Efla samstarf Háskóla Íslands og Íslenskrar erfðagreiningar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. júní 2025 18:22 Unnur Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri ÍE, Daníel F. Guðbjartsson, yfirmaður rannsókna hjá Íslenskri Erfðagreiningu, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Kristinn Ingvarsson/HÍ Háskóli Íslands og Íslensk erfðagreining hafa undirritað fimm ára samstarfssamning sem miðar að því að styrkja enn frekar tengsl og samstarf á sviði erfðafræðirannsókna og þjálfun ungs vísindafólks. Frá þessu er greint í tilkynningu en þar kemur fram að Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, Unnur Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri ÍE, og Daníel F. Guðbjartsson yfirmaður vísindarannsókna hjá ÍE, hafi undirritað samninginn nýverið í húsakynnum Háskólans. Námskeið ÍE metin til eininga Samkvæmt samningnum getur Íslensk Erfðagreining boðið nemendum námskeið og málstofur sem metnar verða til eininga í ákveðnum námsleiðum við Háskóla Íslands. Þá gefist nemendum skólans kostur á að vinna rannsóknarverkefni innan ÍE undir leiðsögn vísindamanna fyrirtækisins auk þess sem Háskólinn muni bjóða vísindamönnum ÍE stöðu rannsóknarkennara við tilteknar deildir háskólans, þar sem gerður erður sérsamningur um hvert slíkt gestakennarastarf. „HÍ og ÍE hafa um árabil átt í nánu vísindasamstarfi sem meðal annars hefur falist í sameiginlegri birtingu vísindagreina í mörgum af fremstu vísindatímaritum heims. Þá hafa verið mikil tengsl á milli beggja stofnana þar sem vísindafólk HÍ hefur starfað hjá ÍE og öfugt, auk þess sem sérfræðingar og vísindafólk frá ÍE hafa komið að leiðsögn framhaldsnema við HÍ,“ segir í fréttatilkynningunni. „Markmið samstarfssamningsins er að efla og styrkja enn frekar samstarf HÍ og ÍE um og auka nýtingu gagna til vísindarannsókna í erfðafræði og þjálfun háskólanema á því sviði. Áhersla er lögð á grunnrannsóknir sem byggja á umfangsmiklum gagnasöfnum ÍE á sviði mannerfðafræði, auk nýtingar öflugrar rannsóknaraðstöðu sem hvor aðili um sig býr yfir.“ Við undirritun samningsins.Kristinn Ingvarsson/HÍ „Við hjá Íslenskri erfðagreiningum höfum í gegnum árin lagt áherslu á að bjóða framúrskarandi nemendum við Háskóla Íslands tækifæri til að vinna með og læra af okkar fremsta vísindafólki og taka beinan þátt í öflugu rannsóknarstarfi,“ er haft eftir Unni Þorsteinsdóttur framkvæmdastjóra ÍE. „Náið samstarf ÍE og HÍ á sviði rannsókna skiptir miklu máli. Það er mikilvæg fyrir háskólanema að kynnast hagnýtu rannsóknarstarfi frá fyrstu hendi og með þessum samningi gefst okkur hjá Íslenskri erfðagreiningu tækifæri til að nýta á ábyrgan hátt þau verðmætu gögn sem þjóðin hefur treyst okkur fyrir í samstarfi við vísindafólk og háskólanema við Háskóla Íslands“, segir Daníel F. Guðbjartsson, yfirmaður rannsókna hjá Íslenskri erfðagreiningu. „Íslensk erfðagreining hefur rekið afar öflugar vísindastarfsemi undanfarna áratugi og samstarf við Háskóla Íslands hefur verið náið á þeim tíma. Með þessum nýja samningi, sem ég fagna mjög, er verið að formgera enn öflugra samstarf á næstu misserum en með þróun í tölvugreindartækni og gríðargögnum koma sífellt fram nýir samstarfsmöguleikar. Ég hlakka því sannarlega til framhaldsins,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Íslensk erfðagreining Háskólar Skóla- og menntamál Vísindi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu en þar kemur fram að Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, Unnur Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri ÍE, og Daníel F. Guðbjartsson yfirmaður vísindarannsókna hjá ÍE, hafi undirritað samninginn nýverið í húsakynnum Háskólans. Námskeið ÍE metin til eininga Samkvæmt samningnum getur Íslensk Erfðagreining boðið nemendum námskeið og málstofur sem metnar verða til eininga í ákveðnum námsleiðum við Háskóla Íslands. Þá gefist nemendum skólans kostur á að vinna rannsóknarverkefni innan ÍE undir leiðsögn vísindamanna fyrirtækisins auk þess sem Háskólinn muni bjóða vísindamönnum ÍE stöðu rannsóknarkennara við tilteknar deildir háskólans, þar sem gerður erður sérsamningur um hvert slíkt gestakennarastarf. „HÍ og ÍE hafa um árabil átt í nánu vísindasamstarfi sem meðal annars hefur falist í sameiginlegri birtingu vísindagreina í mörgum af fremstu vísindatímaritum heims. Þá hafa verið mikil tengsl á milli beggja stofnana þar sem vísindafólk HÍ hefur starfað hjá ÍE og öfugt, auk þess sem sérfræðingar og vísindafólk frá ÍE hafa komið að leiðsögn framhaldsnema við HÍ,“ segir í fréttatilkynningunni. „Markmið samstarfssamningsins er að efla og styrkja enn frekar samstarf HÍ og ÍE um og auka nýtingu gagna til vísindarannsókna í erfðafræði og þjálfun háskólanema á því sviði. Áhersla er lögð á grunnrannsóknir sem byggja á umfangsmiklum gagnasöfnum ÍE á sviði mannerfðafræði, auk nýtingar öflugrar rannsóknaraðstöðu sem hvor aðili um sig býr yfir.“ Við undirritun samningsins.Kristinn Ingvarsson/HÍ „Við hjá Íslenskri erfðagreiningum höfum í gegnum árin lagt áherslu á að bjóða framúrskarandi nemendum við Háskóla Íslands tækifæri til að vinna með og læra af okkar fremsta vísindafólki og taka beinan þátt í öflugu rannsóknarstarfi,“ er haft eftir Unni Þorsteinsdóttur framkvæmdastjóra ÍE. „Náið samstarf ÍE og HÍ á sviði rannsókna skiptir miklu máli. Það er mikilvæg fyrir háskólanema að kynnast hagnýtu rannsóknarstarfi frá fyrstu hendi og með þessum samningi gefst okkur hjá Íslenskri erfðagreiningu tækifæri til að nýta á ábyrgan hátt þau verðmætu gögn sem þjóðin hefur treyst okkur fyrir í samstarfi við vísindafólk og háskólanema við Háskóla Íslands“, segir Daníel F. Guðbjartsson, yfirmaður rannsókna hjá Íslenskri erfðagreiningu. „Íslensk erfðagreining hefur rekið afar öflugar vísindastarfsemi undanfarna áratugi og samstarf við Háskóla Íslands hefur verið náið á þeim tíma. Með þessum nýja samningi, sem ég fagna mjög, er verið að formgera enn öflugra samstarf á næstu misserum en með þróun í tölvugreindartækni og gríðargögnum koma sífellt fram nýir samstarfsmöguleikar. Ég hlakka því sannarlega til framhaldsins,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.
Íslensk erfðagreining Háskólar Skóla- og menntamál Vísindi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira