Fréttir Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Nýr leikskóli mun rísa við Rafstöðvarveg í Elliðaárdal og stefnt er á að hann verði tilbúinn til notkunar á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Reykjavíkurborg mun reka leikskólann. Innlent 9.1.2025 17:55 Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Deildarforseti við Háskólann á Grænlandi segir sögu slæmrar meðferðar Bandaríkjanna á frumbyggjum landsins vekja ugg meðal Grænlendinga sem horfa nú fram á mögulega innlimun inn í Bandaríkin sé eitthvað að marka orð verðandi forseta. Innlent 9.1.2025 17:03 Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Forseti Bandaríkjanna og varaforseti ásamt fjórum fyrrverandi forsetum Bandaríkjanna og þremur fyrrverandi varaforsetum eru viðstaddir útför Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem lést á dögunum hundrað ára að aldri. Erlent 9.1.2025 16:45 Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Borgarráð samþykkti í dag ráðningu Steins Jóhannssonar í starf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Steinn hefur gegnt stöðu rektors Menntaskólans við Hamrahlíð undanfarin sex ár. Innlent 9.1.2025 15:44 Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Toyota Corolla er heldur illa farin eftir að henni var ekið á vegrið á Eyrarbakkavegi á öðrum tímanum í dag. Innlent 9.1.2025 15:16 Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Enn loga miklir eldar í Los Angeles en vind hefur tekið að lægja en talið er að veðrið muni lítið hjálpa við slökkvistörf fyrr en annað kvöld. Þrír stórir eldar hafa brennt stór svæði í úthverfum borgarinnar en að minnsta kosti fimm eru látnir og rúmlega tvö þúsund byggingar hafa brunnið. Erlent 9.1.2025 14:53 Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, talaði á þriðjudagskvöld við Samuel Alito, forseta Hæstaréttar, skömmu áður en lögmenn Trumps báðu dómstólinn um að stöðva dómsuppkvaðningu í þöggunarmálinu svokallaða. Alito heldur því fram að þeir hafi talað um fyrrverandi aðstoðarmann hans sem gæti starfað innan ríkisstjórnar Trumps. Erlent 9.1.2025 13:34 Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Sóttvarnalæknir segir almenning ekki þurfa að hafa áhyggjur af fuglaflensu. Sú veira sem greindist í kettlingi hér á landi hafi aldrei greinst í fólki og þá smitist veiran ekki á milli manna. Engu að síður sé mikilvægt að þeir sem hafi einkenni og hafa verið í umgengni við dýr sem hafa verið veik vegna fuglaflensu fari í sýnatöku. Innlent 9.1.2025 12:11 Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Veðurstofan hefur hækkað vöktunarstig á Ljósufjöllum. GPS og gervitunglagögn sýna enga mælanlega aflögun og eru engar sérstakar vísbendingar um að kvikuhreyfingar séu nærri yfirborði. Skjálfar hafa mælst á svæðinu en þeir eru á „óvenjulegri dýpt“ samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar um málið. Innlent 9.1.2025 12:11 Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Forstjóri Haga segir félaginu þykja miður að byggingin við Álfabakka 2, sem félagið hyggst leigja undir ákveðinn hluta starfsemi sinnar, valdi óþægindum fyrir nágranna og hafi fullan skilning á sjónarmiðum íbúa sem fram hafa komið eftir að byggingin reis. Innlent 9.1.2025 11:45 Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Í hádegisfréttum fjöllum við um kjarreldana sem loga vítt og breitt um Los Angeles, næst stærstu borg Bandaríkjanna. Innlent 9.1.2025 11:39 Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Veðurstofan varar við miklum leysingum, asahláku og fljúgandi hálku um helgina vegna hlýinda og lægðagangs eftir langan frostakafla. Veðurfræðingur hvetur fólk til að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón. Innlent 9.1.2025 11:33 Beint streymi: Er Grænland til sölu? Málþingið „Er Grænland til sölu?“ sem er á vegum Norræna hússins og Alþjóðastofnunar Háskóla Íslands fer fram í Norræna húsinu frá 12 til 13 í dag. Rætt verður um sjálfstæði Grænlands, áhuga Bandaríkja á landinu og öryggi á norðurslóðum. Innlent 9.1.2025 11:32 Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Finnskir flugmenn eru væntanlegir til Íslands í lok mánaðarins en þá munu þeir taka að sér loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Verður það í fyrsta sinn sem finnskir flugmenn taka að sér loftrýmisgæslu hér á landi, eftir að Finnland gekk í NATO í fyrra. Innlent 9.1.2025 11:08 Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Kjell-Olof Feldt, fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar og framámaður í sænska Jafnaðarmannaflokknum, er látinn, 93 ára að aldri. Erlent 9.1.2025 10:53 Skotbardagi við forsetahöll Tjad Vopnaðir menn réðust á forsetahöll Tjad í N‘Djamena, höfuðborg landsins, í gær. Nítján féllu í skotbardaga þar þegar árásin var stöðvuð en yfirvöld segja 24 sérsveitarmenn hafa ráðist á forsetahöllina, í meintri tilraun til valdaráns. Erlent 9.1.2025 10:52 Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Tvö mál komu upp í árslok þar sem einstaklingar urðu uppvísir að því að falsa pappíra til að annars vegar flytja inn kött og hins vegar flytja þrjá ketti úr landi. Innlent 9.1.2025 10:48 Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Austurríki gæti lotið stjórn öfgahægrimanna í fyrsta skipti frá því í síðari heimsstyrjöldinni eftir að leiðtogi Frelsisflokksins fékk stjórnarmyndunarumboð í vikunni. Hann reynir nú að mynda ríkisstjórn með flokki sem hét áður að vinna ekki með honum. Erlent 9.1.2025 09:40 Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Mike Waltz, þingmaður Repúblikanaflokksins og verðandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, segir Grænland mikilvægt þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Bæði Rússar og Kínverjar væru að láta að sér kveða á norðurslóðum og á Grænlandi mætti þar að auki finna mikið af auðlindum. Erlent 9.1.2025 09:35 „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Íslenskur leikstjóri sem hefur búið í Pacific Palisades í Los Angeles undanfarin fimmtán ár hefur, líkt og aðrir íbúar hverfisins, þurft að flýja heimili sitt. Eldarnir virðast elta Egil sem bjó á Maui í Hawaii þegar gróðureldar geysuðu þar. Erlent 9.1.2025 09:13 Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Alls eru 45 prósent hlynnt aðild Íslands að Evrópusambandinu og 58 prósent hlynnt atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 17. til 31. desember 2024. Innlent 9.1.2025 08:43 Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Loftslagsráðherra hefur ákveðið að halda áfram að nýta heimild sem Ísland hefur til þess að nota losunarheimildir stóriðjunnar til þess að mæta skuldbindingum ríkisins gagnvart Parísarsamkomulaginu. Ekki er útlit fyrir að nýta þurfi heimildirnar fyrir fyrra tímabil samningsins. Innlent 9.1.2025 08:31 Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Lögregluyfirvöld í Frakklandi hefur handtekið stofnanda vefsíðunnar sem Dominique Pelicot notaði til að finna aðra menn til að nauðga eiginkonu sinni. Erlent 9.1.2025 08:03 Bjart, kalt og hægur vindur Hæð er nú yfir landinu og verður yfirleitt bjart, kalt og hægur vindur. Sums staðar verður þó skýjað með köflum á Vestfjörðum og við norðurströndina. Veður 9.1.2025 07:14 Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Hermálayfirvöld í Ísrael hafa sett nýjar reglur sem banna fjölmiðlum að nefna full nöfn hermanna eða sýna af þeim myndir þegar þeir taka við þá viðtöl. Ástæðan er áreiti sem hermenn hafa sætt erlendis. Erlent 9.1.2025 07:05 Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölbreyttum verkefnum í nótt og handtóku meðal annars mann sem grunaður er um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik. Innlent 9.1.2025 06:35 Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Eldarnir í Los Angeles brenna enn glatt og nú er staðan þannig að sjö aðskildir eldar brenna nú víðsvegar um úthverfi borgarinnar, þar á meðal í Hollywood hæðum þar sem stjörnurnar búa. Erlent 9.1.2025 06:33 Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Búið var að samþykkja að sameina fjórar lóðir við Álfabakka 2-4 í eina og gefa grænt ljós á kjötvinnslu á reitnum þegar gengið var frá úthlutun lóðarinnar og sölu byggingarréttar til félagsins Álfabakka 2 ehf. í júní 2023. Innlent 9.1.2025 06:17 Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Systir stofnanda og forstjóra OpenAI hefur höfðað mál á hendur honum vegna meints kynferðisofbeldis sem hún segir að hafi átt sér stað frá 1997 til 2006. Erlent 8.1.2025 22:53 Titringur á Alþingi Allt leikur á reiðisskjálfi með reglulegu millibili í fundarherbergi á fimmtu hæð í nýrri skrifstofubyggingu Alþingis sögn formanns Flokks fólksins sem hefur aldrei upplifað annað eins. Þetta sé þó aðeins einn af nokkrum göllum í húsnæðinu. Brýnt sé að ráðast í úrbætur. Innlent 8.1.2025 21:38 « ‹ 19 20 21 22 23 24 25 26 27 … 334 ›
Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Nýr leikskóli mun rísa við Rafstöðvarveg í Elliðaárdal og stefnt er á að hann verði tilbúinn til notkunar á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Reykjavíkurborg mun reka leikskólann. Innlent 9.1.2025 17:55
Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Deildarforseti við Háskólann á Grænlandi segir sögu slæmrar meðferðar Bandaríkjanna á frumbyggjum landsins vekja ugg meðal Grænlendinga sem horfa nú fram á mögulega innlimun inn í Bandaríkin sé eitthvað að marka orð verðandi forseta. Innlent 9.1.2025 17:03
Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Forseti Bandaríkjanna og varaforseti ásamt fjórum fyrrverandi forsetum Bandaríkjanna og þremur fyrrverandi varaforsetum eru viðstaddir útför Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem lést á dögunum hundrað ára að aldri. Erlent 9.1.2025 16:45
Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Borgarráð samþykkti í dag ráðningu Steins Jóhannssonar í starf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Steinn hefur gegnt stöðu rektors Menntaskólans við Hamrahlíð undanfarin sex ár. Innlent 9.1.2025 15:44
Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Toyota Corolla er heldur illa farin eftir að henni var ekið á vegrið á Eyrarbakkavegi á öðrum tímanum í dag. Innlent 9.1.2025 15:16
Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Enn loga miklir eldar í Los Angeles en vind hefur tekið að lægja en talið er að veðrið muni lítið hjálpa við slökkvistörf fyrr en annað kvöld. Þrír stórir eldar hafa brennt stór svæði í úthverfum borgarinnar en að minnsta kosti fimm eru látnir og rúmlega tvö þúsund byggingar hafa brunnið. Erlent 9.1.2025 14:53
Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, talaði á þriðjudagskvöld við Samuel Alito, forseta Hæstaréttar, skömmu áður en lögmenn Trumps báðu dómstólinn um að stöðva dómsuppkvaðningu í þöggunarmálinu svokallaða. Alito heldur því fram að þeir hafi talað um fyrrverandi aðstoðarmann hans sem gæti starfað innan ríkisstjórnar Trumps. Erlent 9.1.2025 13:34
Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Sóttvarnalæknir segir almenning ekki þurfa að hafa áhyggjur af fuglaflensu. Sú veira sem greindist í kettlingi hér á landi hafi aldrei greinst í fólki og þá smitist veiran ekki á milli manna. Engu að síður sé mikilvægt að þeir sem hafi einkenni og hafa verið í umgengni við dýr sem hafa verið veik vegna fuglaflensu fari í sýnatöku. Innlent 9.1.2025 12:11
Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Veðurstofan hefur hækkað vöktunarstig á Ljósufjöllum. GPS og gervitunglagögn sýna enga mælanlega aflögun og eru engar sérstakar vísbendingar um að kvikuhreyfingar séu nærri yfirborði. Skjálfar hafa mælst á svæðinu en þeir eru á „óvenjulegri dýpt“ samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar um málið. Innlent 9.1.2025 12:11
Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Forstjóri Haga segir félaginu þykja miður að byggingin við Álfabakka 2, sem félagið hyggst leigja undir ákveðinn hluta starfsemi sinnar, valdi óþægindum fyrir nágranna og hafi fullan skilning á sjónarmiðum íbúa sem fram hafa komið eftir að byggingin reis. Innlent 9.1.2025 11:45
Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Í hádegisfréttum fjöllum við um kjarreldana sem loga vítt og breitt um Los Angeles, næst stærstu borg Bandaríkjanna. Innlent 9.1.2025 11:39
Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Veðurstofan varar við miklum leysingum, asahláku og fljúgandi hálku um helgina vegna hlýinda og lægðagangs eftir langan frostakafla. Veðurfræðingur hvetur fólk til að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón. Innlent 9.1.2025 11:33
Beint streymi: Er Grænland til sölu? Málþingið „Er Grænland til sölu?“ sem er á vegum Norræna hússins og Alþjóðastofnunar Háskóla Íslands fer fram í Norræna húsinu frá 12 til 13 í dag. Rætt verður um sjálfstæði Grænlands, áhuga Bandaríkja á landinu og öryggi á norðurslóðum. Innlent 9.1.2025 11:32
Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Finnskir flugmenn eru væntanlegir til Íslands í lok mánaðarins en þá munu þeir taka að sér loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Verður það í fyrsta sinn sem finnskir flugmenn taka að sér loftrýmisgæslu hér á landi, eftir að Finnland gekk í NATO í fyrra. Innlent 9.1.2025 11:08
Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Kjell-Olof Feldt, fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar og framámaður í sænska Jafnaðarmannaflokknum, er látinn, 93 ára að aldri. Erlent 9.1.2025 10:53
Skotbardagi við forsetahöll Tjad Vopnaðir menn réðust á forsetahöll Tjad í N‘Djamena, höfuðborg landsins, í gær. Nítján féllu í skotbardaga þar þegar árásin var stöðvuð en yfirvöld segja 24 sérsveitarmenn hafa ráðist á forsetahöllina, í meintri tilraun til valdaráns. Erlent 9.1.2025 10:52
Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Tvö mál komu upp í árslok þar sem einstaklingar urðu uppvísir að því að falsa pappíra til að annars vegar flytja inn kött og hins vegar flytja þrjá ketti úr landi. Innlent 9.1.2025 10:48
Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Austurríki gæti lotið stjórn öfgahægrimanna í fyrsta skipti frá því í síðari heimsstyrjöldinni eftir að leiðtogi Frelsisflokksins fékk stjórnarmyndunarumboð í vikunni. Hann reynir nú að mynda ríkisstjórn með flokki sem hét áður að vinna ekki með honum. Erlent 9.1.2025 09:40
Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Mike Waltz, þingmaður Repúblikanaflokksins og verðandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, segir Grænland mikilvægt þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Bæði Rússar og Kínverjar væru að láta að sér kveða á norðurslóðum og á Grænlandi mætti þar að auki finna mikið af auðlindum. Erlent 9.1.2025 09:35
„Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Íslenskur leikstjóri sem hefur búið í Pacific Palisades í Los Angeles undanfarin fimmtán ár hefur, líkt og aðrir íbúar hverfisins, þurft að flýja heimili sitt. Eldarnir virðast elta Egil sem bjó á Maui í Hawaii þegar gróðureldar geysuðu þar. Erlent 9.1.2025 09:13
Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Alls eru 45 prósent hlynnt aðild Íslands að Evrópusambandinu og 58 prósent hlynnt atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 17. til 31. desember 2024. Innlent 9.1.2025 08:43
Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Loftslagsráðherra hefur ákveðið að halda áfram að nýta heimild sem Ísland hefur til þess að nota losunarheimildir stóriðjunnar til þess að mæta skuldbindingum ríkisins gagnvart Parísarsamkomulaginu. Ekki er útlit fyrir að nýta þurfi heimildirnar fyrir fyrra tímabil samningsins. Innlent 9.1.2025 08:31
Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Lögregluyfirvöld í Frakklandi hefur handtekið stofnanda vefsíðunnar sem Dominique Pelicot notaði til að finna aðra menn til að nauðga eiginkonu sinni. Erlent 9.1.2025 08:03
Bjart, kalt og hægur vindur Hæð er nú yfir landinu og verður yfirleitt bjart, kalt og hægur vindur. Sums staðar verður þó skýjað með köflum á Vestfjörðum og við norðurströndina. Veður 9.1.2025 07:14
Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Hermálayfirvöld í Ísrael hafa sett nýjar reglur sem banna fjölmiðlum að nefna full nöfn hermanna eða sýna af þeim myndir þegar þeir taka við þá viðtöl. Ástæðan er áreiti sem hermenn hafa sætt erlendis. Erlent 9.1.2025 07:05
Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölbreyttum verkefnum í nótt og handtóku meðal annars mann sem grunaður er um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik. Innlent 9.1.2025 06:35
Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Eldarnir í Los Angeles brenna enn glatt og nú er staðan þannig að sjö aðskildir eldar brenna nú víðsvegar um úthverfi borgarinnar, þar á meðal í Hollywood hæðum þar sem stjörnurnar búa. Erlent 9.1.2025 06:33
Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Búið var að samþykkja að sameina fjórar lóðir við Álfabakka 2-4 í eina og gefa grænt ljós á kjötvinnslu á reitnum þegar gengið var frá úthlutun lóðarinnar og sölu byggingarréttar til félagsins Álfabakka 2 ehf. í júní 2023. Innlent 9.1.2025 06:17
Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Systir stofnanda og forstjóra OpenAI hefur höfðað mál á hendur honum vegna meints kynferðisofbeldis sem hún segir að hafi átt sér stað frá 1997 til 2006. Erlent 8.1.2025 22:53
Titringur á Alþingi Allt leikur á reiðisskjálfi með reglulegu millibili í fundarherbergi á fimmtu hæð í nýrri skrifstofubyggingu Alþingis sögn formanns Flokks fólksins sem hefur aldrei upplifað annað eins. Þetta sé þó aðeins einn af nokkrum göllum í húsnæðinu. Brýnt sé að ráðast í úrbætur. Innlent 8.1.2025 21:38
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent