Fréttir

„Nú verður að hafa hraðar hendur“

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku og loftslagsmálaráðherra, segir það slæmar fréttir að Hæstiréttur hafi staðfest ógildingu virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. Góðu fréttirnar séu þær að lögunum hafi verið breytt og sótt verði um nýtt leyfi á grundvelli þeirra.

Innlent

Hvammsvirkjun í upp­námi og ó­kyrrð hjá Play

Hæstiréttur hefur staðfest ógildingu virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar segir að sótt verði um virkjunarleyfi á ný en framkvæmdastjóri Landverndar og formaður Náttúrugriða fagna niðurstöðunni.

Innlent

Inga Sæ­land með galsa á þingi í nótt

Þórarinn Ingi Þórarinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gat varla haldið áfram með ræðu sína í þingi rétt um klukkan miðnætti í nótt vegna galsa í Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. 

Innlent

„Orðaskiftismetið tikið“

Kringvarp Færeyja fjallar um málþóf stjórnarandstöðunnar í annarri umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Greint er frá því að „viðgerðin um veiðigjøldini tikið metið sum longsta viðgerð um einstakt mál í Altinginum.“

Innlent

Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler

Fyrirtæki í eigu auðjöfursins Elon Musk hefur eytt óviðeigandi færslum frá spjallmenninu Grok þar sem hann lofaði Adolf Hitler, kallaði sjálfan sig MechaHitler og gerði ýmsar athugasemdir við fyrirspurnir notenda sem lýstu gyðingahatri.

Erlent

109 látnir og yfir 160 saknað

Alls hafa 109 fundist látnir og yfir 160 er saknað eftir ofsaflóðin í Texas fyrir helgi. Björgunarstörf standa enn yfir en litlar vonir eru um að fleiri finnist á lífi.

Erlent

Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn

Bandaríski kjarnorkukafbáturinn USS Newport News kemur í höfn á Grundartanga í Hvalfirði í dag. Er þetta í fyrsta sinn sem bandarískur kafbátur í þjónustuheimsókn leggur að bryggju á Íslandi.

Innlent

Ís­land leggur til fólk í finnskar her­stöðvar

Íslenskir borgaralegir sérfræðingar munu sinna störfum á herstjórnarmiðstöð við landamæri Rússlands og Finnlands. Um ræðir verkefni sem Svíþjóð fer fyrir og er hluti af auknum viðbúnaði Atlantshafsbandalagsins við landamæri þess við Rússland.

Innlent

Er Trump að gefast upp á Pútín?

Vladimir Pútín Rússlandsforseti virðist vera farinn að reyna á þolinmæði Donald Trump Bandaríkjaforseta en síðarnefndi sagði í gær að Pútín væri fullur af „kjaftæði“.

Erlent

Skýjað með skúrum í höfuð­borginni

Skýjað er í dag og sums staðar smá skúrir víða um land en bjart með köflum og yfirleitt þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti er á bilinu 10 til 20 stig og hlýjast norðaustan- og austanlands.

Veður

„Kannski var þetta prakkara­strik“

Borgarfulltrúi Vinstri grænna segir að palestínski fáninn sem dreginn var að húni við ráðhúsið í síðustu viku hafi vakið blendin viðbrögð. Hún segist ekkert vita hver hafi skorið á fánaböndin í gær en henni þyki umhugsunarvert að fólk hafi horn í síðu blaktandi fána frekar þjóðarmorðs á Gasaströndinni.

Innlent

„Ís­lands­met í ó­vandaðri laga­setningu“

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lýsir Íslandsmeti í óvandaðri lagasetningu en Íslandsmet í málþófi var slegið í annarri umræðu veiðigjaldafrumvarpsins í dag. Þingmaður Viðreisnar segir metið dapurlegt og vill að þingið standi með lýðræðinu. 

Innlent

Ís­lands­met slegið í málþófi

Ekkert mál hefur verið rætt eins lengi og veiðigjaldafrumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Málið hefur verið til umræðu í ríflega samtals 147 klukkustundir og hreppir fyrsta sætið af fyrri methafa, sem var þriðji orkupakkinn.

Innlent

Ekið á sjö ára barn í Borgar­túni

Bíl var ekið á sjö ára barn í Borgartúninu í Reykjavík um fjögurleytið í dag. Bíllinn mun hafa verið á litlum hraða, en barnið var flutt á sjúkrahús til skoðunar. Ekki er talið að meiðsli þess séu alvarleg.

Innlent