson (1986 og 1987) og Valur Ingimundarson (1984 og 1985). Helena Sverrisdóttir jafnaði líka met Önnu Maríu Sveinsdóttur með því að vera kosin best í sjötta sinn á ferlinum en hún fékk einnig verðlaunin árin 2005, 2006, 2007, 2016 og 2018. Annar María var þrisvar sinnum kosin best tvö ár í röð eða árin 1988-89, 1995-96 og 1998-99. Valur vann þrefalt í vetur eða alla titla í boði en Helena er samt bara eini Valsarinn sem fékk verðlaun á þessu lokahófi. Valur átti aðeins Helenu í úrvalsliði tímabilsins. Íslandsmeistarar KR áttu líka aðeins einn leikmann í úrvalsliðinu. Hlynur Bæringsson var valinn í úrvalsliðið í tíunda sinn á ferlinum og Bryndís Guðmundsdóttir var valin í áttunda skiptið í lið ársins hjá konunum. Hér fyrir neðan má sjá öll verðlaunin sem voru afhent á lokahófi KKÍ í dag. Þjálfari, fyrirliði og formaður hvers félags höfðu atkvæðarétt að þessu sinni.Domino’s-DEILD KVENNA 2018-2019- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -BESTI VARNARMAÐUR Domino’s deildar kvenna 2018-2019 Auður Íris Ólafsdóttir · StjarnanBESTI UNGI LEIKMAÐUR Domino’s deildar kvenna 2018-2019 (f. 2000 eða síðar) Birna Valgerður Benónýsdóttir · KeflavíkPRÚÐASTI LEIKMAÐUR Domino’s deildar kvenna 2018-2019 (valið af dómurum) Þóra Kristín Jónsdóttir · HaukarBESTI ERLENDI LEIKMAÐUR Domino’s deildar kvenna 2018-2019 Brittanny Dinkins · Keflavík BESTI ÞJÁLFARI Domino’s deildar kvenna 2018-2019 Benedikt Guðmundsson · KRÚRVALSLIÐ Domino’s-DEILDAR KVENNA 2018-2019 Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar (2. sinn, 2018) Gunnhildur Gunnarsdóttir · Snæfell (2. sinn, 2016) Helena Sverrisdóttir · Valur (6. sinn, 2018, 2016, 2007, 2006, 2005) Bríet Sif Hinriksdóttir · Stjarnan (1. sinn) Bryndís Guðmundsdóttir · Keflavík (8. sinn, 2016, 2015, 2014, 2013, 2011, 2007, 2005) BESTI LEIKMAÐUR Domino’s deildar kvenna 2018-2019 Helena Sverrisdóttir · ValurDomino’s-DEILD KARLA 2018-2019- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -BESTI VARNARMAÐUR Domino’s deildar karla 2018-2019 Ægir Þór Steinarsson · StjarnanBESTI UNGI LEIKMAÐUR Domino’s deildar karla 2018-2019 (f. 2000 eða síðar) Hilmar Smári Henningsson · HaukarPRÚÐASTI LEIKMAÐUR Domino’s deildar karla 2018-2019 (valið af dómurum) Ægir Þór Steinarsson · StjarnanBESTI ERLENDI LEIKMAÐUR Domino’s deildar karla 2018-2019 Julian Boyd · KRBESTI ÞJÁLFARI Domino’s deildar karla 2018-2019 Borche Ilievski · ÍR ÚRVALSLIÐ Domino’s DEILDAR KARLA 2018-2019 Matthías Orri Sigurðarson · ÍR (2. sinn, 2017) Ægir Þór Steinarsson · Stjarnan (1. sinn) Kristófer Acox · KR (2. sinn, 2018) Hlynur Bæringsson · Stjarnan (10. sinn, 2018, 2017, 2010, 2008, 2007, 2005, 2004, 2003, 2002) Sigurður Gunnar Þorsteinsson · ÍR (5. sinn, 2013, 2012, 2011, 2009)BESTI LEIKMAÐUR Domino’s deildar karla 2018-2019 Kristófer Acox · KRBESTI DÓMARI Domino’s deilda karla og kvenna 2018-2019 (Báðar deildir) Sigmundur Már Herbertsson1. deild kvenna 2018-19 - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -Besti ungi leikmaðurinn Vilborg Jónsdóttir · NjarðvíkBesti erlendi leikmaður ársins Tessondra Williams · Tindastóll Þjálfari ársins Jóhann Árni Ólafsson · GrindavíkÚrvalslið 1. deildar kvenna 2018-2019 Kamilla Sól Viktorsdóttir · Njarðvík Hrund Skúladóttir · Grindavík Sylvía Rún Hálfdánardóttir · Þór Akureyri Rut Herner Konráðsdóttir · Þór Akureyri Hulda Ósk Bergsteinsdóttir · Fjölnir Leikmaður ársins í 1. deild kvenna 2018-2019 Hrund Skúladóttir · Grindavík1. deild karla 2018-19- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -Besti ungi leikmaðurinn Júlíus Orri Ágústsson · Þór Akureyri Besti erlendi leikmaður ársins Larry Thomas · Þór AkureyriÞjálfari ársins Lárus Jónsson · Þór AkureyriÚrvalslið 1. deildar karla 2018-2019 Júlíus Orri Ágústsson · Þór Akureyri Róbert Sigurðsson · Fjölnir Eysteinn Ævarsson · Höttur Snjólfur Marel Stefánsson · Selfoss Pálmi Geir Jónsson · Þór Akureyri Leikmaður ársins í 1. deild karla 2018-2019 Róbert Sigurðsson · Fjölnir Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Sjá meira
Íslandsmeistararnir Kristófer Acox hjá KR og Helena Sverrisdóttir hjá Val voru í dag valin bestu leikmenn Domino´s deildar karla og kvenna en þetta er annað árið í röð sem þau fá þessi verðlaun. Helena jafnaði met. Hilmar Smári Henningsson úr Haukum og Birna Valgerður Benónýsdóttir úr Keflavík voru valin bestu ungu leikmennirnir en Birna var að fá þau verðlaun í annað skiptið. Bestu þjálfararnir voru Borche Ilievski hjá ÍR og Benedikt Guðmundsson hjá KR en Sigmundur Már Herbertsson var kosinn besti dómarinn í Domino´s deildunum. Benedikt fékk líka þessi sömu verðlaun þegar hann þjálfaði síðast í deildinni tímabilið 2009-10. Sigmundur Már Herbertsson var kosinn besti dómarinn fimmta árið í röð og alls í þrettánda sinn frá árinu 2005. Bestu varnarmenn tímabilsins voru Stjörnufólkið Auður Íris Ólafsdóttir og Ægir Þór Steinarsson en Ægir var einnig kosinn prúðasti leikmaður deildarinnar. Haukakonan Þóra Kristín Jónsdóttir var prúðust hjá konunum. Bestu erlendu leikmenn tímabilsins voru Julian Boyd hjá KR og Brittanny Dinkins hjá Keflavík. Kristófer Acox er aðeins sá þriðji í sögunni sem nær að vera bestur í úrvalsdeild karla tvö tímabil í röð en hinir eru þeir Pálmar Sigurðsson (1986 og 1987) og Valur Ingimundarson (1984 og 1985). Helena Sverrisdóttir jafnaði líka met Önnu Maríu Sveinsdóttur með því að vera kosin best í sjötta sinn á ferlinum en hún fékk einnig verðlaunin árin 2005, 2006, 2007, 2016 og 2018. Annar María var þrisvar sinnum kosin best tvö ár í röð eða árin 1988-89, 1995-96 og 1998-99. Valur vann þrefalt í vetur eða alla titla í boði en Helena er samt bara eini Valsarinn sem fékk verðlaun á þessu lokahófi. Valur átti aðeins Helenu í úrvalsliði tímabilsins. Íslandsmeistarar KR áttu líka aðeins einn leikmann í úrvalsliðinu. Hlynur Bæringsson var valinn í úrvalsliðið í tíunda sinn á ferlinum og Bryndís Guðmundsdóttir var valin í áttunda skiptið í lið ársins hjá konunum. Hér fyrir neðan má sjá öll verðlaunin sem voru afhent á lokahófi KKÍ í dag. Þjálfari, fyrirliði og formaður hvers félags höfðu atkvæðarétt að þessu sinni.Domino’s-DEILD KVENNA 2018-2019- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -BESTI VARNARMAÐUR Domino’s deildar kvenna 2018-2019 Auður Íris Ólafsdóttir · StjarnanBESTI UNGI LEIKMAÐUR Domino’s deildar kvenna 2018-2019 (f. 2000 eða síðar) Birna Valgerður Benónýsdóttir · KeflavíkPRÚÐASTI LEIKMAÐUR Domino’s deildar kvenna 2018-2019 (valið af dómurum) Þóra Kristín Jónsdóttir · HaukarBESTI ERLENDI LEIKMAÐUR Domino’s deildar kvenna 2018-2019 Brittanny Dinkins · Keflavík BESTI ÞJÁLFARI Domino’s deildar kvenna 2018-2019 Benedikt Guðmundsson · KRÚRVALSLIÐ Domino’s-DEILDAR KVENNA 2018-2019 Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar (2. sinn, 2018) Gunnhildur Gunnarsdóttir · Snæfell (2. sinn, 2016) Helena Sverrisdóttir · Valur (6. sinn, 2018, 2016, 2007, 2006, 2005) Bríet Sif Hinriksdóttir · Stjarnan (1. sinn) Bryndís Guðmundsdóttir · Keflavík (8. sinn, 2016, 2015, 2014, 2013, 2011, 2007, 2005) BESTI LEIKMAÐUR Domino’s deildar kvenna 2018-2019 Helena Sverrisdóttir · ValurDomino’s-DEILD KARLA 2018-2019- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -BESTI VARNARMAÐUR Domino’s deildar karla 2018-2019 Ægir Þór Steinarsson · StjarnanBESTI UNGI LEIKMAÐUR Domino’s deildar karla 2018-2019 (f. 2000 eða síðar) Hilmar Smári Henningsson · HaukarPRÚÐASTI LEIKMAÐUR Domino’s deildar karla 2018-2019 (valið af dómurum) Ægir Þór Steinarsson · StjarnanBESTI ERLENDI LEIKMAÐUR Domino’s deildar karla 2018-2019 Julian Boyd · KRBESTI ÞJÁLFARI Domino’s deildar karla 2018-2019 Borche Ilievski · ÍR ÚRVALSLIÐ Domino’s DEILDAR KARLA 2018-2019 Matthías Orri Sigurðarson · ÍR (2. sinn, 2017) Ægir Þór Steinarsson · Stjarnan (1. sinn) Kristófer Acox · KR (2. sinn, 2018) Hlynur Bæringsson · Stjarnan (10. sinn, 2018, 2017, 2010, 2008, 2007, 2005, 2004, 2003, 2002) Sigurður Gunnar Þorsteinsson · ÍR (5. sinn, 2013, 2012, 2011, 2009)BESTI LEIKMAÐUR Domino’s deildar karla 2018-2019 Kristófer Acox · KRBESTI DÓMARI Domino’s deilda karla og kvenna 2018-2019 (Báðar deildir) Sigmundur Már Herbertsson1. deild kvenna 2018-19 - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -Besti ungi leikmaðurinn Vilborg Jónsdóttir · NjarðvíkBesti erlendi leikmaður ársins Tessondra Williams · Tindastóll Þjálfari ársins Jóhann Árni Ólafsson · GrindavíkÚrvalslið 1. deildar kvenna 2018-2019 Kamilla Sól Viktorsdóttir · Njarðvík Hrund Skúladóttir · Grindavík Sylvía Rún Hálfdánardóttir · Þór Akureyri Rut Herner Konráðsdóttir · Þór Akureyri Hulda Ósk Bergsteinsdóttir · Fjölnir Leikmaður ársins í 1. deild kvenna 2018-2019 Hrund Skúladóttir · Grindavík1. deild karla 2018-19- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -Besti ungi leikmaðurinn Júlíus Orri Ágústsson · Þór Akureyri Besti erlendi leikmaður ársins Larry Thomas · Þór AkureyriÞjálfari ársins Lárus Jónsson · Þór AkureyriÚrvalslið 1. deildar karla 2018-2019 Júlíus Orri Ágústsson · Þór Akureyri Róbert Sigurðsson · Fjölnir Eysteinn Ævarsson · Höttur Snjólfur Marel Stefánsson · Selfoss Pálmi Geir Jónsson · Þór Akureyri Leikmaður ársins í 1. deild karla 2018-2019 Róbert Sigurðsson · Fjölnir
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Sjá meira