Fréttir

Fimm ára stúlka týndist í feni

Áhöfn leitarþyrlu notaði hitamyndavél til að finna fimm ára stúlku sem hafði týnst í fenjum Flórída. Stúlkan er einhverf og sást ganga í ökkladjúpu vatni og gat áhöfn þyrlunnar beint lögregluþjónum að henni.

Erlent

Stofnandi Wok On dæmdur fyrir skatt­svik

Kristján Ólafur Sigríðarsson, stofnandi og fyrrverandi eigandi veitingastaðarins Wok On, hefur hlotið níu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til þriggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness fyrir skattsvik. Honum er einnig gert að greiða 87,4 milljónir í sekt til ríkissjóðs ellegar sitja inni í 360 daga.

Innlent

Sér fram á verk­falls­boðun

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist sjá fram á að samninganefnd Eflingar muni á fundi sínum í kvöld samþykkja verkfallsboðun.

Innlent

McConnell lætur gott heita

Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar ekki að gefa kost á sér aftur í leiðtogasætið eftir kosningarnar í nóvember. Enginn hefur setið lengur í embættinu en hann og hefur hann haft gífurleg áhrif á líf Bandaríkjamanna á undanförnum áratugum.

Erlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Kjaraviðræður breiðfylkingar stéttarfélaga innan ASÍ og Samtaka atvinnulífsins virðast í uppnámi. Samninganefnd Eflingar mætti ekki til fundar hjá ríkissáttasemjara í morgun og ræðir nú hvort mögulega verði gripið til verkfallsaðgerða. Við verðum í beinni frá skrifstofu Eflingar í kvöldfréttum Stöðvar 2 og heyrum í Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni félagsins.

Innlent

„Gjör­sam­lega mis­boðið yfir stöðunni“

Fundi dagsins í Karphúsinu er lokið og ekki hefur verið formlega boðað til þess næsta. Gert er þó ráð fyrir að fundað verði aftur á morgun. Formenn Starfsgreinasambandsins og Samiðnar eru sammála um að staðan sé flókin og erfið.

Innlent

Bjarni ræddi við Israel Katz og bíður eftir grænu ljósi

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra ræddi við Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels, símleiðis síðdegis í dag. Þar óskaði Bjarni liðsinnis um afgreðislu á lista yfir dvalarleyfishafa á Gaza. Erindinu hafi verið vel tekið af hálfu ísraelska ráðherrans en þó alls óvíst hvenær grænt ljós fáist.

Innlent

Skoða að byggja nýja slökkvi­stöð

Bæjarstjóri Ísafjarðar skoðar nú að reisa nýja slökkvistöð í bænum. Elsti hluti núverandi byggingar er 86 ára gömul og glíma slökkviliðsmenn við tíð lekavandamál þar vegna fjölþættra vandamála. 

Innlent

Þegar Ari Trausti rauk úr beinni út­sendingu

Harðlífi er hlaupið í framboð væntanlegra forsetaframbjóðenda en kosið verður 1. júní 2024. Þegar Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti um að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér þriðja kjörtímabilið kom það mörgum á óvart. Aðdragandi forsetakjörs er ekkert grín eins og dæmin sanna.

Innlent

Ill­virki hafi verið unnið

Árni Tómas Ragnarsson læknir segir Ölmu Möller landlækni hafa framið illvirki á skjólstæðingum sínum þegar hún stöðvaði starfsemi hans. Þá gagnrýnir hann Valgerði Rúnarsdóttur yfirlækni á Vogi og sakar um blekkingar.

Innlent

„Fyrir mér er meiri­hlutinn ó­starf­hæfur“

Fulltrúi Fjarðarlistans greiddi atkvæði gegn tillögu síns meirihluta á fundi bæjarstjórnar Fjarðarbyggðar í gær. Tillagan snerist um breytingar í skólamálum sveitarfélagsins en unnið er að því að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun. Sama á við um leikskóla Fjarðabyggðar. 

Innlent

Ekki eftir­sóknar­verður staður til að vera á

Þegar lögum um útlendinga var breytt vorið 2023 var ákveðið að þau sem hefðu fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd myndu missa rétt á allri þjónustu 30 dögum síðar. Eftir það ætti fólk að yfirgefa landið. Fámennur hópur gerir það ekki og er heimilis- og réttindalaus á Íslandi.

Innlent

Aukin skjálfta­virkni og þolmörk að nálgast

Skjálftavirkni við kvikuganginn á Reykjanesskaga hefur aukist sem bendir til þess að kvikumagnið sé komið að þolmörkum. Fagstjóri hjá Veðurstofunni segir áhyggjuefni að fólk sé að gista í Grindavík en vonar að það sé tilbúið að yfirgefa bæinn í flýti.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um nýjar verðbólgutölur en verðbólgan hjaðnaði lítið eitt á milli mánaða. 

Innlent

Navalní borinn til grafar á föstu­dag

Alexei Navalní verður borinn til grafar í Moskvu á föstudag. Það staðfestir talsmaður tengdur honum. Athöfnin fer fram í Borisovskoye kirkjugarðinum í Moskvu eftir kveðjuathöfn sem haldin verður í Maryino hverfi borgarinnar.

Erlent

Hægir vindar og él á víð og dreif

Allmikil lægð skammt norðaustur af Jan Mayen hreyfist nú norður og önnur, sem er heldur veigaminni og djúpt suður í hafi, hreyfist til norðausturs. Þessar tvær lægðir stjórna veðri í dag, en þar sem þær eru fjarri landi eru vindar hægir og dálítli él á víð og dreif.

Veður