Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2019 18:15 Shibuno fagnar eftir að hafa sett niður sigurpúttið. vísir/getty Hin tvítuga Hinako Shibuno kom, sá og sigraði á Opna breska meistaramótinu í golfi, síðasta risamóti ársins í kvennaflokki. Sigur hinnar japönsku Shibuno var afar óvæntur. Þetta var ekki bara hennar fyrsta risamót á ferlinum heldur fyrsta mótið sem hún keppir á utan heimalandsins. Shibuno, eða brosandi Öskubuskan eins og hún er kölluð, heillaði alla upp úr skónum á Woburn-vellinum með skemmtilegri og glaðlegri framkomu.How cute is she? Always smiling. @AIGWBOpic.twitter.com/wv70w3odkS — LPGA (@LPGA) August 4, 2019 Hún brosti breitt alla helgina en aldrei breiðar eftir að hún setti niður pútt fyrir fugli á 18. holu og innsiglaði sigurinn.Pure. Joy. The Smiling Cinderella is a Major Champion! pic.twitter.com/xLReTB2sTA — LPGA (@LPGA) August 4, 2019 Shibuno lék á fjórum höggum undir pari í dag og samtals á 18 höggum undir pari. Hún var einu höggi á undan Lizette Salas frá Bandaríkjunum. Hún lék best allra í dag, á sjö höggum undir pari. Jin Young Ko frá Suður-Kóreu, efsta kona heimslistans, varð þriðja á samtals 16 höggum undir pari. Morgan Pressel frá Bandaríkjunum endaði í 4. sæti á 15 höggum undir pari. Ashleigh Buhai frá Suður-Afríku, sem var með forystu eftir fyrstu tvo keppnisdagana, endaði í 5. sæti á samtals 14 höggum undir pari.Hinako Shibuno wins the @AIGWBO in smiling fashion.#NECLPGAStatspic.twitter.com/ZlzFQSylz3 — LPGA (@LPGA) August 4, 2019 Bretland Golf Japan Tengdar fréttir Shibuno náði forystunni á Opna breska með sex fuglum á síðustu níu holunum Fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu í golfi er hin japanska Hinako Shibuno með tveggja högga forystu. 3. ágúst 2019 19:14 Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Hin tvítuga Hinako Shibuno kom, sá og sigraði á Opna breska meistaramótinu í golfi, síðasta risamóti ársins í kvennaflokki. Sigur hinnar japönsku Shibuno var afar óvæntur. Þetta var ekki bara hennar fyrsta risamót á ferlinum heldur fyrsta mótið sem hún keppir á utan heimalandsins. Shibuno, eða brosandi Öskubuskan eins og hún er kölluð, heillaði alla upp úr skónum á Woburn-vellinum með skemmtilegri og glaðlegri framkomu.How cute is she? Always smiling. @AIGWBOpic.twitter.com/wv70w3odkS — LPGA (@LPGA) August 4, 2019 Hún brosti breitt alla helgina en aldrei breiðar eftir að hún setti niður pútt fyrir fugli á 18. holu og innsiglaði sigurinn.Pure. Joy. The Smiling Cinderella is a Major Champion! pic.twitter.com/xLReTB2sTA — LPGA (@LPGA) August 4, 2019 Shibuno lék á fjórum höggum undir pari í dag og samtals á 18 höggum undir pari. Hún var einu höggi á undan Lizette Salas frá Bandaríkjunum. Hún lék best allra í dag, á sjö höggum undir pari. Jin Young Ko frá Suður-Kóreu, efsta kona heimslistans, varð þriðja á samtals 16 höggum undir pari. Morgan Pressel frá Bandaríkjunum endaði í 4. sæti á 15 höggum undir pari. Ashleigh Buhai frá Suður-Afríku, sem var með forystu eftir fyrstu tvo keppnisdagana, endaði í 5. sæti á samtals 14 höggum undir pari.Hinako Shibuno wins the @AIGWBO in smiling fashion.#NECLPGAStatspic.twitter.com/ZlzFQSylz3 — LPGA (@LPGA) August 4, 2019
Bretland Golf Japan Tengdar fréttir Shibuno náði forystunni á Opna breska með sex fuglum á síðustu níu holunum Fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu í golfi er hin japanska Hinako Shibuno með tveggja högga forystu. 3. ágúst 2019 19:14 Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Shibuno náði forystunni á Opna breska með sex fuglum á síðustu níu holunum Fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu í golfi er hin japanska Hinako Shibuno með tveggja högga forystu. 3. ágúst 2019 19:14