Fréttir

Hugsan­legt að öfga­menn á Ís­landi verði hryðju­verka­menn

Hugsanlegt er að hér á landi séu einstaklingar, sem aðhyllast ofbeldisfulla og öfga­fulla hugmyndafræði, gætu þróað með sér getu og ásetning til að fremja hryðjuverk. Þrátt fyrir það eru engar vísbendingar um að hryðjuverkahópar séu starfandi á Íslandi, né að samfélag öfgafullra trúarhópa hafi myndast á Íslandi.

Innlent

„Þá er þetta bara búið hjá okkur“

Uppsagnir fyrirtækja í Grindavík eru áhyggjuefni að mati bæjarbúa sem segja lítið eftir af bænum ef fyrirtækin fara. Starfsfólk nokkurra fyrirtækja vann að verðmætabjörgun í bænum í dag en hjá sumum þeirra er tjónið þegar orðið gífurlegt.

Innlent

Höfðu strax sam­band við birgjana þegar ostafréttirnar bárust

Mjólkursamsalan hafði strax samband við birgja sína þegar fréttir bárust af því í vikunni að mygluostarnir camembert og brie væru í útrýmingarhættu. Vöruþróunarstjóri telur ostaunnendur ekki þurfa að hafa áhyggjur, ostarnir séu ekki á útleið í bráð - þó að útlit þeirra gæti breyst þegar fram líða stundir.

Innlent

Seðla­bankinn hækkar raun­vexti

Seðlabankinn tók meðvitaða ákvörðun um það í morgun að hækka raunvexti með því að halda meginvöxtum sínum óbreyttum á sama tíma og verðbólga er að minnka. Seðlabankastjóri segir þetta til marks um að aðgerðir hans gegn verðbólgu hafi skilað árangri.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Seðlabankinn tók meðvitaða ákvörðun um að hækka raunvexti með því að halda meginvöxtum sínum óbreyttum á sama tíma og verðbólga minnkar. Í kvöldfréttum verður farið yfir hvaða áhrif þetta hefur á heimilin og Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ bregst við í beinni útsendingu.

Innlent

Sár á­rásar­mannsins gætu reynst ban­væn

Maðurinn sem skvetti sýru framan í 31 árs gamla konu og tvær dætur hennar í Lundúnum síðasta miðvikudag áður en hann lagði á flótta, er enn ófundinn. Sár hans gætu að sögn lögreglu reynst banvæn komist hann ekki undir læknishendur. 

Erlent

Sjón­varp gamla fólksins á Spáni ekki ó­hult enn

Landsréttur hefur fellt frávísunarúrskurð héraðsdóms í máli Sýnar gegn Jóni Einari Eysteinssyni úr gildi að hluta. Sýn höfðaði mál á hendur honum fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu félagsins.

Innlent

Leitin hefur ekki borið árangur

Leit að tveimur sjómönnum sem saknað er eftir að línuskipið Kambur sökk suður af Færeyjum í gær hefur ekki skilað árangri í dag. Leitað hefur verið úr lofti og á sjó en einn neyðarsendir úr skipinu hefur fundist.

Erlent

Frétta­t­eymi RÚV lét sig hverfa í Grinda­vík

Fulltrúar fréttastofu RÚV í skipulagðri ferð til Grindavíkur í dag létu sig hverfa úr hópnum. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum staðfestir þetta og segir að  starfsmenn á vegum RÚV hafi ekki farið að tilmælum öryggisstjóra í Grindavík.

Innlent

Hlakkar í Rússum vegna heim­sóknar Carlson

Tucker Carlson, fyrrverandi sjónvarpsmaður Fox News, hefur tekið viðtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þetta er fyrsta viðtal forsetans af þessu tagi frá því Rússar hófu innrásina í Úkraínu í febrúar 2022.

Erlent

Hlemmur gjör­breytist í sumar

Bílaniður víkur fyrir taktföstum skrefum og mannlífsins hljómi - ómi hjarta Hlemmtorgsins sem fær loksins að slá. Þannig kemst borgarfulltrúi Pírata að orði um breytingar á Hlemmi sem verða að veruleika í sumar. Strætó kveður Hlemm með breytingunum og ekki verða almenningssamgöngur þar fyrr en Borgarlínan leggur í hann.

Innlent

Vill axla á­byrgð eftir mis­heppnað rán á Pizzunni

23 ára karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir rán á veitingastaðnum Pizzunni fyrir rúmum tveimur árum. Hann hafði lítið upp úr krafsinu og missti bæði síma sinn og lykla á vettvangi glæpsins. Hann sagðist fyrir dómi vilja axla ábyrgð á brotum sínum en hann hefur farið í meðferð vegna fíknivanda.

Innlent

Höfðar mál gegn Disney og Lucasfilm með stuðningi Musks

Leikkonan Gina Carano hefur höfðað mál gegn Walt Disney og Lucasfilm, með stuðningi auðjöfursins Elons Musk. Carano heldur því fram að hún hafi ranglega verið rekin frá þáttunum Mandalorian árið 2021 vegna þess að hún hafi dreift íhaldssömum stjórnmálaskoðunum sínum á samfélagsmiðlum.

Erlent

Leita barna sem köstuðu klaka af brú á Miklu­braut

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar þriggja stráka á barnsaldri, mögulega á aldrinum níu til ellefu ára, sem grunaðir eru um að hafa kastað stórum klaka af göngubrú yfir Miklubraut í Reykjavík á sunnudag. Klakinn hafnaði á framrúðu bíls.

Innlent

Ætla að sækja fleiri fjöl­skyldur frá Gasa

Þrjár íslenskar konur sem sóttu í gær fjölskyldu, með dvalarleyfi á Íslandi, og fluttu frá Gasasvæðinu og yfir til Egyptalands ætla að halda áfram að bjarga börnum af svæðinu á meðan íslensk stjórnvöld funda um ástandið. Solaris samtökin hafa efnt til söfnunar til að koma fólki frá svæðinu.

Innlent

Seðla­banka­stjóri segir allt á réttri leið

Verulega hefur dregið úr einkaneyslu og hagvöxtur fer hratt minnkandi enda hafa raunvextir hækkað töluvert frá því í júní í fyrra. Seðlabankinn fylgist grannt með framgangi kjaraviðræðna og ákvað í morgun að halda meginvöxtum sínum óbreyttum.

Innlent

Ó­reiðan á þingi nær nýjum hæðum

Óreiðan á bandaríska þinginu náði nýjum hæðum í gær. Á meðan Repúblikanar í öldungadeildinni gerðu útaf við samkomulag um hernaðaraðstoð og aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, samkomulag sem þeir höfðu krafist um mánaða skeið, guldu Repúblikanar afhroð í tveimur atkvæðagreiðslum í fulltrúadeildinni.

Erlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við seðlabankastjóra um þá ákvörðun peningastefnunefndar að halda stýrivöxtum óbreyttum að þessu sinni. 

Innlent