Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. desember 2019 16:00 Frá leik með FH í sumar. vísir/daníel Stjórn Barna- og unglingaráðs (BUR) knattspyrnudeildar FH hefur sagt sig frá störfum fyrir deildina. Ágreiningurinn snýst um sex milljóna króna lán sem knattspyrnudeildin fékk frá BUR. Tvö bréf hafa verið send til foreldra iðkenda í FH vegna málsins og er tóninn í því fyrra öllu hvassari. Í því fyrra er talað um skoðanaágreining við formann og framkvæmdastjórn knattspyrnudeildar og formann félagsins, trúnaðarbrest og „óásættanleg vinnubrögð þeirra síðustu vikur,“ eins og það er orðað. Í seinna bréfinu kemur fram að aðilar málsins hafi sest niður um helgina og reynt að finna sameiginlega lausn. „Formaður FH, varaformaður FH, hluti stjórnar knattspyrnudeildar FH og fráfarandi stjórn barna og unglingaráðs hefur fundað um málið og eru að vinna sameiginlega að sátt um ágreining aðila. Allir eru staðráðnir í því að tryggja að starfið fyrir iðkendur, foreldra og þjálfara haldist óbreytt. Með von um farsæla niðurstöðu,“ segir í bréfinu. Undir það rita stjórn knattspyrnudeildar, fráfarandi stjórn BUR sem og formaður og varaformaður FH. Arnar Hjálmsson, einn þeirra sem sat í stjórn BUR, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað og vísaði á formann FH, Viðar Halldórsson. „Afsögn þessara fjögurra úr BUR er vegna ágreinings um sex milljónir sem knattspyrnudeildin, sem BUR heyrir undir, vildi fá að láni. Þau voru óhress með það. En meirihluti knattspyrnudeildar samþykkti að lánið yrði veitt,“ sagði Viðar. „Fólk hefur síðan sest niður eins og sást í seinni yfirlýsingunni. Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau.“ Viðar segir að skipuð hafi verið ný stjórn BUR til bráðabirgða. Næsti aðalfundur knattspyrnudeildar er í febrúar á næsta ári. Að hans sögn eru milljónirnar sex ekki há upphæð í stóra samhengingu. „Við erum að tala um sex milljónir í félagi þar sem fjármálaleg umsvif á þessu ári voru um 1,6 milljarður. Þetta er frekar lítill hluti,“ sagði Viðar og bætti við að umsvif FH hafi verið þónokkuð mikil á þessu ári vegna byggingu knatthússins Skessunnar. „Að mínu mati urðu óþarfa læti en það er öllum heimilt að hafa sínar skoðanir og koma þeim á framfæri. Það má ekki gera lítið úr skoðunum fólks þótt allir séu ekki alltaf sammála,“ sagði Viðar að lokum. Mikil umræða hefur verið um fjárhaggskröggur meistaraflokks karla hjá FH undanfarna mánuði. Í frétt 433.is kemur fram að launakostnaður meistaraflokks karla hafi lækkað um rúmlega 20% frá því síðasta tímabili lauk. Hafnarfjörður Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Handbolti Fyrsta tapið í 12 ár Fótbolti Fleiri fréttir Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Sjá meira
Stjórn Barna- og unglingaráðs (BUR) knattspyrnudeildar FH hefur sagt sig frá störfum fyrir deildina. Ágreiningurinn snýst um sex milljóna króna lán sem knattspyrnudeildin fékk frá BUR. Tvö bréf hafa verið send til foreldra iðkenda í FH vegna málsins og er tóninn í því fyrra öllu hvassari. Í því fyrra er talað um skoðanaágreining við formann og framkvæmdastjórn knattspyrnudeildar og formann félagsins, trúnaðarbrest og „óásættanleg vinnubrögð þeirra síðustu vikur,“ eins og það er orðað. Í seinna bréfinu kemur fram að aðilar málsins hafi sest niður um helgina og reynt að finna sameiginlega lausn. „Formaður FH, varaformaður FH, hluti stjórnar knattspyrnudeildar FH og fráfarandi stjórn barna og unglingaráðs hefur fundað um málið og eru að vinna sameiginlega að sátt um ágreining aðila. Allir eru staðráðnir í því að tryggja að starfið fyrir iðkendur, foreldra og þjálfara haldist óbreytt. Með von um farsæla niðurstöðu,“ segir í bréfinu. Undir það rita stjórn knattspyrnudeildar, fráfarandi stjórn BUR sem og formaður og varaformaður FH. Arnar Hjálmsson, einn þeirra sem sat í stjórn BUR, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað og vísaði á formann FH, Viðar Halldórsson. „Afsögn þessara fjögurra úr BUR er vegna ágreinings um sex milljónir sem knattspyrnudeildin, sem BUR heyrir undir, vildi fá að láni. Þau voru óhress með það. En meirihluti knattspyrnudeildar samþykkti að lánið yrði veitt,“ sagði Viðar. „Fólk hefur síðan sest niður eins og sást í seinni yfirlýsingunni. Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau.“ Viðar segir að skipuð hafi verið ný stjórn BUR til bráðabirgða. Næsti aðalfundur knattspyrnudeildar er í febrúar á næsta ári. Að hans sögn eru milljónirnar sex ekki há upphæð í stóra samhengingu. „Við erum að tala um sex milljónir í félagi þar sem fjármálaleg umsvif á þessu ári voru um 1,6 milljarður. Þetta er frekar lítill hluti,“ sagði Viðar og bætti við að umsvif FH hafi verið þónokkuð mikil á þessu ári vegna byggingu knatthússins Skessunnar. „Að mínu mati urðu óþarfa læti en það er öllum heimilt að hafa sínar skoðanir og koma þeim á framfæri. Það má ekki gera lítið úr skoðunum fólks þótt allir séu ekki alltaf sammála,“ sagði Viðar að lokum. Mikil umræða hefur verið um fjárhaggskröggur meistaraflokks karla hjá FH undanfarna mánuði. Í frétt 433.is kemur fram að launakostnaður meistaraflokks karla hafi lækkað um rúmlega 20% frá því síðasta tímabili lauk.
Hafnarfjörður Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Handbolti Fyrsta tapið í 12 ár Fótbolti Fleiri fréttir Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti